Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 26. nóvember 2002 Tveir glæsilegir í Öræfum! Bændablaðið/Svavar M. Slgurjónsson. Til vinstri er Víöir Austrason (Molason) frá Víöihlíö i Svínafelli. Til hægri er Stúfur Læksson (Garpsson) frá Litla-Hofi sem var hæst dæmdi veturgamli hrúturinn í Öræfum 1 fyrra, með 84,5 i einkunn. Þessir hrútar eru tveggja vetra og eru í eigu Gunnars Sigurjónssonar á Litla-Hofi í Öræfum. Bgnir rýrna á landsbyggOinni og vara- bingmaOur vill nð stjörnvdld Inifl nrræða Örlygur Hnefill Jónssonar varparþvífram hvorí tengja megi verðtryggingu lána opinberra byggingarsjóða við þann raunveruleika sem landsbyggðarfólk býr við. Fyrir skömmu lagði Örlygur Hnefill Jónsson, varaþingmaður, fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um nefnd tii að kanna rýrnun á eignum íbúa lands- byggðarinnar. Samþykkt var að vísa ályktuninni til annarrar umræðu. í henni segir að Al- þingi álykti „að setja á stofn nefnd sem kanni þróun fast- eignaverðs á landsbyggðinni í samanburði við höfuðborgar- svæðið. Nefndin skoði ítarlega hvernig eignir fólks á lands- byggðinni hafi rýrnað í verði og um hvaða fjármuni sé að ræða, leiti úrræða og komi með tillögur til úrbóta. Nefndin ljúki störfum fyrir lok október 2003.“ Fasteignaverð hefur fengið litla athygli Örlygur Hnefill sagði að hér væri á ferðinni mál sem hefði fengið ótrúlega litla umræðu. „Ef Þjórsá eða Skjálfandafljót væri að naga úr árbakka kæmu menn með gijót til að vama frekari skemmdum. Það sama gerist ekki þegar kemur að fasteignaverði á lands- byggðinni. Eg get nefnt staði þar sem fasteignaverð hefur ekki hreyfst í áratug,“ sagði Örlygur Hnefill og bætti við að þrátt fyrir að t.d. sjávarpláss væru með kvóta væri óöryggið í atvinnumálum slíkt að það hefði óhjákvæmilega áhrif á verð fasteigna. Stefnumótandi byggðaáætlun ekki fylgt eftir Örlygur Hnefill sagði þings- ályktunartillöguna hafa verið setta fram til að þessi mál yrðu könnuð ítarlega og athugað hvort einhver ráð séu tiltæk til að rétta hlut íbúa landsbyggðarinnar. Rétt væri að skoða hvaða áhrif atvinnumál hafa á fasteignaverð og hvað mætti gera til að stýra þróuninni. I þings- ályktunartillögunni segir að ljóst sé að vistun opinberra starfa í höfuðborginni hafi stórlega sfyrkt eignir fólks þar. Ef fyrirheitum sem gefin voru í ályktun Alþingis um stefhumótandi byggðaáætlun 1994-97 hefði verið fylgt efltir væri staða mála ekki með þeim hætti sem að framan greinir. „í árabil hefur verið reynt að reka byggða- stefhu en þegar kvóti, sérstaklega í sjávar- útvegi, er kominn í eigu örfárra manna, er það úti- lokað. Þessir menn eru ekki að reka byggða- stefhu. Þeir eru að reka fyrirtæki og hugsa um hluthafana," sagði Ör- lygur Hnefill og bætti við að breytingar í kvótamálum - jafnt í landbúnaði og sjávarútvegi - hefðu engin áhrif á hagkerfí höfúðborgarinnar né fasteignaverð á SV-homi landsins. Varaþingmaðurinn sagði að landsbyggðin ætti fúllan rétt á því að opinber störf væm vistuð þar - ekki síður en á höfúðborgar- svæðinu. En hvað hefur gerst? í úttekt vegna áranna 1994 - 1997 sem unnin var fyrir stjóm Byggða- stofhunar og lögð fram í febrúar 1999, kemur fram að samtals fjölgaði stöðugildum í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi um 455 en fækkaði ura 31 í öðmm kjör- dæmum. Útgjöld A-hluta ríkis- sjóðs, á verðlagi 1997, hækkuðu milli áranna 1994-97 um 6,4 milljarða kr. í Reykjavík, um 2,7 milljarða kr. í Reykjaneskjördæmi og um 1,1 milljarð kr. í öðmm kjördæmum. Útgjöld vegna gmnn- skólans eru ekki meðtalin. Verðtrygging og raunveruleiki 1 þingsályktunartillögunni seg- ir: „Við skoðun til jöfhunar og leiðréttingar þessa misvægis hljóta öll ráð að koma til greina og má varpa því fram hvort tengja megi verðtryggingu lána opinberra byggingarsjóða við þann raunvem- leika sem landsbyggðarfólk býr við. Ljóst er eins og mál standa nú að lán á eignum víða á lands- byggðinni hækka með allt öðmm hætti en verðgildi eignarinnar sem byggð var fyrir þau, með fyrirséðu eignaleysi lántakendanna. Því hlýtur það að vera lánastofnunum jafnt sem landsbyggðarfólki mikið hagsmunamál sem hér er flutt.