Bændablaðið - 28.11.2000, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 28.11.2000, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 28. nóvember 2000 Bændablaðið - málgagn Bændasamtaka íslands Evrópuumræðan Enn á ný er hafin umræða um það hér á landi hvort rétt sé að Islendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu. Auðvitað er jákvætt að sú umræða fari fram - svo lengi sem þess er gætt að hún sé á skynsamlegum nótum og byggð á þekkingu. Eðli málsins samkvæmt hafa Bændasamtökin fylgst grannt með þróun mála og ekki aðeins hér á landi heldur og í nágrannalöndunum enda má færa rök fyrir því að mál mundu þróast á svipaðan hátt hér og í nýbökuðum aðildarríkjum í Skandinavíu. Nágrannar okkar í austri, Norðmenn, höfnuðu aðild á sínum tíma en bændur voru meðal þeirra sem ákafast lögðust gegn inngöngu Noregs í ESB. Finnar aftur á móti gengu í bandalagið og því er sérstaklega athyghsvert að fylgjast með því hvemig búskapur hefur þróast í Finnlandi. í stuttu máli þá hefur finnskum bændum fækkað afar hratt og byggðaröskun er mikið vandamál. Kunnugir segja raunar að þau byggðamál hefðu vart mátt standa verr fyrir inngöngu. í lok liðins árs voru 80 þúsund bú í Finnlandi, en þeim hefur á liðnum ámm fækkað um 4 - 5000 á ári. Bændumir sem eftir stóðu máttu þola verðhmn á innlendum landbúnaðarafurðum sem nam á mörgum vömm 30 - 40 %. Jafnframt þurftu þeir að beijast við samkeppni frá öðmm ríkjum ESB sem höfðu frjálsan aðgang að fmnskum markaði eftir inngöngu landsins í bandalagið. Það sem verra var; í hópi finnskra bænda ríkti sundmng og þeir vom afar illa undir það búnir að mæta óbilgjamri samkeppni. Islenskur landbúnaður hefur notið velvilja þjóðarinnar að undanfömu og mikill stuðningur við að hann sé stundaður í sátt við umhverfi siit. Viðurkennt er að hlutverk hans sé ekki einungis að framleiða ódýr matvæli heldur skipti framleiðsluhættir og gæði matvælanna máli og einnig hlutverk landbúnaðar í að viðhalda dreifðri byggð. Þetta er raunar sú landbúnaðarstefna sem þjóðin hefur valið. Komi til inngöngu í ESB á þjóðin ekki lengur val. Þá blasir við sama þróun og átti sér stað í Finnlandi og við þekkjum raunar þegar að nokkm hér. Störfum mun fækka og ekki aðeins í landbúnaði heldur og í úrvinnslugreinum en þúsundir Islendinga í þéttbýli hafa atvinnu af störfum tengdum landbúnaði. Aður hefur verið á það minnst á þessum vettvangi að búvömframleiðsla íslenskra bænda nýtur trausts þjóðarinnar. Þrátt fyrir innbyrðis samkeppni hafa bændur ætíð kappkostað hollustu og hreinleika afurðanna, en innganga hefði það í för með sér að flestar hindranir fæm lönd og leið. Nánast allar landbúnaðarvömr annarra aðildarríkja ættu greiða leið á íslenskan neytendamarkað. Þar með væri hafin sú gijótharða samkeppni sem ríkir í bandalaginu og hefur leitt af sér stórslys varðandi öryggi og hollustu matvæla - svo ekki sé minnst á tiltrú almennings á landbúnaðarvömm. Með öðmm orðum þá þarf íslensk þjóð að velta því fyrir sér hvort hún sé tilbúin til að fóma dreifbýli og matvælaöryggi. Ein helsta röksemd þeirra sem mæla með aðild íslands að ESB er sú að þar með muni verð á landbúnaðarafurðum lækka til muna og lífskjör þjóðarinnar batni. En hve þungt vigta þessi rök? Samkvæmt mælingum Hagstofunnar em íslenskar landbúnaðarvömr ekki nema sex prósent af útgjöldum