Bændablaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 3. október 2000 Hægt að ná meiri árangri í ræhtun alaskaaspar og alaskavíðis Á aðalfundi Landssamtaka skógareigenda í ágúst flutti Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknarstöðvar Skógræktar á Mógilsá, fyrirlestur um klónaval. I fyrirlestrinum kynnti Aðalstein niðurstöður tilrauna með mismunandi klóna (arfgerðir) af alaskaösp og alaskavíði í mismunandi landshlutum en þessar tilraunir hófust árið 1992. Þar sást svart á hvítu hversu breytilegt ísland er frá sjónarhóli trjáplöntunar að sögn Aðalsteins. Ætlunin er að nota þess- ar niðurstöður til að ná betri árangri í ræktun á þessum tveimur teg- undum. Aðalsteinn segir að klónavalið geti verið mjög breytilegt eftir landshlutum og héruðum. „Ef við erum t.d. að tala um klón sem gengur vel á suðvesturhominu er ekki þar með sagt að hann dafni vel norðanlands. Það kemur jafn- vel í ljós í okkar rannsóknum með alaskavíði og alaskaösp að það Tilraunir með klónaval: getur verið allt annað klónaval fyr- ir strandlengju Suðurlands en upp- sveitir Suðurlands.“ Aðalsteinn segir klónana koma frá mismunandi stöðum í Alaska. „Klónamir hafa aðlagast að misjöfnum, staðbundnum að- stæðum í Alaska, en geta hegðað sér afar misjafnlega á Islandi jafn- vel þótt þeir séu upprunnir á sama stað í Alaska. Aðlögunin getur m.a. falist í því hvenær trén vakna úr dvala á vorin og hve snemma þau leggjast í dvala á haustin. Ef þau leggjast t.d. seint í dvala getur það reynst þeim ágætlega meðfram suðurströndinni þar sem byrjar ekki að frjósa fyrr en í september, því þau geta nýtt sér lengri vaxt- artíma til meiri vaxtar. Þetta getur hins vegar reynst hin mesta hefnd- argjöf fyrir sama klón ef reynt er að rækta hann í dalbotnum á Norðurlandi þar sem geta komið næturfrost um miðjan ágúst.“ Aðalsteinn segir þetta aðeins einn þáttinn sem ráðið getur úrslitum um hvort klón dafni vel. Aðrir þættir eru t.d. hitafar á vaxtartíma, vindar og selta. Þessar tilraunir leiddu af sér niðurstöðu sem gefur til kynna hvaða klóna er best að nota í hin- um ýmsu landshlutum. „Þegar niðurstöður eru komnar úr þessum ræktunartilraunum má ná meiri árangri með ræktun á t.d. alask- avíðisskjólbeltum eða asp- arskógum. Niðurstöður um alask- avíði hafa nýlega birst, m.a. í nýjasta Skógræktarriti (2000b) en til stendur að koma öðrum niður- stöðum út á þessu hausti, bæði á prenti og á heimasíðu okkar.“ Aðalsteinn nefnir að nýkomin er til sögunnar blaðsjúkdómur á ösp hér á landi, asparryð (Melamp- sora laricii-populina), sem kunni að breyta því hvaða klónar alaska- aspar verði notaðir í framtíðinni. Þessi sjúkdómur er nýkominn til landsins og hefur borist hingað einhvem tíma á síðustu 2-3 ámm. Verið er að gera prófanir á næmi mismunandi asparklóna gagnvart sjúkdómnum, í samstarfi Mógilsár við sérfræðinga á RALA og Náttúrufræðistofnun. Niðurstöður úr þessum tilraunum verða birtar í næsta Skógræktarriti. Hver segir að eingöngu hundar geti smalað? Eins og þessi mynd ber með sér er kötturinn Skoddi ekki í minnstu vandræðum með að reka kálf á undan sér. Víst er að margir hundar mættu taka þennan kött sér til fyrirmyndar því vinnubrögðin eru ótrúlega fagmannleg. Myndin, sem Liane Michelsson tók, er frá bænum Litluhlíð í Skagafirði. VerO hækkar á loöskinnum Ný lokið er skinnauppboðum í bæði