Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 20
20 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 12. desember 2000 Það má með sanni segja að Þor- geir Öm Elíasson hafi gengið í gegnum ýmislegt í lífi sínu. Hon- um hefur gengið vel sem vélasali, nú síðast með því að flytja inn Valtra Valmet vélarnar frá Finn- landi, en hefur nú dregið úr um- svifum sínum í vélasölunni vegna heilsubrests. Þorgeir er fæddur og uppalinn í Reykjavík en á uppvaxtarárunum fór hann hins vegar reglulega í sveit, m.a. í Reykhólasveit, Lága- fell í Mosfellssveit og Blik- astöðum í verknám. Hann varð fyrir höfuðáverka sem unglingur og missti við það tvö ár úr skóla en náði þó að klára landspróf með aðstoð góðra manna. Að því loknu þótti lækni Þor- geirs það ekki góð hugmynd að fara í langskólanám. „Hann sagði að það væru þrír möguleikar í stöðunni; gerast iðnaðarmaður, fara í lögregluna eða í bændaskólann! Ég valdi síðasta kostinn, lauk búfræðinámi á Hvanneyri og síðan B.Sc. námi í búvísindum 1960. Síðan bætti ég við mig skólagöngu við landbúnaðarháskólann í Noregi en lauk ekki prófi.“ El'tir veruna í Noregi hóf Þor- geir störf hjá Árna Gestssyni í Globus við sölu véla og tækja. „Það voru fáir atvinnurekendur á þessum tíma sem gátu notfært sér menntun mína, þ.e. SIS, Þór og svo Árni sem ég tel að sé einhver mesti brautryðjandi í vélvæðingu íslensks landbúnaðar. Ég átti mjög gott samstarf við hann og virði hann mjög enn í dag.“ Þorgeir vann síðan um hríð hjá Dráttarvélum hf. áður en hann flutti til Svíþjóðar og starfaði þar í níu ár hjá Saab-Ana, fyrst á lager og síðan við þjónustu og sölu. Hann vann síðan hjá véla- og bíladeild Glóbus sem framkvæmda- stjóri um hríð áður en hann keypti ásamt Magnúsi Ingþórssyni og Þorfinni Júlíussyni fyrirtækið Vélaborg og ráku þeir fyr- irtækið saman. Þegar það sameinaðist Vélum og þjónustu hóf Þorgeir störf hjá Jötni sem var áður ein af deildum SÍS og sá um sölu á þungavinnu- og landbúnaðarvélum. Það fyrirtæki var svo lagt niður 1993. Nú stóð Þorgeir uppi atvinnu- laus enda var þá lægð á vinnu- markaði og ekki mikil eftirspurn eftir svo fullorðnu vinnuafli. „Ég sá því fram á að þurfa að skapa at- vinnutækifæri mín sjálfur, stofnaði Bújöfur og hóf innilutning á Val- met dráttarvélum frá Finnlandi. Mörgum fannst það bíræfið að ætla að fara að bæta enn einu vélar í dag. Eftirspum hefur hins vegar aukist eftir stærri vélum og margir leita eftir vélum sem eru á annað hundrað hestöfl. I framhaldi af þessu kemur til með að skapast vandamál þegar rnikið safnast upp af notuðum vélum og það þarf að reyna að leysa á farsælan hátt." Þorgeir hefur ákveðnar skoðanir á ýmsum málum landbúnaðarins og finnst margt ekki horfa vel. „Mér finnst að bændur þurfi að fylgja betur eftir framleiðsluvöru sinni. Það er ekki nóg að smala saman kindum einu sinni að hausti og reka til slátmn- ar. Bæði þarl' að velja rétt hráefni til framleiðslu og gæta þess að lömbin holdgist vel. Þá þurfa bændur að huga enn frekar að sumarslátrun og byrja fyrr að senda gripi í sláturhús." Þorgeir telur að hátt verð geri neytendum ókleift að neyta kart- aflna. „Það er með ólíkindum hvað verðlagið er hátt á þessari vöru í matvöruverslunum. Það liggja sterk rök fyrir því að verðið hækkar um allt að 400% frá því varan fer frá bóndanum þar til hún kemur í hillur matvöruverslana. Hvað fá milliliðirnir? Er ekki rétt að kanna það til hlítar?