Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 26. nóvember 2002 Störf Ferðamálaráðs til ferðaþjónustunnar Hjálmar Amason, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Jónína Bjartmarz flytja þingsályktunar- tillögu um að samgönguráðherra verði falið að skipa nefnd til að kanna hagkvæmni þess að flytja störf Ferðamálaráðs til aðila innan ferðaþjónustunnar. Ráðherra geri Aiþingi grein fyrir niðurstöðum nefhdarinnar fyrir 1. mars 2003. Stóra sláttuþreskivélin bíður þolinmóð eftir verkefnum nýs sumars og nýrrar uppskeru._ Svínabondi sem ræktar sjálfur kornið handa svínunum Líklega eru þau Björn Guðsteinsson og Una Herdís Jóhannesdóttir á bænum Skriðulandi í Langadal einu svínabændur landsins sem nota eingöngu heimaræktað korn. Skriðulandsbændur sáðu fyrst korni á Vindheimum í Skagafirði vorið 1998, þá í 27 hektara, en akrarnir á Vindheimum náðu 70 hekturum ári síðar. Síðustu tvö árin hafa Skriðulandsbændur ræktað korn á 83 hekturum í Skagafirði og á 20 hekturum í heimalandi í Langadal. Nánast allt er sexraða Arve en Polsok fór einkum í heimalandið sem er mun frjósamara en akrarnir á Vindheimum. Kornuppskera í sumar var innan við þrjú tonn á hektara sem er mun minna en t.d. á liðnu ári. Þá var uppskeran fjögur til fimm tonn á hektara. Svínin í Skriðulandi virðast kunna vel að meta íslenska kornið því að þau gefa öðrum svínum landsins ekkert eftir í meðalþyngd. „Við hófum komrækt þar sem fóðurverð var orðið ansi hátt á sínum tíma,“ sagði Bjöm í samtali við Bændablaðið. A Skriðulandi em að staðaldri um 100 gyltur en grísir eru yfirleitt um 700. Svína- rækt hófst á Skriðulandi árið 1994 og nú er ekki um annan búskap að ræða á bænum. Svínum búsins er slátrað hjá Sölufélaginu á Blöndu- ósi. Bjöm segir það síður en svo auðvelt að stunda svínabúskap nú um stundir enda hafi verð lækkað meira en góðu hófi gegnir. „Nú emm við nokkuð langt ffá aðal- markaðnum en sláturhúsið slátrar ekki fyrir aðra svínabændur og það er viss kostur fyrir okkur.“ Komræktaráhugi Bjöms sést e.t.v. best á vélaeign búsins. Þar er að fínna tvær dráttarvélar og er sú „litla“ 132 hestöfl en stærri vélin 276 hestöfl. En er þetta mikla afl nauðsynlegt? Bjöm segir svo vera því að t.d. sé sáningsvélin engin smásmíði. „Við tætum, sáum og fellum niður áburð allt í einni ferð. Astæðan er sú að við vinnum akrana snemma á vorin og jarð- vegurinn þolir ekki nema eina ferð eftir plógstrengnum," sagði Bjöm. Fullhlaðin vegur sáningsvélin 6,5 tonn. í eigu búsins er líka áttskera vendiplógur en þannig plógar eru búnir helmingi fleiri skerum en notaðir em, helmingurinn snýr upp meðan plægt er. Þegar ekið hefúr verið á enda spildunnar má snúa plógnum við og aka aftur til baka sama plógfar. Einnig keypti Bjöm gríðar- stóra, notaða sláttuþreskivél frá Bretlandi í haust, þá stærstu í landinu. í vélinni er 270 hestafla vél og sláttuborðið er 6,20 m. „Þetta er ótrúlega lipurt tæki,“ segir svínabóndinn og getur þess að stjómtækin séu vökvaskipt og hraðabreytir stiglaus. Segja má að vélin snúist á punktinum. Geta má þess að ekki er borinn tilbúinn áburður á komakra í heimalandi Skriðulands, en aðeins notaður svínaskítur. „Við fáum afar ódýrt kom af þessum ökmm og hér höfúm við fengið besta uppskeru. Yfirleitt er borið tvisvar á akrana og fyrst nokkm áður en plægt er. Þetta virðist virka ansi vel. Auk þess eiturúðum við ekki akrana. Vegna kuldans á Islandi er slíkt óþarft. Þetta er okkar sérstaða.“ I ljósi þess að innflutt bygg hefúr sjaldan verið jafn ódýrt og nú var Bjöm spurður hvort komræktin væri jafii hagkvæm og hún var fyrir tveimur ámm. „Já, ef komið er framleitt í nógu miklum mæli er slíkt ræktun hagkvæmari en ef það er keypt, en akrarnir verða að vera nógu stórir til að tækin nýtist vel. Það fer mikið eftir rakastigi komsins hvaða aðferð er best að beita til að geyma það. Stór hluti komsins í haust var full- þroskaður, en hluti var grænn og óþroskaður. Fræið fór ekki allt af stað í vor og þetta kom er erfitt að þurrka. Þess vegna settum við það í stórsekki og súrsuðum það allt.