Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 18
4 18 BÆNDABLAÐIÐ Þridjudagur 26. nóvember 2002 Formenn BSK, f.v. Jóhann Jónasson, Páll Ólafsson, Kristján Oddsson, Skúli Geirsson og Guómundur Jónsson. BúnaOarsamband Kjalarnespings 00 ára Búnaðarsamband Kjalames- þings fagnaði 90 ára afmæli sínu með hátíðasamkomu í Hlégarði í Mosfellsbæ laugardaginn 2. nóv. sl. Fyrsta fúndargerðin hefst á eftirfarandi orðum: „18. mars 1912; 1. fundur; Stofnfundur Búnaðar- -ysambands Kjalamesþings. Eftir fundarboði nokkurra bænda á Sel- tjamamesi og Mosfellssveit var fundur haldinn í Reykjavík." A annað hundrað bændur og gestir mættu til fagnaðarins, þar á meðal formaður og ffamkvæmda- stjóri Bændasamtaka Islands, for- menn nágrannabúnaðarsambandanna í austri og vestri og nokkrir fyrr- verandi formenn sambandsins og starfsmenn. Samkoman hófst með því að Karlakór Kjalnesinga söng jiokkur lög, en upphafið að starfi * órsins má rekja til undirbúnings hinnar miklu hátíðar sem haldin var í Viðey í tilefni af 80 ára afmæli búnaðarsambandsins sumarið 1992. Formaður búnaðarsambandsins, Guðmundur Jónsson á Reykjum sagði frá stofnun þess árið 1912 og r rakti helstu þættina í sögu þess. 1 ávörpum gesta var einnig margt rifjað upp frá fyrri tíð og m.a. vikið að hinni miklu sérstöðu svæðisins vegna áhrifa þéttbýlisins, sem jafnan hefúr sett mikinn svip á starfið. Ari Teitsson benti á að hér hefði vagga margra búgreina staðið og nefndi sem dæmi garðyrkju og ylrækt, svínarækt, >alifúglarækt og loðdýrarækt, en einnig var minnst á kynningar og upplýsingastarf gagnvart þéttbýlis- búum og þróun mjólkursölu- mála og þátttöku forystumanna svæðisins í félagskerfi land- búnaðarins á landsvfsu. Einhver sagði í salnum að; „þar sem tveir neytendur koma saman þar er markaður“, og vildi með því benda á að bændur á svæðinu hefðu kannski fyrstir fúndið búvöru- markaðinn, eða a.m.k. átt mikinn þátt í þróun hans og markaðs- setningu búvara almennt. Formenn Búnaðarsambands Kjalamesþings hafa frá upphafi ^verið 9, en þeir eru: 1912-1917 Björn Bjarnarson, Grafarholti 1917-1933 Magnús Þorláksson, Blikastöðum 1933-1960 Kristinn Guðmundsson, Mosfelli Guðmundur Jónsson formaður og Valur Þorvaldsson ráðunautur og framkvæmdastjóri. 1960-1975 Jóhann Jónasson, Sveinskoti 1975-1981 Páll Olafsson, Brautarholti 1981-1983 Skúli Geirsson, írafelli 1983-1986 Halldór Einarsson, Setbergi 1986-1991 Kristján Oddsson, Neðra-Hálsi 1991-2002 Guðmundur Jónsson, Reykjum Af þessum formönnum eru 6 á lífi og voru 5 þeirra mættir og vom heiðraðir sérstaklega, ásamt nokkmm starfsmönnum sem lengi störfúðu í þágu sambandsins. Þeirra á meðal var Jóhann Jónas- son í Sveinskoti á Alftanesi, sem var formaður í 15 ár, en hafði áður verið ráðunautur sambandsins árin 1940 til 1946 og síðan formaður 1960 til 1975. Jóhann, sem sjálfúr er 16 dögum eldri en búnaðar- sambandið og fagnaði 90 ára afmæli sínu 2. mars 2002, ávarpaði fundinn og sagði skemmtilegar sögur frá fyrri tíð, þar á meðal frá störfum sínum sem ráðunautur á stríðsárunum. Meðal þess sem Jóhann vék að vom kátlegar sögur af samskiptum hans við konumar á bæjunum, sem ráðunautum er varla ráðlegt að segja ffá fyrr en þeir eru níræðir. Búnaðarsambandinu bárust góðar gjafir og heillaóskir í tilefni