Danmörku og Finnlandi og vom þetta síðustu uppboð söluársins 1999/2000 að sögn Ein- ars Einarssonar ráðunautar í loðdýrarækt. Fyrst var boðið upp í Kaupmannhöfn og þar hækkuðu blárefaskinnin að meðaltali um 33% og hvíti refurinn um 40% frá síðasta uppboði. I Finnlandi hækkaði refurinn síðan enn frekar. Með tilliti til íslensku fram- leiðslunnar má áætla að íslenskir bændur séu komnir að meðaltali með 5-6.000 króna meðalverð sem verður að teljast nokkuð gott. Þetta á þó ekki við um meðalverð síðasta árs heldur einungis þetta uppboð. Engin minkaskinn vom seld í Finnlandi en í Danmörku vom boðnar 3,3 miljónir minka- skinna til sölu sem hækkuðu að meðaltali um 22% frá síðasta upp- boði. Högnaskinnin hækkuðu meira en læðuskinnin eða um 26% en læðuskinnin um 17%. Undir- sortimar hækkuðu um 25% en fyrsta flokks skinnin um 18%. „Maður getur alltaf undrað sig yftr hvað undirsortimar hækka þegar uppsveifla er á markaðnum," sagði Einar Einars- son, loðdýraræktarráðunautur, „en því má þó ekki gleyma að þeir græða mest sem hafa lítið í undir- sortir því fyrsta flokks skinnin selj- ast alltaf á hærra verði og miklu hærra verði þegar verðin em lág.“ Að sögn Einars kom það skýrt fram á þessum uppboðum að kaup- endur greiddu vel fyrir stærðina og hækkuðu stóm skinnin mest en þau litlu minnst. Góð hœkkun á Scanglow Sú litartegund sem mest hækkaði í prósentum var Scanglow en þar hækkuðu högna- skinnin um 24% og læðumar um 17%. Þetta verður að teljast sérstaklega gleðilegt fyrir íslenska framleiðendur þar sem stór hluti framleiðslunnar hér á landi er Scanglow/brown, en Scanbrown skinnin hækkuðu líka mikið. Best borguðu litimir af höfuð litunum era þó ennþá Scanblack og Ma- hogany. Meðalverð allra minka- skinna sem seld vom í Kaup- mannhöfn á síðasta söluári var 206 kr danskar, en meðalverð einstakra framleiðenda getur síðan verið háð þeim uppboðum sem viðkomandi seldi á. Það má þó segja að þau verð sem em á markaðnum í dag séu vel viðunandi og útlitið fyrir næsta ár er gott að sögn Einars. Allt selt! Á báðum uppboðunum seldist allt sem boðið var 100% og segja bæði uppboðshús að allt sem selja átti á söluárinu 199/2000 sé upp- selt. Fjöldi kaupenda í Finnlandi var um 200 en um 400 í Kaup- mannahöfn. Á báðum stöðum vom stærstu kaupendumir frá Hong Kong og Kína en evrópskir kaup- endur komu líka sterkir inn og þá sérstaklega í minknum. Það bar ekki mikið á Rússum þó að nokkrir þeirra kæmu á bæði uppboðin. Áhugi á skinnum er þó sagður mikill í Rússlandi en slæmt efna- hagsástand ásamt endalausum áföllum í þjóðlífinu hefur neikvæð áhrif, en vonandi batnar ástandið og þá er þama stór markaður fyrir bæði refa- og minkaskinn. niðmskeíB fyrir ráOunaut Dagana 11. til 13. október n.k. er fyrirhugað að halda námskeið í rekstrar- og fóðuráætlanagerð fyr- ir héraðsráðunauta. Námskeiðið verður haldið á Hvanneyri. Eins og áður hefur verið kynnt í Bændablaðinu er á þessu ári að fara af stað vinna við markmiðstengdar búrekstr- aráætlanir fyrir bændur, sem unn- ar em á vegum búnaðarsamband- anna. Markmið þeirra er að styrkja búrekstur bænda og treysta aflcomu í landbúnaði. Námskeiðið er liður í ffamkvæmd þessa verkefnis. Á námskeiðinu verður annars vegar fjallað al- mennt um rekstraráætlanir og framkvæmd rekstraráætlana í landbúnaði. Hins vegar verður svo farið allítarlega í gerð fóðuráætlana fyrir nautgripi (mjólkurkýr). Til þess hefur verið fenginn fyrirlesari frá dönsku ráðgjafarþjónustunni (Landbugets rádgivningssenter), - Johannes Frandsen, og mun hann fjalla um það viðfang svo og að kenna notkun á öflugum hugbúnaði til fóðuráætlanagerðar ,3edrifts- lösning-Kvæg“ sem ráðgjaf- arþjónustan danska hefur þróað á undanfömum ámm. Bændablaöið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.519 eintök í dreifingu hjá íslandspósti um miðjan júlí. