Bændablaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 14. nóvember 2000 BÆNDABLAÐIÐ 13 Notaðar búvélar & traktorar MF 390, 4x4 Árg. '96, 80 hö, 1300 vinnustundir, 4 gírar, 3 þrep + vendigír. Trima 1790 ámoksturstæki. Mjög gott útlit, mjög gott ástand. Staðsett á Akureyri. Verð kr. 2.250.000- CASE CX-100, 4x4 Árg. '99, 100 hö, 1100 vinnustundir, 4x2 gírar + 1 vökvaþrep. Vendigír. Digital mælaborð. Stoll Rb-10 ámoksturstæki. Vélin er sem ný. Staðsett á Akureyri Verð kr. 2.900.000- án vsk. ZETOR 7340T, 4x4 Árg. '96, 80hö, 1600 vinnustundir, Álö 640 ámoksturstæki. Vélin er sem ný. Staðsett á Akureyri. Verð kr. 1.450.000- án vsk. CASE 1394, 4x4 Árg. '86, 78 hö, 4000 vinnustundir, Vökvaskipt,. Alö ámoksturstæki með 3ja sviði, árg '94. Vökvaskipting upptekin, ný túrbína o.fl. Gott viðhald, sæmilegt útlit, gott ástand. Staðsett á Akureyri. Verð kr. 820.000- án vsk. MF 6150, 4x2 Árg. '96, 95 hö, DynaShift 40 km kassi, 500 vinnustundir. Ein með öllu. Topp eintak. Hlaðin aukabúnaði. Staðsett á Akureyri Verð kr. 2.300.000- án vsk. FENDT 260S, 4x2 Árg. '92, 60 hö, 4700 vinnustundir. 6x3 gírar + skriðgír. 40 km hraði. Digital mælaborð. Fjöðrun á framhjólum. 2 tvívirk vökvaúttök. Gott útlit, gott ástand. Staðsett á Akureyri. Verð kr. 1.280.000- ÞOR HF REYKJAVfK - AKUREYRI IMIIMMMMIMMMMMMNMIMI^MMIMIMIWMII^MMIMIMIMII^MNMMMMMMMMIMWMMMMMMMMMMM REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Slml S68-1S00 AKUREYRI: Lónsbakka - Síml 461-1070 výv BÆNDUR - HESTAMENN - námskeið framundan - Tamningar í hringgerði „AF FRJÁLSUM VILJA“ Frumtamningarnámskeið undir leiðsögn Ingimars Sveinssonar verða haldin á Hvanneyri 22.-24. nóv. og 6.-8. des. Frumtamning „SAMSPIL MANNS OG HESTS“ Frumtamningarnámskeið undir leiðsögn Svanhildar Hall og Magnúsar Lárussonar Hestamiðstöðinni á Gauksmýri verður haldið á Gauksmýri 2.-3. des. Takmarkaður þátttökufjöldi, skráið ykkur tímanlega í síma 437 0000. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Kynningarfundir á vegum SauðQársæðingarstððvar Norðurlands Frá því var greint síðastliðinn vetur þegar afkvæmadómur nauta frá árinu 1993 lá fyrir, að líklega yrðu einhver nautanna frá árinu 1994 tekin til notkunar að nýju fyrir áramót þegar hægt yrði að greina frekar hvernig þau mundu reynast. Nú liggja fyrir upplýsingar úr haustvinnslu á kynbótamati fyrir þessi naut þar sem fram eru komn- ar það miklar upplýsingar um dætur þeirra og augljóst er að fram er að koma stór hópur gripa sem hvað afurðaeiginleikum viðkemur stendur miklu framar því sem við höfum áður haft. Gagnvart öðrum eiginleikum liggur ekki enn fyrir neinn dómur fyrir dætur þessara nauta. I kvíguskoðun hafa samt borið þegar fyrir augu það margar af dætrum þessara nauta að við teljum að hægt sé að fullyrða að þar sé ekki um neina umtalsverða gallagripa gagnvart slíkum þáttum að ræða þó að þessi naut séu að sjálfsögðu eins og alltaf hefur verið með talsverðan breytileika í ódæmdum eiginleikum. Með þessa vitnesku í fartesk- inu ákvað vinnuhópur um ræktun- armál á vegum fagráðs í nautgripa- rækt að velja nokkur af þessum nautum til notkunar strax. Á það ber samt að leggja áherslu að þessi naut fá ekki endanlegan kynbótadóm fyrr en í febrúarlok á næsta ári. Hér á eftir verður í stuttu máli gerð grein fyrir umræddum naut- um. Uppruni þeirra verður rifjaður Rafmagnsmál í hesthúsum eru í töluverðum ólestri ef marka