Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 12. desember 2000 Frumvarp til breytinga á lögum um búfjárhald, forðagæslu o.fl.: Lausaganga stópgripa við bjöðvegi verði hönnuð Þór Jósteinsson með tvo hvolpa sem hann skaut rétt hjá heimili sínu. Tófan komin í byggð Refaskyttur nota arhús til veiða Steingrímur J. Sigfússon alþingis- maður hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um búíjárhald og forðagæslu. Samkvæmt því er nýrri grein bætt við lögin þess efnis að eigendum stórgripa, þ.e. nautgripa og hrossa, sé skylt að hafa gripi sína í vörslu allt árið og sjá til þess að þeir gangi ekki lausir á þjóðvegum eða við þá. Lög þessi tækju gildi I. september 2002 og bændur fá tímann fram að því til að gera viðejgandi ráðstafanir. I greinargerðinni er rifjað upp að meirihluti nefndar frá 1989 sem fjallaði um úrræði vegna lausagöngu búfjár vildi afleggja lausagöngu stórgripa. Þess í stað fengu sveitar- stjómir heimild í lögum til að fyrirskipa vörslu á sínu svæði. Fram kemur að nokkur sveitarfélög hafi bmgðist við en þó gangi stórgripir ennþá lausir víða við umferðaræðar. Flutningsmenn telja stöðuna óvið- unandi og benda á að þess hafi aðeins orðið vart að lausagöngubann sé fellt úr gildi í sveitarfélögum þar sem búið var að koma því á. Slíkt sé óþolandi afturför. Athygli vekur að hvergi er getið um störf Vegsvæða- nefndar sem skilaði áfangaskýrslu í janúar 1999 og mun væntanlega Meðfylgjandi tafla sýnir inn- og útflutning nokkurra flokka búvara, fyrstu 10 mánuði ársins í samanburði við allt árið 1999. Ljóst er að innflutningur á bú- vörum hefur vaxið á þessu ári. Mest auking er á innflutningi nautakjöts, sem er nær allt lundir, og jógúrt en innflutningur á jógúrt hófst í lok síðasta árs. Nokkur magnaukning er í hrossakjötsút- flutningi en meðalfobverð hefur lækkað úr 216 kr/kg í 176 kr/kg. Aukin útflutningsskylda á kinda- Innflutningur Nautakjöt (lundir) Kjöt af alifuglum Unnið kjöt af alifuglum Unnið kjöt af svínum Jógúrt, íblönduð ávöxtum Ostar Útflutningur Egg Lamba og kindakjöt Hrossakjöt Æðardúnn Hross, stk. í vor sem leið ákvað Landssamband veiðifélaga að endumýja heimasíðu sína. Vinnu við síðuna er nú lokið og nú getur fólk farið á vefslóðina http://www.angling.is til þess að sjá afraksturinn. Markmiðið var að vefurinn yrði "góð kynning yrði á íslandi sem stangaveiðiparadís, lýs- skila lokaskýrslu fyrir áramót. Ólafur R. Dýrmundsson hefur setið í þeim þrem nefndum sem hafa fjallað um búfé á vegsvæðum frá ársbyrjun 1989. Hann bendir á að víða séu vegir ekki girtir með samfelldum gripheldum girðingum og í þeim tilvikum séu einfaldlega ekki skilyrði fyrir því að banna lausagöngu á þeim stöðum. „Ég furða mig á því að þessir ágætu alþingismenn skuli vera að narta í þessi mál með svo ómarkvissum hætti. Það er nánast sýndarmennska að leggja til allsheijar bann á lausagöngu stórgripa án þess að á undan komi breytingar á girðingar- ákvæðum vegalaga." Ólafur telur ástandið í heild óviðunandi og mikillar stefnubreyt- ingar vera þörf ef tryggja eigi við- unandi umferðaröryggi þar sem búfé á í hlut. „Vegagerðin er reynd- ar að átta sig á því að þessi vitleysa gengur ekki lengur og er samkomu- lag hennar við Mýrdalshrepp um uppsetningu og viðhald girðinga merki