Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 12. desember 2000 Vinnnm saman! Hugleiðingar ellir bændafund á Hvanneyri 15. núvember Tíminn líður og viðhorfin breytast eins og eðlilegt er. Alltaf hvarflar það þó að manni, þegar fjallað er um breytingar hvort þær séu til góðs eða jafnvel aðeins breyting- anna vegna. íslenskt þjóðfélag hef- ur gengið og er að ganga í gegnum mjög hraðar og miklar breytingar á mörgum sviðum og þar er landbúnaðurinn ekki undanskilinn. Gamla íslenska þjóðfélagið var mjög íhaldsamt og breytingar tóku Stjórn LS ánægð Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda vill lýsa yfir ánægju sinni með þær afurðastöðvar sem sýndu þann dug og kjark að fylgja viðmiðunarverði LS nú á haustdögum. En það voru Sölufélag Austur-Húnvetninga, Fjallalamb, Sláturfélag Vopnfirðinga og Ferskar afurðir sem reyndar greiddi hærra verð en sem nam viðmiðunarverði LS. Hvetur stjórn LS. alla félagsmenn að fylgjast vel með því verði sem afurðastöðvar ætla að borga hverju sinni og bcina sínum viðskiptum til þeirra sem besta verðið bjóða þar sem þar er um ákveðna kjarabaráttu að ræða. oft langan tíma jafnvel þótt um mikilvæg velferðarmál væri að ræða. Verslunin er þar gott dæmi en þar tók það Islendinga hundruð ára að ná áhrifum og síðan völdum. Eins má segja um yf- irráðin yftr landhelginni, þó að sú barátta væri styttri en mun snarp- ari. A þessum árum varð Island fullvalda ríki og síðan lýðveldi. Menn voru sammála um að þessi breyting yrði kostnaðarsöm svo lítilli þjóð en allir voru þá tilbúnir til að taka á sig þá byrði með glöðu geði. Nú kveður við annan tón aðeins hálfri öld síðar. Flest er mælt í peningum og allt skal eink- avæða til að ná megi meiri arðsemi eins og sagt er. Ríkis- og sam- vinnurekstur er nokkuð sem varla má minnast á, enda er nú svo komið að jafnvel gamlir sam- vinnumenn þora varla að taka sér orðið samvinna í munn. Er þessi breyting til góðs? Líklega má segja að hún sé bæði til góðs og ills. En skoðum málið nánar. Tvær heimstyrjaldir voru háðar á líðandi öld. Með þeim ætluðu ákveðin öfl að ná meiri völdum og jafnvel heimsyfirráðum. Það mis- tókst eins og menn þekkja og nú til dags nýta menn vopn minna til að afla sér valda, fjármagnið hefur leyst þau að miklu leyti af hólmi. Hlutafélaga- og alþjóðavœðingin Þetta er þau vopn sem menn nýta sér nú æ rneira til að afla sér auðs og valda. Alþjóðafyrirtækjum vex fiskur um hrygg og koma sér upp útibúum víða um lönd þar sem vinnuafl og orka er á hagstæðu verði. Þá líta þau einnig til stöðug- leika í efnahags- og stjórnmálum viðkomandi ríkjum. Gamla ís- lenska samfélagið var ekki að- gengilegt fyrir þessi fyrirtæki þar sem samvinnu- og ríkisrekstur var mjög ráðandi. Þessu er nú verið að komið til betri vegar að mati einka-og alþjóðavæðingasinna. Hverju ríkisfyrirtækinu af öðru er nú breytt í hlutafélag og selt og sömu leið hafa farið og fara, að öllum líkindum, samvinnufyrir- tækin. Hverjir munu svo ráða á Is- landi í framtíðinni ef svo heldur fram sem horfir í þessum efnum? Líklegt er að það verði, í mörgum tilfellum, aðrir en íslenska ríkis- stjómin, þ.e. þeir sem eiga fyrir- tækin, og hafa þar með völdin. En spyrja má, hverra erinda þeir Islendingar ganga, sem berjast fyr- ir því að einkavæða ríkis-og sam- vinnufyrirtæki á íslandi í dag? Það má ekki skilja þessi orð þannig að undirritaður sjái ekkert gott við einkarekstur. Hann getur ...