Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 12. desember 2000 BÆNDABLAÐIÐ 17 Ryðfri veltitrog á gólf eóa vegg VÉLAVAL-Varmahlíö hr Simi 453 8888 Fax 453 8828 Veffang www.velaval.is Netfang velaval@velaval.is ✓ Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári Þökkum viðskiptin á þvi liðna. I Kárason Viðarhöfða 2, 110 Reykjavík, sími 567 8400, fax 567 8401 Bændabiaðið kemur næst út 16. janúar AðalfundurÆðarræktarfélags Islands TíOarfar hagstætt og hækkandi verO ð æöardúni Aðalfundur Æðarræktarfélags Islands var haldinn í Reykjavík 11. nóvember sl. og var hann vel sóttur að vanda, en tæplega sjötíu manns sátu fundinn. I upphafi fundar minntust fundarmenn sr. Þorleifs K. Kristmundssonar, frá Kolfreyjustað, en hann lést í maí. Hann var mjög áhugasamur um æðarvarpið á Kolfreyj- ustað og efldi það mikið. Hann var stjómarmaður ÆÍ um árabij. Arið sem er að líða hefur verið æðarrækt og dúntekju mjög hagstætt, sérstakiega vegna þess að um varptímann var þurrviðrasamt og aldrei hvasst. Dúnnýting er því með allra besta móti. A fundinum kom m.a. fram, að verð á æðardúni hefur hækkað mikið á árinu og eftirspum eftir æðaidúni erlendis er góð. Þetta em mikil umskipti frá i'yrra ári þegar tregða var á mörkuðum og verð lágt. Miklar verðsveiflur hafa lengi ein- kennt verslun með æðardún. Æðar- bændur hafa oft komið því á framfæri að meiri stöðugleiki væri æskilegur í þessum efnum. A fund- inum var kynnt verslunarfoim sem nefnt er „framvirkir samningar." Þeir byggjast á því að útflytjandi gerir bindandi samning við dún- bændur um að selja á ákveðnu tíma- bili umsamið magn á föstu verði, en jafnframt er gerður samsvarandi samningur við kaupanda erlendis um kaup á því magni fyrir fast verð. Það var fulltrúi frá Kaupþingi sem sá um kynningu á þessu viðskipta- fyrirkomulagi. Fullvíst rná telja að einhveijir æðardúnsútflytjendur bjóði upp á þessa leið á næstunni, en fyrirkomulag þetta er þekkt erlendis í verslun með ýmsar vörur. Utflutningur æðardúns árið 1999 var 1986 kg en er fyrstu níu mánuði þessa árs 2259 kg. I máli veiðistjóra kom fram, að mink og tófu hefur fjölgað á undanfömum ámm og telur hann að hugsan- lega sé hámarks- stofnstærð náð. Hann vill stórauka rannsóknir á villimink og leita þar með allra leiða til þess að draga úr tjóni af hans völdum. Ritverk um æðarfuglinn og æðanækt á Islandi er nú langt komið, en samið hefur verið við útgefanda og rnun ritið koma út í september á næsta ári. Á fundinum kom fram, að auk þess sem æðarbændur kvarta undan auknum ágangi villiminks og tófu, þá varð stórfellt tjón af völdum hrafnaflokka víða um land sl. vor, sérstaklega við Breiðaíjörð og á Vestfjörðum. Á fundinum vora samþykktar þrjár tillögur. Þær vom þess efnis að æðarbændur undrast það að hrafninn skuli hafa verið settur á svo kallaðan „válista.