“ Að mati Þorgeirs hafa íslenskir bændur ekki gætt eignaraðildar sinnar í fyrirtækjum tengdnum landbúnaði. „Þar er ég að tala um kaupfélögin sem bændurnir stofnuðu á sínum tíma, mjólkur- samlögin og Bændahöllina. Þá má líka tala um peningana sem menn hafa greitt í Lánasjóð landbúnaðarins, áður stofnlána- deild alla sína tíð. Svo má einnig nefna Gullaugað, garðyrkjuversl- un ríkisins, sem var eink- avædd og gerð gjaldþrota á örfáum mánuðum og Mjólkursamsöluna sem er sjálfseignarstofnun sem bændur hafa misst stjórn á.“ Þorgeir hefur ekki alveg slítið sig frá vélasölunni þó að hann standi ekki lengur í sömu eldlínu og áður. „Bújöfur/Búvélar á Selfossi er mitt óska- barn og ég óska því alls góðs gengis í framtíðinni. Ég á smá hlut í fyrirtækinu og er með litla vinnuskyldu þar auk þess sem ég er í stjórn fyrirtækisins. Þannig reyni ég að fylgjast með framþróun fyrirtækisins og styðja við bakið á því eftir bestu getu. Nú er svo komið að ég get ekki stundað þau ferðalög sem eru nauðsynleg til að þessir hiutir gangi. Ég er hins vegar með litla skrifstofuaðstöðu á sama stað og Bújöfur var áður. Ég ætla að halda þessu áfram meðan vinir mínir nenna að tala við mig.“ vörumerkinu inn á þennan markað miðað við þær aðstæður sem þá voru. Ég mat það hins vegar svo að best væri að flytja inn nýja vörutegund þegar markaðurinn væri í lægð þannig að hægt væri að byggja upp reksturinn fyrst. Þetta var mjög farsæl lausn. Á sex árum náðum við l"7% markaðshlutdeild og við vorum annar stærsti útflutningsmarkaður Valmet á eftir Svíþjóð.“ En fyrir rúmum tveimur árum veiktist Þorgeir illa og hálfu ári síðar lenti hann svo í alvarlegu bílslysi. „Þá varð ég að leita lausn- Þorgeir Örn Elíasson yfir 20% markaðshlutdeild hér á landi.“ Frítími Þorgeirs hefur mikið til farið í að eiga samskipti við hugs- anlega viðskiptavini. „Ég hef hins vegar reynt að vera sem mest með fjölskyldunni og við höfum átt at- hvarf í Borgarfirði þar sem við eigum lítið sumarhús. Ég hef einn- ig verið í hestamennsku og á góðan hest en hef hins vegar ekki farið á bak sjálfur í mörg ár.“ Þorgeir segir margt hafa breyst á þeim árum sem hann hefur verið vélasali og telur að miklar breytingar eigi enn eftir að verða sjáum fram á að bændum eigi eftir að fækka verulega. Sauðfjárbændur hafa verið að selja kvóta og mörg býli að leggjast af, samþjöppun er að eiga sér stað í mjólkurframleiðslu og menn hafa lagt verulega fjármuni í að stækka bú sín. Það getur orðið erfitt fyrir menn næstu árin að klára það mál, sérstaklega þar sem fram- leiðslurétturinn er dýr og það tekur mörg ár fyrir bóndann að fá þá fjárfestingu til baka. Þegar bú stækka þarf auk þess ekki síður íjárfestingar í véltækni og bygg- ingum.