Bændablaðið - 28.11.2000, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 28.11.2000, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 28. nóvember 2000 Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur Fjölbreytni á að vera markmið íslenskra skóga Fyrir skömmu hélt Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur erindi á vegum Skógræktarfélags Kópavogs sem bar yfirskriftina „Sess skógræktar á Islandi.“ Þar fjallaði hann um miklivægar spurningar eins og hvort rækta eigi skóg á landinu og þá hvar og hvernig sá skógur ætti að vera. Niðurstaða hans var sú að bæði sé gagnlegt fyrir land og þjóð að rækta hér skóga, en hins vegar sé nauðsynlegt að gæta þess að stilla skógvæðingunni „til hófs við aðra landnýtingu og landvemd, þannig að til hámarksgæða horfí fyrir okk- ur og komandi kynslóðir í hagrænu og hugrænu tilliti." Freysteinn benti á landbótaþátt skógarins sem hann taldi einkum felast í því að trjárætur binda jarðveg og vernda gegn upp- blæstri. Skóglendi tefur fram- rennsli úrkomu og snjóleysinga og varðveitir raka í jarðvegi, sem jafnframt dregur úr hættu á flóðum og vatnsrofi. Skógurinn veitir einnig öðrum gróðri skjól og skap- ar búsvæði fyrir skógfugla og annað sérstætt skógarlífríki, auk þess sem hann getur aukið arðsemi búfjár sem nýtur skjóls í beit- arskógum. í erindi Freysteins kom fram að þau gróðurkerfi sem nú eru ríkjandi hér á landi eru ekki nema að hluta náttúruleg, heldur með manngerðu yfirbragði og því lagði hann áherslu á að skógvæðing landsins væri endurreisn hins eðli- lega hástigs gróðurfars sem hér var fyrir landnám. Hann benti á að nú- verandi þróun í gróðurkerfi lands- ins væri ekki sú sama og hún hefði orðið við óraskað ástand. Því væm það slök rök að vilja vemda þessa röskuðu náttúru eins og hún lítur út í dag, á þeim forsendum að hún sé „frumnáttúruleg." Freysteinn ítrekaði mikilvægi þess að skógunum yrði haldið sem fjölbreyttustum og þeir felldir að landinu þar sem það yki hæfni þeirra til mismunandi nota og þol þeirra gegn áföllum yrði meira, auk þess sem þeir trufluðu minna fjöldrátta landslagsmynd en skógar sem byggðust upp á einhæfni. „Fjölbreytni ætti að vera markmið íslenskra skóga“ sagði Freysteinn „og með aðgát og fyrirhyggju á að vera hægðarleikur að stýra útbreiðslu þeirra erlendu tegunda sem hér em ræktaðar. Ekki þarf annað er grípa til axarinnar ef á þarf að halda, en þó þær séu ný- búar í íslensku vistkerfi er það ekki næg ástæða til að vilja gera þær útlægar. Það er maðurinn sjálfur og fylgifiskar hans sem mestum skaða hefur valdið á náttúru lands- ins og sett upp sína „framandi" fylgihluti. Við munum auðvitað halda því áfram og við endurreisn skógarlandsins geta nýbúarnir í ís- lenskri flóm komið að góðu gagni ef rétt er að farið og ef við gætum að staðarvali skóganna, þannig að þeir spilli ekki eða raski sérstæðu landslagi, heldur efli og styðji það sem fyrir er, þá höfum við valið stefnu sem er bæði til landbóta og þjóðnytja" sagði Freysteinn. /HG Nemendur í bændadeild á Hvanneyri djúpt hugsi enda líður að prófum. Fyrsta kennslubúið með lífræna Iramleiðslu Síðustu tuttugu árin hefur búfræðinámið á Hvanneyri verið tveggja ára nám, sem skiptist á fjórar annir. Önnur önn námsins fer fram í samstarfi við ábúendur á kennslubúum skól- ans en á vegum Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri eru nú 74 kennslubú, þar af eitt í Noregi. Framkvœmd námsdvalarinnar Nemandinn setur fram óskir um búgerð og hérað og má segja að þar hefjist sérhæfing námsins hjá hverjum og einum. Þegar val hefur farið fram er gerður samn- ~ ingur milli nemandans, bóndans og skólans um þriggja mánaða námsdvöl. Á þeim tíma starfar nemandinn undir leiðsögn ábúenda að jafnaði 6,5 stundir á dag við hin ýmsu bústörf, en ver öðrum tíma í bóklegt nám. Hann skrifar dagbók og færir nákvæma vinnuskýrslu. í dagbókinni fjallar nemandinn um búreksturinn og daglega atburði og hið ytra umhverfi kennslubúsins hvað varðar félags- og land- búnaðarmál svo eitthvað sé nefnt. Þá safnar hann upplýsingum um alla meginþætti búrekstrarins, s.s. bústofn, afurðir, ræktun, húsakost og vélar. Sé nemandi í námsdvöl að sumri, sal'nar hann grösum vegna plöntusafns. Ein ritgerð er skrifuð um valið efni og ákveðið námsefni lesið, sem valið er að nokkru