Bændablaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriöjudagur 14. nóvember 2000 LeyUiir takmarkaOur innfliilningur á IURF fósturvísum Guðni Ágústsson, landbún- aðarráðherra, tilkynnti á fundi í fjósinu að Stóra-Ármóti í Hraungerðishreppi að hann hefði ákveðið að leyfa tak- markaðan innflutning á NRF fósturvísum, en Bændasamtök íslands og Landssamband kúa- bænda höfðu beðið um leyfí til tilraunainnflutnings. Nefnd þriggja dýralœkna í samræmi við ákvæði laga um innflutning dýra, nr. 54/1990, skipaði landbúnaðarráðherra nefnd þriggja dýralækna, yfir- dýralækni til ráðuneytis varðandi þetta mál. Einnig var umsóknin send dýralæknaráði til umsagnar í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um dýralækna og heilbrigðis- þjónustu við dýr, nr. 66/1998. Þá var leitað álits Erfðanefndar búíjár, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri og Hag- þjónustu landbúnaðarins. I des- ember 1999 skipaði landbúnaðar- ráðherra nefnd þriggja sérfróðra manna til þess að meta hvort rétt sé að mjólk úr íslenskum kúm sé sérstök með tilliti til gæða og hollustu. Einnig var nefndinni falið að leggja mat á hvort vænta megi breytinga á þeim þáttum, verði innflutningur heimilaður á fósturvísum af NRF-kúastofni til landsins í tilraunaskyni. Nefnd þessi skilaði áliti sínu í ágúst s.l. Að fengnum umsögnum framangreindra aðila ákvað land- búnaðarráðherra að heimila af- markaða tilraun með innflutning á fósturvísum úr NRF-kúastofn- inum norska sem leitt gæti í ljós hvort hagkvæmt sé að taka kýr af þeim stofni eða blendingsgripi af íslenskum og norskum stofni til notkunar við mjólkurframleiðslu á Islandi. Tilraunin er hcimiluð með eftirgreindum skilyrðum: Við val á sæðis- og eggja- gjöfum og annað sem lýtur að töku erfðaefnis, sæðingum og fósturvísaflutningum, aðstöðu til einangrunar, framkvæmd ein- angrunar og eftirliti með einangr- un í sóttvamarstöðinni í Hrísey skal fara eftir þeim skilyrðum sem fram koma í meðfylgjandi bréfi yfirdýralæknis, dags. 27. október 2000. 2Að lokinni tilskilinni ein- angmn í Hrísey verði fósturvísar af hinum erlenda stofni (2. kynslóð) fluttir á til- raunabúin á Möðruvöllum og Stóra-Ármóti þar sem tilraunir með framræktun gripa af hinum erlenda stofni og blöndun þeirra við íslenska kúakynið fari fram. Með öllu er óheimilt að fara með erfðaefni eða gripi frá tilraun- astöðvunum. Skrá skal allar tökur erfðaefnis og ráðstöfun þess. Ein- staklingsmerkja skal alla fædda gripi og halda skrá um afdrif þeirra. 3Sóttvamardýralæknir á vegum embættis yf- irdýralæknis skal fylgjast með heilbrigði gripanna meðan á ein- angrun stendur og á tilraun- astöðvunum. 4Komi upp næmur smitsjúkdómur í gripum af hinu innflutta erfðaefni, sem hér er óþekktur eða ástæða er til að ætla að valdi verulegu tjóni að dómi yfirdýralæknis, skuldbindi eigendur sig til þess að láta lóga gripunum, ef heilbrigðisyfirvöld krefjast þess. Kostnað við slíkan niðurskurð skuldbindi eigandi sig til að þola bótalaust. Erfðaefni kemur íjanúar Fyrri hluti tilraunarinnar hefst með því að í janúar 2001 verður erfðaefnið flutt frá Noregi og því komið fyrir í fósturmæðmm í Einangrunarstöð Landssambands kúabænda í Hrísey þar sem til- skilin einangmn fer fram undir eftirliti sóttvamardýralæknis. Þessum hluta tilraunarinnar mun væntanlega ljúka um mitt ár 2003 þegar fósturvísum af hinum er- lenda stofni (2. kynslóð) verður komið fyrir í fósturmæðmm á til- raunabúunum á Möðruvöllum og Stóra-Ármóti. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þennan fyrri hluta tilraunarinnar verði um 25 millj. kr. Þegar erfðaefnið hefur verið flutt í land, eftir mitt ár 2003, hefst hin eiginlega samanburðar- tilraun. Faghópur sem landbúnað- arráðherra skipar mun fjalla um hvaða þætti beri að rannsaka, fylgjast með framvindu tilraunar- innar og leggja mat á niðurstöður. Um verður að ræða mjög viða- mikla rannsókn sem ná mun til flestra þátta er varða ræktun, fóðmn, afurðasemi og heilbrigði kúa, svo og til þátta er varða gæði og efnainnihald mjólkur og kjöts. I faghópnum munu eiga sæti fulltrúar frá landbúnaðarráðun- eyti, Bændasamtökum Islands, Landssambandi kúabænda, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, Hagþjónustu land- búnaðarins, Embætti yfirdýra- læknis, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði og yfirkjötmatinu. Formaður faghópsins verður dr. Ágúst Sigurðsson, erfðafræðing- ur. Tilraunatími er 8-10 ár Rannsóknastofnun landbúnaðarins mun skipuleggja og vinna saman- burðartilraúnina á gmndvelliþeirra tillagna um áhersluþætti sem faghópurinn kemst að niðurstöðu um. Kosmaðaráætlun fyrir þennan síðari hluta tilraunarinnar liggur ekki fyrir, enda byggist hún á því hvert umfang hennar verður. Að tilrauninni lokinni og þegar nægilegar upplýsingar liggja fyrir um niðurstöður hennar, verður tek- in ákvörðun um hvort heimilað verður að taka gripi af hinum er- lenda stofni til notkunar við mjólk- urframleiðslu á lslandi. Áætlaður tilraunatími er 8-10 ár. - Sjá bréf frá yfirdýralækni á heimasíðu Bændasamtakanna. (www.bondi.is) Framkvæmdaáætlun vegna tilraunainnflutnings á NRF 2000 Nóvember: • Kúm safnað saman í Noregi og nauðsynlegar sjúkdóma- og erfðarannsóknir fara fram Desember: • Kýr sem uppfylla erfða- og sjúkdómaskilyrði settar í einangrun í fósturvísastöðinni í Vevla • Kýr sem uppfylla sjúkdómaskilyrði settar í einangrun í Hrísey 2001 Janúar: • Fósturvísum safnað í Vevla • Fósturvísum komið fyrir í fósturmæðrum í Hrísey Mars: • Fósturvísum komið fyrir í fósturmæðrum í Hrísey (sem ekki héldu) Maí: • Þeim kúm sem ekki halda slátrað Október: • Fyrstu kálfar fæðast Nóvember • Kálfar fæðast Desember: • Kálfar fæðast og kúm slátrað 2002 Mars: • Fósturmæðrum slátrað Desember: • Fyrstu kálfar kynþroska og byrjað að safna sæði og fósturvísum 2003 Janúar: • Söfnun á sæði og fósturvísum • Fósturvísum komið fyrir í fósturmæðrum á tilraunastöðvunum • Kýr sæddar á tilraunastöðvunum Febrúar: • Söfnun á sæði og fósturvísum • Fósturvísum komið fyrir í fósturmæðrum á tilraunastöðvunum • Kýr sæddar á tilraunastöðvunum Mars: • Söfnun á sæði og fósturvísum • Fósturvísum komið fyrir í fósturmæðrum á tilraunastöðvunum • Kýr sæddar á tilraunastöðvunum Apríl-Sept.: • Söfnun á sæði Október: • Kynbótagripum væntanlega slátrað Lok árs: • Kálfar fæðast á tilraunastöðvunum 2004 Allt árið: • Kvígur vaxa og þroskast. Lok árs: • Fyrstu kvígur sæddar. 2005 Haust: • Kvígur bera og samanburðarrannsókn hefst 2006 Allt árið: • Samanburðarrannsókn stendur yfir 2007 Byrjun árs: • Fyrstu niðurstöður liggja fyrir Alltárið: • Síðara mjaltaskeið í samanburðarrannsókn stendur yfir (ef vísindamenn telja að slíkt þurfi) 2008 j Byrjun árs: I • Niðurstöður samanburðarrannsóknar liggja fyrir og ákvörðun tekin um framhaldið Leggur til að ríkiö styrhi flutning é brotajárni Á fundi sem haldinn var í Víðihlíð í haust vegna verkefnis- ins Fegurri sveitir, varpaði Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri í Borgarfjarðarsveit fram