Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 31
Þriðjudagur 12. desember 2000 BÆNDABLAÐIÐ 31 hafa þau notfært sér, t.d. hefur Grétar stundum leitað í nýjum og eldri smáauglýsingum að ein- hverju sem hann vantar. Honum finnst að skrifa megi meira í Bændablaðið af stuttum leiðbein- andi greinum um sauðijárrækt. Víða hjá fjárbændum landsins má t.d. finna sniðugar lausnir s.s. varðandi verklag og hönnun og frágang ýmissa þátta fjárhúsbygg- inga. Grétar sá t.d. hjá Ingólfi í Lundum, nágranna sínum, sniðuga lausn varðandi brynningu fjárins. Með því að hafa stoðirnar á milli krónna tvöfaldar, má koma einu brynningarröri þar í gegn, sem gagnast beggja vegna. Þannig lét hann breyta teikningum fyrir nýju húsin hjá sér og brynnir þannig í dag og notar til þess volgt vatn. Mörg bændanámskeið sem bjóðast eru áhugaverð, en lítill tími til að sækja þau. Grétar sótti þó hér um árið, dagsnámskeið í rúningi hjá Guðmundi Hallgrímssyni ráðsmanni á Hvanneyri, en hann hafði lengi reynt að fá hann til að koma á námskeið. Sú leiðsögn hefur nýst vel, ekki síst varðandi líkamsbeit- ingu við rúninginn en oft er bak- verkur fylgifiskur hans, séu vinnubrögðin ekki rétt. A ukabúgreinarnar Grétar er formaður félags unt rekstur hitaveitunnar, sem lögð var frá Helgavatni fyrir nokkrum árum, og ber hann „hitann og þungann" af rekstri hennar. Hita- veitan opnaði marga möguleika fyrir íbúa sveitarinnar. I landi Hallar hefur verið skipulagt svæði fyrir 20 sumarhús og koma þar inn leigutekjur í framtíðinni. Grétar hefur verið rúningsmaður í sveitinni um árabil og vinnur auk þess í sláturhúsinu í Borgarnesi á haustin. A vetuma vinnur Svandís í orlofshúsunum í Munaðarnesi við ræstingar. A þeim tíma, sem Grétar vinnur mest utan heimilis, er móðir hans drjúg við heimil- isstörfm á meðan Svandís sinnir bústörfunum. Samstaða bœnda inn í framtíðina Þegar talið berst að stöðu landbúnaðarins í heild sinni hafa Grétar og Svandís ákveðnar skoðanir. Stærra sauðfjárbú en svo að fjölskyldan geti sinnt því, sjá þau ekki fyrir sér. Ekki sé lengur hægt að treysta á að börnin geti hjálpað mikið til á álagstopp- um s.s. við sauðburð, því skólaárið sé sífellt að lengjast og aðkeypt vinnuafl rnyndi þá taka til sín drjúgan hluta teknanna. Bústærð upp á um 500 fjár treysta þau sér til að hugsa vel urn. þurfi þau ekki sífellt að sækja aðra vinnu ulun bús. Þá er alveg Ijóst að bændur eru í dag að framleiða kindakjöt á mjög misjöfnu verði og þeir. sem standa sig best hvað það varðar, munu.verða sauðfjárbændur framtfðarinnar. Þau vilja að bændur standi saman sem framleiðendur, hvort sem þeir framleiða mjólk, kinda- kjúklinga- eða svínakjöt. Þeir eigi ekki að slást innbyrðis, heldur að berjast fyrir því að íslensk landbúnaðarframleiðsla sé viður- kennd fyrir sín gæði og standa saman gegn auknum innflutningi. Bændaforystan þarf að vera meira áberandi í umræðunni og vinna meira að því að skapa landbúnaðinum í heild jákvæðari ímynd. „Vonandi verðum við ennþá við búskapinn eftir 20 ár og þá farin að fá verulegan arð af því sem við höfum verið að gera fram til þessa,“ segir Grétar og kímir. Breytingar hafa verið ntjög örar í landbúnaðinum og er jafnvel erfitt að ímynda sér hvemig staðan verður, jafnvel bara eftir fimm ár, hvað þá tíu! Vonandi er nýi sauðfjársamningurinn skref í rétta átt, með opin tækifæri, fyrir okkur sem ætlum í framtíðinni að reyna að lifa af því að búa með sauðfé. /SHe SNJÓBLÁSARAR Traktorsknúnir snjóblásarar Kanadískir blásarar - 4 stærðir fyrirliggjandi. Öflugir tveggja þrepa snjóblásarar með láréttum mötunarsnigli. Vökvastýringar á blásaratrekt og túðu fáanlegar Vinnslubreiddir 1,88 - 2,79 m. Vinna jafnt á blautum sem þurrum snjó. Frábær reynsla hérlendis. MEST SELDU TRAKTORSKNÚNU SNJÓBLÁSARAR Á ÍSLANDI ÞQR HF Reykjavík - Akureyri Reykjavík: Armúla 11 - Sími 568-1500 - Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum samskiptin á annu (f, > + X - Lífeyrissjóður bænda Gleðileg jól. Oskum bœndum og búaliði hagsœldar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. S4S HOTELS & RESORTS Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla ogfarsœls komandi árs Vélahlutir hf. Gleðileg jól, óskum bœndum og búaliði hag- sœldar á komandi ári. Framleiðnisjóður landbúnaðarins Gleðileg jól, óskum bœndum og búaliði hag- sœldar á komandi ári. Félag eggjaframleiðenda Gleðileg jól, óskum bœndum og búaliði hagsœldar á komandi ári. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Gleðileg jól, gott ogfarsœlt komandi ár! Rannsóknastofnun landbúnaðarins Óskum félagsmönnum og viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla ogfarsœls komandi árs. Landssamband kartöflubænda Gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár Landssamtök sauðfjárbænda Gleðileg jól, óskum bœndum og búaliði hag- sœldar á komandi ári. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði ✓ Gleðileg jól. Oskum bœndum og búaliði hagsældar á komandi ári. Landssamband kúabænda Gleðileg jól, gott ogfarsœlt komandi ár! Þökkum viðskiptin á árinu. r^ÁIREKI ehf Færanleg sögunarsamstæða Símar 852 2629, 554 4341

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.