Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 1
21. tölublað 6. árgangur Þriðjudagur 12. desember 2000 ISSN 1025-5621 Tœplega 601 ð bændafundina Tæplega 600 bændur mættu á almenna bændafundi sem stjórn bændasamtakanna boð- aði til víða um land í nóvember. Fundarsóknin var nokkuð breytileg eftir landssvæðum, en almennt voru fundirnir vel sóttir, málefnalegir og já- kvæðir. Tilgangur fundanna var að kynna bændum breyt- ingar á starfsemi samtakanna, viðfangsefni sem til um- fjöllunar eru og einnig að gefa bændum kost á að bera fram og fjalla um málefni sem eru þeim ofarlega í huga. Þau málefni sem einkum virtust brenna á bændum og fram komu í almennum umræðum voru; - nýjar og hertar reglur um lyfjaávísun dýralækna (sjá bls. 10) og lyfjanotkun, málefni Lánasjóðs landbúnaðarins, eink- um er varðar hugsanlega vaxta- hækkun á lánum sjóðsins, þjóð- lendumálin, samskipti bænda og Vegagerðarinnar um viðhald veggirðinga, versnandi staða bænda gagnvart verðmyndun bú- vara á markaði og umræðan í þjóðfélaginu um kosti og galla aðildar að ESB fyrir landbúnað- inn. Án efa verður umfjöllun á fundunum stjórn Bændasam- takanna gott vegamesti í störfum. Aukin sala búvara Framleiðsla kindakjöts er 11% meiri nú en sl. haust. Dilka- slátrun jókst um 9% en 26% aukning varð í slátmn á ám sem endurspeglar fækkun á sauðfé vegna uppkaupa á greiðslumarki. Sala búvara vex en heildar kjötsala jókst um 4.4% sé miðað við síðustu 12 mánuði. Sala mjólkur nam tæplega 106 millj. lítra á próteingmnni á sama tíma og jókst um 3% miðað við næstu 12 mánuði á undan. Aukin sala á ostum og skyri skýrir þessa aukningu að mestu leyti. Jöfnun aksturskostnaðar dýralækna Margfr bændur geta þurft aO greiOa akstur að fulla Nú er ljóst að fjárveiting ársins til jöfnunar aksturs- og ferðakostn- aðar dýralækna nægir ekki nema í ellefu mánuði. Bændur sem búa lengra en 30 km. frá aðsetri dýralæknis verða því að reikna með að þeir þurfi að greiða kostnað þennan að fullu vegna vitjana í desember. Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn slær eigið afurðamet 39,5 kg ú hverja vetr arfóO r aða á! Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn við ísafjarðardjúp, hefur heldur betur gengið vel að ná afurðum eftir fé sitt. Hann sló eigið met í haust með því að fá 39,5 kg kjöts á hverja vetrar- fóðraða kind sem er, svo vitað sé, það mesta sem meðalstórt sauð- fjárræktarbú hefur skilað. Gamla metið var sett fyrir þrem- ur árum og var 38,9 kg eftir hverja vetrarfóðraða kind. Indriði er alls með rúmlega 300 fjár á fóðrum. Þú ert ekki óvanur því að setja slík met? Nei, og það vill nú svo til að þegar við settum gamla metið fyrir þremur árum sagði ég í viðtali í Frey að við ætluðum okkur að ná 40 kg fyrir aldamót. Eg tel að flest- ir hafi talið þetta vera óráðshjal eða þá að ég væri að vekja athygli á sjálfum mér með því að slá þessu svona fram. Ég held hins vegar að þessi niðurstaða núna, á ári sem var að ýmsu leyti erfitt sauðfjár- ræktinni, sýni að þetta mun takast þó að það hafi ekki gerst fyrir ald- amót. Ég viðurkenni að ég er ríg- montinn af þessu en tel jafnframt að þetta sýni hvað hægt er að kom- ast langt í þessum efnum.“ Hverju þakkarðu þennan árangur? Eg held að það sem ríði bagga- muninn séu kostnir fjársins. Ég hef markvisst aðlagað féð að landinu og stofninn okkar vex hratt en er stórgerður. Landgæðin eru lika einstök og trúlega hvergi betri en á þessum slóðum en óskylt fé hefur samt ekki möguleika á að skila sömu afurðum af þessu landi. Það hef ég þegar reynt. Þess vegna held ég að eiginleiki hjarðarinnar geri útslagið. Það var hins vegar ýmis- legt sem hafði neikvæð áhrif á framleiðslu þessa árs. M.a. var mikið kal í túnum vorið 1999 sem þýddi að við urðum að heyja á eyðibýlatúnum á Snæfjallaströnd mestan hluta heyskapar okkar. Það var mjög sinukennt hey af óáborn- urn túnum og því langtum lélegra en maður á að venjast. Þetta kom niður á frjóseminni í vor. Þá voru rniklir hitar og þurrkar í sumar sem töfðu fyrir framförum á því fé sem gekk lágt. Helclurðu að þú náir 40 kílóa markinu á nœsta ári? Það er stefnt að því fullum fet- um. Við hefðurn getað náð betri árangri þetta árið ef ýmsar að- stæður hefðu verið okkur hag- stæðari og því teljum við verulegar líkur á að það takist. Hjörðin er að verða sífellt jafnari og gengur bæði fram af mér og sjálfum sér í því hvað hægt er að ná miklurn af- urðum. Það var t.d. verulegur hóp- ur af tvflembum sem skilaði yfir 50 kg af kjöti. Þess rná að lokum geta að veturgömlu ærnar voru sjálfar að meðaltali 78,2 kg urn miðjan október og líflömbin 54,5 kg.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.