“ Einnig var farið fram á það við stjómvöld að villimink verði útrýmt úr íslenskri náttúm. Að lok- um hét ÆI auknum stuðningi við æðarræktardeildirnar í baráttunni við varg þann sem verstur er á hverjum stað. Fulllrúi ÆI á Búnaðarþing, til næstu þriggja ára, var kjörinn Jónas Helgason, Æðey, og til vara Valdi- mar Gíslason, Mýmm. Stjóm félagsins skipa: Jónas Helgason, Æðey, formaður. Her- mann Guðmundsson, Stykkishólmi og Níels Ámi Lund frá Miðtúni á Sléttu. I varastjóm em: Ingibjörg Eyþórsdóttir, Kaldaðamesi og sr. Guðni Þór Ólafsson, Melstað. /ÁS Frá aðalfundi Æl 11. nóvember. Stjórn félagsins. Talið frá vinstri: Ingibjörg Eyþórsdóttir, Hermann Guðmundsson, Jónas Helgason og sr. Guðni Þór Ólafsson. Á myndina vantar Níels Árna Lund. Mr mjallakerfa Algengt er að þvottur mjaltakerfa, mjaltabúnaðar og mjólkurtanka sé nokkuð handahófskenndur og vel ígrunduð hreinsiefnanotkun frem- ur fátíð. Þetta kemur fram í ítarlegri könnun og rannsókn Ólafs Adólfs- sonar lyfjafræðings fyrir fáum ámm á notkun hreinsiefna við mjólkurframleiðslu. „Slatti," „sirka,“ „eitt og hálft box“ (hve stórt?) voru algengar mælieiningar mjólkurframleiðenda svo dæmi séu tekin í þessari viðamiklu rannsókn. Meira virtist þó um ofnotkun þvottamiðla og vatnshiti víða of lágur. Vitað er að of mikið magn þvottaefnis bætir ekki fyrir of lágan vatnshita. Það má kenna um kæmleysi okkar mjólkureftirlitsmanna við leiðbeiningar á efnanotkun hjá hverjum og einum mjólkurfram- leiðanda og t.d. undirritaður viður- kennir að hafa of sjaldan spurt um efnanotkun á framleiðslubæjum meðan flokkun mjólkur gengur slysalaust. Þá má líka gagnrýna þátt efna- verksmiðja í málinu með því að ómögulegt virðist að fá fram- leiðsluaðila til að láta kvarðaðar mæliskálar fylgja rneð í pakkning- um sínum nú orðið, jafnvel þó ekki væri nerna ómerkilegt þunnt plastmál. En til að klóra í bakkann skal hér reynt að setja upp einfaldar leiðbeiningar eða grófa reiknireglu fyrir mjólkurframleiðendur. Þvottur rörmjaltakerfa: Um 10 1 vatns þarf fyrir endaeininguna og um 0,4 1 á hvern lengdarmet- er kerfisins. Sem dæmi: I 32 bása tvístæðu fjósi, kerfið er um 60 metrar að iengd sinnum 0.4 lítrar á meterinn plús 10 lítrar í endaeiningu eða u.þ.b 35 lítrar vatns til sápuþvottar. Við þurl'um 0,4 - 0,6% upp- lausn til að ná góðum þvotti. Þvottaefnismagn í sama kerfi yrði þá um 30 grömm af dufti á hverja 10 lítra vatns eða u.þ.b.100 grömm alls. Ef sápan er fljótandi (lögur) þá yrði magnið 0,5 dl á hverja 10 lítra eða 17,5 dl í þetta kerfi. I mjaltabás yrði vatnsmagnið 25 lítrar fast plús 3 lítrar á hvert mjaltatæki. Ef mjólkurhús er hins vegar óeðlilega langt frá básnum þarf að auka við þessa reglu um 0,4 lítra á lengdarmeter 50 mm sverar lagnar. í 2 x 5 tækja bás þyrfti nálægt 55 lítra vatns, 0,4 - 0,6% sápuupp- lausn eins og áður var getið eða u.