“ „Það er vel að eignir fólks á höfúðborgarsvæðinu hafi aukist að verðgildi og að þróunin hafi verið sú. Þessu hefur ekki verið eins farið með eignir fólks á lands- byggðinni og hafa þær í raun rýmað, í mörgum tilvikum stór- lega, og það er illt og óviðunandi,“ segir Örlygur og telur að stjóm- málamenn og Alþingi hafi ekki hugað að þessu sem skyldi og að tími sé kominn til að löggjafmn láti þetta mál til sín taka með einhverjum hætti. Hvar vœri ftskvinnslan? Af þessu má sjá það skelfilega sem er að gerast varðandi eignir og fjármál fólks sem hefur bundið eignir sínar á landsbyggðinni ekki hvað síst til að vinna að gjald- eyrisöflun fyrir þjóðarbúið við sjávarútveg og tekið þannig þátt í nauðsynlegum útgerðar- og fisk- vinnslukostnaði. Því að hvar væm útgerð og fiskvinnsia ef fólk hefði ekki byggt og keypt fasteignir hringinn í kringum landið til að taka þátt í veiðum og framleiðslu sjávarfangs? Sama á við um aðra nauðsynlega atvinnustarfsemi á landsbyggðinni og þjónustu við íbúana þar. í Reykjavík árið 1990 var fermetraverð 66.007 kr. og 2000 var það 109.605 kr. Hækkun er 43.598 kr. á fermetra, eða 66,05%. í ísafjarðarbæ árið 1990 var fermetraverð 41.508 kr. og 2000 var það 44.493 kr. Hækkun er 2.985 kr., eða 7,19%. Á Akureyri 1990 var fermetraverð 51.140 kr. og 2000 var það 75.934 kr. Hækkun er 24.794 kr. eða 48,48%. Þess ber að geta að Akureyri sker sig úr á landsbyggðinni utan ábrifasvæðis höfuðborgarinnar. í Fjarðarbyggð 1990 var fermetraverð 39.148 kr. og 2000 var það 39.794 kr. Hækkun var 646 kr., eða 1,65%. HrútasM er komin út Hrútaskrá sauðfjársæðinga- stöðvanna á Suður- og Norður- landi veturinn 2002-2003 er komin út. Að þessu sinni eru í skránni fleiri hrútar en nokkru sinni fyrr. Á Suðurlandi standa sauðfjár- ræktendum til boða 27 hrútar, 19 hyrndir, 7 kollóttir og 1 forystu- hrútur. Á Norðurlandi verða í vetur 15 hyrndir, 8 kollóttir og 1 forystuhrútur eða samtals 24 hrútar. Samtals verða því 51 hrútur á stöðvunum í vetur og þar af eru 22 að koma til notkunar í fyrsta sinn á stöð. Hrútakostur stöðvanna hefur sjaldan eða aldrei verið öflugri að gæöum, enda heyrir það nánast sögunni til að á stöð séu teknir einstaklingar sem ekki hafa verið afkvæmaprófaðir áður. í vali hrúta á stöðvarnar er reynt að koma til móts við sem flest sjónarmið í þeim efnum. Þó er æ meira kapp lagt á minni fitusöfnun, enda eru skilaboð markaðrins ótviræð í þeim efnum og af þeim verður kynbótastarfið ætíð að taka mið. Á sl. ári voru sæddar 25.265 ær frá báðum stöðvunum og er það mesti fjöldi frá upphafi þessa starfs hérlendis, og 12% aukning frá árinu áður. Vonandi verður framhald á þeirri aukningu sem orðið hefur í sæðingum á síðustu árum en með þeim aukast nú framfarir í sauðfjárstofninum hröðum skrefum. Austur- stækkun ESB Á fúndi leiðtoga ESB 24.-25. október var m.a. gengið ffá samningum varðandi landbúnaðar- stefnu sambandsins sem leggur grunninn að því að ljúka samningum við ný aðildarríki hvað landbúnað snertir. Samþykktar voru tillögur framkvæmdastjómarinnar um inn- leiðingu beingreiðslna í áfóngum í nýju aðildarlöndunum. I upphafi fá bændur í þessum löndum 25% af þeim stuðningi sem bændur í núverandi aðildar- löndum fá, en stuðningurinn fer síðan vaxandi og verður sá sami hjá öllum árið 2013. Enn fremur var samþykkt þak á heildarútgjöld til landbúnaðar árin 2007-2013 og að ekki verði hreyft við áður ákveðnum útgjaldaramma fyrir árin 2004-2006. Ákvörðun um þak á útgjöld árin 2007-2013 er þó ekki bindandi gagnvart hugsan- legum breytingum á landbúnaðar- stefnunni eða þeim útgjaldaramma sem ESB mun semja um fyrir tímabilið eftir 2006. Einnig er gerður fyrirvari vegna niðurstöðu úr yfirstandandi WTO viðræðum. M.ö.o. á þessi samþykkt eingöngu við óbreytta landbúnaðarstefhu sem ljóst er hins vegar að mun taka einhverjum breytingum á næstu árum. Að kröfú Finna kemur fram í samþykkt fundarins að landbúnaðarstefha ESB eigi í framtíðinni að tryggja að unnt verði að stunda landbúnað á harðbýlum svæðum innan ESB og viðurkenna áffam fjölþætt hlut- verk landbúnaðar á öllum svæðum innan sambandsins. Þetta er mikil- væg viðurkenning fyrir landbúnað í Finnlandi og nyrðri héruðum Svíþjóðar. Ekki er búið að ljúka samningum við nýju aðildarlöndin um framleiðslu kvóta og kvóta á hektara lands og fjölda dýra sem njóta beingreiðslna. Víða ber enn verulega á milli krafa nýju land- anna og tillagna ffamkvæmda- stjómarinnar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.