af tímamótunum. Bændur af Suöurnesjum Túttuiötulóðrun með súrmjúlk Þegar kálfúr gengur undir kú eftir fæðingu sýgur hann kúna 5-8 sinnum á dag fyrstu dagana. Til að kálfamir þrífist sem best þarf að líkja eftir þessu atferli kálfanna eftir því sem kostur er. Fóðrun kálfa með kálfafóstm (vél sem skammtar kálfúm mjólk sjálfkrafa) er ágæt lausn í þessu tilfelli, en kostar þó- nokkra peninga. Önnur lausn getur verið að leyfa kálfúnum að hafa fijálsan aðgang að súrmjólk, sem er vel þekkt aðferð í Noregi en er lítið þekkt hérlendis, þar sem þeir fáu sem gefið hafa súrmjólkina hafa flestir skammtað hana líkt og um venjulega fóðmn kálfa væri að ræða. Norski kúabóndinn Kjell Rind- hölen í Vágá ffamleiðir 65.000 1 mjólkur en vinnur daglangt ffá búinu sem vaktmaður. Til að geta sinnt kálfúnum sem best hefúr hann komið sér upp föstu vinnuferli við fóðmnina. 1: Venja kálfana nógu unga á túttur Kálfamir fá mjólk úr flösku fjórum sinnum á dag fyrstu þrjá dagana eftir fæðingu, en síðan fara þeir í hópstíur. í stíunum em túttu- fötur sem fyllt er á eftir þörfúm. Kjell leggur áherslu á að kálfamir fái mjólk nógu oft fyrstu dagana þannig að þeir læri að drekka hægar og „hugsi“ ekki ávallt um að drekka þar til mjólkin er búin! Reynsla hans er að því yngri sem hægt er að venja þá á túttumar - því betra. 2: Nota sömu túttur i stium og er á flöskum Fyrstu dagana þarf að fylgjast vel með því að kálfamir læri að drekka úr túttunum og sérstaklega eftir að þeir koma í stíumar. Reynslan sýnir að kálfar læra mikið hveijir af öðmm og því er auð- veldara að kenna þeim ef fyrir í stíunum em kálfar með „reynslu“. Þetta gengur auðvitað ekki með alla kálfa og þá gefúr Kjell þeim úr flösku í stíunum og þegar þeir em byijaðir að drekka færir hann þá yfir á föstu túttumar í stíunni. Kjell leggur áherslu á að nota sömu gerð af túttum á flöskum og í stíum, þar sem kálfamir geta tekið því illa að fá allt í einu aðra gerð en þeir lærðu á fyrstu dagana. Stærð, mýkt og gegnumstreymi túttanna skiptir miklu máli og gatið sem er á túttum sem keyptar em á að vera rétt - það á að taka nokkum tíma fyrir kálfana að drekka! Gott ráð er að eiga ávallt túttur til á lager, enda er mjög baga- legt að lenda í því að þær rifhi um helgar þegar verslanir em lokaðar! 3: Súrmjólkin þarf ekki að vera volg Þegar kálfar fá mjólk í skömmtum þarf hún að vera volg en þegar þeir fá hins vegar mjólk eftir átlyst á hún ekki að vera upphituð. Astæðan er tvíþætt; volg mjólk tryggir að hún hleypur, sem ekki er þörf á þar sem um súrmjólk er að ræða, en einnig drekka kálfar mun meira af volgri mjólk. Kjell hefúr mjólkina í venjulegum fjóshita (10- 14°C). Þegar kálfamir drekka svona kalda mjólk er sjálfsagt að þeir hafi aðgengi að þunu og hlýju legusvæði og til þess notar Kjell bæði sag og hálm. 4: Vel sýrð mjólk og hrein áhöld Það er vel þekkt að kálfar þola betur súrmjólk en ferskmjólk nokkr- um dögum eftir fæðingu. Kjell notar annaðhvort sýrða ferskmjólk eða sýrða kálfamjólk, allt eftir því hvemig framleiðslustaða er gagnvart mjólkurkvóta. Til að sýra mjólkina notar hann ávallt súrmjólk (innskot þýðanda: til að sýra mjólk er gott að nota einn lítra af AB-mjólk eða einn lítra af venjulegri súrmjólk út í 50 lítra mjólkur og láta standa í