Bændablaðið - 03.10.2000, Page 1

Bændablaðið - 03.10.2000, Page 1
16. tölublað 6. árgangur Þriðjudagur 3. október 2000 ISSN 1025-5621 Mikill áliiigi kúdhmúa á endurliúliiiii og aðstöSu 6! mjólkurfrmleitlslu Hokkunaraðferð mjðlkur breyflst um áramót Eftir alllangt umræðu- og þróunarferli hefur nú verið ákveðið að frá næstu áramótum skuli innleggs- mjólk bænda flokkuð skv. nýrri aðferð, sem fyrir löngu er orðin ráðandi í öllum ná- lægum löndum. Aðferðin er raf- ræn, fljótvirk og ódýrari en hin hefðbundna gerlatalning og hún gefur raun- hæfari niðurstöður. En tölumar verða öðm vísi - hærri - og flokkamörkin breytast í samræmi við það. Flokkunin sk. hinni nýju aðferð fer fram í Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins. Sjá nánar á bls. 4 í sumar kannaði Aðalsteinn Símonarson, starfsmaður Bútæknideildar á Hvanneyri verð á varahlutum fyrir dráttarvélar. Könnunin var gerð að ósk Bændablaðsins. Tilgangurinn var að fá upplýsingar um hugsanlegan mun á verði á Islandi annarsvegar og í nokkrum nágrannalöndum hinsvegar. Til samanburðar við verð á Islandi var ákveðið að leita eftir verði á sömu vörunúmerum í Englandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Þýskalandi og Hollandi. Akveðið var að leita eftir upplýsingum um eftirfarandi vélar: IH-Case 4210, MF 390, NH L-75 og Valmet 565. Heildarverðið á íslandi er áberandi hæst í þremur tilfellum af fjórum. Lægsta verð kemur áberandi oftast fram í Finnlandi en hæsta verð á íslandi. Einnig virðist verð vera almennt fremur lágt í , Sjánánarábls.,9 Fornminjar krydd í íslensk- um framtfðarskúnum? * r * • • - • Margréti Hallgnmsdóttur, þjóðminjavörður, segir nauðsyn- legt að landbúnaður og minja- varsla starfi saman. Þetta kemur fram í viðtali sem blaðið átt við Margréti. Hún bendir á að á jörð- um landsins er afar mikið af fom- leifum um langvarandi sögu og byggð og hún segir í samtali við Bændablaðið að hún hafi „mikinn hug. á góðu samstarfi við bændur um viðhald og skráningu menning- arminja, rústir, fomleifar og hús. Minjavarsla byggir mikið á hand- verkskunnáttu landsmanna og þekkingu á staðháttum. Þannig sé ég fyrir mér bændur sem sam- starfsmenn minjavörslunnar. Alúð við menningarminjar, varðveisla handverkskunnáttu er því ákveðið sóknarfæri fyrir bændur, sem os.bygsðir lands- ins. Þannig munu bændur gegna mikilvægu hlutverki á sviði menn- ingartengdrar ferðamennsku.“ Margrét segist sjá fyrir sér stóraukið átak í skráningu fomleifa á jörðum landsins sem þurfi að vinnast í samvinnu þjóðminja- vörslunnar og landbúnaðarins, þ.e. í góðu samráði við bændur, sem þekkja þessi svæði. „Sama á við um skógrækt,- scgir Jóðrninja-^ Sjábls. 6 vörður. „Og það er afar mikilvægt að þar náist þverfaglegt samstarf meðal þessara aðila og Skógræktar ríkisins. Fomminjar gætu þannig orðið krydd í íslenskum framtíðar- skógum sem ræktaðir verða með það að leiðarljósi að tekið verið til- lit til varðveislu menningarlands- lags og minja. Einnig hef ég áhuga á því að ræða hugmyndir að keðjum land- búnaðarsafna. A landinu em mörg merk minjasöfn á sviði landbúnað- ar. Má þar nefna torfbæina okkar, safnið á Skógum og Búvélasafnið á Hvanneyri í broddi fylkingar. Ég hef áhuga á því að tengja þessi söfn með sameiginlegri markaðs- setningu og auknu samstarfi inn- byrðis og við landbúnaðinn." segir Margrét Hallgrímsdóttir. „Það er mikill áhugi fyrir endurbótum á aðstöðu til mjólkurframleiðslu og þetta er fyrsti fundurinn af nokkrum þar sem þessi mál verða brotin til mergjar,“ sagði Runólfur Sigursveinsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands um fund sem efnt var til í húsakynnum MBF fyrir skömmu. Á fundinn komu margir tugir kúabænda á Suðurlandi. Hugmyndin með þessum fundi, og þeim sem eftir munu fylgja, er að menn læri hver af öðrum og fái til sín aðra aðila til skrafs og ráðagerða. Ætlunin er að kalla jafnt á bændur sem nýlega hafa byggt og ráðgefandi aðila. Á fundinn í húsnæði MBF komu þeir Torfi Jóhannesson frá Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri og Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs landbúnaðarins og héldu stutt erindi. ••Ég hygg að þeir séu fleiri sem eru að skoða þessi mál með tilliti til þess að breyta og bæta nýtingu þeirra fjárfestinga sem eru á jörðum viðkomandi,“ sagði Runólfur og bætti því við að sem betur fer hafi afkoma kúabænda batnað enda væri nú verið - eða stæði fyrir dyrum - að endurbyggja mörg fjós á Suðurlandi. „Þeir sem eru í þessari atvinnugrein og ætla að vera það næstu árin þurfa að takast á við gjörbreytt framleiðsluumhverfi.“ Varahlutir ^ýrir á Islandi Eins og sjá má komu margir til fundarins á Selfossi. Tæplega 100 nemendur á Hvanneyri í vetur Nú í haust eru 94 nemendur skráðir við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri. Þar af eru 16 þeirra skráðir á lokaári en 15 munu hefja nám á tveim braut- um. í starfsmenntanám bænda- deildar eru skráðir 36 nemend- ur í reglulegt nám; 23 í II. bekk og 13 í I. bekk. I fjarnám við skólann eru skráðir 27 nemendur. Þetta kom fram í ræðu Magnúsar B. Jónssonar rektors Landbúnaðarháskólans við setningu skólans.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.