Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. desember 2000 BÆNDABLAÐIÐ 5 Félags- vist til að brúa bilið Bændur nálgast íbúa þéttbýlisins á vmsan hátt í þeim tilgangi að brúa bilið milli dreifbýlis og þéttbýlis. Fyrir skömmu lauk þriggja kvölda félagsvist á Þórshöfn sem búnaðaðarfélagið stóð fvrir en formaður þess er Marinó Jóhannsson, bóndi í Tunguseli. Þetta er þriðja árið sem bændurnir standa fyrir félagsvist af þessu tagi og sagði Marinó að þeim tækist einkum að ná til miðaldra og fullorðins fólks. Börn og unglingar virðast spila minna nú en áður. Að sjálfsögðu voru veitt ótal verðlaun en þeim var eingöngu ráðstafað til Þórshafnarbúa. Vinningarnir voru af ýmsum toga en Marinó sagði að þeir hefðu verið, margir hverjir, „afar sveitalegir“ og svo hló hann hjartanlega. „Við fórum ekki í búðir og keyptum gamlar bækur. Flest verðlaunanna eru náttúru- og vistvæn, en þar má líka finna veiðileyfi.“ Þess má geta að tveir Ijónheppnir Þórshafnarbúar fengu áskrift að Bændablaðinu. "'jn buoas uAejn>iv e jnjneu -npej ‘uossuöba Jnjeip uueq };e| Þessi mynd var tekin á öðru af þremur spilakvöldum Búnaðarsambandsins. F.v. Margrét Eyrún Níelsdóttir (t.v.) og Auðbjörg Pétursdóttir taka við verðlaunum. Það er Marinó sem er að óska Auðbjörgu til hamingju með vinning, sem var ársáskrift að Bændablaðinu. Jónas Lárusson á Hallgilsstöðum, stjórnarmaður f búnaðarfélaginu, fylgist með.___________________________________________________________________ BÚVÉLASAFNIÐ Hvanneyri - Borgarfiröi Austin - elsta dráttarvél á íslandi Það var sumarið 1918 sem fyrsta hjóladráttarvélin kom til Islands. Hún var af gerðinni Avery; oft nefnd Akranestraktorinn en þangað kom vélin ein- mitt fyrir forgöngu Þórðar Asmundssonar kaupmanns og fleiri. Næstu tvö árin komu nokkrir beltatraktorar til landsins af Cleveland- gerð en heldur illa gekk að nota þá til búverka. Það var svo árið 1920 að Búnaðarfélag íslands keypti enska hjóladráttarvél af gerðinni Austin. Hvata- menn að kaupunum voru þeir Þórólfur Sigurðsson frá Baldursheimi og Egg- ert Briem, sem þá varð verkfæraráðunautur BÍ. Austin-dráttarvélin var sennilega 20 hestöfl að stærð. Hún kostaði um 20.000 kr. Hugmyndin var að nota dráttarvélina eink- um fyrir vagna til flutn- inga; með henni komu 6 vagnar. Vélin var þó síðar reynd við herfíngu Korpúlfsstöðum; var ...“tjaslað aftan í hana tveimur gömlum diska- herfum og útgerð þessi notuð til þess að herfa hafra ofan í flögin. Þá var einnig reynt að plægja með traktornum... Kom þá í Ijós að þetta var vel tiltækilegt á lágþýfðu Iandi...“ Á Korpúlfsstöðum var Aust- in-dráttarvélin síðan lengi notuð við nýræktarstörf. Að öllum líkindum var þetta elsta hjóladráttarvélin sem til er á Islandi. Lítið vanlar á að hún sé gangfær. Bj.Guðm. Grímiir heíur orðiú Það líður að jólum og á áttadegi jóla hefst nýtt ár, ný öld og ný þúsöld. Fyrir ári hófst hins vegar ný tölvuþúsöld. Það breytir þessu ekki að Kristur mun að bestu manna yfirsýn vera fæddur nokkrum árum áður en tímatalið hófst né hitt að þeirra tíðar menn þekktu ekki núllið þannig að það er stærðfræðilegt vandamál hvaða ár var á undan árinu 1 e.Kr. Tímamót