Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐtÐ Þriðjudagur 17. okióber 2900 Próteinhlutfall í mjólk 1997 til 2000-% Stóru Akrar II 3.70 3.60 3.50 3.40 3.30 3.20- 3.10- ' 3.00 -4 Stóru Akrar »••••«# Landið Janúar - desember (meöalatal mánaöa) Próteinhlutfall í mjólk 1997 til 2000 -% Þorleifsstaðir 3.70-* 3.60 3.50 3.40 3.30 3.20- 3.10- 3.00- Þorleifs staðir Landið Janúar - desember (meöalatal mánaöa) Prótein í mjólk! Stóru-Akrar II í Skagafirði Óvenju hátt hlulfall próteins I mjúlkínni Þorleifur í mjólkurhúsinu. Þess má geta að Þorleifur sagðist hafa lagt sig eftir að lesa um þau atriði sem talin eru geta skipt máli varðandi próteinhlutfall í mjólk og að það hefði hjálpað sér umtalvert til að ná árangri. Hátt próteinhlutfall á Þorleifsstöðum í Skagafirði „Samspil margra pátta," - segir Þorleiíur Húlmsteinsson Jón Sigurðsson og Hulda Ásgrímsdóttir. bæði kvölds og morgna. Á vet- uma gef ég þeim að jafnaði fjórum sinnum á dag og reyni að láta þær éta gjöfina upp,“ sagði Þorleifur og bætti því við að kjarnfóður gæfi hann kúnum 4 til 5 sinnum á dag á vetuma. Stein- efnablöndur gefur Þorleifur bæði fyrir og eftir þurð. Þorleifur sagði að í seinni tíð hefði hann lagt æ meiri áherslu á að kýmar hefðu alltaf aðgang að nægu, hreinu vatni. Þannig hefur hann lagt fyrir þær vatn út í haga þar sem slíkt hefur skort. Aðspurður sagði Þorleifur að á liðnum árum hefði hann hugað meira að því að velja sæðingar- naut eftir kynbótamati fyrir prótein. „Eg hef reynt að sneiða hjá þeim nautum sem eru veru- lega undir meðaltalinu. Ef um er að ræða ung og óreynd naut hef ég skoðað einkunnir mæðranna," sagði Þorleifur. Nokkur naut- akjötsframleiðsla var á Þor- leifsstöðum en Þorleifur sagðist hafa dregið úr henni en lagt meiri áherslu á kvíguuppeldi. En hvað veldur háu prótein- hlutfalli á Þorleifsstöðum? Þor- leifur hugsar sig um og segir svo að ekki sé um neina „patentlausn“ að ræða. „Þetta er samspil svo margra þátta. I þessu eins og öðm verða menn að hugsa vel um skepnunar og láta þeim líða vel.“ Og Þorleifur bendir á að fjárhags- lega geti það skipt bóndann miklu máli að ná árangri á þessu sviði, en sá sem næði háu próteinhlut- falli gæti fengið allt að einni krónu meira fyrir hvern lítra en sá sem væri undir meðaltali. „Kýrnar fá alltaf mikið og nóg af fóðri,“ sagði Jón Sig- urðsson, bóndi á Stóru-Ökrum II, en eins og meðfylgjandi línurit sýnir þá er hlutfall próteins í mjólk frá Stóru-Ökrum II f Skagafirði óvenju hátt og hefur svo verið um árabil. Á Stóru- Ökrum II búa þau hjón Jón og Hulda Ásgrímsdóttir ásamt þremur börnum. Jón og Hulda hýsa kýmar um nætur allt sumarið og gefa þeim úti jafnt sem inni. Á sumrin eru þær úti á daginn og er beitt á ræktað land en auk þess hafa þær aðgang að rúllu og úthaga og kvöldskaltinn fá þær svikalaust innan dyra. Á veturna fá þær gefið amk. sex sinnum á dag en á haustin er þeim beitt grænfóður.“Yfirleitt byrja ég seint að beita á grænfóður en kýmar bera á haustin,“ sagði Jón. Fram- leiðsluréttur búsins á Stóm- Ökmm II er 140 þúsund lítrar. í fjósinu eru 27 mjólkandi kýr og búið afset- ur ein 15 naut á ári. -Eru sœðing- arnaul valin eftir kynbótatriáti fyrir prótein ? ,Já, að hluta til em þau það. Eg hef reynt að nota hæst dæmdu nautin en þegar þau eru ekki til vel ég yngri nautin og þá með tilliti til próteins og mjalta.“ Aðspurður um hvort hann veldi ásetningskvígur með tilliti til próteinframleiðslu sagði Jón að vegna bardagans við fmmutölu yrði hann að nota allar kvígur sem hefðu komið til. „Þetta hefur ekki verið spurning um val.“ En hvað veldur hinu háa próteinhlutfalli? Jón hugsar sig um og brosir svo breitt. „Ég hef í rauninni enga skýringu á þessu próteini hér á bæ. Satt best að segja þá veit ég ekki hvað ég geri öðru vísi en aðrir en ljóst má vera að það er afar nauðsynlegt að menn rannsaki hvað veldur miklu próteini.