Bændablaðið - 28.11.2000, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 28.11.2000, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 28. nóvember 2000 REYKJAVIK - AKUREYRI .:,L6nabak*a,Gla enga úppítöku. JOHN DEERE Vélaþing HEKLU Bætt þjónusta við kaupendur og seljendur notaflra vinnovéla og vfirubíla „Vélaþing HEKLU er nýr vettvangur þeirra sem þurfa að selja notaðar vinnuvélar og vöru- bíla, eða eru að leita að slíkum tækjum til kaups,“ segir í frétta- tilkynningu sem Bbl. barst. „Á Vélaþingi HEKLU verður að finna notaðar vinnuvélar og vörubíla í eigu HEKLU en jafn- framt verða tæki og vörubílar tekin í umboðssölu. Vélaþing er hluti af Vélasviði HEKLU, sem annast sölu og þjónustu við vinnuvélar og lyftara frá Caterpillar og vörubíla frá Scania ásamt sjóvélum frá CAT og MaK. Þessa daganna eru að hefjast framkvæmdir við nýbyggingu að Klettagörðum 8-10 í Reykjavík, sem hýsa mun Vélasvið og Hjól- barðadeild HEKLU. I framtíðinni verður Vélaþing HEKLU til húsa í þessu nýja aðsetri Vélasviðs HEKLU en fyrst um sinn er aðsetur þess í Bíla- sölunni Braut að Borgartúni 26. Sölustjóri Vélaþings er Eggert Rúnar Bergmann, sími 569 5733, GSM 863 5733, tölvupóstur: erb@hekla.is. Vélaþing HEKLU mun á næstunni koma upp sinni eigin heimasíðu, www.velathing.is, á vefnum og þar verður að finna nánari upplýsingar um tækin ásamt mynd, sem gera mun væntanlegum viðskiptavinum létt- ara að afla upplýsinga," segir að lokum. Markaðsnefnd mjólkuriðnaOarins (MMÍ) Nýverið var gengið frá samkomu- lagi milli MMI, Manneldisráðs Islands og Námsgagnastofnunar um gerð á kennsluefni í s.k. Lífsleikni fyrir grunnskóla, en það er nýr skylduáfangi í öllum bekkj- ardeildum. I þessum áfanga læra börnin ýmislegt um heilbrigða lifnaðarhætti, hollustu matvæla og margt fleira. Námsefnið er þannig uppbyggt að börnunin læra að velja af yfirvegun og þekkingu það sem er hollt og gott fyrir þau, bæði andlega og líkamlega. Einn- ig er farið yfir hvernig skoða á umbúðamerkingar, innihaldslýs- ingar vara, hvernig þau geta metið gæði matvæla og þjónustu. Áhugasamir geta skoðað þetta nýja kennsluefni á veraldarvefn- um: http://www.namsgagnastofn- un.is/wpp/ngs.nsf/pages/namsefn- iavef.html. / SS Tilboð sem ekki er hægt að hafna: JOHN DEERE 6410 TLS á verksmiðjuverði! Fram að áramótum bjóðum við JOHN DEERE 6410 TLS traktorinn á sérstöku verksmiðjuverði. Þetta er afar ríkulega búinn 105 ha traktor með TLS verðlauna framfjöðrun að framan, kúplingsfríum þrepagír og vendigír, skriðgír og öllum þeim helsta búnaði sem prýtt getur traktor í sérflokki. Fyrstir koma - fyrstir fá, því um takmarkaðan fjölda véla er að ræða . Nú gildir að hafa hraðann á og gera eitthvað í málinu strax. Verðið er hreint ótrúlegt miðað við allan þann búnað sem er innifalinn. JOHN DEERE 6410 TLS - Helsti búnaður: O John Deere 4 cyl PowrTech díeselmótor, 105 hö. O PowrQuadPlus vökvaskipting , 40 Km, 24x24 hraöar. O 4 kúplingsfrí þrep í hverjum gír,. O Kúplingsfrír vökvavendigír vinstra megin viö stýri. O PermaClutchll ollukæld vökvakúpling. O Skriðglr (0,15 - 3,0 km/klst) O TLS Fjaðrandi framhásing. O Sérlega hljóölátt ökumannshús (aöeins 72 dbA) O Þaklúga. O Ökumannssæti meö loftfjöðrun og öryggisbelti. O Fjaörandi farþegasæti meö öryggisbelti. O Tölvumælaborö. Taska á vinstra afturbretti. O Útvarp með geislaspilara. O Öflug 4ra hraöa miöstöð. O