Bændablaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 27. mars 2001 Til afgreiðslu strax á verði frá síðasta ári • Fjósvélar (minivélar). • Álrampar fyrir minivélar. • Kornmylla með blandara. • Sturtuvagnar. • Þrítengiskúffur. • Lyftut. hjólrakstrarvélar. • Dragt. hjólrakstrarvélar. • Hnífatætarar tilboð. • Pinnatætarar tilboð. • Fjaðraherfi. • Flagjöfnur. • Kílræsaplógar. • Snjóblásarar. • Haugsugudælur. • Barkar + tengi. • 6“ lokar + stútar. • Mykjudælur. • Brunadælur. • Vökvayfirtengi. • Snjókeðjur. • Sagarblöð 800 mm. • Plöntunarrör. Upplýsingar í síma: 587-6065. Betra bú, samstarfsverkefni Landgræðslunnar og bænda: „Markmiðið er að ná sjálfbærri landnýfingu" Landgræðslan hefur nú hafið þróunarverkefni í samvinnu við nokkra bændur sem kallast Betra bú. Þar eru bændur að- stoðaðir við að gera beitar- og uppgræðsluáætlanir í þeim til- gangi að nýta lönd sín sem best. Það er Guðrún Schmidt sem sér um verkefnið fyrir hönd Landgræðslunnar. Guðrún segir að vinnan núna snúist um að þróa vinnuferli fyrir gerð þessara áætlana. „Við erurn með 10 bændur núna í verkefninu í tilraunaskyni og í framhaldi af því sjáum við hvernig þetta kem- ur út. Bændumir eru núna að fara eftir ýmiss konar vinnuferli í til- raunaskyni." Verkefnið skiptist í nokkur skref. Fyrst skrá bændur upp- lýsingar inn á loftmyndir af jörðunum, eða öllu heldur leggja glæru ofan á loftmyndir og teikna inn á þær, auk þess sem þeir skrá upplýsingar á borð við gróðurfar, gróðurþekju, rof o.þ.h. á sérstakt eyðublað. Ætlunin er að verk- efnið Nytjaland nýtist við þessa skráningu þegar því verður lokið. I framhaldi af þessu koma bænd- ur með eigin hugmyndir um hvernig æskilegt væri að hvert landsvæði fyrir sig sé nýtt, þ.e. hvort eigi að friða það, græða upp, beita eða eitthvað þess háttar. Þá setja bændur sér mark- mið með þessum áætlunum og tiltaka leiðir til að ná þeim. Bændur vinna því áætlanirnar sjálfir með aðstoð Land- græðslunnar. „Þegar þróunar- verkefninu lýkur höfum við hugsað okkur að halda námskeið í slfkri áætlanagerð," segir Guðrún. Þessar áætlanir geta skipt miklu máli nú á tímum aukinnar gæðastýringar að mati Guðrúnar. „Þetta gæti t.d. nýst sem úrbóta- áætlun fyrir þær jarðir sem eiga erfitt með að fá vottun.“ Endanlegt markmið með verkefninu er svo að sögn Guðrúnar að ná sjálfbærri landnýtingu. „Við vonumst til að við getum nýtt vinnuferli verk- efnisins í víðara samhengi, jafn- vel í samvinnu við fleiri stofnan- ir. Það eru ýmsar áætlanagerðir í gangi, sérstaklega þar sem ráðunautar vinna áætlanir fyrir bændur. Við höfum hugsað okkur að bjóða bændum upp á heildar- pakka í samvinnu við fleiri stofn- anir þar sem gerðar eru áætlanir fyrir búið í heild en við höfum dæmi um slík verkefni frá Astralíu,“ segir Guðrún. Stærðir 2,5 - 4 m. MASCMO Rotherf Jöfnunarvals ÞÓR HF REVKJAVÍK - AKUREYRI REYKJAVÍK: Ármúla 11 - sími 568-1500 - AKUREYRI: Lónsbakka - sími 461-1070 Líl í fjósinu óný Þann 20. mars sl. fékk Wassing fjölskyldan á Vestergárd í Fjerritslev á Norður-Jótlandi nýjar kýr í stað þeirra sem lógað vai' þann 16. janúar sl. eftir að kúariða kom upp í hjörðinni. Eftir að öllum gripum hafði verið lógað, var bærinn settur í sóttkví í tvo mánuði, hús sótthreinsuð og öllu fóðri eytt. A búið eru nú komnar um 40 kyr, um 100 til viðbótar koma á næstu dögum en alls voru um 225 kýr í fjósi á bænum þegar kúariðutilfellið kom upp. Fjöl- skyldan, sem er af hollensku bergi brotin, er ánægð með að nú skuli vera líf í fjósinu á nyjan leik og lítur björtum augum til framtíðar. /BHB. www.valtra.com Power Partner Valtra er sú dráttarvélategund sem mest hefur vaxið í evrópu undanfarið, og er markaðsleiðandi á Norðurlöndum. Velgengni Valtra er byggð á faglegri og hraðri þjónustu. vaitra - mest selda dráttarvél á Norðurlöndum. Þegar gæðin skipta máli :i i Auslurvogi 6S • 100 telfoui • Slrai 402 4102 • Fn 402 4101

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.