þess. En meira þarf að koma til, m.a. breytingar á vegalögum, og legg ég til að flutningsmenn frumvarpsins staldri við og taki á þessum málum af meiri framsýni." kjöti sl. haust kemur fram í vax- andi útflutningi en þegar litið er á meðalverð á frystu kjöti í 1/1 og Vi skrokkum hefur það lækkað úr 227 kr/kg í 209 kr/kg. Meðalverð á út- fluttum æðardúni hefur hins vegar hækkað, var allt árið 1999 39.445 kr/kg en er komið í 46.682 kr/kg. Heildarútflutningsverðmæti land- búnaðarafurða fyrstu 10 mánuði ársins var 2.011,6 millj. kr en fyrstu 10 mánuði ársins 1999 nam verðmætið 1.739 millj. kr. Verðmætaaukningin er 18,4%. 19,6 11,9 16,6 13,3 43,5 60,2 14 15,8 347,6 17 122,7 98 351 316 1115,8 834 385,6 335 3216 kg 1986 kg 1449 stk 2031 stk ing á staðháttum, landi og þjóð,“ eins segir í tilkynningu frá Lv. Samið var við Tölvert í Borgamesi, um smíði vefsins. Þama er lýsing á íslenskum ferskvatnsfiskum, eðli þeirra og útbreiðslu. Skrá um hér- lend veiðivötn, skipt í laxár, silungsár og silungsvötn ásamt Bændur í Hörgárdal hafa nú í auknum mæli orðið varir við að tófan sé að færa sig nær byggð. Ekki vita menn hvaða orsakir eru fyrir þessu þó að h'kum sé að því leitt að æti vanti fyrir hana til fjalla. Vandræði hafa ekki skapast af þessum sökum ennþá en þó finnst mönnum ástæða til að vera varir um sig. Þór Jósteinsson, bóndi á Skriðu í Hörgárdal, segir að þetta hafi verið að ágerast með árunum. „Við náðum t.d. nýlega tófu í íbúðarhúsi á sveitabæ sem er kom- inn í eyði. Ég hef heyrt á refaskytt- um að þeim finnist tófurnar núna vera injög vitlaus kvikindi miðað við það sem gerðist í gamla daga. Þær virðast mjög spakar og ég hef meira að segja séð nokkrar heima á túni fyrir neðan bæinn hjá mér á morgnana. Það er mjög óeðlilegur leitarvél að lausum veiðilcyfum. Búið er að skrá inn upplýsingar um 175 veiðifélög, nokkuð á þriðja hundrað veiðivötn, ásamt miklu af almennum upplýsingum og mynd- efni. Þá eru síður með almennu fréttaefni og veiðisögum. Hvert veiðifélag sem þátt tekur geti getur auðveldlega uppfært sínar heimasíður. Mörg veiðifélög og leigutakar hafa pantað sínar eigin heimasíður og nokkur hafa nú þegar gengið frá þeim á vefnum. Margar heimasíður veiðifélaga munu bætast við á næstunni. tími því yfirleitt sér maður þær mest í ljósaskiptunum á kvöldin." Refaskyttur eru að sögn Þórs töluvert farnar að nota auð íbúðarhús og útihús til refaveiða. „Það er því orðið miklu þægilegra fyrir þær að nálgast tófuna á þenn- an hátt í stað þess að liggja í köldum kofum uppi á dölum.“ Mófugl nánast horfinn Þór segir hugsanlega ástæðu fyrir þessu að tófurnar séu hrein- lega orðnar vanari mannfólkinu sem fer á fjöll nú til dags allt árið um kring. „Önnur ástæða getur líka verið að æti sé minna. Við höfum sérstaklega tekið eftir því þegar við erum að skoða greni að við erum nánast hætt að sjá mófugl. Það er því hugsanlegt að tófan leiti til byggða eftir æti á sumrin og haldi því svo áfram þeg- ar fer að líða á veturinn.“ Þór segir að nánast eini fuglinn sem sjáist nú orðið til fjalla séu mávarog líklega sé ástæðuna fyrir hvarfi mófugls- ins að finna þar því mávarnir leiti sér gjarnan ætis í mófuglsungum. Að sögn Þórs hefur þessi nærvera tófunnar ekki verið til vandræða enn sem komið er. „Ég hef hins vegar grun um að þær séu komnar með ný greni nær byggð. Þá eru þær nær byggð á vorin en áður þannig að það er aldrei að vita nema að þær fari að sækja á lömb ef þeim fer að fjölga eitthvað að ráði.