Bændablaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 3. október 2000 Lykilatriðin í kúabúskap Sveigjanleiki, náin tengsl við neyMur og umhverfi, og stttðug fifluo þekkingar - sagði Torð Júhannesson „Ef við lítum um öxl, nokkra tugi ára aftur í tímann, þá sjáum við að hið ytra umhverfi mjólkur- framleiðslunnar hefur verið afar stöðugt og tiltölulega fyrirsjáan- legt. Markaðurinn hefur verið fyrirsjáanleg stærð, svo og verðið sem bændur fá fyrir afurðirnar og óskir neytenda hafa verið ein- faldar og fyrirsjáanlegar: ódýrari vara - meiri gæði,“ sagði Torfi Jóhannesson frá Land- búnaðarháskólanum á Hvann- eyri í erindi sem hann flutti á fundi sem Búnaðarsamband Suðurlands efndi til meðal áhugamanna um fjósbyggingar. Fundurinn var haldinn í hús- næði MBF á Selfossi fyrir skömmu. Torfi sagði að sveigjanleiki hlyti að vera lykilorðið í fjósbygg- ingum. „Sú bygging sem við byggjum núna á örugglega eftir að vera notuð á annan hátt en við ger- um ráð fyrir. Þess vegna er vara- samt að sníða ytri ramma bygging- arinnar (t.d. burðarvirkið) allt of mikið að þeirri starfssemi sem fara á fram í henni,“ sagði Torfi og benti á að fjármagnskostnaður nýrra byggingar er hár, og því mik- ilvægt að gamlar byggingar séu nýttar sé þess kostur. „Oft er ódýrt að ná verulegri hagræðingu innan þess framleiðslukerfis sem er til staðar. Nefna má einfalda fóður- vagna, kjamfóðurbása, línukerfi, sjálfvirka aftakara og fleira. í þessu sambandi er athyglisvert að hafa í huga að kvótaverð er um helming- ur þess kostnaðar sem leggja þarf í við útvíkkun framleiðslunnar. Bændur verða að íhuga hvort mögulegt sé að lækka þennan hluta fjármagnskostnaðarins." [(SI n n.lf| Ákveða þarf framleiðslustefnu „Það er brýnt að bændur móti sér ákveðna framleiðslustefnu," sagði Torfi og spurði hvort ætlunin væri að hámarka tekjur eða lágmarka kostnað. „Stuttur fóður- gangur er tækni sem lækkar kostnað. Gjaldið sem greitt er felst í lakari fóðurstýringu. Mjalta- þjarkar lækka ekki kostnað en þeir auka framleiðni vinnuafls og koma best til gagns á búum með háa nyt, lága frumutölu og góða bústjóm. Bóndi sem tekur upp fúsmjalta- kerfi er ekki einungis að kaupa sér nýtt tæki heldur í raun að skipta um starf. Endurskipuleggja þarf allar gegningar, sem og fóðuröflun og ræktun, því ef kerfið á að ganga vel þurfa kýmar að hafa jafnan aðgang að góðu og einsleitu gróffóðri. Þriðja leiðin er að leita annarra leiða til að fá meira fyrir fram- leiðsluna. Þetta getur verið með beinum samningum við sérhæfða kaupendur (t.d. veitingahús), með því að fullvinna vöramar heima- fyrir í til þess gerðum og vottuðum einingum eða að tengja ferðam- annaþjónustu beint við fram- leiðsluna." Útivist og beit fara ekki alltaf saman í lok erindis síns sagði Torfi að á háflæðibúunum mætti búast við meiri innistöðu gripanna, hrein- lega til að tryggja nákvæma fóðran. „Mikilvægt er að hafa í huga að útivist og beit fara ekki alltaf saman. Oft er gott fyrir grip- ina að komast út, þótt ekki sé hægt að reikna með að þeir sæki sér mikið eða gott fóður í leiðinni. Legubásafjós með rimlum eða föstu gólfi verður ráðandi fjósgerð við nýbygginar næstu árin. Ekki er hægt að mæla með öðra en að gert sé ráð fyrir legubásum fyrir geld- neyti. Kálfar era best komnir á háími en tryggja verður að bæði undirlag og loftslag sé þurrt. Lyk- ilatriðin í kúabúskap næstu árin era sveigjanleiki, náin tengsl við neytendur og umhverfi og stöðug öflun þekkingar." Smá- \i auglýsinga ’ síminn er 563 0300 Alltaf SKREFI FRAMAR Hau I rr i l r o ð Steyr 975 og Case IH