má skýrslu sem Löggildingarstofa hefur sent frá sér. I nánast öllum hesthúsum sem skoðuð voru voru gerðar einhverjar athugasemdir við rafmagnið, oftast vegna töfluskáps, merkingar á töflu- búnaði eða spennujöfnunar. Alls voru raflagnir 107 hesthúsa víðs vegar um landið skoðaðar. Óháðir fagaðilar önnuðust verkið en Löggildingar- stofa sá um að koma niður- stöðunum á framfæri við eigendur og umráðamenn húsanna. Ef farið er nánar út í tölumar kemur í ljós að í 98% tilvika var gerð athugasemd við frágang töfluskápa og var það helst að þétt- leiki þeirra gagnvart ryki og vatni var ekki nægur. Aðgengi að töfl- um var óviðunandi og óhreinindi, upp. Niðurstöður benda til að þessi naut komi til með að fá kynbóta- mat fyrir afurðasemi á bilinu 115- 130 (85% próteinmagn + 15% próteinhlutfall). í þeim niðurstöð- um sem nú em komnar má nokkuð lesa í hvemig efnasamsetning sé í mjólk hjá dætmm nautanna og verður því gerð grein fyrir því. Þau em hins vegar ódæmd með tilliti til annarra eiginleika og geta því ekki fengið umsögn þar um. Und- an nokkmm þeirra hefur samt þeg- ar komið fram mikið af glæsileg- um kúm að ytra útliti og verður getið um naut sem þegar hafa vakið athygli vegna þess. Sokki 94003 er frá Eyði-Sand- vík í Sandvíkurhreppi undan Lista 86002 og Stjömu 229, sem var dóttir Tvists 81026. Undan þessu nauti koma mjög mjólkurlagnar kýr, með próteinhlutfall á meðal- lagi, en eins og þekkt er hjá List- adætmm er fituhlutfall í mjólk fremur lágt. Klaki 94005 er frá Urriðafossi í Villingaholtshreppi. Hann er eina nautið sem kom í notkun undan Hólmi 81018 en móðir hans Kota 167 var dóttir Tvists 81026. Mjóikurmagn hjá dætmm hans virðist í góðu meðallagi, en efna- hlutföll em há í mjólk þeirra sér- staklega próteinhlutfall eins og vænta má frá ætterni. Dætur hans virðast líka hafa greinileg ættarein- kenni frá afa sínum með sterklega bolbyggingu. Völsungur 94006 er frá Eyja- dalsá í Bárðardal undan Þræði sag og ryk í töflunum. í 97% tilvika voru gerðar athugasemdir við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum. Miðað vð þetta hlutfall er líklegt að þessa ágalla sé að finna í flestum hest- húsum landsins að sögn skýrslu- höfunda. Þá voru tenglar ekki viðunandi í 74% tilvika og lampar í 69% tilvika en marga bmna í hesthúsum hefur mátt rekja til þessara hluta. Ljóst er af þessum tölum að víða er úrbóta þörf en í skýrslunni er tekið fram að úr sumum ágöllum megi bæta með betri um- gengni. Flestar athugasemdirnar kalli þó á fagþekkingu og því er ráðlagt að láta löggiltan raf- verktaka yfirfara raflagnir og raf- búnað í hesthúsum og tryggja þannig öryggi manna og hesta. 86013 og Bröndu 29, sem var dóttir Tvists 81026. Undan þessu nauti koma mjólkurlagnar kýr, sem gefa mjólk með bæði fitu- og próteinhlutfall vel yftr meðaltali. Hamar 94009 er frá Voðmúla- stöðum í Austur-Landeyjum, son- ur Bassa 86021 og Sleggju 185, en hún var undan Kóngi 81027. Und- an þessu nauti eru að koma góðar mjólkukýr, með fituhlutfall á meðaltali og próteinhlutfall í góðu meðallagi. Margar dætra hans eru sterkbyggðar kýr. Pinkill 94013 er frá Hvammi í Eyjafjarðarsveit, sonur Bassa 86021 og Sídu 277, sem var dóttir Tvists 81026. Undan þessu nauti koma mjög mjólkurlagnar kýr með fituhlutfall á meðaltali, en prótein- hlutfall vel yfir meðallag. Vestri 94014 er frá Móbergi á Rauðasandi. Hann er einnig undan Bassa 86021 