stofú- hita í einn sólarhring) og leggur áherslu á að þrífa vel bæði súr- mjólkurgeymslu og áhöld. Magn súrmjólkur miðar hann við að endist í eina viku og sýrir svo næstu um- ferð. Þar sem súrmjólk skilur sig við geymslu er mikilvægt að hræra í henni daglega og jafnframt þarf að þrífa túttufötur annan eða þriðja hvem dag. 5: Kálfarnir þurfa bœði gróf- og kjarnfóður Fram til fjögurra vikna aldurs fá kálfamir aðallega súrmjólk og drekka þeir um tíu lítra daglega. Eftir þann tíma byrjar Kjell að blanda vatni í súrmjólkina og þegar kálfamir era átta vikna er blandan að mestu vatn. í stíunum hafa kálfamir aðgang að kjamfóðri. Kjamfóðrið er skammtað sjálfkrafa nokkram sinnum á dag með gjafakerfi fra Reimeog þannig tryggt að káifamir fái ekki of mikið kjamfóður og að það spillist síður. Þetta gefúr Kjell allan mjólkurfóðrunartímann og smáeykur magnið fram í lok mjólkurfóðrunar. Jafhffamt hafa kálfamir aðgang að rúllubaggaheyi allan tímann. 6: Eftirlit og umliirða Þrátt fyrir að vinnan við kálfa- uppeldið sé þónokkur þarf hún ekki að fara ffam á föstum tímum og býður þetta uppeldiskerfi því upp á nokkum sveigjanleika. Á morgnana byrjar Kjell á því að fylla á túttu- fötumar. Eftir að hann tók upp nýja hætti við fóðrunina er hann mun fljótari að gefa, en leggur þess í stað meiri áherslu á eftirlit með kálfún- um. Umgengni er jafnffamt mikil- vægur þáttur, en Kjell hefúr tekið eftir því að kálfamir era miklu rólegri og sultarbaul heyrist ekki lengur þegar einhver kemur í fjósið. Eftir að nýir hættir vora teknir upp við fóðranina hefúr ekki komið upp eitt einasta tilfelli af skitu eða sogvandamál. Ef skita kæmi upp getur Kjell tekið viðkomandi kálf ffá hinum til að tryggja að ekki komi upp smit á milli þeirra. Þrátt fyrir að þessi aðferð við fóðrun kálfa hafi reynst Kjell vel, er hann ekki viss um að þetta henti í öllum tilfellum. Hjá honum era allar kýr snemmbærar og kálfamir því allir á svipuðum aldri. Þar sem burður dreifist á lengri tíma getur verið erfitt að vera með sjálfifóðranarkerfi þar sem kálfar innan sömu stíu geta verið á mjög ólíkum aldri. Þýtt og endursagt úr Buskap 7/2002/SS. □ RUNNSKÓLINN TJARNARLUNDI VhÐTÖL. VIC S I NQIBERB TlLFINNINGAR TÓNLIBTARBÍÐA HRÚTABÝNING QB RÉTTIR LÍFIÐ f DÖLUNUÍT mm Saumastofan Saumur ehf Koddar, saangur, kelidýnur og margt flf •^íminn hjé okkur sír; 434-1595 Glæsilegt shðlablað hjá nemendum grunn- skólans í Tjarnarlundi Nemendur í grunnskólanum í Tjarnarlundi í Saurbæ í Dölum voru að gefa út glæsilegt skólablað sem þau kalla Saurbæjarblaðið. Þetta er 2. tbl. af Saurbæjarblaðinu en áður voru gefin út lítil blöð sem nefndust Saurpósturinn. Skólinn er fámennur og þeim mun meira afrek er það hjá nemendunum að gefa út þetta ágæta og vel unna blað. Ritstjórar eru sjö og heita Kristján Ingi, Tómas, Þórunn Lilja, Baldur, Gísli Rúnar, Ásdís Helga og Sandra Sig. Ábyrgðarmaður er Guðjón Torfi Sigurðsson skólastjóri. Umbrot á blaðinu önnuðust nemendur sjálfir í samvinnu við fyrirtækið Litmyndir. I blaðinu er mikið af skemmtilegu efni og auglýsingum til að kosta prentunina, eins og segir í ritstjóraspjalli, og fjöidi af litmyndum. Gaman væri að heyra af útgáfumálum annarra grunnskóla á landsbyggðinni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.