þ.b. 2,5 -2,7 dl af fljótandi sápu eða 140 gr ef notað er duft. Vatnshiti þarf að vera yfir 80°C í byrjun sápuþvottar og hon- urn þarf að ljúka áður en hitastig þvottavatnsins fer niður fyrir 40°C, venjulega 7-10 mínútna þvottur. Svipað vatnsmagn þarf í for- skolun og eftirskolanir. Forskolun og fyrsta eftirskolun eiga að vera volgar. Hringrásarskolanir eru slæmar og valda mengun mjólkurinnar af efnarestum. Þvo þaif til öryggis með súrum miðli (sýruþvo) einu sinni í viku. Að nota sömu þumalputtareglur varðandi vatns- og efnismagn er ágætt. Hætta ætti umsvifalaust notkun salt-péturssýru þar sem það hefur ekki þegar verið gert vegna nitrat (nitrit) mengunar. Notkun hennar í ntjólkurframleiðslu hefur verið bönnuð í Eyjafirði og Þingeyj- arsýslu um árabil. Gott er að líta vikulega inn í mjaltatæki og þreifa með löngutöng svo langt sem hún nær upp í spenagúmmíin til að kanna virkni þvottakerfisins því þar byrj- ar óþvottur oftast að gera vart við sig. Varðandi mjólkurtanka gilda sömu lögmál með styrk sápuupp- lausnar, mæla þarf vatnsmagnið sem notað er og athugið að láta ekki vatnsstrola yfir 50°C leika um sama blettinn í tanknum í byrjun þvottar. Yfirleitt ætti ekki að nota heit- ara vatn en 75°C til tankþvotta vegna álags á kælispírala tanksins út af efnisþennslu stálsins. Verið aldrei löt við sýruþvott mjólkurtanks því það er gríðarlega erfitt að steinhreinsa tank sem trassað hefur verið að sýruþvo. III. grein Kristján Gunnarsson, mjólkur- eftirlits- maður. MSKEA- MSKÞ Stærð hitavatnskúta: 5-15 básar lágmark 200 1 15-40 básar lágmark 300 1 > 40 básar >400 1 Hitastig þeirra sé stillt á > 85°C en þá þarf að vera tryggt að blöndunartæki séu á öllum heita- vatnskrönum svo börn skaði sig ekki á vatninu eða kaupa nú fáan- lega hitavatnskúta með tveimur úttökum þ.e. eitt fyrir kerfisþvott eingöngu og annað fyrir handlaug- ar og lausa krana sem hægt er að stilla á lægra hitastig að vild. Ekki þarf eingöngu að hafa rétt þvottaefnismagn og hitastig til að ná góðum þvotti heldur þarf hraði vatnsins gegnum kerfin að vera nógur vegna núningsáhrifa og skiptir þá máli að vatnsmagn sé ekki of mikið, að lofttappar nái að myndast með reglulegu millibili. Þetta er sérlega mikilvægt í rörmjaltakerfum og löngum rörum. Ekki meira að sinni. Kristján Gunnarsson Heimildir: Ólafur Adólfsson 1996 MSKEA - MSKÞ Milking and Hygiene 1997 I rar Still R-7025 , árg. 1990, diesel, keyrður 9704 tíma. Lyftigeta 2500 kg, tvofalt mastur með frílyftingu. Er með auka vökvaúttak á gaffalplani. Verð kr. 590.000 án vsk. Stili R-6025 árg. 1995, keyrður 9593 tíma. lyftigeta 2500 kg, tvöfallt mastur með frílyftingu. Er með snúningi. Verð kr. 790.000 án vsk. Stlll R- 6025, árg. 1990, keyröur 9247 tíma. Lyftigeta 2500 kg, þrefalt mastur með frílyftingu. Er með snúningi og kassaklemmu. Verð kr. 590.000 án vsk. Still R-6030 árg. 1989 keyrður 9581 tíma. Lyftigeta 3000 kg, þrefalt mastur með frílyftingu. Er með snúningi og kassaklemmu. Verð kr. 550.000 án vsk. Still R-6025 árg. 1988, keyrður 16399 tíma. Lyftigeta 2500 kg, tvö- falt mastur með frílyftlngu. Er með eitt auka vökvaúttak á gaffalplani. Verð kr. 350.000 án vsk. Steinbock rafmagnslyftari árg. 1979. Lyftigeta 1600 kg, tvöfalt mastur. Verð kr. 220.000 án vsk. VÉIAVERf Lágmúla 7 108 Reykjavík Sími 588 2600, fax 588 2601 www.velaver.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.