leyti af nemandanum. Á námstímanum kemur verknáms- kennari skólans í tvær heimsóknir, í þeirri seinni leggur hann ásamt bóndanum verklegt og munnlegt próf fyrir nemandann. Nýtt kennslubú Nýjasta kennslubúið er á Neðra- Hálsi í Kjós en þar er einvörðungu stunduð lífræn framleiðsla. Ábúendur og eigendur eru hjónin Dóra Ruf og Kristján Oddsson. Fyrstu sporin varðandi lífræna framleiðslu á Neðra-Hálsi voru tekin árið 1987 og fyrstu afurðirn- ar voru gulrætur, sem l’óru á markað árið 1989. Aðlögun að lífrænni framleiðslu lauk á Neðra- Hálsi árið 1996 og fékk búið þá vottun. Á búinu er frainleidd mjólk, nautakjöt, gulrófur, hvítkál og gulrætur. Þá er þar einnig stunduð nokkur skógrækt og er þar aðallega um að ræða skjólbelti. Öðru hvoru koma nemendur í Landbúnaðaráskólann á Hvanneyri sem hafa sérstakan áhuga á því að kynna sér lífrænan búskap og öðlast starfsþjálfun á þeim vett- vangi. Það er því mjög nauðsyn- legt fyrir skólann að fá aðgengi fyrir nemendur sína að slíku búi. Sigtryggur Björnsson og Sverrir Heiðar Bændablaöiö kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.519 eintök i dreifingu hjá Islandspósti um miöjan júlí. Bændablaöinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.800 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.800. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 - Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) - Beinn sími ritstjóra: 563 0375 - Auglýsingastjóri: Eirikur Helgason - Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 - Blaðamaður: Hallgrimur Indriðason. - Blaöstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. - Netfang: bbl@bondi.is - Umbrot: Prentsnið - Prentun: isafoldarprentsmiðja - Nr. 124- ISSN 1025-5621 Silfursmiði í sveitirnar! Þann 14. janúar verður námskeið í silfursmíði (íslenska víravirkið) í Sveitahótelinu Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Fræðslunet Austurlands og er einkum ætlað ferðaþjónustufólki í dreifbýli, bændum og búaliði. Kennarar eru silfursmiðir frá Egilsstöðum. „Við viljum fá silfursmiði aftur út í sveitirnar,“ sagði Jónas Halldórsson í Sveitahótelinu Sveinbjarnargerði. „Hér á árum áður voru silfursmiðir víða um land og það þarf endilega að efla þessa þjóðlegu listgrein." Námskeiðið stendur í 30 klukkustundir. Þátttakendur fá að smíða átta blaða nælu þar sem flest undirstöðuatriði víravirkisins koma fyrir: beygðar höfuðbeygjur, gerð lauf og raðað inn í laufin. Þá hanna þátttakendur eigin hlut. Þátttaöku þarf að tilkynna fyrir 6. janúar í sfma 462 4500. Fituskert mjólk og bakteríur Fram kom í bresku blaði fyrir skömmu að meiri hætta væri á bakteríum á borð við salmonellu og ecoli í fituskertri mjólk en nýmjólk. Ástæðan mun vera sú að mörg lítil mjólkurbú í Bretlandi nota vélar sem voru smíðaðar áður en fituskert mjólk varð vinsæl. í frétt Mbl. um þetta mál segir að í þessum mjólkurbúum sé rjóminn skilinn frá en mjólkin sem efir verði sé ekki gerilsneydd sem skyldi. Breyttar reglur Landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um breytingu á reglugerð um varnir gegn því að dýrasjúkdómar berist til landsins og um takmörkun á innflutningi afurða dýra, sem hafa fengið vaxtaraukandi efni. Leiki rökstuddur grunur á því að notaðar vélar og áhöld, þar með taldar hestakerrrur, hafi verið notaðar í landbúnaði skal yfirdýralækni tilkynnt um flutninginn. Ekki má afgreiða vöruna fyrr en yfirdýralæknir hefur gefið samþykki sitt. Reglugerðin var gefin út 25. október og hefur tekið gildi. Varað við ofáti Þakkargjörðardagurinn var haldinn hátíðlegur í Banda- ríkjunum um síðustu helgi og var athyglisvert að sjá að á bandarískum fréttavefjum birtust fréttir þar sem verið var að vara fólk við að borða of mikið eins og fólki er tamt að gera á hátíðisdögum. Því gætu fyllt ýmsir miður skemmtilegir kvillar. Bændablaðið veit ekki til þess að slíkar auglýsingaherferðir séu farnar af stað hér en finnst að það hljóti að vera full ástæða til því þó að vissulega sé viljl til þess að íslendingar neyti sem mests af landbúnaðarvörum þá er allt gott í hófi. Grunur leikur á að íslendingar stundi ofát á stórhátíöum ekki síður en Bandaríkjamenn og hlýtur það að teljast umhugsunarefni nú þegar jólahátíðin nálgast óðfluga.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.