Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 26.11.2002, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 26. nóvember 2002 BÆNDABLAÐIÐ 19 Aukin pátttaka í gæða- stjðrnun í hrossarækt Þeir hrossaræktendur sem hér um ræðir eru eftirfarandi: Á ráðstefnunni Hrossarækt 2002 sem haldin var sl. fostudag voru afhent vottunarskjöl þeim hrossaræktendum sem tóku þátt í verkefninu og stóðust allar kröfur árin 2001-2002. Gæðastjómun í hrossarækt tekur á þeim þáttum sem lúta að ræktunarbókhaldi, landnýtingu og umhirðu. Þeim búum sem standast kröfúmar er heimilt að nota gæðamerki hrossaræktarinnar til að auðkenna og markaðssetja afúrðir sínar. 'tirfarandi: Hólum í Hjaltadal Ásgeirsbrekku Hrafnkelsstöðum 1 Þóreyjarnúpi Hofi Ytra-Skörðugili Keldudal Stóra-Ósi Hjaltastöðum Enni Bakka Jarðbrú Ölvaldsstöðum 4 Lundum II Auöunnarstöðum Stóru-Ásgeirsá Kimbastööum Þingeyrum Hólaskóli, Bjarni Maronsson, Haraldur og Jóhanna, Guðrún Bjarnadóttir, Jón Gislason, Ingimar Ingimarsson, Keldudalsbúið, Friðrik Böðvarsson, Þórólfur og Anna, Haraldur Þór Jóhannsson, Þór Ingvason, Þorsteinn Hólm Stefánsson, Guðrún Fjeldsted, Sigbjörn Björnsson, Júlíus G. Antonsson, Elías Guðmundsson, Hróðmar og Jón Hjörleifssynir, Þingeyrabúið, ÆÐARBÆNDURI Dúnhreinsunin ehf. Flatahrauni 29b Hafnarfirði Við kappkostum að bjóða gott verð og góð kjör, sem við teljum að sé besta verð og bestu kjör sem í boði eru á næsta vori. Viðbótar afsláttur ef pantað er fyrir 10. janúar n.k. Eins og sjá má á töflunni bjóðast best kjör sé pantað fyrir 10. janúar n.k. það grundvailast á því að því fyrr sem við pöntum því betra verð, og við látum bændur njóta þess aðfullu. Ef óskað er eftir kaupum fyrr, þá er 1,5% staðgreiðslu- afsláttur frá maíverði fyrir hvern mánuð, sem þýðir að ef keypt er í desember n.k. þá er 7,5% afsláttur, auk pöntunarafsláttar frá verðlistaverði okkar. rðlisti fyrir áburð vorið 2003. Verð án vsk. í 600 kg sekkjum Pöntunar- afsláttur 5% á tonn Verð KB í maí með 5% pöntunarafslætti á tonn Tegund: N p2o5 K20 Ca S EM-Mix 15-15-15 15 15 15 2 1,5 1.059 20.131 EM-Mix 20-10-10 20 10 10 3 2,5 995 18.903 EM-Mix 24-9-8 24 9 8 3 2,5 995 18.903 EM-Mix 26-14 26 14 1,5 1 1.059 20.131 EM-Mix 20-12-8 20 12 8 2,5 2,5 1.027 19.516 EM-Mix 20-14-14 20 14 14 1 1 1.092 20.743 EM-MiX 26-7 26 7 4 4 917 17.429 N-34 34 937 17.798 N-27 - Einkorna 27 4,5 3 917 17.429 EM-Mix 15-15-15 er einkorna KB greiðir hlutdeild I flutningsgjaldi með eftirfarandi hætti: 0-50 km frá Grundartanga 500 kr á tn. án vsk. Yfir 50 km frá Grundartanga 650 kr á tn án vsk Verð miðuð við pöntun fyrir 10. janúar 2003 og greiðslu I maí 2003. Enginn fjármagnskostnaður fyrr en 15. júní 2003. Greiðslufyrirkomulag: Verð miðast við gjaldfærslu í opna viðskiptareikninga 31.05.2003. það þýðir að bændur sem eru í mánaðarreikningum hjá KB þurfa ekki að greiða áburðarkaup sín fyrr en 15. júní 2003. Nýir viðskiptavinir verða að semja um reikningsviðskipti og fyrirkomulag uppgjörs, en við erum sveigjanlegir í samningum. Flutningsgjald: Óbreytt frá fyrra ári - engin verðbólga. Gerðu hagstæð innkaup tímanlega og sparaðu með okkur! i6 frá kl. 8-12 og 18 alla virka daga BUREKSTRARDEILD BORGARNESI Engjaás 2 - 310 Borgarnesi Afgreiðsla sími 430 5620 - Fax 430 5621 Bændur á Vesturlandi, m Vestfjörðum og Ströndum, Aburður betra verði! r IUiiið samstarf FÐF landanna skllar ðrangrl Ræktunarfulltrúar FEIF landa hittust á árlegum fundi sínum í London helgina 8.-10. nóvember sl. Undanfarin ár hefur fundurinn verið haldinn í Reykjavík en nú var brugðið út af vananum í þeim tilgangi að reyna að fá ræktunarfulltrúa frá löndum sem yfirleitt hafa ekki séð sér fært að mæta til að koma, en það bar ekki árangur. Fundurinn var haldinn á hinu virðulega Clarendon Hóteli í Blackheath í London og mættu fulltrúar frá Austurríki, Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, Hollandi, Noregi, íslandi, Svíþjóð, Sviss og Þýskalandi. Skrásetjarar WorldFengs í Danmörku, Noregi og Hollandi voru einnig meðal fundarmanna. Jafnframt sat forseti FEIF, Tone Kolnes, fundinn, ásamt Fi Pugh ritara FEIF og Jens Otto Veje ræktunarleiðtoga FEIF, sem sat í forsæti fundarins. Frá íslandi komu Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka íslands og fulltrúi í ræktunarnefnd FEIF og Jón Baldur Lorange