sem þessi kalla á að fólk hugsi hátt enda langt síðan svona tímamót gerðust síðast, eða 1000 ár, og jafnlangt þangað til þau verða næst. Árið 1000 var hér á landi skammt umliðið frá landnámi og það ár var kristni lögtekin. Það virkar óralangt síðan þó að um þessa atburði alla séu til greinargóðar lýsingar í fomum ritum. í nóvember á þessu ári fékk Norðurlandaráð á leigu skrifstofur Bændasamtakanna í vikutíma vegna þinghalds síns hér á landi. Margir starfsmenn samtakanna notuðu tækifærið og fóm á meðan til Grikklands. Segja má að í Grikklandi sé vagga vestrænnar menningar sem þar stóð fyrir um 2500 árum. Þar gerðist það að á takmörkuðu landsvæði, gamla Hellas, blómstraði mikil menning á skömmum tíma eða tveimur til þremur öldum. Á undan var til mikil saga sem og á eftir, en það breytir því ekki að saga Grikklands á þessum tíma, um 500-2000 f.Kr. gnæfir upp úr. Skýrast vitni þar um er það að stór nöfn frá þeim tíma eru hverjum manni kunn enn í dag, svo sem Sókrates, Platon og Aristóteles og jafnvel þrællinn Esóp, sem sagði dæmisögur, og eru þá fáir einir taldir. Þó að Grikkland sé nútímalegt land með kosti og galla nútímans, þá er það fortíðin með sína glæstu sögu sem á þar mest aðdráttarafl fyrir ferðalanginn, einkum áðurnefndur blómatími menningarinnar. Þar voru afrek unnin á sviði byggingar- og höggmyndalistar, heimspeki, vísinda, ritlistar, þar með talin leikrit, (grískir harmleikir) og sagnfræði, að ógleymdri hinni fjölsknlðugu grísku goðafærði sem greinilega auðgaði mjög mannlífið. Til marks um það er að helstu byggingar á þeim tíma voru hof goðanna og goðin voru vinsæl viðfangsefni myndhöggvara. Hvað stendur svo eftir nú allt að 2500 árum síðar? Fjölskrúðugar minjar um hof, leiksvið og áhorfendapalla, íþróttaleikvanga og fleiri byggingar og misheillegar styttur. Allt gefur þetta sterka mynd af fornri frægð en er þó meira og minna af sér gengið í tímans rás. Á liinn bóginn er svo hið óefniskennda; heimspekikenningar, harmleikir, sagnfræði og lögmál eðlisfræði og stærðfræði, til að nefna nokkur dæmi, sem standa nú jafn ljós og í árdaga, óbrotin og óskemmd. M.ö.o. hið efnisbundna er fallvaltleikanum háð en það sem huganum einum er bundið er óháð stað og stund og berst auðveldlega um allan heim. Það nálgast jól og fólk gerir sér dagamun í mat og drykk og færir hvert öðru gjafír. Allt gott er um það ef því er í hóf stillt en þær raddir eru líka ágengar að hinar efnislegu umbúðir séu of fyrirferðarmiklar. Tilefnið er fæðing Jesú Krists, og nánar tiltekið boðskapur hans, líf og starf. Þar situr fátt ef nokkuð eftir efniskennt en þeim mun meira óbundið efninu; dæmisögur kenningar og boðskapur. Það hefur reynst öllu efniskenndu yfirsterkara og orðið leiðarsnúra fólks víða um heim. Og hvemig verður eftir þúsund ár hér í frá? Vísast er að margt af hinum fegurstu mannvirkjum og listaverkum okkar tíma verði þá horfið en jafnt víst er að hugmyndir og hugsjónir nútímans halda áfram að verða til. Örlög kristindómsins sem trúarbragða veit enginn en erfitt er að ímynda sér að boðskapur Jesú Krists verði betrumbættur. Grímur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.