Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 17.10.2000, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 17. október 2000 BÆNDABLAÐIÐ 17 KjörsláMrð nautgripa frá sjónarhðli bándans Af gefnu tilefni langar mig að ræða aðeins um hvaða þýðingu lífþungi nautgripa við slátrun hefur á mögulega framlegð bænda af nautakjötsframleiðslu. Kjörsláturstærð nautgrips er þegar framlegð á hvert kg falls nær hámarki miðað við ákveðnar kjötgæði geldneyta. Vitað er að þessir þættir eru mjög breytilegir eftir tegundum eldisgripa og ráða miklu um framlegðina sem næst af eldinu. Hér verða bomir saman ux- ar og naut af íslensku kyni og Ang- us- og Limósín blendingar af báðum kynjum (naut og kvígur). kjörsláturstærð. Það er vegna þess að íslensku gripimir taka út þroska fyrr en aðrir gripir með þeim af- leiðingum að fóðumýtingin til vaxtar verður afleit. Sérstaklega er útkoma íslensku uxanna slök og í þessu dæmi næst aldrei jákvæð framlegð. Til að útskýra af hveiju blendingsnaut! Eðlilega hefur þetta mjög neikvæð áhrif á fram- legð íslensku gripanna í saman- burði við blendingana. I töflunni eru nokkrar tölulegur niðurstöður sýndar. Þar koma yfirburðir Limósín blendinganna betur í ljós. Þeir ná að skila mestri framlegð og kjörþyngd þeirra er hærri en ann- arra gripa. Næstir og ekki Iangt þar á eftir koma Angus blendingamir. Athygli vekur einnig hve kjörþyngd íslensku gripanna er lág, sérstaklega uxanna sem er ein- ungis 270 kg á fæti sem gefur um 117 kg fall. Það er ólíklegt að af- urðastöðvar séu tilbúnar að kaupa svona létta gripi, og ósennilegt að þeir nái hæstu flokkun vegna rýrra holda. Forsendur þessara kjörþyngda er heyverð upp á 15 kr. kílóið sem 100 Kjörsláturþungi og framlegð 100 200 300 400 500 Lífþungi við slátrun, kg 600 700 800 Reiknuð hámarks framlegð, kr/kg fall Kjörsláturstærð miðað við hámarks framlegð, kg Fallþungi miðað við kjörsiáturstærð, kg Afskriftaáhrif (15 kr/dag) á kjörsláturstærð, +kg íslenskir -7 270 117 0 Uxar og kvígur Angus+ Limósín+ 51 340 161 34 54 376 183 40 íslenskir 26 335 149 0 Naut Angus+ 75 430 210 45 Limósín+ 82 525 272 55 verðlagsaðstæður. Framlegð em tekjur að frádregnum kostnaði fyr- ir utan laun og afskriftir fasteigna og tækja sem tengjast fram- leiðslunni. Kjörsláturstærð er breytileg frá einum framleiðanda til annars. Það er vegna þess að kostnaður við fóðuröflun og fjármagnskostnaður er mismunandi. Vert er að hafa í huga að fóðurkostnaður vegur þungt í framlegðarútreikningnum en fjármagnskostnaðurinn alls ekkert. Þess vegna verða áhrif hans rædd sérstaklega hér á eftir. Utreikningar mínir byggja á fóðrunartilraunum með geldneyti sem gerðar hafa verið á Möðruvöllum 1991 - 1999. Þessar tilraunir mátu m.a. átgetu, vaxtar- hraða, fóðumýtingu til vaxtar og VeljarælÉi verður ekki HgO aiöur Efasemdir hafa verið uppi um framtíð þeirrar aðstöðu sem Skógrækt ríkisins hefur haft íyrir vefjaiækt í tijáplöntum í Fossvoginum í Reykjavík. Óttast hefur verið, einkum í röðum Félags garðplöntu- eigenda, að þessi aðstaða verði lögð niður þar sem fyrirtækið Barri, sem hefur séð um rekstur