Bændablaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 3. október 2000 BÆNDABLAÐIÐ 5 ítarefni um kjðfmat Vinnudagamir eru oft þokkalega nýttir hjá yfirkjötmatsmönnum og kvöldin notuð til að koma sér á næsta sláturstað eða heim. Þá er eins gott að halda sér vel vakandi við stýrið. Til þess beitir kjötmatsformaðurinn stundum þeim brögðum að berja saman vísur. Eitt kvöldið varð til bálkur sem fékk vinnuheitið: „Itarefni fyrir kjötmats- menn og annað áhugafólk um kjötmat". Þar var reynt að gera nokkra grein fyrir holdfyllingar- og fituflokkum dilkakjöts samkvæmt gildandi Evrópumati. Verk- inu er þó hvergi nærri lokið. Fyrsta minnisvísan fjallar um 04 (þ.e. holdfyllingarfl. O, fitufl. 4, eins og lesendur Bændablaðsins eflaust vita). Hún var reyndar upphaflega hugsuð sem sjálfslýsing: Ekki er holdafylling fögur, en fitu þykka maður sér. Hann á að lenda í O-i fjögur, einboðið það sýnist mér. Næst var tekinn fyrir öllu nettari skrokkur: Ef hófleg fita þykir þér, þrýstin læri fyrir ber og lína bein í baki er, sem best í R2 skrokkur fer. Þá var litið til endanna á holdfyll- ingarskalanum, fyrst á þann neðri: Ef rýran skrokk- ég -ræfil sé, rétt hann metinn er í P, með læri þunn og beinaber og býsna íhvolf lína hver. Öðru máli gegnir um E-skrokkinn, hann er „ýkt góður“: Breiður hryggur bungar út, bógur líkist vöðvahnút, í E-ið skrokkur flottur fer ef fylling læra bólgin er. Látum þar kjötmatsfræðum lokið að sinni, en stundum þegar komið er í náttstað, haldast góðar móttökur og kvöldfegurð í hendur: Gott var háttum hér að ná, um hitt og þetta tala og norðurljósa litskrúð sjá loga á himni Dala. StV. Grímiir iiefiir orúið „Trajfík og konkurensi“ Frá því segir í Innarsveitarkróniku Halldórs Laxness að ekki var liðið langt fram á öldina þegar bílamenning upphófst í Mosfellssveit og með henni „traffík og konkurensi“ eins og segir í bókinni og sögð í anda rassjónalisma, en þennan Rassjón höfðu íbúar sveitarinnar aldrei áður heyrt minnst á. Það var svo um miðja öldina að slúðursaga fór á kreik í Reykjavik um konu í Vesturbænum sem þótti eggin dýr í búðinni sinni en vissi af bónda í Kringlumýrinni sem hélt hænur og seldi egg á betra verði. Þangað ók hún og sótti sín egg en talnaglöggir menn efuðust um hagkvæmnina. Síðan er liðin hálf öld og traffík og konkurensi hefur aukist um allan helming. Þar má nefna að hver sláturleyfishafi ákveður nú upp á sitt eindæmi hvað hann greiðir fyrir innlagt kindakjöt, eins og fram kom í síðasta Bændablaði. í framhaldi af því berast fregnir af langflutningum á sláturfé, jafnvel um nokkur hundruð kflómetra leið og sú hugsun vaknar hvort þetta sé það sem koma skal? Að undanförnu hefur þeirri hugmynd verið að aukast fylgi að útflutningur á kindakjöti þurfi að vera á einni hendi þannig að útflytjendur niðurbjóði ekki vöruna hver fyrir öðrum. Það hljómar skynsamlega. Og meðai annarra orða, verð á olíu er hátt en bæði er svo að heyra að heimsmarkaðsverð á olíu hækki og lækki jafnt um allan heim og bensín og olía, sem afgreiðslumaður dælir á bfl, kostar hið sama hjá öllum olíufyrirtækjum hér á landi. Þar ríkir full samstaða. Kannski gildir það ekki um fjárflutningabfla? Grímur Hverer meðerlee. Hverog hveemr? Myndin t.h. kom í síðasta blaði. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Myndin er af Ara Páli Hannessyni í Stóru-Sandvík í Flóa. Hann var frömuður í heitri súgþurrkun og á myndinni er hann að sýna Gísla Kristjánssyni, ritstjóra Freys, heitavatnseliment við súgþurrkun sína. Myndin er tekin á árunum 1946 - 1948. Upplýsingar frá Páli Lýðssyni í Litlu - Sandvík. Á myndinni hér til vinstri má sjá fjóra heiðursmenn. Við vitum að sá hattlausi er Ragnar Ásgeirsson. Myndin er sennilega tekin í bændaför. En hverjir eru hinir þrír? Vinsamlega hafið samband við Jónas Jónsson, Matthías Eggertsson eða Áskel Þórisson í síma 563 0300. /, ,r i i'j i :r>rrxií mw- - -i-> )■■■ _________________________________ K'id'l-. ■ '!íj:..I.C'i ífj i " 'lsÁajq )6jeui jnjaq uepjs 'SUjS>||oj mj ipe|e) 6o uinddoj) uinssacj e pois ‘uejsne juAj jpuoqejAppoi ‘uossujajsjnBjs jjuAau pe n6uo|||e juAj jba peq

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.