Bændablaðið - 28.11.2000, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 28.11.2000, Blaðsíða 1
20. tölublað 6. árgangur Þriðjudagur 28. nóvember 2000 ISSN 1025-5621 Bœndafundur á Egilsstöðum Að undanfömu hafa Bændasamtök íslands efnt til almennra bændafunda víða um land. Þessi mynd var tekin á bændafundi sem haldinn var í Valaskjálf á Egilsstöðum sl. fimmtudag en á bls. 14 og 15 er hins vegar fjallað um fund hjá eyfirskum bændum._______________________________________________________________________________________________ Sláturhúsum hefur íækliafl um 12 sítasta áratug Sláturhúsum hefur fækkað töluvert síðasta áratug, samkvæmt svari landbúnaðarráðherra við fyrirspurn um slátrun og vinnslu land- búnaðarafurða. A tímabilinu 1999- 2000 hefur sláturhúsum fækkað um 12 sem er ekki undarlegt í ljósi þess hve mikil hagræðing hefur orðið meðal fyrirtækja í kjöt- vinnslu. Mest varð fækkunin 1991 þegar fækkaði um þrjú sláturhús en þeim fækkað um tvö árin 1990 og 1997. í dag eru 19 sláturhús á landinu. I svarinu kom einnig fram að mjólkursamlögum fækkaði um fjögur á sama tímabili. Nýrri dýralyQa- reglunerð mótmælt Stjórn Félags sauðfjárbænda í Skagafírði hefur sent frá sér bréf þar sem stjórnin lýsir yfir áhyggjum sínum vegna nýju dyralyfjareglugerðar innar. Stjórnin fullyrðir að hún setji sauðfjárbændur í mjög alvar- lega stöðu. Stjórn FSS hvetur stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda til að taka þessi mál til skoðunar „og koma þeim í þann farveg að sauðfjárbændum verði ekki gert ókleift að nýta dýralyf." Skagfirðingarnir segja það , , . , alvarlegt mál „þegar reglugerðir 'H f f t setia sauðfiárbændur í þá stöðu að iijjíííí.. meðferð á skepnum fer að varða við dýraverndunarlög, en sú hlýtur afleiðing að verða þegar afkoma í geininni er sem nú, og útilokað er að fá dýralækni í öll viðvik varðandi sauðfé. I ljósi hinnar nýju dýralyfja- reglugerðar er það ljóst að fram- kvæmd sæðinga verður ákaflega flókin þar sem sæðingarmenn mega ekki lengur setja svampa í ær til samstillingar á gangmálum. Þessi nýja staða getur greinilega tafið fyrir öllu kynbótastarfi og orðið dragbítur á framfarir í sauðfjárræktinni." Námskeið lyrir starfsmenn stærsta yistihúss landsins Rælt um að ferðahjúnustubændur standi saman að innkaupum ,.1'að kom til umræðu að við stæðum að sameiginlegum inn- kaupum og byðum út ákveðna rekstrarþætti," sagði Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda en hálft hundrað ferðaþjónustubænda kom á námskeið sem efnt var til á vegum ferðamálabrautar Hólaskóla og Fb. „í þessu sam- bandi má nefna hreinlætisvörur og kaup á sængurfatnaði, hand- klæðum og slíku. Innan Fb eru 120 bæir með um 2700 rúm. Það er því ljóst að þessi hópur þarf á umtalsverðu magni af rekstr- arvörum að halda, en það er ekki á hverjum degi sem starfs- menn stærsta gistihúss landsins koma á námskeið!" Á námskeiðinu var m.a. kynn- ing á framtíðaráformum Fb í tölvuvæðingu og fjallað var um samstarf Hólaskóla og Fb um flokkun bændagist- ingar. Einnig var rætt um Gámes kerfíð og hvernig það gæti hjálpað til við að auka öryggi og tryggja gæði matvæla. Að sjálf- sögðu var eitt umræðun- efnana einfaldlega um kaffi, meðferð og notkun. Þá var fjallað um íslenska matarmenningu og samspil víns og matar. I lok námskeiðsins skoðuðu bændurnir nýtt húsnæði Fb að Síðumúla 13. Sævar sagði að ferðaþjónustu- bændur yrðu að vinna saman og standa saman til þess að ná árangri. „Við erum að vinna markvisst að því að halda hópnum saman, en námskeið eins og þetta er hluti af því verki. Samstarfið við Hólaskóla er ferðaþjónustu- bændum afar dýrmætt en þar er til þekking sem er ferðaþjónustunni ómetanleg. Við erum afar ánægð með mætinguna á námskeiðið og ekki síður að það ríkir góður andi í hópnum." Jónína Þorgrímsdóttir, Ytri- Tungu í Staðarsveit, sagði mikil- vægt að fá tækifæri til að kynnast öðru fólki sem starfar sem ferða- þjónustubændur. „Það eru svo WBKSM f* t ""WW^^m HÉ an i^H k n 'tífev% • H 1 -> ' '• w mm ¦ Þátttakendur á námskeiðinu. margir nýir að koma til sögunnar núna sem vert er að kynnast," sagði Jónína sem rekur heimagist- ingu. Njörður Jónsson, Brattholti, Biskupstungum, sagði nauðsyn- legt að fylgjast með því sem væri að gerast og hann nefndi sem dæmi umræður um tölvukerfi. „Það skiptir máli að sýna sig og sjá aðra, fræðast og fylgjast með því sem er að gerast." Guðrún Lára, í Brattholti, sagði að þau hjón væru búin að vera innan vébanda Ferðaþjónustu bænda í 12 ár. „Við vorum í upp- hafi með heimagistingu en byggð- um svo 16 herbergja hótel sem var tekið í notkun í sumar."Þremenn- ingarnir sögðu að nýtt bókunar- kerfi værí afar áhugavert og hið sama mætti segja um nýtt flokk- unarkerfi. Hvort svo sem rekstur- inn væri stór í sniðum eða smár þyrfti fólk að fylgjast með því sem væri að gerast innan greinar- innar. „Ferðaþjónusta bænda hefur alltaf lagt mikla áherslu á hreinlæti og að það standist sem auglýst er. Frá þessu megum við ekki kvika," sagði Guðrún Lára. ___

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.