en móðir hans hét Snælda 52 og var dóttir Tvists 81026. Undan þessu nauti eru að koma fremur mjólkurlagnar kýr með fituhlutfall á meðaltali en mjög hátt próteinhlutfall í mjólk. Margar dætra hans eru sterklegar kýr. Kaðall 94017 er frá Miklag- arði í Saurbæ undan Þræði 86013 og Ljósu 100, sem var dóttir Daða 87003. Undan þessu nauti koma mjög miklar mjólkurkýr þar sem efnahlutföll, bæði fita og prótein, eru vel yfir meðaltali. Undan þessu nauti koma margar sterklegar kýr. Búri 94019 er frá Búrfelli í Miðftrði sonur Bassa 86021 en móðir var Augnfrá 100, sem var dóttir Tvists 81026. Undan þessu nauti koma mjög mjólkurlagnar kýr með efnahlutföll um meðaltal en próteinhlutfall aðeins undir meðaltali. Frískur 94026 er frá Bryðju- holti í Hrunamannahreppi og er enn einn sonur Bassa 86021 en móðir Tuska 139, sem var dóttir Þistils 84013. Undan honum eru að koma fram mjólkurkýr í góðu meðallagi, sem hafa há hlutföll efna, sérstaklega prótein. Það má rifja upp að þetta naut var fyrsti kálfur móður sinnar og fyrsta naut þannig tilkomið sem tekið var til notkunar á Nautastöðinni, en því miður bjóðast enn alltof fáir nautkálfar þannig tilorðnir. Punktur 94032 er frá Skip- holti III í Hrunamannahreppi und- an Þræði 86013 og Spumingu 182 sem var undan Tvisti 81026. Und- an þessu nauti eru að koma feiki- lega mjólkurlagnar kýr, en efna- hlutföll era undir meðallagi. Galsi 94034 er frá Bjólu í Þyk- kvabæ undan Bassa 86021 og Stemmu 246, sem var undan Emi 87023. Undan þessu nauti koma ágætlega mjólkurlagnar kýr, með efnahlutföll um meðaltal, fita ef til vill aðeins undir meðaltali. Breiði 94037 er frá Gröf í Breiðuvík. Hann er fyrsti sonur Andvara 87014 sem kom til prófunar en móðir var Dugga 101 undan Tvisti 81026. Undan honum koma mjög mjólkurlagnar kýr með fituhlutfall í mjólk á meðaltali, en próteinhlutfall undir meðaltali. Ljóst er að endanlegur dómur um þessi naut eftir áramót kann að leiða til þess að einhver þeirra verði þá ekki lengur í notkun. Ljóst er samt að hér eru að koma fram ótrúlega margir öflugir kynbótagripir. Rétt er að vekja athygli á því að þetta er fyrsti hópur nauta sem valin er á grundvelli nýs mats á af- urðasemi kúnna, þar sem tekið er tillit til mjólkurpróteins í stað mjólkurmagns áður. Um leið eru foreldrar þetrra fyrsti hópurinn sem valin er á grunni þess kynbótamats sem þá var tekið í notkun. Greinilegt er að með framan- greindum breytingum hefur strax náðst að breyta verulega um gagn- vart próteinhlutfalli mjólkur eins og að var stefnt. Þess vegna er veruleg ástæða til að taka þessi naut strax til notkunar í ræktunar- starfmu. /JVJ/ Kynningarfundir um starfsemi stöðvarinnar í desember og hrúta- kost stöðvarinnar verða haldnir sem hér segir: Austur-Húnavatnssýsla. Mið- vikudagurinn 15. nóvember kl. 14 í Sjálfstæðishúsinu á Blönduósi. Vestur-Húnavatnssýsla. Mið- vikudaginn 15. nóvember kl. 20:30 í Félagsheimilinu Víðihlíð. Skagafjörður. Fimmtudaginn 16. nóvember kl. 13 í Selinu á Sauðárkróki. N.-Þingeyjarsýsla Fimmtu- daginn 16. nóvember kl. 20 í húsnæði Fjallalambs á Kópaskeri. S.-Þingeyjarsýsla. Föstu- daginn 17. nóvember kl. 13:30 í félagsheimilinu á Breiðumýri. A fundina mæta þeir Jóhannes Ríkharðsson og Jón Viðar Jónmundsson ásamt héraðsráðu- nautum í sauðfjárrækt á hverju svæði. Rafmagnsmál í hesttiúsum í ólestri

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.