CS 75, 4x4 75 hestafla með Stoll R8 ámoksturstækjlm ásettum og TILRÚINN f VINNUNA • Verðlistaverð kr. 2.940.000- • AfslAttíjb KB. 294.000- • Tilboðsverð kr. 2.646.000- Case IH CS 75 TlLBODID STENDUR TIL 1 NÓVEMBER EÐA MEDAN BIRGDIR ENDAST. VERÐIÐ ER ÁN VSK. OG MIÐAST VIÐ STAÐGREIDSLU ÁN UPPÍTÖKU. Aðeins ÖRF/ÍAR VÉLAR X ÞESSU EINSTAKA TILBOÐSVERDI. VELARa ÞJ©NUSTAHf Hafið samband við sölumenn okkar og fAið nXnari upplýsingar um þetta FRÁBÆRA TILBOÐ. Þekktir fvrir þjónustu JArniiXlsi 2 ■ 110 Reykjavík * Sími: 5-800-200 ■ I'ax: 5-800-220 ■ www.vclar.is ÓSEYRI IA • 603 AKUREYRI • SíMl: 461-4040 • FaX: 461-4044 “ÞjÓNUSTTA 2! Reglur um rúðstWun greiúslu- marks saudljðr af ríkisjdrðum Landbúnaðarráðuneytið gaf 26. júlí sl. út reglur um ráðstöfun greiðslumarks sauðfjár af ríkisjörðum. Þar er m.a. kveðið á um að ábúendur ríkisjarða geti á forræði landbúnaðarráðuneytisins sótt um heimild til jarðareigenda til að ráðstafa greiðslumarki jarðarinnar samkvæmt tilboði ríkissjóðs um kaup á greiðslu- marki sauðfjár í sauðfjársamningi. Slíka beiðni á að leggja fram á eyðublöðum sem fást á skrifstof- um búnaðarsambanda og á að senda hana til landbúnaðarráðun- eytisins. Þessari beiðni á að fylgja nýtt veðbókarvottorð, upplýsingar um eignir ábúanda á jörðinni og eftirstöðvar áhvílandi veðskulda. Ábúanda er aðeins heimilt að ráðstafa greiðslumarkinu ef hann á fasteignir á jörðinni og að áætlað söluverðmæti þeirra að frádregn- um áhvflandi skuldum sé jafnt eða hærra en söluverðmæti greiðslu- marksins. Þeir sem þannig er ekki ástatt fyrir geta þó einnig sótt um greiðslumark ef þeir leggja fram tryggingu sem landbúnaðarráðun- eytið metur gilda. Ráðuneytinu er skylt að svara beiðninni innan 45 daga. Ef hún er samþykkt á ábúandinn sjálfur að sjá um ráðstöfunina. Ef hún er synjuð mun ráðuneytið tilkynna það bréflega. Söluandvirði greiðslumarksins greiðist til ábúanda en færist sem framlag til jarðarinnar og sem eign jarðareig- anda. Ráðuneytið getur þó ákveðið að ráðstafa því á annan hátt, t.d. meðj’reiðslu skulda. Akvörðun um sölu greiðslu- marks þarf að liggja fyrir fyrir 15. október á því ári sem óskað er að selja. Til sölu Jörðin Fjósatunga, Halshreppi, S-Þing. Á jörðinni er rekið sauðfjárbú með 486,2 ærgilda kvóta. Fjárhús fyrir 330 fjár, hiaða fyrir 1700 m3. Öll algengustu tæki til þurrheyskapar í lausu. Tún 36 ha. Heimarafstöð sem sér fyrir 90% af rafmagni til búsins, Þrír fasar. íbúðarhús 2 hæðir og kjallari. Lítilsháttar veiðihlunnindi og gott berjaland. Upplýsingar í síma 462-6295 eftir kl 20. Áskiiinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Þrílembingar Betra seint en aldreil Þessar myndir fengum við úr Skagafirði. Hér eru systkini á ferð en þau heita (f.v.) Andri Freyr, Katrín Eva og Arnar Þór Hafsteinsbörn frá Miðdal. Það er Andri Freyr sem á lömbin - sem eru þrílembingar - en móðirin, hún Rönd, fylgist náið með. JÖRÐ í VESTUR-HÚNAVATNSSÝSLU Til sölu jörðin Þorfinnsstaðir, Vesturhópi, Vestur- Húnavatnssýslu. Um er að ræða land og mannvirki en vélar, bústofn og greiðslumark geta einnig fylgt. Greiðslumark 137 ærgildi í sauðfé og bústofn 140 fjár. Tún33ha. Fjárhús fyrir 220 fjár, fjós með 14 básum og fyrir 10 geldneyti. Steinsteypt íbúðarhús byggt 1968, klætt að hluta. Vélar til rúlluheyskapar. Ásett verð á land og mannvirki 11.000.000 en með greiðslumarki, bústofni og vélum 15.000.000. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Ingi Tryggvason hdl., Borgarbraut 61, Borgarnesi. s. 437 1700, fax 437 1017.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.