Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. október 2000 BÆNDABLAÐIÐ 9 Einhverjir kannast eflaust við að vélar með sjálfvirkum gírskiptingum (á Islandi oft nefnt vökvaskipting eða vökvagírar) virðast ekki hafa sama dráttarafl og samskonar vélar með hefðbundnum gír- kassa. Ástæðan er sú að stærri hluti orkunnar sem mótorinn skiiar tapast í drifrásinni á vökvaskiptu vélunum. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru á vegum Rann- sóknarstöðvarinnar á Bygholm í Danmörku getur dráttarvél með vökvagírum eytt allt að 25% meiri dísilolíu við sömu vinnu heldur er vél með hefðbundnum tannhjólagírkassa. Samanburður var gerður á tvennskonar vélum, Fiat 110-90 DT með hefðbundn- um gírkassa og Ford 8160 með svokölluðum kúplingsfríum gírkassa. Báðar vélamar voru með framdrifi og álitnar vel sam- anburðarhæfar þó lítilsháttar munur hafi verið á þyngd og slagrými vélanna. Sami dekkj- abúnaður var notaður fyrir báðar vélarnar. Við fullt álag í hæsta gír, álag svipað og að draga lestaðan rúllu- vagn upp brekku, var olíunotkun- in hjá Fordinum með vökvagírinn 12% meiri en hjá Fiatinum, eða 50 g/kWh meiri. Við ákveðnar aðstæður í öðrum gírum gat mun- urinn orðið allt að 25%. Þar sem eldsneytisnotkunin er beinlínis háð afli mótoranna er ljóst að nýrri og „betur útbúna vélin“ notaði meira eldsneyti til að skila sömu vinnu. Það er skoðun þeirra á Bygholm að ekki sé ástæða til að ætla að afltapið sé minna í vökvagírum á öðrum tegundum dráttarvéla. Það kostar að aka á hámarkssnúning Aðrar niðurstöður en ekki síður áhugaverðar fengust út úr mælingunum á Bygholm. í ljós kom að olíunotkunin á hæsta mótorsnúning er verulega mikið meiri en við aðeins minni snúning og þar af leiðandi örlítið minni aksturshraða. Eins og sést á meðfylgjandi mynd getur olíun- otkunin í g/kWh tvöfaldast við að auka hraðann um 1-2 km/klst í lágum gír og um rúm 30% í háum gír. Svipuð aukning virðist vera hjá báðum vélunum þó Fiatinn með hefðbundna tannhjólagír- kassanum sé nokkuð spameytnari eins og fyrr segir. Vökvagírar henta við vissar aðstœður Þó niðurstöður framangreindra mælinga séu ekki meðmæli með vökvaskiptingum má alls ekki líta þannig á að þróun þeirra og til- vera sé óþörf. Við vinnu þar sem aðallega er notast við aflúttak vélarinnar kemur afltapið í gírkassanum ekki að sök auk þess sem frekari þróun á vökvaskipt- ingunum mun örugglega leiða til minna taps í þeim. Svo virðist þó að þar sem aflþörfín er fyrst og fremst við drátt, t.d. plægingu, með rúlluvagn eða mykjutank, að þar henti vélar með hefðbundnum tannhjólagírkassa betur. Við vinnu þar sem mikið þarf að skipta um akstursstefnu em vökvagíramir augljóslega besti kosturinn, t.d. við mokstur eða að stafla rúllum. Vert er að hafa í huga að flest- ir mótorar í dráttarvélum á markaðnum í dag hafa afl og snúningsvægi sem menn gátu ein- ungis látið sig dreyma um fyrir aðeins 20 ámm síðan. Þá hefur einnig þróun og bætt tækni við stjómun á olíuinnsprautun gert það að verkum að mótoramir skila nú háu snúningsvægi á mjög víðu snúningshraðasviði, en það dregur mikið úr gírskiptingum. Að lokum Ef mið er tekið af framansögðu virðist þróunin í hönnun og smíði dráttarvéla krefjast þess af not- endum og kaupendum að þeir íhugi vandlega til hvers konar verka vélin verði fyrst og fremst notuð, þ.e. hvaða búnað þarf til að geta framkvæmt vinnuna á sem hagstæðastan hátt. í þessu sambandi er jafnvel verið að tala um vemlega fjármuni því dráttarvélar með tannhjólagír em oft nokkuð ódýrari en vélar með vökvagír, auk þess sem þær skila meira af aflinu til hjólanna og em því spameytnari. Það geta því í einhveijum tilfellum verið for- sendur til að velja tannhjóla- gírkassavél með aflminni mótor sem aftur er ódýrari. Aðalsteinn Símonarson búitœknideild RALA M.a. byggt á grein í Norsk Landbruk, 7/2000 Olíunotkun við akstur á vegi 800 700 600 ^ 500 * i i i i i / -k Ford 8160 (glr 1C) Ford 8160 (gír 3C) -A-Ford 8160 (glr 5C) - Fiat 110-90 (glr3,2) -«-Fiat 110-90 (gir 3,4) • i i / r i * / ; ! Fiat 110-90 (glr 3,5) 100 •" ;• ti'.. 5 10 15 20 25 30 3S km/klst. VINSAMLEGAST STAÐFESTIÐ PANTANIR TILBOÐ: fullt verö án vsk m/vsk fullt verð án vsk m/vsk 600X16 3RIB 5.548,- 3.822,- 4.758,- 16.9R30 52.075,- 34.747,- 43.260,- 750X18 8PR 11.566,- 7.431,- 9,252,- 26X12.00-12 12.015,- 7.720,- 9.612,- IMotaðar vélar laas-R46, árg. ‘98 Netbb., sópv. 158cm Verö kr. 930.000,- Welger-RP200 árg. ‘93 Verð kr. 470.000,- Welger-RP12 árg. ‘91 Verð kr. 250.000,- Wermeer-501, árg. 89 Fastkjarnavél Verð kr. 270.000 AKUREYRI, S. 462-3002 FELLABÆ, S. 471-1179 Öl! verð eru án vsk. Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfba 2 Sími 525 8000 Fax: 587 9577 www.ih.is netfang: veladeild@ih.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.