Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 17. október 2000 Fegurri sveitir 2000 RáOherra «11 halda áfram næsta sumar Eins og iesendum Bændablaðsins er kunnugt þá hefur verkefnið „Fegurri sveitir 2000“ verið í gangi í sumar, en því lauk með uppskeruhátið í Víðihlíð, Húna- þingi vestra, fyrir skömmu. Feg- urri sveitir 2000 var átaksverk- efni um hreinsun á landi og fegr- un mannvirkja með áherslu á sveitir landsins. Ræður voru haldnar og Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra veitti þátt- takendum viðurkenningar. Guðni sagði í ávarpi á upp- skeruhátíðinni að hann hefði lengi verið sannfærður um nauðsyn þrifnaðarátaks og því hefði hann beitt sér fyrir því eftir að hann varð ráðherra. Guðni sagði að verkefnið hefði heppnast afar vel og margar sveitir hefðu lekið stakkaskiptum en enn væru til aðilar sem þyrftu að koma til samstarfs við nefndina sem vann að málinu. „Hálfnað verk þá hafið er,“ sagði ráðherra og gat þess að hann hefði í hyggju að berjast fyrir því að fá fjármagn til þess að halda verkefninu áfram næsta sum- ar. Fulltrúi landbúnaðarráðuneytis- ins og formaður nefndarinnar var Níels Ami Lund deildarstjóri, fulltrúi Bændasamtaka Islands var Sigríður Jónsdóttir, bóndi, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga var Þórunn Gestsdóttir, sveitarstjóri, fulltrúi Kvenfélagasambands Islands var Guðrún Þóra Hjalta- dóttir, hússtjómarkennari og nærin- garráðgjafi og fulltrúi umhverf- isráðuneytis var Sigríður Stefánsdóttir, deildarsérfræðingur. Starfsmaður átaksins var Ragnhild- ur Sigurðardóttir. Guðni Ágústsson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Níels Árni Lund. Þau halda á viðurkenningum sem Guðni afhenti síðar þátttakendum í verkefn- inu Fegurri sveitir 2000. Bbl/Eiríkur Loftsson. Kornuppskera í Skagafirði í haust. Skagafjörður Kornuppskera aldrei jafn mikil Mjög góð kornuppskera var í Skagafirði á liðnu sumri. Má ætla að af þeim 270 hekturum sem sáð var í hafi fengist nærri 1.200 tonn af þurru korni (85% þe). Frá árinu 1993 hafa árlega verið gerðar til- raunir með korn á nokkrum stöðum í Skagafirði þar sem borin hafa verið saman ýmis yrki af korni til þroska og ólíkir áburðarskammt- ar. Árið 1995 voru tilraunir fyrst hafnar á Vindheimum en þær hafa sýnt að þar og á fleiri stöðum í framanverðum Skagafirði eru mjög ákjósanlegar aðstæður til kornræktar. Á nokkrum stöðum utar í héraðinu hefur kornrækt einnig gengið vel svo sem í Hjaltadai, Hegranesi og á Langholti. HundPuO tonnaai bratajárai á haugana Eins og fram kemur hér að ofan var verkefnisstjóri Fegurri sveita 2000 Ragnhildur Sig- urðardóttir, en hún sagði aðspurð um árangur verkefnis- ins: „Ég er mjög ánægð með þær viðtökur sem Fegurri sveitir hafa fengið í sumar. Með 108 beina tengiliði við verkefnið, þar af 46 sveit- arfélög sem hvert hefur fjölda þátttakenda innan sinna raða, hefur mikið áunnist. Það er búið að keyra burt hundruðum tonna af brotajámi, mála mannvirki, hreinsa fjömr, ár, vötn, heiðar og gamlar girðing- ar, raða vélum og tækjum bæði gömlum og nýjum, bera í plön og slóða, merkja heimreiðar, ryðja um gömlum ónýtum byggingum og svona mætti áfram telja. Nokkur sveit- arfélög, þar sem þátttaka var 100%, hafa hreinlega fengið andlitslyftingu og eru orðin til hreinnar fyrirmyndar. Annars staðar ganga hlutimir hægar fyrir sig en alls staðar miðar í rétta átt. Mér dettur ekki í hug að eigna mér þessi verk og mörg hefðu verið unnin hvort sem átaksverkefnið Fegurri sveitir hefði komið til eða ekki en það er alveg ljóst að verk- efnið hefur haft hvetjandi og jákvæð áhrif. Það er einnig ljóst að umhverfismál í dreifbýli hafa verið mikið í umræðunni í sumar og margir geta haft jákvæð áhrif á ásýnd íslenskra sveita, en þar eru að sjálfsögðu fremstir í flokki heimamenn og landeigendur á hveijum stað.