Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. desember 2000 BÆNDABLAÐIÐ 7 Með allt á hreinu Umræða unr mengunarvandamál hér og í nágrannalöndum okkar vekur fólk til umhugsunar um nrikilvægi þess að lifa í hreinu landi. Landbúnaður gengur að stórunr hluta út á nýtingu lands og þá eru bændur í lykilhlutverki við varðveislu Iandgæða. Við veltunr fyrir okkur hvort bændur og forsvarsmenn þeirra séu almennt nógu virkir í umræðu um umhverfismál og meðferð lands. Nú þegar nýting náttúruauð- linda og umhverfismál skipa sífellt stærri sess í þjóðarvitundinni er mikilvægt fyrir bændur og for- ystumenn þeirra að vera leiðandi í mótun um- hverfisstefnu landbúnað- arins og vekja athygli á gæðum fram- leiðslunnar. Eitt af markmiðum íslensks land- búnaðar hlýtur að vera að viðhalda hreinleika afurða og takmarka mengun af völdum franr- leiðslunnar. Margir þættir geta valdið mengun í landbúnaði, sem dænri nrá nefna: -röng notkun áburðarefna -rúlluplast -úrgangsolíur Mengunarhætta við útskolun eða afrennsli er háð heildarmagni þess áburðar sem borið er á, hvorl gróður er tiibúinn að taka við næringarefnum og hver hæfni jarðvegs er til að binda þau. Akveðin hætta er á útskolun og af- rennsli ef of mikið er borið á af næringarefnum eða á röngum tíma. Það gæti leitt til mengunar grunnvatns, þetta á bæði við um búfjáráburð og tilbúinn áburð. Notkun á landbúnaðarplasti hefur aukist síðustu árin. Förgun þess er víða vandamál, því þarf að leitast við að finna viðunandi förgunar- leiðir. Dæmi um slíkt er brennsla plasts við háan hita og nýta þá orku sem myndast til upphitunar. Nauðsynlegt er að koma nrengunarvaldandi efnum, svo sem olíum og rafgeymum, á við- urkennda nróttökustaði til að tryggt sé að þeim verði fargað án þess að rnengun hljótist af. Islenskur landbúnaður er að stórum hluta matvælaframleiðsla, auknar kröfur um franrleiðslu í sátt við landið kallar á skilvirka miðlun upplýsinga. Við viljurn vekja athygli á leiðbeinandi reglum um góða búskaparhætti sem Hollustuvernd ríkisins í sam- vinnu við stofnanir Landbúnaðar- ráðuneytisins hafa gefið út. Mark- mið þeirra er að vekja fólk til aukinnar unrhverfis- vitundar og umhverfis- ábyrgðar. Til að halda uppi markaðs- setningu á hreinum náttúruaf- urðurn þá verða framleiðendur að hafa allt sitt á hreinu. Stephan G. Stephanson sagði eitt sinn: „Eg er bóndi, allt mitt á/ undir sólu og regni.“ Það má umorða þessa hendingu og segja; að þeir sem stunda landbúnað eigi allt undir markaðinum og þeirri trú sem neytendur hafa á framleiðslunni. Nemendur í Umhverfi og skipulagi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri Gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár. Samband íslenskra loðdýrabænda Einangrunar- stöð endurbætt Ný rannsóknaslöO nautgripa- ræktarinnar vígð í Danmnrku I liðnum mánuði var hin nýja rannsóknastöð nautgriparæktar- innar í Danmörku, Kvægbrugets Forspgscenter, vígð við hátíðlega athöfn. Hin nýja aðstaða leysir af hólmi þrjár stöðvar, í Vejle, Egt- ved og Spnderborg sem ekki þóttu lengur í takt við tímann. Þeir aðilar sem að byggingu stöðvarinnar koma eru De danske Landboforeninger, Dansk Fam- ilielandbrug, Mejerit'oreningen, Kpdbranchens Fællesrád og De danske Kvægavlsforeninger. Kostnaður við bygginguna er unr 280 milljónir ísl. kr. Formaður bændasanrtakanna, Peter Gemælke, rakti ferilinn frá því að tekin var ákörðun árið 1998, um að koma upp einni sam- eiginlegri rannsóknaraðstöðu fyr- ir nautgriparæktina, til að hin nýja og glæsilega aðstaða var tilbúin. Kom það fram í máli hans að ferli þetta hefði nokkuð dregist á langinn, m.a. vegna þess að hið opinbera átti í nokkrum vandkvæðum með að uppfylla eigin reglur unr fjölda dýra á flatar- einingu ræktarlands (sk. harmoniregler). Arne Jensen, forstjóri Dan- marks Jordbrugsforskning á Foul- um, lýsti ánægju sinni með að stöðin skyldi rísa við hlið rannsóknastöðvarinnar á Foulum og vænti þess að báðar stofnan- irnar nryndu njóta