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.800 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.800. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 - Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) - Beinn sími ritstjóra: 563 0375 - Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason - Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 - Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason. - Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. - Netfang: bbl@bondi.is - Umbrot: Prentsnið - Prentun: ísafoldarprentsmiðja - Nr. 120-ISSN 1025-5621 Fjórir prófessorar á Hvanneyri Frá og með 1. september voru tekin upp formlega þau starfsheiti yfir kennara sem ákvörðuð eru f búfræðslulögunum, þ.e. lektor, dósent og prófessor. Fjórir kennarar skólans verða nú formlega titlaðir prófessorar en það eru þau Anna G. Þórhallsdóttir, Bjarni Guðmundsson, Björn Þorsteinsson og Ríkharð Brynjólfsson. Starfsheitin dósent og lektor verða síðan tekin upp í staðinn fyrir heitið kennari II. Fjórmenningunum er hér með óskað til hamingju með þennan nýja starfstitil. Ferskt íslenskt lambakjöt selt til Minneapolis Goði hf. hefur náð athygliverðum árangri í sölu á fersku lambakjöti í Baltimore í Bandaríkjunum. Fyrirtækið heldur markaðssókn sinni vestanhafs áfram nú í haust. Goði hf. leggur þá snörur sínar fyrir neytendur í Minneapolis. Verðið er gott að sögn þeirra í Goða og í mörgum tilvikum dýrara en annað kjöt í þeim verslunum þar sem það er selt, en kjötið er einvörðungu selt ferskt lambakjöt í Baltimore og þá aðeins í verslunum sem sérhæfa sig í heilsuvörum. Þrátt fyrir stuttan sölutíma telja starfsmenn Goða að nú þegar sé markaður fyrir meira magn af fersku lambakjöti en hægt er að bjóða. Goði hf. hefur einnig veríð að gera tilraunir með frosið lambakjöt og hefur selt það til hótela og veitingahúsa vestanhafs með ágætum árangri. Blóðlausar hryssur um allt land? Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Samband dýravemdunarfélaga íslands, fer mikinn í bréfi sem hún skrifar umhverfisráðuneytinu vegna blóðsöfnunar úr fylfullum merum sem ísteka hefur staðið að undanfarin ár. í bréfinu segir m.a.: „Blóðsöfnunin fer þannig fram að um 45 dögum eftir fyljun er fimm Iftrum af blóði tappað f einu af hryssunni, 5- 7 sinnum og með einnar viku millibilí. Blóðmagn hryssu mun vera um 25 lítrar og má því segja að hryssan sé blóðtæmd á þessu tímabili." (leturbreyting er blaðsins). Það verða að teljast tíðindí að blóðtæmdar hryssur séu á gangi um hrosshaga landsins og það hlýtur að teljast verðugt rannsóknarverkefni hvort að þarna sé um séríslenskt einkenni að ræða. Með sömu rökum má líka benda á að maðurinn hljóti að vera blóðtæmdur eftir tíu heimsóknir ( Blóðbankann og ekki er það síðra rannsóknarverkefni...

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.