Bændablaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 03.10.2000, Blaðsíða 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 3. október 2000 VMiim og atvwiilíf Umsjón Erna Bjarnadóttir r í nýrri samningalotu innan WTO er unnið að samningum um viðskipti með búvörur. Nokkrar nýjar hugmyndir hafa verið lagðar fram og eru nokkur helstu atriðin rak- in hér á eftir Innri stuðningur: í júní sl. lögðu Bandaríkin (BNA) formlega til að skilgreindur yrði tvenns konar innri stuðningur, annars vegar stuðningur undanþeginn niðurskurði (grænn) og hins vegar stuðningur sem samið verði um niðurskurð á (gulur). Svokallað blátt box verði lagt niður en það skiptir fyrst og fremst máli fyrir ESB þar sem stuðningur sem greiddur er út á dýr eða einingu lands flokkast nú í bláa boxið og var það reyndar sett upp til að greiða fyrir samningum í síðustu lotu. BNA leggja einnig til að skerpt verði frekar á hvaða stuðningur verði undanþeginn niðurskurði. Það sem telja verður nýnæmi í tillögum BNA er síðan sú hugmynd að stuðningur hjá öllum aðildarþjóðum verði skor- inn niður í áföngum og verði allstaðar sama hlut- fall af framleiðslu- V Hvað er eð gerast í nýjum WTO viðræðum? verðmæti. Fram að þessu hefur stuðningur verið skorinn niður í sama hlut- falli frá sögulegri viðmiðun. Markaðsaðgangur: Niðurstaða Uruguay samningalotunnar hefur ekki leitt til mikilla breytinga á markaðsaðgangi. BNA og Kanada hafa (sitt í hvoru lagi) lagt til nokkrar breytingar og má m.a. nefna: * Mismunur á tollum milli landa verði minnkaður verulega eða afnuminn með öllu. iifv mi jiuíUu * tollkvótar verði fast- settir vöru fyrir vöru * auknir tollkvótar og bættar reglur um útdei- lingu þeirra. Útflutn- ingsbætur: Eins og búist var við hafa BNA og Caims- löndin sett fram kröfur um afnám útflutningsbóta. Caims-löndin leggja Fjölþœtt hlutverk landbúnaðar Þegar í Uruguay lotunni héldur nokkur lönd því fram að taka bæri tillit til sjónarmiða sem ekki eru viðskiptalegs eðlis, án þess að það þess sæi stað í samninganiðurstöðunni. Síðan þá hafa þessi sjónarmið fengið aukna umfjöllun m.a. vegna þessa að æ betur hefur komið í ljós að frjáls markaður skilar síður ýmsum „aukaafurðum“ landbúnaðarins sem hann hefur gert fram til þessa og samfélagið ætlast til af honum í dag. í þessu sambandi eru nefnd mál eins og umhverfísvernd, birgðaöryggi, fjárhagsleg afkoma bænda, þróun byggðar í dreifbýli og matvælaöryggi. ESB vill ennfremur að á þessum lista verði dýraveiferð, og hefur þegar lagt fram tillögur varðandi það efni. " " ^ til að nýtt samningstíma- bil byrji með 50% niðurskurði á fjárhæð útflutningsbóta og þær verði síðan afnumdar með öllu á samningstímanum. ESB hefur látið í ljós vilja til að ræða lækkun á öllum formum stuðnings við útflutning. Tekjutrygging með meðframlagi frá hinu opinbera: Stuðningur á þessum forsendum hefur fengið aukið hlutverk í landbúnaðarpólitík nokk- urra landa ekki síst BNA síðustu 3 árin. Tillögur liggja fyrir um skýrari leikreglur á þessu sviði innan WTO en þegar telj- ast ríkisframlög vegna tekjurtryggingar og bætur vegna náttúruhamfara í „græna“ boxinu. Erfðabreyttar líffverur: ESB og BNA eru ósammála um hvort þetta málefni eigi að draga inn í þessar viðræður. ESB er því mótfallið en BNA vill fá reglur um viðskipti með þessar afurðir inn í samn- inginn og að þær séu gegnsæjar, fyrirsjáanlegar og tímasettar. (þýtt og endursagt úr samantekt frá danska Landbrugsádet) J Uppgjdr njilkup verHagsái’H 1999/2000 Lokið er magnuppgjöri mjólkur fyrir verðlagsárið 1999/2000. Meðfylgjandi tafla sýnir tilfærslur milli samlaga og framleiðslu umfram samning hjá einstökum samlögum. Greiðsla fyrir umframmjólk verðlagsárið 1999/2000, til ein- stakra framleiðenda var eins og segir í töflunni hér fyrir neðan. Um 3.059 þús. lítra voru umfram greiðslumark einstakra framleiðenda., þar af um 1.951 þús. lítra umfram heildar- greiðslumark. Á síðasta ári voru hins vegar framleiddar um 7,4 millj. lítra umfram greiðslumark einstakra framleiðenda. Hjá Ms. Búðardal, Ms. ísafjarðar