góðs af nálægðinni hvor við aðra. Einnig vonaðist hann til þess að með til- komu stöðvarinnar, mætti koma niðurstöðum rannsókna skjótar á framfæri til bænda. Ritt Bjerregaard matvælaráð- herra, lýsti síðan stöðina form- lega tekna í notkun. Lýsti hún yfir ánægju sinni með að atvinnu- greinin tæki stærri hluta af landbúnaðarrannsóknum í eigin hendur. Vonaðist hún til að til- koma rannsóknastöðvarinnar myndi koma neytendum til góða ekki síður en bændum, svo og húsdýrunum og umhverfinu. Helstu markmið með hinni nýju rannsóknarstöð eru að vinna að rannsóknum í þágu nautgrip- arræktar í Danmörku, stuðla að virkum samskiptum milli rannsóknageira og atvinnugrein- ar, nr.a. með hraðri miðlun niðurstaðna rannsókna, einnig að koma á fót og viðhalda alþjóðat- engslunr á sviði landbúnaðarr- annsókna. Stöðin samanstendur af fjósi fyrir 150 kýr og geldneytafjósi fyrir 150 kvígur og 150 gripi lil kjötframleiðslu. í augnablikinu eru komnar á staðinn um 40 kýr og 60 kvígur. Henni er ætlað að endurspegla það framleiðsluum- hverFi sem vænta má að verði al- gengt í danskri nautgriparækt næstu 15 árin. Einnig er stöðinni ætlað að vera eins konar andlit nautgriparæktarinnar út á við og er hún því opin gestunr og gang- andi, þriðjudaga til föstudaga. Kannsóknarverkefni sem eiga að hefjast á ttýju ári eru m.a.: * Atferli og hegöun káa ífjósum með mjaltara (mjaltaróbót). * Kornfóðrun sláturgripa. * Atferli kvígna í hópstíum, með mjólkurfóðrun úr kálfafóstrum. * Próteinfóðrun kvígna, magn og gœði. * Propylenglykol fyrir nýbœrur. * Oxun fitusýra í mjólk, frá spenaenda að tankbíl. * CLA-fitusýrur í mjólkurfitu, áltrif fóðrunar á magn þeirra. * Hrein prótein í mjólk. Eftir að stöðin hafði verið vígð rneð formlegum hætti, var gestum boðið að skoða hina nýju aðstöðu og voru starfsmenn stöðvarinn- ar, sem eru sjö talsins, með k'ör á reiðum hönd- um um hvaðeina sem mönnum lék hugur á að vita. Aðsetur stöðvarinnar er á Burrehbjvej 49, 0rum Spnder- lyng, 8830 Tjele, forstöðumaður hennar er Finn Strudsholm. Stöðin hefur heimasíðu á vefnum, slóðin er www.kfc-foulum.dk. /BHB. 16. janúar Bændablaðið Fyrsta blað á nýju ári kemur út 16. janúar. Skilafrestur stærri auqlýsinaa er kl. 12 á hádeqi 10. janúar. Tekið er á móti smáaug- lýsingum til kl. 12 á hádegi 11. janúar. Land Rover árgerð 1980 Blár. langur. díesel. ekinn aðeins 170 þús. km. Óbreyttur bíll og vel við haldið. Verð kr. 290 þúsund. Upplýsingar í síma 898-5500 Lokið er framkvæmdum við stækkun einangrunarstöðvar fyrir gæludýr í Hrísey. Kostnaður við framkvæmdirnar er um 19 milljónir króna, þar af urn 3.5 milljónir vegna endurbóta á eldri hluta stöðvarinnar. Um er að ræða tvöföldun á rými stöðvar- innar og er þar nú aðstaða til ein- angrunar fyrir 14 hunda og 4 ketti samtímis. Einnig hafa verið gerð- ar endurbætur á eldra húsnæði stöðvarinnar og aðstaða til þjónustu og umönnunar dýranna bætt. Vonast er til að þessar fram- kvæmdir skapi grundvöll fyrir bætta þjónustu fyrir þá sem vilja flytja gæludýr til landsins og að biðlistar verði brátt úr sögunni. Það ber þó að hafa í huga að lág- marksfyrirvari vegna innflutnings hunda og katta frá löndurn þar senr hundaæðis hefur orðið vart er 60 dagar. Heildargrunnflötur við- byggingarinnar er 98,2 m2. 1 frétt frá landbúnaðarráðuneytinu segir að áhersla sé lögð áhersla að við- halda því fyrirkomulagi á ein- angrun innfluttra dýra og erfðaefnis sem mótast hefur á undanförnunr árunr og slaka hvergi á þeim öryggiskröfum sem gerðareru. &ALUANCE NÝTIÐ SKATTAFSLÁTTINN VERSLIÐ FYRIR ÁRAMÓT margar stærðir á tilboði verðdærii: 13.6R24 fullt verð 33.573,- ti I boð 26.858,- án vsk 21.573,- verðdaami: 400X8 fullt verð 1.639,- ti I boð 1.311,- án vsk 1.053,- verðdæmi: 11.2/10X28 fullt verð 21.559,- tilboð 17.247,- án vsk 13.853,- EKKJ •t OL GLEÐILEG JOL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA AKUREYRI, S. 462-3002 FELLABÆ, S. 471-1179

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.