“ íslenskir kjötiðnaðarmeistarar sigursœlir íslenskir kjötiðnaðar- meistarar sópuðu að sér verð- launum á sýningunni Interfair í Herning á Jótlandi í haust Sýningin er haldin annað hvert ár og er ein stærsta matvæla- sýning sem haldin er á Norður- löndunum. I tengslum við hana fer fram keppni kjötiðnaðar- manna. íslendingar hafa tekið þátt í henni með góðum árangri. Að þessu sinni sendu Islendingar 30 vörur í keppnina og fengu verðlaun fyrir 21 þeirra og voru það fimm gull, níu silfur og sjö brons. Kjötiðnaðar- meistarar Sláturfélags Suðurlands voru sérlega sigursælir, en þeir hlutu 11 verðlaun. Þar að auki hlaut Oddur Árnason hjá SS Norðurlandameistaratitil í flokki magurra vara fyrir létta lifrarkæfu. Ljúffeng lifrarkœfa „Fyrst og fremst eru mikill metnaður, gott hráefni og hæfni ástæðurnar fyrir þessari velgengni íslensku kjötiðnaðar- meistaranna,“ sagði Oddur þegar BbL ræddi við hann um Fengu flmm gull, é sihir og sjd flpons li sýiflngu i Danmflrku! keppnina. Hann sagði að þeir hefðu unnið úr kinda-, nauta- og svínakjöti sem aUt var úrvals hráefnL Lifrarkæfan sem hann hlaut Norðurlandameistara- titilinn fyrir hefur verið til sölu hér á landi um nokkurn tíma. Þetta eru kjötiðnaðaimeistarar SS sem stóðu sig svo vel í keppni kjötiðnaðar- meistara í Danmörku. Talið f.v: Thorvald S. Jóhannsson, Lárus Svansson, Jó- hann G. Guðmundsson, Jón Þorsteinsson, Oddur Árnason (sitjandi), Bene- dikt Benediktsson, Viktor Steingrímsson, Björgvin Bjamason og Ingólfur Þ. Baldvinsson. Hann segist hins vegar hafa tekið sig til og breytt henni og bætt með þessum góða árangri. 500 vörutegundir í keppninni „Um 500 vörutegundir voru sendar inn að þessu sinni frá öllum Norðurlöndunum. Keppt er í átta flokkum og Norður- landameistaratitlarnir því átta. AUar vörur sem sendar eru inn byrja með fuUt hús stiga. Síðan eru stig dregin af þeim fyrir þá gaUa sem koma í ljós. Menn verða að hafa nánast gallalausa vöru til að fá guUverðlaun og því geta nokkuð margar vörur fengið guUverðlaun en sú vara sem stendur efst í hverjum þessara átta flokka veitir Norðurlanda- meistaratitU. Kæfan sem ég bjó til keppti í flokki sem heitir fitu- minni vörur,“ sagði Oddur Arnason. Hann sagði að þetta væri ekki eina keppnin þar sem íslenskir kjötiðnaðarmeistarar hefðu sópað að sér verðlaunum því að það gerðu þeir á matvæla- sýningunni Matur 2002 í aprfl síðastliðnum. Búvélasafnið lí Hvanneyri vantan hand- Jafnt og þétt er unnið að því að afla gripa til Búvélasafnsins á Hvanneyri, gripa sem eiga sinn hlut í tæknibyltingu land- búnaðarins á síðustu öld. Af nógu er að taka og engin leið er að halda öllu til haga. Nú er búið að fylla allvel í flokk hestaverkfæra sem notuð voru til jarðvinnslu í byrjun 20. aldar og lok þeirrar nítjándu. Hvað verðmætust eru verkfærin frá Torfa í Ólafsdal. Um síðustu áramót barst Búvélasafninu ákaflega merkilegur plógur sem rekur upphaf sitt til Ólafsdals á árunum 1883-1885. Kalmans- tungubændur gáfu safninu plóginn, sem sennilega er nú elsti gripur safnsins. Unnið er að því að þétta þann hluta bútæknisögunnar í Búvéla- safriinu sem varðar heyvinnutæki fyrir hesta og jarðvinnslutæki er fylgdu fyrstu traktorunum og heimilisdráttarvélunum. Töluvert er enn til af þessum verkfærum og eru allmörg þeirra komin á skrá hjá Búvélasafninu. Úr þeim má síðan velja hæfilega safngripi. Handbók okkar við verkið er ekki síst hin einstæða bók Áma G. Eylands: Búvélar og ræktun. Er sáðsléttugerð varð algengasta ræktunaraðferðin þurftu bændur hentug áhöld til að sá gras- og grænfóðurffæi. Nokkrar gerðir þeirra munu hafa borist til landsins. Ámi G. Eylands getur tveggja gerða í bók sinni: hjólbörusáðvéla og pokasáðvéla (sjá bls. 150-152). Meðfylgjandi er mynd af poka- sáðvél sem skrifaranum er kunnugt um að stöku búnaðarfélög áttu og lánuðu félagsmönnum sínum. Sáðpokinn var spenntur á brjóst sáðmannsins er síðan knúði sáð- skífuna um sveif með handafli sínu. Ef einhver lesandi veit um handsáðvél af þessum gerðum væri okkur mikil þökk í að heyra af því. Búvélasafnið hefrir notið margra velunnara, sem bent hafa á áhugaverð tæki og annað, er varðar tæknisögu landbúnaðarins. Við skráum allar ábendingar. Hvetjum við lesendur til þess að hafa samband, viti þeir af gripum sem þeir telja hafa sögulegt gildi. Síminn er 437 0000 og netfangið bjamig@hvanneyri.is Þá viljum við líka minna á heimasíðu safhsins, en þar birtast reglulega fféttir sem tengjast starfsemi þess: www.buvelasafh.is Bjami Guðmundsson Hvanneyri

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.