meðalfjölskyldunnar. Það er því eðlilegt að menn beini sjónum sínum ekki síður að öðmm þáttum sem hægt er að laga og bæta á þann hátt hag heimilanna. Það er greinilegt af umræðunni að sínum augum lítur hver á silfrið. Sumir nefna matvælaverð sem rök fyrir aðild en aðrir telja að aðild hafi lægri vexti í för með sér. Vel má vera að vextir lækki en á það skal minnt að vextir í þjóðfélagi draga dám af hagstjóm og ýmsum stjómvaldsaðgerðum. Vextir em háir á Islandi enda hefur verið uppsveifla í efnahagslífi og umframeftirspum á öllum sviðum. Þegar landsmenn upplifðu lægð í efnahagslífi um og eftir 1990 vom vextir lágir - rétt eins og í þeim löndum þar sem atvinnuleysi ríkir og hagvöxtur er lítill. Þeir sem nota mögulega vaxtalækkun sem rök hljóta að vera að kalla eftir breyttri hagstjóm - og auknu atvinnuleysi. Margt annað er að finna í röksemdabúri stuðningsmanna aðildar að ESB - svo sem að íslendingar eigi að taka upp evmna sem Danir höfnuðu og Englendingar hræðast. Eggin á þessum rökum - eins og ýmsum öðmm - er fremur sljó. Innganga í ESB er þá fyrst raunhæf ef íslensk þjóð treystir sér ekki til að stjórna í eigin málum. Þann dag hefðu íslendingar ekki lengur áhuga á að vera sjálfstæð þjóð. Til hvers hefðu forfeður okkar þá barist? u )u o'\^hz iiðl ■IHHi* iiHðfí í/HHáii Jk , ! | * * 1 'M V 1 rJ i ím mt. yj1. Jr B <J,Xn I síðustu grein minni fjallaði ég nokkuð ítarlega um mjaitatækið og því er rökrétt framhald að fjalla um spenagúmmíið sem er mik- ilvægasti hluti mjaltatækisins. Það kemur mér stundum und- arlega fyrir sjónir í starfi mínu og flakki milli mjólkurframleiðenda að nokkuð er um að menn spari sér til skaða oft sáralitlar upphæðir og taka þar með stundum áhættu sem getur kostað tugþúsundir ef illa fer. Þama á ég t.d. við spen- agúmmíin sem kosta aðeins frá 900 - 1400 kr. settið (4 stk. orginal gúmmQ. Nauðsyn þess að skipta þeim út að loknum uppgefnum ending- artíma er svo miklvæg að enginn ætti að skella skollaeyrum við því. Hvaða máli skiptir það hvort spenagúmmí séu ekta eða eft- irlíking? Það væri hægt að telja upp nokkrar tilraunir og niðurstöður prófana gerðum af lærðum búvísindamönnum þar sem skýrt kemur í ljós að samhengi er milli lélegra og gamalla spenagúmmía og sérstaklega tíðni duldrar júgurbólgu (Rabold.1993). Og bakteríur t.d. staphylococcus aure- us (þekktur júgurbólgu valdur) fundust í mun meira mæli við stroksýni úr spenagúmmíum sem voru notuð of lengi (Hogan.1988). Þetta kemur okkur ekki á óvart, sem höfum skoðað gömul spenagúmmí í svo kölluðum microscope sem er nokkurs konar smásjá sem rekin er inn í spen- agúmmíin við ítarlega skoðun þeirra. Það sem okkur fannst slétt yfirborð við þreifmgu með fingr- um reyndist krosssprungið og gróft við smásjárskoðunina. Spenagúmmí sem ætluð eru til notkunar í t.d. léttbyggðu mjalt- atækin eru sérframleidd með það fyrir augum að leggjast vel að spenanum. Efnisþykkt í veggjum er þunn, en samt eru þau sterk og ákvörðun um teygjanleika þeirra og mýkt er byggð á margra ára rannsóknum og tilraunum í tilraun- afjósum mjaltavélafram úðenda. Þau eru eini hlutur mjaltkerfis- ins sem bæði kemst í snertingu við mjólkina og dýrið þ.e. viðkvæman spena kýrinnar, þau þurfa að standast áhlaup mjólkurfitu, útfel- lingar mjólkursteinefna og sterkra þvottefna (klórs) svo nokkuð sé nefnt. Þau þurfa að standast 2300- 2500 mjaltir með undirþrýstings hreyfingu saman og sundur u.