Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 12. desember 2000 F A / A _____mmw t mmm Skipdng áhurfiar á rýgresi Sumarið 2000 var prófað á Hvann- eyri hverju munaði í uppskeru hvort borinn var á fullur skammtur af áburði á rýgresi við sáningu eða honurn txískipt þannig að við sáningu var borið á 100 kg N/ha og 50 kg eftir slátt. Þetta var prófað á sumar- og vetrarrýgresi og Við mismunandi sláttutíma fyrri sláttar. Það er fljótt frá sagt, að þetta breytti litlu. Skipting áburðarins mínnkaði uppskeru lítillega í fyrri sl'ætti en jók hana í seinni slætti. Ekki kom heldur fram munur á sumar- og vetrarrýgresi í þessu efni. En hvað um það, tilraunin gaf þó upplýsingar um sprettuna í I. og 2. slætti hjá sumar- og vert- arrrýgresi. I töflu 1 er sýnd upp- skera í fyrra slætti eins og hún var á mismunandi tímum. Við fyrsta sláttutímann (2. ágúst) var rétt farið að örla á skriði hjá sum- arrýgresi og miðað við þroska hefðu fáir dregið að slátt fram yfir 11. ágúst. (Sjá töflu 1) I töflu 2 er háaruppskera 27. september eftir því hvenær 1. sláttur var sleginn. Miðað við fyrri slátt 2. ágúst var háin slegin of seint því sölnun var nokkur, eink- um í sumarrýgresi. (Sjá töflu 2) Við þetta er ekki miklu að bæta. Sumarrýgresið er talsvert sprækara til. Vetranýgresið gefur betri endurvöxt þegar snemma er slegið. Sláttutíminn 11. ágúst kem- ur illa út hjá því, en hafa ber í huga að allar uppskerutölur eru metnar með skekkju og gefa ekki endan- lega mynd. I töllunum að ofan er ólíklegt að „rétta“ gildið víki meira en 3 hkg þe/ha til eða frá. Þó skipting áburðarins hefði mjög hófleg áhrif á uppskerumagn voru reitir sem fengu áburð eftir slátt frísklegri en hinir og væntan- lega með hærra próteinmagn. Tafla 1 Uppskera viö mismunandi sláttutíma. Hkg þe/ha Stofn 2. ágúst 11.ágúst 17. ágúst Sumarrýgresi 21 34 50 Vetrarrýgresi 16 22 38 Tafla 2 Háaruppskera 27. september eftir mismunandi fyrri slátt 2. ágúst 11. ágúst 17. ágúst Sumarrrýgresi 30 19 17 Vetrarrýgresi 40 21 17 Um langan tíma hefur bændum verið ráðlagt að aka búfjáráburði í flög. Margt kemur til; reiknað er með því að nýting köfnunarefnis verði betri vegna minni útgufunar, oft er það vinnulega hagkvæmt og að lokum má nefna jarðvegsbætandi áhrif. Þó verður einnig að hafa í huga að stórum skömmtum fylgir hætta á útskolun áburðarefna og jafnvel mengun. Tilraunir til að meta árangur íburðar stórra skammta í nýrækt voru seinast gerðar á árunum eft- ir 1974. Niðurstöður á tilraunastöðvunum voru nokkuð misvísandi. A Hvanneyri mátti sjá áhrif stærstu skammtanna (150 tonn) í 12-14 ár en óvíst er hvort þau voru rneiri en ef mykjan hefði verið notuð á hefðbundinn hátt. Nú er talsverður áhugi á þessu máli vegna aðlögunar að lífrænni ræktun. Á aðlögunartímanum er tækifæri til að byggja upp frjósemi jarðvegsins, t.d. með notkun stórra skammta af búfjáráburði. Til að varpa ljósi á ýmsa þætti í þessu sambandi hófst síðastliðið sumar tilraun á Hvanneyri með styrk frá ÁFORM - átaksverkefni. Tilraunin er nokkuð flókin því leitað er svara við ýmsum spurningum um nýtingu búfjáráburðar. Gert er ráð fyrir að tilraunin standi í 5 ár til að byrja með, en þá verði árangur metinn og tekin ákvörðun um framhaldið. Nokkuð bras var við að bera mykjuna á reitina. Á myndinni má sjá Þröst Aðalbjamarson, nemanda í LBH við dreifinguna en Sigbjörn Sævarsson held- ur sig í hæfilegri fjarlægð enda bunan ófrýnileg. y Ljósm.Bbl./Ragnhildur Jónsdóttir Ibunöur myhju Uppskera Uppskera túna er sjaldnast mæld, í besta falli eru taldar rúllur, baggar eða vagnar. Þær ein- ingar eru ekki góðar, bæði eru þær misstórar og rakastig er mismunandi og oftast óþekkt. Heyrúlla getur verið allt annað en heyrúlla. Þegar við tilraunamenn og leiðbeinendur tölum um uppskcru er það oftast gert af miklu sjálfsöryggi og því líkast að okkar tölur séu nákvæmar. Uppskeruna gefum við að jafnaði upp með 10 kílóa nákvæmni á hektara,eða sem nemur tæplega „gamal- dags“ heybagga. Hvað liggur eiginlega þama að baki? Sú eining sem oftast er notuð er hundruð kílóa (hektokílógrömm, hkg) af þurrefni á hektara. Þessi eining er óþjál í munni og riti. Kannski ætti að dusta rykið af hestburðinum gamla og skilgreina hann þannig að hest- burður (hb) þýði hundrað kg þurrefnis á hektara. (Rétt eins og á sjómannamáli þýðir „hnútur" sjómflur á klukkustund). 