Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. nóvember 2002 BÆNDABLAÐIÐ 7 Bára Guðmundsson, Staðarskála. Hildigaard Diirr, Efri-Brú í Grímsnesi með henni Sólveigu Sigurðar- dóttur á Höfðabrekku í Mýrdal. Sigríður Lárusdóttir og Jóhann Albertsson frá Gauksmýri og Jón K. Jónsson frá Brunnhóli á Mýrum. F.v. Arthur Pétursson og Kristín Brynjólfsdóttir frá Syðri-Vík i Vopnafirði og Hulda E. Daníelsdóttir, Gistihúsinu Egilsstöðum. T.v. Bryndís Óladóttir og Guðrún Bergmann. Kolbrún Ulfsdóttir, (lengst til hægri) bóndi á Rauðuskriðu ræðir við starfsmenn Fb. F.v. Erla Petersen, María Leifsdóttir, Nanna Bergþórs- dóttir. Uppskeruhátíö terðaskrilstoluhænda Bjartsýni rikjandi „Þema þessarar ráðstefnu var umhverfisvæn ferðaþjónusta, þar sem rædd var áiyktun Ferða- þjónustu bænda ffá síðasta aðalfundi um að stefna að því að vera í fararbroddi í umhverfis- vænni ferðaþjónustu í ffamtíðinni. Við ræddum líka mörg okkar innri mála. Mæting var mjög góð eða um 90 manns. Þá mætti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og flutti ávarp og Ari Teitsson, for- maður Bændasamtakanna og fleiri málsmetandi menn létu einnig sjá sig,“ sagði Sævar Skaptason, ffamkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, í samtali við Bbl. Á ráðstefnunni var haldið um- hverfisnámskeið fyrir ferða- þjónustubændur og er það í ffam- haldi af námskeiði Hólaskóla sem búið er að fara með hringinn í kringum landið. Þá var rætt um vottunarkerfi Green Globe 21 á vistvænni ferðaþjónustu og fúndurinn ákvað að leita eftir slíkri vottun fyrir skrifstofúna. Flokkun gistingar og þjónustu Sævar segir að í almennum um- ræðum hafi afkoma greinarinnar verið rædd og gæðamál, svo sem flokkun gistingar og þjónustu. „Það var almennt mjög gott hljóð í mönnum og bjartsýni ríkjandi,“ sagði Sævar Skaptason. Uppskeruhátíðin var haldin á Grand Hótel í Reykjavík dagana 11. og 12. nóvember síðastliðinn. Fyrri daginn voru umræður undir kjörorðinu í fararbroddi í um- hverfisvænni ferðaþjónustu. Þar var um námskeið að ræða, um- ræður, markaðssetningarreynslu- sögu og síðan voru kynntar líf- rænar og umhverfisvænar vöru- tegundir sem notaðar eru í ferða- þjónustunni. Síðari dag uppskeru- hátíðarinnar voru umræður um hvort þörf sé á róttækum breytingum í flokkunarkerfi og gæðastarfi Ferðaþjónustu bænda. Einar Bollason ræddi þá um umhverfisvæna ferðaþjónustu og Elín Berglind Viktorsdóttir um Green Globe 21 viðurkenningar- og vottunarkerfi fyrir ferða- þjónustu. Marteinn Njálsson for- maður Félags ferðaþjónustubænda, talaði um Green Globe 21 út ffá sjónarhóli ferðaþjónustubænda og Sævar Skaptason ffamkvæmda- stjóri ræddi um sama mál með hliðsjón af hagsmunum skrifstofu Ferðaþjónustu bænda. Mælt af munni fram Hjálmar Freysteinsson sá á forsíðu DV Magasín fyrirsögn sem er meö stuðlasetningu og lauk við vísuna: Konur stjórna öllu á Ólafsfirði. Eru karlar orðnir þá einskis virði? Taugaveiklun Maður nokkur sat aftur í leigubíl og pikkaði f öxlina á bllstjóranum til þess að spyrja hann spurningar. Leigubílstjórinn öskraði upp yfir sig, missti stjórn á bílnum, og var næstum þvf búinn að keyra í veg fyrir strætó. Hann fór upp á gangstétt og stoppaði örfáum sentímetrum frá búöarglugga. I nokkrar sekúndur var allt hljótt í bflnum. Síðan segir bilstjórinn: „Heyrðu félagi, þetta skaltu aldrei gera aftur. Þú hræddir næstum úr mér líftóruna” Farþeganum var illa brugðið en sagði aö lokum: „Fyrirgeföu, ég vissi ekki að smá pikk I öxlina myndi valda þessum viðþrögðum." „Æ, fyrirgefðu" sagöi þflstjórinn, „Þetta er nú reyndar ekki þín sök. I dag er fýrsti dagurinn minn sem leigubílstjóri, ég er búinn að aka líkbll 125 ár.“ Sorp til Reykjavíkur Þórarinn Eldjárn sá llka fyrirsögn með stuðlasetningum og sagði á vefnum: „Stundum rekst maður á fyrirsagnir I blööum sem eru fullboðlegir vísupartar eða því sem næst. f DVI dag t.d: Þingeyingar senda sorp sitt til Reykjavíkur. Er ekki fall dreifbýlisins á næsta leyti þegar jafnvel sorpið leitar suður?" Daufri vist með dáðlaust norp I dreifbýli senn lýkur: Þingeyingar senda sorp sitt til Reykjavíkur. Hálfeydd sveit Hjálmar Freysteinsson bætti við og sagöi: Hálfeydd sveit og hrörleg þorp hér er engin sála rík, en það veit ég að þingeyskt sorp þykir prýða Reykjavík. Útúrsnúningar og spaug Hér koma nokkrir málshættir I útúrsnúningastll sem margir hafa gaman af. Betra er að ganga fram af fólki en björgum. Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráöamenn. Léttara er að sóla sig en skó. Betri er einn fugl I sósu en tveir I frysti. Ekki er aðfangadagur án jóla Blankur er snauður maður. Lengi lifa gamlar hræður. Betra er langlífi en harðllfi. Sá hlær oft sem vlöa hlær. Margur sefur yfir sig sem vaknar ekki á réttum tlma. Rangt er alltaf rangt, það er rétt. Margur hefur farið flatt á hálum ís Sjaldan er góður matur of oft tugginn. Betri eru læti en ranglæti Betri er uppgangur en niöurgangur. Betra er að standa á eigin fótum en annarra. Þegar neyðin er stærst er hjálpin fjærst. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson. Netfang: ss@bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.