Rúöuþurrka að framan og aftan.. O Letingi á rúðuþurrku að framan. O Sérstaklega breið afturbretti. O Vetrarpakki: Stærri alternator, 115A, Sluhitari. Vélarblokkarhitari. O Rafmagnsstjórnun á þrítengibeisli. O Lokað álagsstýrt vökvakerfi. O Vökvadæla 96 l/mín, hámarksþrýstingur 200 bar. O HMS rofi fyrir framdrif, vökvalyftu og driflás. O Rofar á afturbrettum fyrir vökvalyftu og aflúrtak.. O 3 tvívirk vökvaúttök, þar af tvö flæðisstillanleg. O Vökvavagnbremsutengi. O 8 vinnuljós aö framan og 4 vinnuljós aö aftan O 3ja hraöa aflúrtak 540, 540E og 1000 sn/m(n. O Dekk 480/65R28 og 600/65R38, mjúkdekk. O John Deere 631 ámoksturstæki (verksmiöjuásett) meö Heavy Duty skóflu 2,40m. JOHN DEERE 6410 TLS 105hö Listaverð kr. 5.150.000-. Tilboðsverð kr. 4.150.000-*' JOHN DEERE 631 ámoksturstækl kr. 600.000- Verð miðast við enga uppítöku. Tilboðið gildir til 31. desember 2000 Allt verð er tilgreint án virðisaukaskatts. Sauðfjárrækt í Danmörku Meöalbúiö er meö tæplega 15 ær! í Danmörku er fjárrækt nokkur, en flest búanna eru mjög smá og má með sanni tala um áhugamennsku að stórum hluta, enda voru 109 þúsund ær í landinu árið 1999 á 7.400 búum. Meðalbúið er því með tæplega 15 ær og jafnvel enn minna, enda eru bú með færri en fjórar ær ekki skráð. Mörg sauðfjárkyn Samkvæmt upplýsingum úr skýrsluhaldinu er að finna í Danmörku 22 kyn, auk ýmissa blendingskynja. Af þessum 22 kynjum eru Texel, Shropshire og Oxforddown algengust eða um tæp 48% af skýrslufærðum ám. Samkvæmt skýrsluhaldinu er að finna íslenskar ær, en í mjög litlum mæli (0,5%). Frjósemi Af stóru kynjunum þremur er að fínna mesta frjósemi (gimbrarn- ar meðtaldar) hjá Oxforddown eða 1,8 lömb en ekki nema 1,5 lömb hjá hinum tveimur kynjunum. Þeg- ar öll kynin eru tekin með ber Fínullarkynið af með um 2,4 lömb/ári. Athygli vekur að lægsta hlutfall nýbæra er að finna hjá Ox- forddown kyninu (26,9%) en að meðaltali í Danmörku eru 31,8% nýbærur. Vöxtur lamba I Danmörku eru lömb viktuð nokkuð reglulega sem gefur tækifæri til að skoða vaxtarferil- inn. Danir nota þar tvær mælingar, annarsvegar þunga við tveggja mánaða aldur, sem segir til um mjólkurlagni móður og hinsvegar við fjögurra mánaða aldur, sem segir til um eigin getu lambanna. Ef skoðaðar eru tölur fyrir þau kyn sem eru með 200 eða fleiri skráðar ær, kemur í ljós að mesti meðalþungi lamba við fæðingu er hjá Leicester ánum eða um 5,2 kg. Til samanburðar má geta þess að danskar tölur benda til að íslensku lömbin vikti um 3,1 kg að meðal- tali. Við tveggja mánaða aldur eru lömb af Suffolk-kyni þyngst og vikta að meðaltali 26,0 kg. Fyrir slátrun (fjögurra mánaða aldur) er meðalþungi Oxforddown lamba orðinn mestur eða 42,1 kg, sem gerir 288 gramma þyngdaraukn- ingu á dag síðustu tvo mánuðina. Hinsvegar bæta Suffolk-lömb mestu við sig síðustu tvo mánuðina og er meðalaukningin 315 grömm á dag. Fallþungi Þegar tölur um fallþunga hrútlamba eru skoðaðar er nauðsynlegt að taka tillit til þess eldistíma sem liggur að baki og kemur því ekki á óvart að Suffolk er að skila mestum meðalfallþunga miðað við eldistíma eða 23,1 kg á 144 dögum. Texel hefur reyndar að meðaltali þyngri föll en eld- istíminn er verulega lengri (23,2 kg/210 dögum). /SS Heimild: Rapport nr. 90, 2000 frá Landbrugets Rádgivnings- center, Tal om fár og geder 1999.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.