Bændablaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 3. október 2000 BÆNDABLAÐIÐ 13 DanMink breytist í CFC Avlersystem Danska skýrsluhaldsforritið DanMink sem Bændasamtökin hafa boðið loðdýrabændum í samstarfi við danska upp- boðshúsið (Copenhagen Fur Center) hefur verið skipt út fyrir Windows útgáfu. Windows útgáfan var unnin í samvinnu við IBM í Danmörku og fékk hún heitið CFC Avlersystem. Danska uppboðshúsið ákvað að bjóða ekki lengur upp á DanM- ink í DOS útgáfunni þannig að notendur þurftu að skipta yfir í CFC Alversystem um sl. áramót Nokkuð brösulega gekk að standa við lofaðan útgáfutíma forritsins og kom það ekki á markað fyrr en nokkuð var liðið á árið 2000. Þetta olli miklum vandræðum hjá notendum en til að koma til móts við þá fengu þeir Windows útgáfuna fría. Einar E. Einarsson loðdýra- ræktarráðunautur hefur aðstoðað notendur við að koma upp forrit- inu og færa gögn á milli DOS og Windows útgáfunnar. Einar sótti námskeið úti í Danmörku í CFC Alversystem og er hann í góðu sambandi við Dani um þessi mál. Samhliða útkomu CFC forritsins ákváðu Bændasamtökin að hætta með gamla skýrsluhaldskerfið, sem notað hefur verið fyrir þá bændur sem sent hafa inn skýrslu- haldsgögn til samtakanna. I stað þess var CFC forritið tekið í notk- un. Unnið er hörðum höndum í Danmörku að nýrri útgáfu af CFC sem bæði á að bæta við vinnsl- umöguleikum og að auka hraða forritsins. Einn af þeim kostum sem komu með forritinu var að nú eru allar uppfærslur af því sendar beint í gegnum Intemetið, sem gerir tíðar uppfærslur til muna þægilegri. /jbl Kornuppskeran í Skagafiröi, þar sem þessi mynd var tekin, var jöfn og góð víðast hvar um fjörðinn og þroski var mikill að sögn Eiríks Loftssonar ráðunautar hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga. Hann giskar á að uppskeran verði á bilinu 1.200-1.400 tonn og að allt stefni í meiri og jafnari uppskeru en í fyrra. Ljósm. Eiríkur Loftsson. Alltaf skrefi framar H Á_ U S TTILROD CASE IH MX IOOC 4X4, IOl HESTAFLA IVIED STOLL R I5F ÁSETTUM OG TILBÚINN í VINNUNA • Verðustaverð kr. 4.440.000- • Afsláttur kr. 540.000- • Tilboðsverð kr. 3.900.000- CAgEjh BTOMJLk VELAR& ÞJÓNUSTAhf Case IH MX 100C er með: • VÖKVAVENDIGÍR (ÁN KÚPLINGAR) • FJÓRUM MILLIGÍRUM (ÁN KÚPLINGAr) • VAGNBREMSU • ÞRJÚ VÖKVAÚTTÖK • LYFTUTENGDUR DRÁTTARKRÓKUR • OPNIR BEISLISENDAR • LOFTPÚÐASÆTI MEÐ SNÚNINGI • UPPHÆKKANLEGT VELTISTÝRI • IO9 LÍTRA VÖKVADÆLA • O.M.FL Hafið samband við sölumenn okkar og FÁIÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR UM ÞETTA FRÁBÆRA TILBOÐ. STOLL RobUST I5F ÁMOKTURSTÆKI ER MEÐ: • VÖKVADEMPUN Á GÁLGA • VÖKVALÆSINGU Á AUKATÆKJARAMMA • VÖKVAHRAÐTENGI Á GÁLGA • VÖKVAHRAÐTENGI Á AUKATÆKI Tilboðið stendur til i nóvember eða MEÐAN BIRGÐIR ENDAST. Verðið er án vsk. og miðast við STAÐGREIÐSLU ÁN UPPÍTÖKU. Adeins örfáar vélar á þessu EINSTAKA TILBOÐSVERÐI. Þekkttr fyrir ÞJÓNUSTU JArnhAlsi 2 • 110 Reykjavík ■ SíMl: 5-800-200 ■ Fax: 5-800-220 ■ www.velar.is ÓSEYRI 1A • 603 AkUREYRI • SíMI: 461-4040 • FaX: 461-4044 ■Þjónusta Góð fjárfesting Plógar Flutníngskassar Sturtuvagnar Rúllugreipar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.