36 hest- burðir eru þá 36 hkg þ.e./ha. Hér að neðan er þessi eining notuð til prufu. Tilraunamenn vikta aldrei uppskeru af heilum hekturum. Við sláurn litla reiti, 10-20 fermetra, mælum stærð þeirra og þunga uppsker- unnar sem vendilegast og tökum sýni til þurrefnis- greiningar og margföldum uppskeruna upp í hektara. Það er augljóst, að til þess að gera lítil villa við framkvæmd; rangt lesið af vog eða málbandi, marg- faldast upp við útreikning á hektara. Þess vegna finnst mörgum að lítið geti verið að marka tölurnar. Þá er ekki öðru til að svara en því að reynslan hefur kennt okkur að þessar aðferðir gefa okkur fullnægjandi svör, en gera að sjálfsögðu kröfu um nákvæmni í vinnubrögðum. Hver er svo uppskeran? Venjulega erum við ekki að leita uppskeru þess stykkis sem tilraunin okkar er á. Það er í sjálfu sér ekki mjög áhugavert. Það sem við erum að leita að eru áhrif misniunandi meðferðar í víðum skilningi á uppskeruna. Meðferð get- ur hér verið mismunandi áburðarskammtar, mismunandi tegundir eða stofnar, kalkað/ekki kalkað, beitt/friðað, tæting/plæging, eða slegið snemma/slegið seint. I þessu samhengi er mikill kostur að reitirnir séu litlir. Til að finna áhrif kölkunar verður að bera saman kalkaðan og ókalkaðan reit sem að öllu öðru eru sem líkastir. Segjum nú svo að kalkaði reiturinn gefi 45 en sá ókalkaði 40 hb. Beinasta álykt- unin er sú að kölkun gefi þennan uppskeru- auka og svo má reikna hvort hann greiði kostnað. En nú er rétt að staldra við; hversu áreiðanlegar eru þessar niðurstöður? Er víst að sami uppskeruauki fáist ef við prófum aftur? Getur verið að mun- urinn, eða einhver hluti hans sé einfaldlega mæli- skekkja, eða að reitirnir hafi ekki veið alveg eins í upphafi? Til að fá rriat á þetta mælum við ekki bara einn kalkaðan og einn ókalkaðan reit heldur fleiri, t.d. 4 með hvorri meðferð. Samanburður á uppskeru reita með sömu meðferð segir okkur til um öryggi niðurstöðunnar. Til skýringar nrá ímynda sér eftirfarandi: Fjórir reitir eru kalkaðir og jafnmargir ekki kalkaðir. Þeim er dreift tilviljanakennt um tilraunalandið og uppskeran í hverjum þeirra er þessi, umreiknuð í hestburði (Sjá töflu). Meðaltal kalkaðra reita er 45 en ókalkaðra 40 hb en talsverðu skeikar á þeim reitum sem fá sömu meðferð. Sveiflan í þes- sum tölum er ekki óvenjuleg, er jafnvel frek- ar í lægri kantinum af því sem oft sést í til- raunum. Ef við hefðum aðeins mælt reiti 2 og 5 væri ályktunin sú að kölkun gæfi ekkert, en TAFLA Reitur 1 Kalk 44 hb Reitur 2 Ekki 42 hb Reitur 3 Kalk 47 hb Reitur 4 Ekki 39 hb Reitur 5 Kalk 42 hb Reitur 6 Ekki 39 hb Reitur 7 Ekki 40 hb I I Reitur 8 Kalk 47hb hinsvegar munar 8 hb ef aðeins væru bomir saman reitir 4 og 7. Hvað svo með mun meðaltala, 5 hb? Er eitthvað að marka hann? Hver eru hin „réttu“ áhrif kölkunar? Um það getum við lítið fullyrt en með tölfræðilegum útreikn- ingum myndi tilraunamaður túlka tilraunina svona: * Það er ólíklegt að áhrif kölkunar séu meiri en 9 hb eða minni en 1 hb. * Af því að það er ólíklegt að áhrif kölkunar séu engin eða neikvæð segjum við þau marktæk, þ.e. kölkunin hefur áhrif. * Besta matið sem við höfum á áhrif kölkunar er 5 hb og þar til annað kemur í ljós höfum við það fyrir satt. Hitt er svo annað mál, að það er ekki endilega rétt að mæla áhrif kölkunar með uppskeru eins árs. Henni er ætlað að endast lengi. Svo hefur oft komið fram að kölkun hefur jákvæð áhrif á endingu vallarfoxgrass. Dæmi eru um þess konar áhrif en engin á uppskeru. Kölkun eykur líka kalsíum í gras- inu. Leiðin frá tilraunaniðurstöðu til leiðbein- ingar er þannig ekki alltaf einhlít. Niðurstaðan gildir (væntanlega) fyrir þær aðstæður scm tilraunin er gerð við. taka verður mið af öðrum tilraunaniðurstöðum og almennri reynslu þegar leiðbeint er cftir henni. Rannsúknir Ríkharð Iírynjólfsson, prófessor á Hvanneyri. '■wn—Mffiii nmr • Tiniin im ii n i » i n imihi n"i inrmnnniri—im n iiiiiiiwiiihiI'iihp i iii'iihíiiii hhhi u>———piwihhi miííi——■■iiihhmb

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.