vefjaræktarinnar, er að flytja til Egilsstaða og ætlar ekki að reka þessa aðstöðu lengur. Sigurður G. Tómasson hjá Skógrækt ríkisins segir hins vegar að allt bendi til þess að hún verði starfrækt áfram. Nú sé verið að undirbúa stofnun sjálfstæðs fyrirtækis til að sjá um þessa aðstöðu með þátttöku ýmissa annarra aðila. Þar með verður tryggt að vefjaræktin verður áfram í Fossvoginum. Galloway blendingar sem ekki eru með í útreikningum má staðsetja mitt á milli íslensku gripanna og Angusblendinganna. Angus- og Limósínuxar sem ekki hafa verið gerðar tilraunir með, eru settir í flokk með blendingskvígum. Langstærsti einstaki breytilegi kostnaðaliður eldisins er gróffóðrið og magn þess sem þarf til að framleiða hvert kíló af falli fer eftir gæðum fóðursins (FE/kg þe), tegundum eldisgripa og aldri. Hér er heyverðið sett á 15 kr/kg þe og meðalorkustyrkur heysins er um 0,71 FEm/kg þe. Annar breyti- legur kostnaður er fastur í þeim skilningi að hann er óháður teg- undum eldisgripa. Þessi kostnaður er settur sem hér segir; Grunnverð kálfs (sláturverð), 4000 kr Kálfamjólk, 300 1 @ 30 kr/1, 9000 kr Kjamfóður, 100 kg @ 20 kr/kg, 2000 kr Flutningskostnaður, 1500 kr Það má vissulega færa rök fyrir því að kjamfóðurþarfir eldisgripa til þess að ná hæsta verðflokki (UNIA) sé breytilegur eftir stærð og tegundum eldisgripa og heygæðum. Kjamfóðurkostnaður- inn vegur hins vegar það lítið í heildarkostnaðinum að hann breyt- ir varla framlegðamiðurstöðum mikið. Sá breytilegi kostnaður sem að ég treysti mér ekki til að meta og er þess vegna ekki með hér, er rekstrarkostnaður á aðstöðu (t.d. rafmagn og viðhald tækja og innréttinga). Sjá nánar umljöllun hér á eftir. Tekjumegin er gert ráð fyrir að allir gripir lendi í sama verðflokki (UNIA) á 340 kr/kg fall sem er nálægt uppgefnu viðmiðun- arverði í dag að frádregnum gjöldum. Niðurstöður em settar fram í meðfylgjandi myndum og töflu. Fyrsta myndin dregur skýrt fram tvennt. Annars vegar áhrif tegunda eldisgripa á mögulega hámarksframlegð og hins vegar muninn á kjörsláturstærð eftir teg- undum. Islensku nautgripimir skila minnstri framlegð og em jafnframt viðkvæmastir fyrir frávikum frá þessi munur stafar er í annarri mynd sýnt heildarát ólíkra eldis- gripa miðað við ákveðinn lífþunga. Þar kemur fram að við 400 kg þunga em íslenskir uxar búnir að innbyrða um 1200 kg meira af fóðri en blendingsnaut! Eða, 400 kg íslenskir uxar em búnir að inn- byrða jafnmikið fóður og 525 kg er um 4 kr. undir uppgefið meðal- verð Hagþjónustu landbúnaðarins. Eftir því sem fóðurverðið er hins vegar hærra lækkar kjörþyngd sláturgripa en hækkar með lækkandi fóðurverði og þar munar um hverja krónu. í fram- legðarútreikningi vantar einn mik- ilvægan kostnaðarlið sem getur haft talsverð áhrif á kjörsláturstærð gripa en það er stofnkostnaðurinn. Eflaust líta margir svo á að stofn- kostnaðurinn sé enginn hjá sér, það sé einungis verið að nýta laust afskrifað pláss í útihúsum. Fæstir komast þó hjá einhverjum viðhaldskostnaði sem kæmi í stað afskrifta (en er breytilegur kostnaður engu að síður). I þessum tilvikum er of