verkefnisstjóri WorldFengs verkefnisins og fulltrúi í skýrsluhalds- nefnd FEIF. hliðurstaða að nást varðaadi landbúaaðar- styrki ESB fii nýrra aðildarlanda? Frakkar og Þjóðverjar hafa gert samkomulag um hvemig ESB muni styðja við landbúnað á komandi árum. Talið er að sam- komulagið hafi mikla þýðingu fyrir heildarstefnu ESB í land- búnaðarmálum, þar sem Þjóð- verjar greiða landa mest til landbúnaðar og Frakkar fá hlutfallslega mest allra landa. I samkomulaginu kemur fram að nýju aðildarlöndin fái 25% af núverandi styrkjum Evrópusambandsins og styrkimir vaxi ár frá ári fram til ársins 2013, þegar þeir verða orðnir jatúháir og önnur lönd innan ES fá. Á sama tíma munu árleg heildarútgjöld til landbúnaðar- mála aukast úr tæplega 4.000 milljörðum í rúmlega 4.200 milljarða. Misjafnt er eftir bú- greinum hverjir styrkimir verða, en útlit er fyrir að áhrif á mjólkurframleiðslu verði ekki veruleg/SS. Heimild: Dansk Kvceg Náið samstarf FEIF landanna skilar árangri Stærsta fúndarefhið var um- fjöllun um stöðu WorldFengs, samstarfsverkefnis Bændasamtaka íslands og FEIF og gaf Jón Baldur Lorange skýrslu um stöðu þess. Helstu markmiðum verkefnisins væri náð og verið að skrá og lesa inn gögn. Að sögn Jóns Baldurs vonaðist hann til að um áramót væru gögn frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Sviss og Bretlandi að mestu leyti komin inn. Samstarfið við Þjóðverja væri aftur hafið eftir smátmflun og einnig hefðu Norð- menn lýst því yfir að þeir hefðu áhuga á að semja við tölvudeild Bændasamtakanna um að taka að sér skráningu fyrir þá til að flýta verkinu. Hollendingar væru einnig að undirbúa sín gögn. Annegrete Veje, skrásetjari WorldFengs í Danmörku, gerði grein tyrir því sem hefði verið unnið við undir- búning að innlestri á gagnagrunni Danska íslandshestafélagsins í WorldFeng og hvað ætti eftir að gera. Hún lýsti yfir ánægju með samstarfið við tölvudeild Bænda- samtakanna. í dag hafa 12 þúsund hross af um 17 þúsund verið flutt yfir í WorldFeng. Næsta skref er að flytja alla kynbótadóma og er áætlað að því verki ljúki í þessum mánuði. Tone Koines gaf skýrslu fyrir hönd Inge Kringeland ræktunarfúlltrúa Norðmanna um notkun á WorldFeng í skráningu á þremur alþjóðlegum kynbóta- sýningum í Noregi á þessu ári. Sú vinna hefði gengið vonum framar, hefði auðveldað og minnkað alla vinnu við sýningarstarfíð. Hún vildi koma þökkum til World- Fengs fólksins á íslandi fyrir vel unnin störf og ánægjulegt sam- starf. Erindi urn kynbótamat Ágúst Sigurðsson flutti erindi um kynbótamat og undirbúning að alþjóðlegu kynbótamati sem byggir á gögnum í WorldFeng. í máli hans kom ffarn að reiknað er með að fyrsta matið verði byggt á gögnum frá öllum Norðurlöndunum en nú er verið að rannsaka samræmi í eldri dómum og meta erfðastuðla innan og milli landa. Síðan verði hægt að bæta inn í matið gögnum frá fleiri löndum eftir því sem þau tínast inn í WorldFeng. Þá flutti Ágúst einnig erindi um skilgreiningar og * skráningu á hrossalitum og lagði ffam hugmynd að nýju litskráningar- kerfi. Anægja með vegabréfin í fyrsta sinn í mjög mörg ár var ekkert fjallað um kynbótadóma og reglur á ræktunarfúndinum en nýju reglumar um kynbótadóma, FIZO 3.2002, sem síðasti aðalfúndur FEIF samþykkti eru nú fúllgildar í öllum FEIF löndum. Markar það í rauninni mikil tímamót en í WorldFeng verður ekki hægt að skrá aðra kynbótadóma en þá sem em í samræmi við FIZO 3.2002 frá og með árinu 2003. Benda má á r það að íslenska dómkerfið eins og það var skilgreint sl. sumar er kjaminn í FIZO 3.2002. Á fúndinum voru kynnt og rædd hin nýju hestavegabréf sem Bænda- samtökin hófú að gefa út í júlí á þessu ári. Allir ræktunarfúll- trúamir lýstu yfir ánægju með vegabréfm og sögðu þau standast allar kröfúr sinna landa full- komlega. Fulltrúi Svía, PA Finn, greindi ffá hugmyndum um að nota svonefrid Smartkort til að geyma upplýsingar sem skráðar em í hestavegabréfin. Hann sagði * ffá því að sænsk yfirvöld væm nú að kanna hvort slík kort væm til hægðarauka og fengjust samþykkt innan Evrópusambandsins. Ágúst Sigurðsson og Jón Baldur Lorange vom mjög ánægðir með fundinn, þeir sögðu að ríkt hefði mikill samhugur í verki og f léttur andi en næsti fundur verður haldinn í Reykjavík að ári.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.