sínum hugmyndum um aðstoð vegna eyðingar á brotajárni sem safn- ast hefur fyrir víða á bæjum. Þórunn á sæti í nefndinni sem hefur haldið utan um þetta verkefni og hefur lagt þar fram ákveðnar hugmyndir um hvern- ig best sé að leysa það umhverf- isvandamál sem fylgi brota- járninu. Þórunn segir brotajám um- fangsmikið á mörgum bæjum þar sem alls kyns vélar og tæki hafi safnast fyrir eftir að notkun þeirra hafi verið hætt. „Það er bæði erfitt og kostnaðarsamt að koma því frá bæjunum á réttan stað. Með samstilltu átaki sveitarfélaga og ríkisins er möguleiki á að leysa þennan vanda þannig að sveitar- félögin safni brotajámi á sínu svæði og síðan kæmu til styrkir frá ríkinu til að standa straum af flutnings- kostnaði brotajámsins frá söfnunar- stöðum í sveitarfélögum til útskip- unarhafna. Þetta myndi ömgglega draga úr þeim fortíðarvanda sem óneitanlega er til staðar í mörgum sveitarfélögum vegna þessa.“ Þórunn telur að hægt sé að hagræða töluvert í flutningum á þessu brotajárni. „Það myndi t.d. draga úr kostnaðinum ef sveit- arfélög úti á landi þyrftu ekki að flytja járnið til Reykjavíkur heldur gætu þau komið því fyrir á skipum í heimahöfnum." Þómnn nefnir sem dæmi að í Borgarfjarðarsveit hafi verið gert átak þar sem sveitarfélagið bauðst til að sækja einn bílfarm af brotajámi til þeirra sem vildu, þeim að kostnaðarlausu. Þetta gafst vel og margir íbúar tóku til hendinni. „Eg tel að vilji sé í nefndinni til að beina því til ríkisstjómarinnar að hún styðji þennan flutning. Þetta er mikið vandamál og mönnum mjög hugleikið," sagði Þómnn. Metfflng og heimasfður Sífellt fleiri bændur fá sér netfang og margir eru með heimasíður. Utgáfu- og kynningardeild Bændasamtakanna hefur áhuga á að hafa lista með þessum upp- lýsingum á heimasíðu sam- takanna. Það getur nefnilega verið áhugavert fyrir bændur að kynnast starfsbræðrum í öðmin landshlut- um á þennan hátt - og þá ein- faldast að finna rétta slóð á heima- síðunni www.bondi.is - Áhuga- samir eru beðnir um að senda upp- lýsingar á netfangið hbs@bondi.is PLASTRISTAR Margar tegundir og styrkleikar fyrir nautgripi, kindur og svín. Samhliða tilraun með innfíutning á fósturvísum úr NRF- kúastofninum og fyrirhugaða samanburðartilraun á NRF- kúm, íslenskum kúm og hálfblendingum þessara stofna, hef- ur landbúnaðarráðherra ákveðið að fram fari önnur rannsókn er nái m.a. til eftirtalinna þátta: 1. MBguleg hámarksafurðasemi íslenskra kúa 2. Fóðurþörf íslenskra kúa miðað við hámarksafurðasemi V/ 3. Heilsufar og líftími kúa við álag sem fvlgir fullnvtingu á afurðasemi 4. Áhrif framleiðslustvringar í miólkurframleiðslunni á rekstur kúabúa borið saman við óhefta framleiðslu Gert er ráð fyrir að rannsóknin fari fram á tilraunabúun- um á Möðruvöiluin og Stóra-Ármóti og hjá tveimur kúabændum sem valdir verða sérstaklega og þeim gefíð tækifæri til að reyna framleiðslugetu kúa sinna án þeirra takmarkana sem framleiðslustýring í injólkurframleiðslunni setur. Leitað verður eftir því að Rannsóknastofnun land- búnaðarins, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Hag- þjónusta landbúnaðarins skipuleggi rannsóknina og fram- kvæmi hana. Óskað hefur verið eftir sanistarll við Bændasamtök ís- lands og Landssamband kúabænda uin undirbúning rann- sóknarinnar. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, tekur á móti bréfi frá Guðna Ágústssyni, landbúnaðarráðherra, þar sem veitt er leyfi fyrir tllraunainnflutningi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.