“ Noregur og Sviss skrifa undir samning um WorldFeng Á árlegum fundi ræktunar- leiðtoga FEIF, sem haldinn var í Reykjavík helgina 10.-12. nóvember sl., skrifaði Björn Kjersem, ræktunarleiðtogi Noregs, og Barla Barandun, ræktunarleiðtogi Sviss, undir saming um áskrift að WorldFeng kerfinu. Prófanir hefjast á WorldFeng í þessum mánuði meö þátttöku þessara tveggja þjóða, sem nú hafa ákveðið að skrá kynbótahross sín í WorldFeng gagnagrunninn. Ræktunarleiðtogar Danmerkur, Finnlands, Hollands og Svíþjóðar hafa allir lýst yfir vilja sínum að gerast áskrifendur að WorldFeng á næsta ári og sömu fréttir er að segja af Bandaríkjamönnum. Þjóðverjar, Austurríkismenn og Bretar vildu fá lengri umhugsunartíma til að gefa uþþ endanlegt svar, en töldu þó meiri en helmingslíkur á samvinnu. Þingeyskir bændur álykta um lyfjareglugerð Bædnafunaur sem haldinn var að Ýdölum í lok nýliðins mánaðar „ krefst þess að Bændasamtök íslands og önnur hagsmunafélög bænda haldi áfram viðræðum við Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um endurskoðun reglugerðar Heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra nr.539 um heimildir dýralækna að ávísa lyfjumfrá 17.07.2000. Jafnframt að taka upp viðræður við yfirdýralækni um skynsamlega túlkun fyrirliggjandi reglugerðar meðan endurskoðun fer fram.“ Baulaðu nú Búkolla mín! Undirbúningshópur um stofnun samtaka áhugamanna um íslensku kúna kom saman á Suðurlandi 6. desember sl. í frétt frá hópnum segir: "Nú leitum við samstarfsmanna úr röðum kúabænda um land allt, sem standa vilja með okkur að stofnun félagsins. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Jónsdóttir, Gýgjarhólskoti, í síma 486 8621". innúr skógi Það er ekki á hverjum degi sem efnt er til "Ijóðmyndasýninga" sem tengja má landbúnaði, en þetta gerðu þeir Ólafur Oddsson, kynningarfulltrúi Skógræktarinnar, og Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamaður og skáld. Sýningin er í salarkynnum Ingvars Helgasonar. Hún er tileinkuð áhugafólki um skógrækt og skógarmenningu og er ætlað að sýna fjölbreytt tilbrigði íslensku skóganna. Ólafur leggur til myndirnar en Sigmundur Ernir Ijóð við hverja mynd. Sýningin stendur fram í janúar. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.495 eintök í dreifingu hjá Islandspósti í lok nóvember. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.800 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.800. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 - Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) - Beinn sími ritstjóra: 563 0375 - Auglýsingastjórí: Eiríkur Helgason - Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 - Blaðamaöur: Hallgrímur Indriðason. - Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. - Netfang: bbl@bondi.is - Umbrot: Prentsnið - Prentun: ísafoldarprentsmiðja - Nr. 125- ISSN 1025-5621 'ýjfwr/jfjffA Inn- og útflutningur búvara fyrstu tíu mánuði ársins Tonn Allt áriö 1999 Landssamband veiðifélaga kynnir ísland sem stangveiðiparadís

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.