Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 12. desember 2000 Dýralyfjareglugeröin Bændasamtökin hvfimi dl að kostnaöur og lyrirhufn bænda yrði ekki aukln „Samtökin vilja í upphafi taka fram, að þau virða þau sjónarmið sem lögð eru til grundvallar við samningu reglugerðarinnar og lúta að því að koma í veg fyrir mis- notkun lyfja og stuðla að sem réttastri notkun þeirra. Engu að síður er óhjákvæmilegt að taka tillit til kostnaðar og mismunandi að- stæðna, og því ber einnig að hafa að leiðarljósi við samningu reglugerð- ar sem þessarar að íþyngja fram- leiðslugreinum ekki meir en nauð- synlegt er með tilliti til öryggis í matvælaframleiðslu og dýravemd- ar,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka íslands í upphafi bréf síns til heil- brigðisráðuneytisins. Reglugerðin eykur kostnað og fyrirhöfn „Reglugerðin þrengir heimildir bænda til að hafa lyf undir höndum og meðhöndla gripi sjálftr þegar þess gerist þörf. Einnig er íjölgað þeim lyfjum sem eru lyfseðilsskyld. Hvort tveggja eykur þetta kostnað og fyrirhöfn hjá bændum, en eftirfarandi athugasemdir og ábend- ingar miðast við að draga úr þeim áhrifum án þess að fóma mark- miðum reglugerðarinnar. 9. gr. Dýralæknar máttu afhenda lyf til bólusetningar gegn garnaveiki og skeiðarsvampa til samstillingar gangmála hjá sauðfé til aðila sem þeir treystu til að fara með þessi lyf. Þessi heimild er af- numin með reglugerðinni. Samstilling gangmála Það eru engin haldbær rök fyrir því að heimila dýralæknum einum að annast samstillingu gangmála hjá ám með skeiðarsvömpum. Sums staðar sjá þeir um þau verk, annars staðar eru það frjótæknar. Það er ólíklegt, að dýralæknar komist alls staðar yfir að setja svampana í á þeint tíma sem til þarí', og því getur þessi nýja regla hantlað eðlilegu kynbótastarfí. 16.gr. Ný lyfseðilsskylda sam- kvæmt þessari grein eykur kostnað, en draga má úr honum með því að gera mögulegt að fá fleiri tegundir og pakkningar lyfja samkvæmt einurn lyfseðli. Ekki er alltafhœgt að fá dýralœkni 17.gr. Upphafsákvæði greinar- innar kemur í veg fyrir að bændur geti haft undir höndum sýklalyf til notkunar í samráði við dýralækni þegar brýn þörf er. Að kalla til dýralækni í hveiju einasta tilviki hefur mikinn aukakostnað í för með sér, og ekki er alltaf mögulegt að fá dýralækni svo fljótt, að það geti ekki tafið nauðsynlega meðferð. í þessu sambandi má sérstaklega nefna júgurbólgu í ám á sauðburði og ýmis tilvik á svínabúum, sem telja verður ólíklegt að dýralæknar geti alltaf komist yfir að sinna svo viðunandi sé. Jafnvel má leiða að því líkur, að í einstökum tilvikum gæti dráttur á meðferð varðað við dýravemdarsjónarmið. Undanþágu- ákvæði í 2. mgr. greinarinnar er ekki fullnægjandi að þessu leyti. Gœðastýring og skráning lyfja Nú er unnið að þvf að innleiða gæðastýringu í búskap, sem m.a. mun fela í sér nákvæma skráningu lyfjanotkunar. Lagt er til að inn í reglugerðina komi heimild til dýra- lækna til að afhenda bónda sýklalyf til nota í samráði við hlutaðeigandi dýralækni, ef bóndinn færir ná- kvæma skrá yfír notkun lyfjanna í einstök dýr og dýralæknir hefur eftirlit með þeirri skráningu. Þá háttar svo til í kúabúskap, að júgurbólga í kúm uppgötvast oft við reglubundna greiningu á mjólkur- sýnum hjá Rannsóknastofu mjólkuriðnaðarins. Lagt er til að inn komi ákvæði sem heimili bónda, að höfðu samráði við dýra- lækni, að lielja meðhöndlun með sýklalyfi gegn júgurbólgu í kú, ef fyrir liggur greining á mjólkursýni. Hvað gildistökuákvæði varðar í 20. grein, er bent á að breytingar þessar þarf að kynna vel áður en reglugerðin tekur gildi“, segir Sigurgeir að lokum. VINUR . . ‘V .:v': ' - SAMANNSINS VELAR& ÞJéNUSTA VlNSAMI.EGAST IIAEID SAMBAND VID SÖLLAIF.NN OKKAR OG f VII) NÁNARI L’PPI ÝSINGAR HF Þekktir fyrir þjónustu JárnhAlsi 2« íxo Reykjavík ■ Sími; 5-800-200 ■ Fax: 5-800-220 1 ÓSEYRI 1a« 603 AkUREYRI ■ SÍMI: 461-4040« FaX: 461-4044 HeLLA, PAKKlltís ■ 850 HELLAb SÍMI: 487-5887« FaX: 487-5833 www.velar.is Þjónusta íW ar Alltaf skrefi framar Seko blandarinn EDA SAXAHINN HEFUR MARGFALT NOTAGILDI Hann S.AXAR, BLANDAR, GEFUR OG BREIÐIR UNDIR í SEKO mA SETJA MISMUNANDl HRÁEFNl T.D. HEYRÚLLUR, STÓRBAGGA, LAUST HEY, ÞURRT OG BLAU'IT, OG BLANDA SAMAN BYGGI OG ÖÐRU HRÁEFNI OG BÚA TIL ÚRVALS SKEPNUFÓÐUR Seko BLANDARANN má FÁ TRAKTORSKNÚINN EÐA SJÁLFKEYRANDl MEÐ RAFMAGNSMÓTOR

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.