Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 17. október 2090 BJENOABLAfNÐ 15 Að skilja lífeyris- sjóðinn effir „Þarna fór þá lífeyrissjóðurinn minn,“ hrökk mér úr munni, þegar ég nauðug skrifaði undir þá vit- leysu, að leigusali skildi eiga hálfan fullvirðisréttinn minn. Og til þess að gera mig góða, fengi ég hinn helminginn. Hvað er þetta annað er arðrán, búið til af ríkis- valdinu? Ég hef alla tíð, talið sjálfri mér trú um það, og reynt að kenna það öðrum, að ég ætti full- virðisrétt þann sem ég, ásamt manni og bömum, ávann jörðinni Sveinseyri í Dýrafirði, en svo er nú aldeilis ekki. Ég varð að hverfa frá öllu mati á jörðinni, og þegja, með hálfann gróðann. Sama hvert ég leitaði, það voru alls staðar lokaðar dyr. Jafnvel landbúnaðarráðherra sem aðrir, gat engin svör gefið. Við komum á þessa jörð, í niðumíðslu, eins og hún er nú reyndar enn eftir mína setu þar, en í eyði hafði hún verið í nokkur ár, áður en við tókum við henni. Upp- bygging nokkur, en sleppum því. Við komum með okkar bústofn, sem var 280 kindur, og var þá enginn kvóti til. Nokkrum ámm seinna, kemur hinn alræmdi kvóti, illu heilli. Þar með var lýðræði landsmanna skert að mun, sérstaklega bænda. Svo kemur önnur hlið á líknarræðinu hjá ríkisstjóminni ásamt þeim bænd- um sem sjá um samninga fyrir bændastéttina. Það kemur í ljós þegar við leiguliðamir ætlum, eða emm auðbeigð til þess að hætta að búa. Þá fáum við skellinn. Við eig- um sem sagt að skilja lífeyrissjóðinn okkar eftir fyrir jarðeigenda, vegna þess að hann tilheyrir okkur ekki lengur. Hvað er þetta annað en lífeyrissjóður okkar, við höfum stritað fyrir hon- um alla okkar lífstíð? Ekki hefur leigusali komið þar nærri, hann, hver sem hann er, hefur getað grætt á vinnu sinni annars staðar, á meðan við, þrælamir í sveitinni, höfum áunnið bónusígildi á hans landareign, sem hann eða hún, hef- ur hvorki nennt, getað eða viljað, Búnaðarskólarnir: Öflugt endurmenntunarstarf framundan nýta. Þetta finnst mér vera að nálgast lénstímabilið, og hverjum fannst það gott, nema óðalseigend- unum, sem áttu þrœla til að vinna fyrir sig? Þetta sýnist mér vera sama dæmi og ef ég leigði tóma íbúð og byggi í henni í 20 ár, svo yrði mér sagt upp leigunni, en þegar ég ætlaði að fara að pakka saman og hirða mína búslóð þá kæmi leigu- sali og segði: „Nei góða mín, þetta lætur þú vera, því ég á þetta.“ Búslóðin er þó það sem leigutaki, er búinn að nurla saman á þessum 20 ámm. Sama finnst mér gilda með fullvirðisréttinn. Ég get komið með annað dæmi. Manni, sem hef- ur unnið í 20 ár hjá sama vinnu- veitanda, myndi bregða í brún, við uppsögn á vinnu ef vinnuveitandi léti hann vita það á uppsagnardegi að nú ætti hann, vinnuveitandinn, allan lífeyrisjóðinn hans en ef hann yrði nú góður og kvartaði ekki, skildi hann náðarsamlegast skipta þessari upphæð á milli þeirra. Þó held ég að vinnuveitandi hafi betri forsendur til skipta en landeigandi, því hann hefur þó lagt pening inn í lífeyri viðkomana. Ætli þessi maður yrði ánægður, ég held að hann yrði nú hvumsa. En kannski verða þetta næstu skref í samningsgerðum milli ríkisvalds og launþega. Svo ég víki nú aftur pínulítið að