œ stœrri hluti af því verði sem neytandinn greiðir fyrir latulbúnaðarvörur fer nú til smásalans og bændurfá þar litlu um ráðið. Það er aðeins í mjólkurframleiðslunni sem staðan er svipuð því sem hún var meðan bændur réðu nokkru í smásöluversluninni enda hafa þeir enn sem komið er staðið nokkurn veg- inn saman varðandi dreifmgu mjólkurinnar, segir Sigtryggur Jón Björnsson í grein sinni. verið mjög heppilegur á ýmsum sviðum en sem ráðandi afl í þjóð- félaginu getur hann verið varhuga- verður, samanber þá fákeppni sem nú virðist vera að myndast hér á landi á ýmsum sviðum. Blanda af einka-, samvinnu- og ríkisfyrir- tækjum reyndist íslensku þjóðfé- lagi vel á sínum tíma enda var þá lagður grunnurinn að þeirri vel- megun sem við lifum nú við. Ekki er ólíklegt að leitað verði fyrr en seinna til þessa skipulags aftur, enda að öllum líkindum rnjög erfitt að byggja hinar dreifðu byggðir Is- lands nema til komi mikil sam- hjálp og samvinna. Nokkuð sem rnenn virðast ekki átta sig nóg vel á nú til dags. Leið íslenskra bœnda A síðustu öld var verslun bænda að miklu leyti, bæði hvað varðaði sölu afurða og aðfanga- kaup, í höndum einkafyrirtækja. Kjör þau sem bændum buðust voru breytileg og oft háð því hversu efnaður bóndinn var. Væri hann efnaður og með stórt bú fékk hann gjarnan hærra verð fyrir innleggið hjá kaupmanninum heldur en fátæki bóndinn. Þetta þótti mörgurn manninum slæm latína og leituðu annarra leiða. Samvinnnu- starfi bænda óx fiskur um hrygg. Þeir nýttu það til að byggja upp bú sín og afla sér betri viðskiptakjara. Kaupfélögin urðu stórveldi í hin- um dreifðu byggðum og Sam- bandið í Reykjavík og víðar. En allt er í heiminum hverfult. Frá upphafi samvinnustarfs bænda áttu sér stað mikil pólitísk átök og hörð hagsmunabarátta á milli þessa nýja rekstrarforms og einkarekstrarins. í þeim átökum hefur í seinni tíð hallað á samvinnuhugsjónina, jafn- framt því sem frjálshyggja hefur farið vaxandi. En rík efnishyggja og samvinnuhugsjónin fara illa saman og því er nú svo komið að samvinnurekstur er nú aðeins svip- ur hjá sjón miðað við það sem áður var. Afleiðingamar hafa orðið þær, að æ stærri hluti af því verði sem neytandinn greiðir fyrir land- búnaðarvörur fer nú til smásalans og bændur fá þar litlu um ráðið. Það er aðeins í mjólkurfram- leiðslunni sem staðan er svipuð því sem hún var meðan bændur réðu nokkru í smásöluversluninni enda hafa þeir enn sem komið er staðið nokkurn veginn sarnan varðandi dreifingu mjólkurinnar. Nú halda bændur fundi og velta m.a. þessum málum fyrir sér. Flestir eru á þeirri skoðun að staða þeirra að jressu leyti sé erfið. En bændur em ekki sammála um leiðir til úrbóta. Það er bændastéttinni mjög brýnt að svo verði sem allra fyrst. Sigtryggur Jón Björnsson Sauðfjáramningurinn 2001 012007 „Hver er kjarni þessa samnings?" spyrja margir bændur. Svar við þeirri spumingu er í sjálfu sér ekki flókið. Nú skal gerð tilraun til að greina kjarnann frá hisminu. Frantlag ríkisins verður árin 2002 til og með 2007 1,7 millj- arður á ári og rúmlega það. Ég sleppi árinu 2001, sem er í raun eins og árið 2002. Þessi upp- hæð tekur ekki breytingum nema að samið verði um annað við end- urskoðun. Samningurinn er vísi- tölubundinn eða réttara sagt upp- hæðir hans. Verðlag er miðað við I. mars 2000. í hjálagðri töllu má sjá hvernig þessar upphæðir breytast á milli tveggja flokka: Greiðslan er bundin greiðslumark- inu (kvótanum). Þessi greiðsla er þannig umsamin og fylgir viðkom- andi býli á