algengt að aðstaðan sé „ofnýtt“ þar sem of mörgum gripum er palckað saman í of þröngar stíur. Ég vil leyfa mér að fullyrða að slíkt eldi skilar seint einhverri jákvæðri framlegð, sama hvaða gripir eiga í hlut. Hjá öðrum er stofnkostnaðurinn raunveruleg- ur og þar fer framlegð af hverjum fermetra að skipta máli. Með því að láta gripina „greiða" húsaleigu (hér 15 kr/dag á grip) er hægt að leggja mat á áhrif stofnkostnaðar á kjörsláturstærð. Ég hef leyft mér að kallað þetta afskriftaáhrif (sjá töflu). Inn í afskriftaáhrifin mætti einnig telja rekstrarkostnað á aðstöðu sem ekki var reynt að meta í framlegðarútreikningnum. Afskriftaráhrif á kjörsláturstærð eru breytileg eftir tegundum eldis- gripa. Áhrifin eru því meiri sem fóðumýting til vaxtar er betri við háan lífþunga eins og í Limósín blendingunum. Ahrifin miðað við uppgefnar forsendur (15 kr/dag í húsaleigu) em lítil í íslensku naut- gripunum á meðan kjörsláturþungi Limósín blendingsnauta fer úr 525 kg í 580 kg. Rétt er að geta þess í lokin að ef umræddur stofn- kostnaður er gjaldfærður í dæminu sem hér er tekið fyrir þá reiknast launagreiðslugetan einnig alltaf neikvæð í kjöteldi með íslenskum nautum. Niðurstöðumar staðfesta það sem ýmsir hafa fullyrt, að hagnaður af ungnautakjötsfram- leiðslu er ekki í hendi miðað við núverandi kjötverð til bænda. Bændur þurfa því að hafa fram- leiðslukostnaðinn og kjörslátur- stærðina á hreinu áður en lagt er út í slíkt eldi. í núverandi kjötmatskerfi fer langstærsti hluti ungnautakjöts í sama verðflokk (UNIA) óháð þunga á fæti við slátrun yfir 300 - 350 kg. Hlut- deild magurs ungnautakjöts (UN- IM) hefur farið minnkandi eftir að bændur lærðu að fita gripina fyrir slátrun, enda efnahagslegur ávinningur augljós. Þá er frekar sjaldgæft að skrokkar séu verðfelldir fyrir lélega holdfyll- ingu (UNII) þrátt fyrir að umtals- verður breytileiki sé til staðar. Samt er þekkt að kjötgæði eru af- ar breytileg eftir sláturstærð og kynjum (naut og kvígur eða uxar). Þá sækjast afurðastöðvar og kjötvinnslur eftir sem stærstum og holdmestum skrokkum því þeir hljóta að skila meiri framlegð en litlir skrokkar einfaldlega vegna þess að slátrunar- og úrbeiningar- kostnaður á hvert kíló kjöts minnkar með vaxandi skrokk- stærð. Lítið sem ekkert tillit er tekið til allra þessa þátta í verðlagningu til framleiðandans. Eini kostur núverandi kjöt- matskerfis er einfaldleiki. Það kemur hins vegar óhjákvæmilega niður á skynsamlegri gæðaflokk- un sem væntanlega er forsenda að aukinni markaðshlutdeild ung- nautakjöts á íslenskum kjötmark- aði. Þrátt fyrir þessa augljósu ann- marka virðist sem ekki sé nægi- Iega mikill áhugi hjá framleiðend- um eða kjötvinnslum til þess að breyta matinu t.d. yfir í EUROP eins og í kindakjötinu. Ástæður l'ramleiðenda kunna að vera þær að þeir óttast að nákvæmara kjötmat muni óhjákvæmilega leiða til verðlækkunar þegar á heildina er litið og sem endanlega kippir grundvellinum undan fram- leiðslunni. Um ástæður kjöt- vinnslunnar vil ég ekki leggja mat á hér. Þóroddur Sveinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.