fullvirðisréttinum þá get ég ekki kyngt því, að ef eigandi jarðar leigir hana segjum í 13 ár, en að þeim loknum fer leiguliði; segir upp ábúð sem hafði skapað kvóta jarðarinnar. Leigusali grípur fegins hendi við góssinu, selur af jörðinni og auðgast pínulítið af striti fráfar- anda. Nú fer þessi sama jörð í ábúð eftir nokkur ár og ef leigusali er svo heppinn að vera lifandi þegar sá ábúandi kveður, þá getur hann fengið ríflega upp í útfararkostnað sinn, og átt smá afgang fyrir eftir- lifendur. Þetta kalla ég bónus fyrir óunnin verk Ég held að ríkisvaldið og samninganefnd bændasamtakanna, ættu nú að fara að taka sig saman í andlitinu og lagfæra þetta áður en fleiri bændur en ég verða arðrændir svona. Kristjána Sigríður Vagnsdóttir Ósi, fírekkugötu 14 470 Þingeyri Kúabændur Fóðurforrit fyrir Windows 95/98/NT Fóður ✓ Er forrit til að áætla ✓ Hægt er að blanda rétta fóðrun eigið fóður, t.d. mjólkurkúa. fyrir byggbændur. ✓ Er skrifað í samráði ✓ Er kjörið til að við færustu ákvarða rétta „heil- sérfræðinga fóðrun“. landsins. ✓ Er leiðbeinandi að / Er fyrir íslenskar réttri fóðrun. aðstæður. ✓ Er með samantekt / Getur unnið með um fóðurfræði og fjölda fóðurtegunda handbók. samtímis. ✓ Er einfalt í notkun. ✓ Hægt að nálgast / Er ódýr valkostur fóðurtegundir í að réttri fóðrun. fóðurskrá. / Er notað hjá ✓ Getur unnið með Búnaðarsambandi gögn úr Brúski, þ.e. Suðurlands o.fl. ef hann er notaður. Forritið Fóður kostar kr. 6.500 ( m.vsk). || |1 llhugbúnaður Hjðrtur HJartarson Síml 957-8271 Framleiðum úr gúmmíi hlífar á bita Einnig mottur eftir GÚÍÍ1ÍHÍÍ11ÓI[JÍI málí í stíur og bása Borgartúni 2 - 550 Sauðárkrókur Sími 453-6110, fax 453-6121 Endurmenntunarstjórar búnaðar- skólanna, ásamt fulltrúa Bænda- samtakanna hittust á fundi í lok september á Hólum í Hjaltadal til að fara yfir stöðuna í endur- menntunarmálunum og ræða framtíðina. Það var víða komið við enda mikið að gerast í þessum málaflokki hjá skólunum. Fram kom að skólarnir verða allir með nokkur námskeið á haustönn en flest námskeiðin verða þó haldin á vorönn 2001. Skólarnir ætla að gefa út sameiginlegan bækling sem mun ná yfir öll námskeiðin 2001. Bæklingurinn kemur út í byrjun janúar. Eftir að fundinum lauk var farið í vettvangsferð um Hólastað. Á meðfylgjandi mynd má sjá endurmenntunarstjóra búnaðar- skólanna ásamt fulltrúa Bænda- samtakanna. Talið frá vinstri: Val- geir Bjarnason, Hólaskóla, Helgi Björn Ólafsson, Landbúnaðarhá- skólanum á Hvanneyri, Gunnar Guðmundsson frá Bændasam- tökum íslands og Magnús Hlynur Hreiðarsson frá Garðyrkju- skólanum. /MHH Smá- V\i auglýsinga jf' síminn er ^ 563 0300 A' DeLaval HITAVATNSKÚTAR Ryðfríir að utan og innan Sérúttak í þvottavél Hámarkshiti 95°C Áreiðanlegir, öruggir og endingargóðir Sérhannaðir fyrir mjólkurframleiðendur Stillanlegur blöndunarventill jsér heitavatnsúttak íL' |_þvottavél „95°C”_í t Umsklptanleg I _____ tæringan/örn I Ytra byrði úr ryöfríu stáli „Éolyurethane” einangrun án umhverfiseyðandi efna Innra byrði úr ryðfríu stáii Hitaelement [Oryggisvenfill Lágmúli 7 108 Reykjavík sími 588 2600, VÉIAVERH fax 588 2601

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.