Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 12. desember 2000 Verkefnið Nytjaland í fullum gangi hjá RALA Stafræn jarflibðk um láglendi islands og gagnabanki um allar jarflir landsins Verkefnið Nytjaland, sem fór af stað fyrir um tveimur árum, er nú í fullum gangi og þegar er búið að safna allnokkrum upplýsingum um jarðlendi hér á landi. Verkefni þetta snýst um að gera stafræna jarðabók um láglendi íslands og þróa aðgengilegan gagnabanka með landupplýsingum um allar jarðir landsins. Þetta er gert bæði með ferðum um landið og eins með því að taka innrauðar myndir með aðstoð gervitungla. Hvert landssvæði verður þá flokkað eftir gróðurfari. Þegar verkinu er lokið verða upplýsingamar síðan að- gengilegar á Netinu. Það eru þau Ölafur Amalds, Einar Grétarsson, Fanney Gísladóttir, íris Anna Karlsdóttir og Sigmar Metú- salemsson sem sjá um þetta verk- efni en Ólafur er verkefnisstjóri þess. Það eru Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Landgræðsla ríkisins, Bændasamtök íslands og Skógrækt ríkisins sem standa að gerð gagnagrunnsins. Sigmar segir að fyrstu tvö árin hafi farið í prófanir. „Við eigum enn eftir að fá fullt af gögnum enn- þá og úrvinnsla þeirra leiðir væntanlega til einhverra niður- staðna.“ Iris segir að í sumar hafi mesti krafturinn farið í útivinnuna, þ.e. að safna saman þeim landa- merkjum sem ekki væm til staðar. Þá er farið með myndir frá gervi- tunglunum um landssvæðin og merkt við hvemig gróðurlendi er á því svæði. Með þessu móti verði síðan hægt að þekja öll lands- svæði. Aætlað er að þetta verkefni Flytur fjöll A MITSUBISHI demantar í umferð L200 er glæsilegur pallbíll frá Mitsubishi, sterkbyggður og þægilegur í akstri og flytur hvab sem er hvert sem er! Kynntu þér þennan frábæra bíl og spennandi breytingarmöguleika sem í boði eru. MITSUBISHI ■■■ i msmmm ■ jf, ( ,í £ L200 CLS Club Cab handsk. 2,5 TDI Dfsil 100 hö. 2 dyra 2.265.000 kr. 1 L200 GL Double Cab handsk. 2,5 TDI Dísil 100 hö. 4 dyra 2.220.000 kr. 1 L200 GLS Double Cab handsk. 2,5 TDI Dísil 100 hö. 4 dyra 2.380.000 kr. L200 GLS Double Cab sjálfsk. 2,5 TDI Dfsil 100 hö. 4 dyra 2.520.000 kr. Nýjung 33" og 35” breytingapakkar og glæsilegt úrval aukabúnabar. Laugavegyr 170-174 • Sínpi 569 5500 • Heimasíba www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is V ’ liínlör! -.rvnrf »•>,.. HEKLA -1'forystu á uýrri öld! iliiJ• 1 I'!±L. taki tíu ár en ákvæði í nýja sauð- fjársamningnum um að hluti bein- greiðslna tengist gæðastýrðum framleiðsluháttum hefur það í för með sér að skila þarf fyrstu drög- um að jarðabókinni árið 2002. íris segir að mikil vinna sé framundan af þessum sökum. „Við emm þessa dagana merkja gögnin og í því felst mikil handavinna. En það gengur mun betur að safna þessum jarðagögnum en við þorðum að vona. Bændur hafa mikinn áhuga á því að eitthvað sé gert í þessum málum því þeir gera sér grein fyrir því að ef þeir fá ekki greinargóðar upplýsingar detta þeir smám saman úr greininni. Þeir em einnig mikið í því að rækta land sjálfir í tengslum við verkefnið Bændur græða landið auk þess sem margir taka þátt í landshlutabundnum skógræktarverkefnum. Það er því mikill áhugi meðal bænda sem em að auka landgæðin hjá sér og allir hafa tekið okkur vel þegar við höfum beðið um upplýsingar, þrátt fyrir að landamörk séu í mörgum tilvikum vafamál.“ Iris segir erfitt að segja til um hve langur tími fari í þetta verkefni til viðbótar en telur þó að hægt sé að ljúka þessu innan tíu ára. „Við verðum að sjá hvar við stöndum eftir næsta sumar, hvort greiningin á gögnunum sé nægilega góð og hvernig gengur að safna þeim jarðamyndum sem vantar. Það gæti þó verið að við verðum eitthvað á undan áætlun.“ Tekið skal fram að einungis láglendi er kortlagt með þessum hætti og ekki er farið á svæði sem em hærri en 500 m yfir sjávarmál. Þess má geta að áhugasamir geta séð loftmyndir sem sýna gróðurfar á www.bondi.is Ráðstöfun beingreiðslna vegna 25 þús. ærgilda Nokkrir bændur hafa snúið sér til Bændablaðsins og spurt að því hvemig úthlutað verði 25 þúsund ærgilda greiðslumarki, sem ríkið hefur keypt í haust, en samningurinn kveður á um að bændur njóti áfram tekna af. Því er til að svara, að uppkaup ríkisins í haust nema um 33 þús. ærgildum, og því er þessu 25 þús. ærgilda marki fyllilega náð og munu sauðfjárbændur strax á næsta ári fá greiðslur sem nema 25 þús. ærgilda beingreiðslum eða um 110 millj. kr. Það er hins vegar misskiln- ingur, að greiðslumarkinu verði úthlutað, heldur verður fjárhæð- inni deilt út á innlagt dilkakjöt, og eftir að ákvæði um gæðastýringu taka gildi 2003 verður eingöngu greitt út á innlegg sem uppfyllir þær kröfur. Orkutœkni hf. óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla ogfarsæls komandi árs.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.