“ Hér kom Hulda inn í umræðuna og bætti því við að líklega hefði natni bónda síns við kýmar sitt að segja og Jón sagði að líklega skipti það miklu máli að hýsa kýmar á nóttinni. Hvað sem öðra íður þá fá þau Jón og Hulda meira fyrir mjólkina en margur ann- ar, en gera má ráð fyrir að búið fái hátt á annað hundrað þúsund krónum meira en ef próteinið væri áþekkt og á flestum bæjum. : Próteinhlutfall sl. fjögur ár hefur að meðaltaji verið 3,42 á Stóru Ökrum, 3,41 á Þorleifsstöðum en 3,27 á landinu öllu. Þorleifur Hólmsteinsson og Jónína Lára Stefánsdóttir búa á Þorleifsstöðum í Skagafirði ásamt þremur bömum sínum. Um árabil hefur próteinmagn í mjólk frá Þorleifsstöðum verið mun hærra en gerist og gengur. Fram- leiðsluréttur á Þorleifsstöðum er 117 þúsund lítrar en mjólkandi kýr em 30 talsins. Fjósið er hefðbundið básafjós með rörmjaltakerfi. - Hvernig er fóðrun kúnna háttað? Má þar finna ástœðu fyr- ir háu próteinmagni? „Jú, ég legg áherslu á að vera með gott og fjölbreytt hey,“ sagði Þorleifur er Bbl. heimsótti hann á dögunum. „Töluverður hluti er snemmsleginn en ég hef líka verið með fullsprottið. Annars tel ég að það geti skipt máli að vera með talsverðan hluta heysins vel þurran í mllunum, en þannig tel ég að hægt sé að ná meiri lyst. Þá finnst mér meiri vandi að fóðra eingöngu með rúllum en ég hætti í þurrheyi fyrir tveimur árum. Þetta er spuming um fjölbreytni og að hey sé efnagreint og kjamfóðurblöndur valdar í samræmi við niðurstöðuna. Ef tekin eru hirðingarsýni er unnt að gera fóðuráætlanir fyrr á haust- in.“ Á Þorleifsstöðum hafa kýmar verið hýstar um nætur síðustu fjögur sumur. Þorleifur sagði að kúnum liði betur og að þær nýttu betur beit. „Þær nota nánast allan daginn til þess að bíta og em næstum eingöngu á ræktuðu landi - þar til upp úr miðju sumri að grænfóður kemur inn í myndina. Yfir sumarið gef ég þeim hey a 4*4^41 4« i4t<|l««• «-!'iyi i Þessa dagana er verið að leggja nýjan fínan upphækkaðan veg frá Bröttubrekku og um Miðdali vestur í Haukadal að end- urbyggingunni á bæ Eiríks rauða. Áður var árum saman venjulegur sveitavegur frá Bröttubrekku um Miðdali sem ferðamenn hafa farið síðustu áratugina á leið sinni til Vestfjarða og komist sæmilega leiðar sinnar. Svo gistu menn í Flókalundi en að vísu var þar ekki gullklósett í hveiju herbergi eins og nú er komið í nýju gistinguna að Laugum. I öllu þessu peninga- og gull- regni vestur í Dölum vegna Eiríks rauða og sonar hans Leifs heppna hafa menn gleymt Miðdölunum sjálfum. Þar eru stórar sand- og malareyrar í öllum dalbotninum. Fjöllin til beggja handa eru ber og gróðurlaus. Samt em mörg ömefni sem bera þess vott að þama hefur verið skógur. Á örfáum stöðum standa enn nokkrar hríslur sem bera vott um foma frægð. Þessa gróðureyðingu munu heiðursgest- irnir skoða og sjá út um bílglugg- ann þegar þeir aka Miðdali á nýja fína veginum. Hugmyndir hafa komið fram um að græða upp þennan fallega dal, sem þjóðvegurinn liggur um frá Bröttubrekku vestur að Hauka- dal. Þá yrðu grænar gmndir grasi vaxnar í dalbotninum í stað núver- andi sand- og malareyra. Svo kæmu tré og skógur í hlíðamar. Þegar farið hefur verið fram á einhvem smástyrk úr ríkissjóði til að hefja þessa brýnu uppgræðslu þá er sagt að engir peningar séu til. Það má vera að þeir séu ekki á lausu í svona verkefni sem bindur þó CO2 og græðir upp landið. Gras kernur þar sem sandur var áður. Peninga skortir samt ekki þegar menn þurfa að sitja á gullklósetti vestur í Dölum til að geta heiðrað bæ Eiríks rauða og fæðingarstað Leifs heppna. Já, gullklósett eru dýr. Það er ekkert til að gera grín að. Lúðvík Gizurarson, hrl. Kornvalsar 1 og 3j fasa Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 Ðfltí FJÓSVÉUN Einnig plógar, jarðtætarar og sturtuvagnar ORKUTÆKNI Hyrjarhöfða 3 112 Reykjavík Sími 587 6065

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.