meðan ekki er leyfð sala á milli býla. Þær eru í upphafi í heild sinni 1,5 milljarður kr og lækka í 1,2 miljarða kr í lok samn- ingstímans árið 2007, sjá töflul. Greiðsla á greiðslumark (kvóta) lækkar þannig um tæpar 1000 kr. Sjá töflu 2. Þá er það gæðastýringin. Árið 2003 er greitt til þeirra bænda sem fá vottorð um gæðastýringu 362.731 þús. kr. Það er heildar upphæðin. Það fer síðan eftir því hversu rnargir fá gæðastimpil hve mikið er greitt á kg dilkakjöts. Ef t.d. 6000 tonn fá gæðastimpil fá þeir bændur 60 kr á kg árið 2002 en í lok samningstímans er upphæðin komin í 516.935 þús. kr. og verði enn 6000 lonna gæðastýrð framleiðsla, þá er greiðsla á kg 86 kr. Hún eykst um 26 kr á kg. miðað við sama magn. Enginn veit hver þessi upphæð verður því að það fer alveg eftir því hversu margir bændur fara í gæðastýringu og hversu mikið þeir framleiða. Þetta er kjarni sauðfjársamn- ingsins. Eftir er að setja nánari reglur og eftirlit um jrennan þátt og Alþingi þarf að samþykkja lög sem heiinila þessar reglur. Nú þurfa bændur að fara að huga að þeirri stefnu sem þeir ætla að taka. Eins og þessi grein ber með sér þá er framtíðin dökk hjá þeim bændum sem ekki fá gæðas- timpilinn árið 2003. Þeir missa hreinlega af lestinni. Beingreiðslan á greiðslumarkið dregst saman um tæpar 1000 kr frá og með árinu 2002 til ársins 2007, en eykst að sama skapi til þeirra sem fara út í gæðastýringu hvemig svo sem hún verður útfærð. Ef þeir verða margir sem ekki fara út í gæðastýringu þá fá hinir því meira, þar sem heildar- upphæðin er ákveðin. Annað sem vert er að hafa í huga er að sumir bændur munu sjá sér hag í að stækka búin ef þeir eru í gæðastýringu og eiga ónotaða aðstöðu fyrir fieira fé. Tekjur á kg er afurðastöðvarverðið að við- bættri greiðslu á kg fyrir gæða- stýringu. Verðið gæti verið frá 260 til 300 kr. á kg. Það er að vísu ekki há upphæð en ef kostnaður er ekki mikill þá getur það verið hagkvæmt. Verðið lækkar ekki þó svo að innleggið aukist hjá við- komandi bónda. Sú regla gildir að vísu ekki fyrir þá sem eru í 0,7 reglunni. Nánar unt það síðar. Hér hefur verið minnst á kjarna þessa samnings. Slagurinn stendur um gæðastýringarpottinn, sem stækkar árlega. Þvf fieiri sem ausa úr pott- inum. því minna verður til skipt- anna. Ketill A. Hannesson 1. Beingreiðsla á greiðsluniark, (kvóta). 2. Greiðsla á gæðastýrða fram- lciðslu, (frá og nieð árinu 2003). Sjá töflu I. Þannig er hluti af bein- greiðslum tengdur greiðslumark- inu (kvótanum) og hluti tengdur gæðastýrðri framleiðslu. Greiðslur á kvóta eða réttara sagt grciðslumark minnka árlega en aiikast að sama skapi á gæða- stýrða framleiðslu. Heildar- greiðslan verðursú sama 1,7 millj- arður og rúmlega það á ári. (Sjá töflu 2). Árin 2001 og 2002 verður greitt á greiðslumark 4.399 kr en í lok samningstímans árið 2007 er greiðslan komin_ _f._3_.409_ _ _kr._ Tafla 1: Upphæðir eru í þúsundum kr. Ár 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Beingreiðsla á greiðslumark Greiðsla á gæðastýrða framleiðslu 1.542.045 (169.975) 1.349.289 362.731 1.310.738 401.282 1.272.187 439.833 1.233.636 478.384 1.195.085 516.935 Alls 1.712.020 1.712.020 1.712.020 1.712.020 1.712.020 1.712.020 Tafla 2: Upphæðir eru (kr. Ár 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Beingreiðsla á greiðslumark 4399 3849 3739 3629 3519 3409 Greiðsla á gæðastýrða framleiðslu kr/kg 60 67 73 80 86

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.