þ.b 960 sinnum á hverri kú eða 2.208.000 sinnum á uppgefnum endingartíma. Ilgrein Kristján Gunnarsson, mjólkur- eftirlits- maður Reikniregla: d = dagar, t = uppgefinn ending- artími framleiðanda og k = fjöldi gripa á hvert mjaltatæki verður þá: rb =d' Dæmi: 40 kýr mjólkaðar með 4 tækjum yrði verður þá 125 daga líftími eða rúmir 4 mánuðir. í nuddfasa sogskiptisins á spenagúmmíið að leggjast að spen- anum, styðja við hann og örva spenaendann svo blóð og vessar gangi til baka þannig að speninn þoli það gríðarlega álag sem hann verður fyrir í hverjum mjaltatíma. (Nuddfasi = c-fasi algengt 40% vinnsluhringur sogskiptisins meðtalinn 15 % hvfldartími þ.e. d- fasinn). Við mjólkum með 32-38 kpa undirþrýstingi (soghæð undir spenaenda) á u.þ.b. 6-8 mínútum alla júgurhluta meðan hin náttúru- lega „mjaltavél“ kálfurinn, sýgur móður sína á minna en 20 kpa undirþrýstingi að meðaltali og lempar um leið spenann með tung- unni og tekur einn júgurfjórðung í einu. Ég nefni þetta svo ljósara sé hversu gríðarlegt álag er á kúna og hve mikilvægt það er að spen- agúmmíin vinni eins og til er ætlast og fari vel með hana svo hún standist það álag sem vélmjaltir vissulega eru. Stingið fingri upp í eitt spen- agúmmí í vinnslu og finnið þann kraft sem speninn þarf að standast og ef þið þolið við í 8 mínútur skoðið þá vel á ykkur fingurinn á eftir, algengt er að speninn lengist um helming við mjaltir. Þegar valin eru spenagúmmí skal reyna að velja þá gerð sem hentar meirihluta kúnna í Qósinu. Til að tryggja hámarks ending- artíma og sem minnstri hættu á að spenagúmmíin verði smitberar júgurbólgu verður þvottur þeirra að vera góður. Hitastig þvottavatns þarf að vera yfir 75°C í byrjun þvottar og honum verður að ljúka áður en vatnshiti fer niður fyrir 40°C. Viðurkennt tvívirkt þvottaefni þ.e. þvottur - sótthreinsun verður að nota í hæfilegum styrk miðað við vatnsmagn algengt 0,5 - 0,7% styrk. Og ekki gleyma vikulegum súrum þvotti í sama styrk, hann gerir spenagúmmíunum gott og ætti því alls ekki að sleppa honum. Leggið aldrei spenagúmmí í klórbað, klór sem þvottamiðill er afleitur fyrir öll gúmmí. Spenagúmmfin eiga að vera í þannig þvottahylkjum að þau nái að þorna eftir þvott en sitji ekki í políi fram að næstu mjöltum. Með því að þreifa reglulega með löngutöng eins Iangt og hún leyfir inn í spenagúmmíin, finnst hvort óþvottur eða slæm eftirskol- un eru að verða vandamál. Þau eiga að vera stöm og mjúk innan en hættumerki eru hálka eða slepja sem byrjar venjulega alveg efst í rýminu upp við grenningu (stuttu mj.slöngu). Heitavatnsskolun tækjanna fyrir mjaltir er að mínu mati góð hugmynd hún bæði ylar gúmmíin sem er gott fyrir fyrstu kýrnar í mjöltunum auk þess að fjarlægja hugsanlega gerla. Að lokum ítreka ég, kaupið ekki eftirlíkingar sem kosta ein- hverjum hundraðköllum minna, notið spenagúmmí frá þeim fram- leiðanda sem mjaltatækin ykkar eru frá, De-Laval, SAC eða Strangko svo dæmi séu tekin yfir algengustu merki hér. Þeim er kappsmál vegna orðstýrs sinna fyrirtækja að tækin þeirra valdi ykkur ekki ótímabærum skaða meðan fram- leiðandi lélegra eftirlíkinga gefur dauðann og djöfulinn í allt nema sölutölur. Heimildir: MSKEA - MSKÞ. Milking and Hygiene 1997

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.