“ hefur verið viðloðandi vélasölu í áraraðir: hvað varðar vélakost. „Islenskur landbúnaður hefur á síðustu árum verið á undanhaldi afkomulega séð og menn hafa þurft að taka verulega á til að komast af. Við Um áhrif þessar- ar þróunar segir Þorgeir að hann reikni með að dráttarvélasala muni dragast saman á næstu misserum. „Aftur á móti hefur verið mikil aukning í sölu aflmeiri véla. Hér áður fyrr töldust 70 hestafla vélar öflugar en það er lítill markaður fyrir slíkar ar á rekstri fyr- irtækisins til að tryggja framgang þess. Það varð úr að Kaupfélag Árnes- inga kom inn í reksturinn og fyr- irtækin Bújöfur og Búvélar sam- einuðust í Bújöfur/Búvélar í des- ember í fyrra. Síðan þá hefur gengið vel og Valmet er nú með Fðp í bmúaskoía sð lækiBSPáði! Sláturhúsið á Laxá í Leirársveit Sláturfé Qðlgar stöOugt Sauðtjársláturhús SS að Laxá í Leirársveit lætur ekki mikið yflr sér, en síðla sumars færist heldur betur Qör í leikinn. Þá ræður þar ríkjum Hallfreður Vilhjálmsson bóndi á Kambshóli. Á dögunum tók Bændablaðið hús á Hallfreði sláturhússtjóra og ræddi við hann um sláturhúsið. Þess má geta að í fyrra var slátrað rétt um 20 þúsund fjár í húsinu en rétt tæp 22 þúsund í haust. Þetta er mikill viðsnún- ingur frá því fýrir nokkrum árum þegar slátrun var komin niður fyrir 10 þúsund fjár. Ástæðan fyrir aukningunni er m.a. sú að til Hall- freðs hafa komið nokkrir stórir innleggjendur - en auk þess hefur húsið „gott orð á sér“ eins og einn viðmælenda blaðsins komast að orði. Slátrun hófst 11. september en lauk 2. nóvember. Starfsmenn eru 35 - 40. Flestir eru úr næsta ná- grenni eða tengdir sveitinni á einn eða annan hátt. Sjálfur er Hall- freður með um 300 kindur á fóðrum. Mikil vinna var lögð í að fegra og snyrta umhverfi sláturhússins. Planið var malbikað og húsið end- urbætt. Auk þess var starfsmanna- aðstaða byggð við húsið á síðasta ári. I haust var til þess tekið að fláningsgallar voru óverulegir, en Hallfreður tekur dýpra í árinni og segir að það hafi í raun alltaf fylgt húsinu. „Þetta er að sjálfsögðu að þakka góðu starfsfólki,“ sagði Hallfreður. Undanfarin ár hefur það reynst auðvelt fyrir Hallfreð að manna húsið en hann segir að nú fyrst sé farið að örla á því að erfitt sé að finna gott fólk. Ibúar í sveitinni hafa margir fengið fasta vinnu en við Hvalfjörðinn er risin ■ Svipmynd frá Laxá. stóriðja eins og kunnugt er. „En þrátt fyrir það eru í hópnum karlar og konur sem koma ár eftir ár.“ Meðalvigtin í haust var um 1100 grömmum meiri en í fyrra. „Þetta mun hafa verið svona yfir allt landið,“ sagði Hallfreður. Einungis er sjátrað sauðfé í sláturhúsinu og utan þess tíma er lítið um að vera. Verktakar hafa leigt starfsmannaaðstöðuna en sal- ir hússins hafa að öðru leyti staðið tómir. Hallfreður segir að það kosti án efa eitlhvað meira að slátra í þessu húsi en í stærri húsum þar sem nýting er betri á tólum og tækjum. „En héðan kem- ur líka mjög góð vara,“ sagði Hall- freður og bætti við að þetta hús væri útvörður í hópi sláturhúsa SS. Dilkakjöt hefði skort og það þjónaði vart hagsmunum SS að hætta rekstri hússins. - Og hvenær verða hnífar brýndir á nýjan leik? „Slátmn hefur verið að færast framar og framar. Við byrjum sjálfsagt rétt upp úr mánaðamótum ágúst/september. Hallfreður Vilhjálmsson.__ •£EÖ3Eti LvLiiivi SKtscs ixWiVi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.