Bændablaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 14. nóvember 2000 Félög pingeyskra og eyfirskra kúabænda mótmæla reglugerO um heimildir dýralækna öl að ávísa lyfium Sameiginleg ályktun Nautgripa- ræktaráðs BSE og Félags þing- eyskra kúabænda vegna reglugerðar Heilbrigðis-, og tryggingamálaráðu- neytisins um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum frá 17. 07. 2000. Félög þingeyskra og eyfirskra kúabænda mótmæla harðlega nýsettri reglugerð um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum og túlkun dýralækna á henni. Einnig áteljum við harðlega hve litla kynn- ingu þessi reglugerð hefur fengið meðal bænda. Það sætir furðu að ekki skuli hafa verið tekið tillit til ábendinga BI við samningu þessarar reglugerðar. Samkvæmt skrifum og samtöl- um við yftrdýralæknir og héraðs- dýralækna átti reglugerðin að tryggja rétta, ábyrga meðferð lyfja og verða til að spoma við lyfjaónæmi sýkla og undirstrika þannig hreinleika íslenskra landbún- aðarafurða. Við teljum að sú minnk- un á notkun sýklalyfja sem kann að leiða af reglugerðinni verði ekki á þeim faglegu og ábyrgu forsendum, sem átti að vera andi reglugerðar- innar, heldur muni minni lyfjanotk- un fremur stýrast af fjárhagslegum forsendum einstakra bænda, og í sumum tilfellum ógna dýravelferð og vemd og hugsanlega leiða til óöryggis og minni gæða í fram- leiðslunni. Ljóst er að í mörgum til- fellum er meðhöndlun dýrs sam- kvæmt reglugerðinni kostnaðarsam- ari en virði dýrsins. Ekki er tekið á skráningu á notkun lyfja í einstök dýr sem telja verður grundvallar- atriði í gæðastjómun þessara mála. Félög þingeyskra og eyfirskra kúabænda fara fram á að reglu- gerðin verði tekin til endurskoðun- ar. Einkum að 17. grein reglu- gerðarinnar verði breytt á þann hátt að rannsókn á mjólkursýni vegna meðhöndlunar á mjólkurkú jafngildi sjúkdómsgreiningu enda yrði tilvísun dýralæknis á lyf í einstaka kú byggð á rannsókninni og lyfin einstaklingsmerkt og skráð. Einnig krefjumst við þess að fagþekking, menntun og reynsla kúabænda verði virt á þann hátt að Aukabúnaður á mynd: 33" breyting, á kr. 220.000. Fjallmyndarlegur 700.000 kr. afsláttur Hafðu samband vlð sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt og tryggðu þér nýjan Calloper núna, á aðelns 2.190.000 kr. Staéalbúnaöur ABS hemlakerfi Hátt og lágt drif Viðarlíki í mælaborði Armpúðar á framsætum Samlæsing Öflug dísilvél Rafknúin stjórntæki Öflug grind Tregðulæsing að aftan Rafdrifnar rúðuvindur Rafdrifnir útispeglar Álfelgur - Vindskeið með hemlaljósi Áukamælar: Hallamælir, hæðarmælir Fáanlegur sjálfskiptur Galloper, vandaói 7 mannajeppinn meó Mitsubishi reynsluna, hefur allt sem hægt er að hugsa sér í lúxusjeppa. Hann er óvenju rúmgóður meó mikla flutningsgetu, byggóur á öflugri grind með einstakri fjöðrun. Vélin er kraftmikil auk þess sem bíllinn hentar fullkomlega fýrirt.d. 33" breytingu. Ofan á allt saman þá er Galloper á frábæru verói. Komdu í HEKLU, reynsluaktu Galloperog kynnstu hinum fjölmörgu eiginleikum þessa vandaóa jeppa. c HEKLA - íforystu á nýrri öld! 1 n*!-1? fb. w. ■ ■■ -/Uii Méth im m -l ______ þeim verði treyst til að hefja sjálfir lyfjameðferð samkvæmt einstak- lingstilvísun og greiningu dýra- læknis. Þess verði einnig gætt að tryggja öryggi og velferð dýra þar sem sækja þarf þjónustu um langan veg og allra veðra er von. Það er okkar skoðun að hrein- leiki og hollusta íslenskra landbún- aðarafurða sé og hafi verið ótvíræð- ur og að umrædd reglugerð breyti litlu þar um. Hins vegar viljum við benda á að til að ná fram mark- miðum reglugerðarinnar, draga úr lyfjaónæmi, og ná markvissri notk- un lyfja og faglegri vinnubrögðum er grundvallaratriði að koma nú þegar á markvissri sjúkdóma- og lyfjaskráningu og einstaklingsmerk- ingu nautgripa. Við viljum beina því til BÍ og LK að taka upp viðræður við heil- brigðis- og tryggingamálaráðun- eytið um endurskoðun reglugerðar- innar og jafnframt að taka upp við- ræður við yftrdýralækni um skyn- samlega túlkun fyrirliggjandi reglu- gerðar á meðan reglugerðin er í end- urskoðun. F.h stjórna félaganna: Stefán Magnússon Kristín Linda Jónsdóttir Auknir möguleikar á útfluhiingi erfðnefnis úr hrnssum Dýralæknaþjónusta Suðurlands hefur ásamt fleirum unnið síðustu þrjú ár að þróunarverk- efni í hrossasæðingum. Þetta verkefni hefur þegar skilað mörgum athygliverðum niður- stöðum sem munu líklega nýtast vel í kynbótastarfinu. Lars Han- sen og Páll Stefánsson hafa unnið að þessu verkefni fyrir hönd fyr- irtækisins. Lars Hansen hjá Dýralækna- þjónustu Suðurlands segir verk- efnið m.a. snúast um að sæða hryss- ur með fersku sæði að vori á hefðbundnu húsnotkunartímabili. Með því væri hægt að láta stóðhest- ana anna mun meiri fjölda en ann- ars væri hægt. „Einnig snýst verk- efnið um djúpfrystingu á hross- asæði sem aldrei hefur verið stunduð hér á Islandi áður. Þar þarf m.a. að finna réttu þynning- arvökvana sem henta íslenskum hestum. Við erum ekki komnir niður á framtíðarvinnuferli í þessu ennþá þó að það fari að nálgast það.“ Lars segir að möguleikinn á að ná fleiri afkvæmum undan bestu kynbótahestunum skili meiri erfðaframförum en annars væri hægt að ná. „Hvað varðar frysting- una eykur hún möguleikana á útflutningi erfðaefnis úr þeim hest- um sem ekki stendur til að selja úr landi. En þetta gefur einnig mögu- leika á að halda eftir erfðaefni úr þeim hestum sem eru seldir út þannig að menn brjóta ekki allar brýr að baki við sölu á hestinum. Það má hugsa sér að þetta geti einn- ig framlengt líf hestanna um ein- hver ár þar sem erfðaefni sem á að djúpfrysta er tekið utan hefðbund- ins fengitíma hrossa, þ.e. seint á haustin og snemma á vorin. Þetta eykur því magnið sem stóðhestamir geta skilað af sér.“ Vélavaí ■ Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 •• ■■■ • • •'■■••■.■;

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.