“ Vorið 2000 var komi til þroska sáð í um 270 hektara í Skagafirði, en sáð var í rúmlega 300 hektara árið 1999. Var nær eingöngu um að ræða norska yrkið Arve en auk þess var íslenska yrkinu Súlu (x- 123) sáð í nokkra hektara. Reynsl- an hefur sýnt að sexraða kom skil- ar meiri uppskem og þroskast fyrr norðanlands en tvíraða kom. Súla sem er tvíraða yrki, hefur einnig sýnt ágæti sitt því hún er fljótþroska. Súla er afsprengi kom- kynbóta Rannsóknastofnunar land- búnaðarins. í tilraununum í Skagafirði síðastliðið sumar var meðalupp- skera af hektara á Vindheimum 5,4-5,5 tonn þurrefnis en í Keldu- dal 5,0 tonn þurrefnis. Á Vind- heimum gáfu sexraða yrkin upp- skem á bilinu 5,1 til 5,9 tonn þurr- efnis á hektara meðan tvíraða yrk- in gáfu 4,6 til 5,1 tonn. Það voru tuttugu og fimm aðilar sem uppskáru korn af ökrum sínum í haust. Þeir sem minnst lögðu undir voru með þrjá til fjóra hektara en þeir sem vom stærstir, vom bændumir að Skriðulandi í Langa- dal sem vom með korn í um sjötíu hektömm. Þó að þurrkar hafi verið nokkrir, einkum framan af sumri vom skemmdir af völdum þeirra fremur litlar. I gmnnum jarðvegi mátti þó sjá að kornið var gisnara og færri korn í axi. Magn uppskem og þroski kornsins hefur ekki áður verið meiri. Komskurður hófst í lok ágúst og var honum lokið í byijun október. Uppskera af hektara var víða fjögur til fimm tonn af þurr- efni og á sumum stöðum meiri. Á nokkmm stöðum varð tjón af foki þar sem þreskt var seint. Var það einkum í fullþroska komi þar sem stráið brotnaði rétt neðan við axið, sem féll þá heilt til jarðar. Má ætla að heildaruppskera af komi í Skag- afirði hafi verið nálægt 1.200 tonn af þurrn komi. /EL Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Þvi er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.519 eintök í dreifingu hjá íslandspósti um miðjan júlí. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Argangurinn kostar kr. 3.800 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.800. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 - Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) - Beinn sími ritstjóra: 563 0375 - Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason - Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 - Blaöamaður: Hallgrímur Indriðason. - Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. - Netfang: bbl@bondi.is - Umbrot: Prentsnið - Prentun: ísafoldarprentsmiðja - Nr. 121 - ISSN 1025-5621 i stnttu ffláli Gæti Jóhannes orðið ráðherra? Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, fór á kostum er hann ávarpaði gesti í Víðihlíð í Húnaþingi á uppskeruhátíð Fegrrri sveitir 2000. Guðni sagði að stjórnmálamenn yrðu að sætta sig við að vera þekktir enda mikið um þá fjallað í fjölmiðlum. „Þetta er kannski eina svæðið á landinu þar sem ég verð, öðru hvoru, var við misskilning hver ég er. Þegar ég kom Hallbjörns Hjartarsonar þá kom hann hnarreistur á móti mér og sagði: Komdu sæll og vertu velkominn í mitt hús. Ert þú ekki hin landsþekkta eftirherma Jóhannes Kristjánsson.“„ Landinn þarf að auka grænmetisát íslendingar borða mun minna af ávöxtum og grænmeti en aðrir Evrópubúar, en neysla grænmetis og ávaxta dregur úr líkum á langvinnum sjúkdómum og krabbameini. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu, Krabbameinsfélaginu og Manneldisráði, sem stóðu fyrir Evrópuviku gegn krabbameini. Átakið hófst sl. þriðjudag og er markmið þess að auka ávaxta- og grænmetisneyslu landans. Reynt verður að höfða til bama talið er að í barnæsku mótist venjur sem fylgi þeim fram fullorðinsár. Á Mjattari? Nokkur vandræðagangur hefur verið með að finna gott íslenskt orð yfir það sem í dag er kallað sjálfvirkur mjaltaþjónn, „róbót" eða jafnvel þjarkur. Menn hafa ekki verið sáttir við þau orð sem notuð eru í dag, mjaltaþjónn hefur þótt of óþjált auk þess sem orðið nær ekki alveg yfir notkun tækisins og þjarkur hefur þótt of groddalegt. Ólafur Dýrmundsson ráðunautur hjá BÍ skaut hins vegar hugmynd að blaðinu sem er vel þess virði að skoða. Hún er sú að kalla þetta einfaldlega „mjaltara." Þetta orð næði ágætlega yfir tæki sem sæi algjörlega um mjaltir og er þá að svipuðum togar eins og valtari, saltari, dreifari og þar fram eftir götunum. Nú er bara að sjá hvort þetta orð festist í málinu...

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.