og Ms. Hvammstana er B-greiðsla greidd fyrir alla mjólk að 104% mörkum. Á landsvísu er B- greiðsla er greidd á 62% fram- leiðslu innan 104% marka. Heildarmjólkurframleiðsla á nýliðnu verðlagsári var 103.951.066 ltr. sem er 4,3% minna en á síðasta verðlagsári. Framleiðsla síðustu 3 mánuði verðlagsársins var tæpum 7% minni en á sama líma í fyrra. Heildarsala umreiknað á fitu- grunni var 98,6 millj. lítra 0,2% minna en á síðasta verðlagsári. Mælt á próteingrunni var salan hins vegar 2,5% meiri en á síðasta verðlagsári, 105,6 millj. lítra. Sala á skyri jókst um26%, ostum um 3,3% og rjóma um 3,1%. .. . Mjólkurbú Greiðslumark Millifært Framl. umfram samn. eftir millifærslu Alls Ms. Reykjavik 12,147,723 0 152,846 12,300,569 Ms. Búöardal 3,805,467 -32,996 13,947 3,786,418 Ms. ísafirði 1,320,718 -28,856 48 1,291,910 Ms. Hvammstanga 2,434,155 -37,240 23,125 2,420,040 Ms. Blönduósi 4,036,118 16,030 31,359 4,083,507 Ms. Sauðárkróki 9,499,148 0 58,938 9,558,086 Ms. Akureyri 19,853,574 48,340 451,981 20,353,895 Ms. Húsavík 6,316,938 0 358,739 6,675,677 Ms. Vopnafirði 680,051 12,500 46,336 738,887 Ms. Egilsstöðum 3,297,352 14,407 45,429 3,357,188 Ms. Norðfirðinga 374,399 740 820 375,959 Mb. Flóamanna 38,234,357 7,075 767,498 39,008,930 102,000,000 0 1,951,066 103,951,066 Önnur framl. umfram Til útjöfnunar v. vannýtts greiðslumark greiðslumarks, 85% regla en innan heildar- greiðslumarks (104% regla) Magn 238,711869,106 B-greiðsla 9.40769.4076 Agreiðsla 17.0611 Veröþróun á svínakjöti frá janúar 1998 til september 2000. Vísitala. 110,0 105,0 100,0 95,0 90,0 85,0 80,0 75,0 70,0 jan júlí febr. ág. marz °^- Heimild: 98 98 gg 99 00 00 Hagstofa íslands. FÓÐUR CRINDUR Fóðurgrindur fyrir stórgripi Þvermál: 2,0 m. Hæð: 1,30 m. Hæö á pilsi: 50 cm. Hver grind kemur í þremur hlutum sem boltast saman. öll grindin er heitgalvaniseruð. Fóðurgrindur fyrir hyrnt sauðfé Þvermál: 1,55 m. Hæö: 90 cm. Hæð á pilsi: 30 cm. Með láróttum rimum og því minna til óþæginda fyrir hymt fé. Hver grind kemur í tveimur helmingum sem boltast saman. öll grindin er heitgalvaniseruð. SK>|þór hf REYKJAVlK ■ AKUREYRI REYKJAVlK: Ármúla 11 - sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - slmi 461-1070 Börn í sveitina Undirbúningur er hafínn að heimsóknum ieik- og grunn- skólabarna í sveitirnar næsta vor. Bændasamtök íslands hafa í 14 ár í samstarfí við nokkra sveitabæi, boðið börnunum að koma í sveitina til að kynnast þar íslensku húsdýrunum og lífí í sveit. Þeir bæir sem munu taka á móti skólabörnum í vor eru fjórir á höfuðborgar- svæðinu: Bjarteyjarsandur í Hvalfirði og þrír úr Kjósinni þeir Grjóteyri, Miðdalur og Þorláksstaðir. Einnig eru Bændasamtökin samstarfí við Þórisstaði á Svalbarðsströnd. Nú er leitað að heppilegum bæ á Suðurlandi til samstarfs. Hingað til hefur það verið þannig að leik- og grunnskólum- abömum er boðið að heimsækja vissa sveitabæi á tímabilinu 1. maí - 10. júní en ætlunin er að byija 20. apríl næsta vor. Þessi tíma- setning hefur helgast af því að þá stendur sauðburðurinn yfir og það er mikið aðdráttarafl á krakkana að geta séð nýfædd lömbin. Það er vilji fyrir því hjá bænd- um að skipuleggja þessar heim- sóknir einnig á vetuma auk þess sem hægt er að bjóða öðmm hóp- um upp á sveitaheimsókn. Á næstunni verður kannað hvort áhugi er fyrir hendi hjá dvalar- heimilum aldraðra að heimsækja sveitabæ og fá kaffi og „með því“. Þessar heimsóknir em mjög vinsælar jafnt hjá bömunum sjálf- um, foreldrum þeirra sem og starfsfólkinu. Heimsókn í sveitina er orðinn reglulegur viðburður hjá mörgum leik- og gmnnskólum. Síðastliðið vor heimsóttu hátt í 5000 leikskólabörn sveitabæi hér á höfuðborgarsvæðinu og nærri 1000 leikskólaböm í nágrenni Ak- ureyrar. Það er minna um heimsóknir gmnnskólabama enda þeirra dagskrá kannski þéttsetnari og erfiðara að komast frá heilan dag. Það er gaman að því hversu margir foreldrar koma með í sveitaheimsóknimar og virðast njóta þess allt eins vel og börnin, ef ekki betur.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.