Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 1
8. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur29. apríl 2003 ISSN 1025-5621 Hóta að knésetja WHO Sykuriðnaðurinn í Bandaríkjun- um hótar að knésetja Alþjóða- heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) með því að krefjast þess að bandaríska þjóðþingið hætti ijárstuðningi við stofnunina nema hún dragi til baka ieiðbeiningar um hollt mataræði sem áttu að koma út sl. miðvikudag. Sykurfram- leiðendur eru æfareiðir vegna Ieiðbeininganna, þar sem fram kcmur að sykur ætti ekki að nema meira en 10% af mataræði fólks. Þetta kemur fram í grein í dagblaðinu The Guardian. I leiðara Bændablaðsins segir Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna um málið. „Viðbrögð margra öflugustu aðila heimsins á Stærri halarnarstofn er ekki sist velvilja bænda að pahha Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um friðun íslenska hafarnarins og sam- býli hafarnar og æðarfugls í tengslum við nýgenginn dóm hæstarétttar. "Dómur hæsta- réttar breytir engu um friðun arnarins. Hann er og verður alfriðaður og bændur munu að sjálfsögðu virða þá friðun svo sem verið hefur, "sagði Ari Teitsson, formaður BI, þegar blaðið innti hann eftir viðhorfi Bændasamtakanna til friðunar hafarnarins. Ari benti á að ffiðun amarins hefur á undanfomum ámm skilað þeim árangri að eminum hefur fjölgað vemlega og er ekki lengur í bráðri út- rýmingarhættu. " Það hygg ég megi þakka bændum landsins, þeir em að stærstum hluta eig- endur varpstöðva amarins og megin búsetusvæða hans. An velvilja þeirra hefði svo lítill stofn verið í vemlegri hættu ekki síst vegna utanaðkomandi umferðar og ónæðis, " sagði Ari og lagði áherslu á að eminum stafi ekki ógn af bændum heldur miklu ffemur af mögulegri mengun sjávar eða breyttu veðurfari og lífsskilyrðum og einnig af auknu áreiti utan- aðkomandi mannvistar á bú- setusvæðum hans. "Hitt er svo annað mál að það sambýli amarins og bænda sem eminum er svo mikilvægt byggir á að báðir hafi nokkum rétt. Þannig er ekki hægt að ætlast til að fjölgun amarins gefi honum sjálfkrafa rétt til að velja sér varpstaði í æðarvarpi sem bændur hafa varið og nytjað gegnum árin. Það er jafhffamt almennt viðhorf og skylda bænda að virða og verja eldri varpstaði amarins." Ari benti á að hugmyndir um aukið eftirlit með amarvarpi úr lofti væm vandmeðfamar. Bæði gætu þær valdið eminum meira áreiti en vemd og einnig yrði að hafa í huga að lágflug í grennd við ffiðlýst æðarvarp væri ætíð óæskilegt og raunar spuming hvort það sé leyfilegt. sviði ffamleiðslu matvæla og drykkjarvara við þessari niðurstöðu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hljóta að vera öllum hugsandi mönnum áhyggjuefhi. Það að ffam- leiðslurisamir í Bandaríkjunum skuli ætla sér að kúga einhverja virtustu alþjóðastofhun heimsins til þess að birta ekki vísindalegar niðurstöður um áhrif mataræðis sýnir á hvaða braut við emm komin í okkar kapítalíska hagkerfi. Ef það er í raun og vem svo að Mammon telur sig geta stjómað því hvaða þekking á heilbrigðissviði er birt og hver ekki þá gæti verið stutt í að velferð mannkyns verði fómað á altari þess guðs." Sjá leiðara á blaðsíðu 6 og greinina úr Guardian á blaðsíðu 28. Garðyrkjuskfili ríkisins á Reykjum gerður að háskúla Fjölmennt var í Garðyrkju- skólann á Sumardaginn fyrsta en þann dagvoru nemendur með opið hús fyrir gesti og gangandi. Dagurinn tókst ein- staklega vel, fjölbreytt dagskrá í boði og gestir gátu gert góð kaup á hinum ýmsu afurðum ís- lenskrar garðyrkju. Hápunktur dagsins var þegar Guðni Agústsson, landbúnaðarráð- herra skrifaði undir nýja reglu- gerð fyrir skólann, sem gerir honum kleift að kenna á há- skólastigi. Sérfræðingar skólans munu sjá um kennslu á háskóla- stigi en áfram verður boðið upp á öflugt starfsmenntanám og endurmenntun. Gert er ráð fyrir námsframboði á sviði garðyrkjuframleiðslu, skógrækt og umhverfistækni. Garðyrkju- skólinn er einnig með víðtækt rannsóknasamstarf á sínum sér- sviðum við innlendar og erlend- ar rannsókna- og menntastofn- anir. Þá lýsti ráðherra því yfir með afdráttarlausum hætti að Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá skyldi flytja að Reykjum og byggja skyldi yfir skólann, samtals um 1600 fermetra húsnæði. Sjá mynd á bls. 2 Góð aðsókn í lands- lagsarkitektúr á Hvanneyri Námsbraut í landslagsarkitektúr var sett upp við Landbúnaðar- háskólann á Hvanneyri (LBH) fyrir tveimur árum. Aðsókn hefur verið góð og útlit er fyrir að vísa þurfi nemendum frá í haust. Um er að ræða þriggja ára háskólanám sem lýkur með BSc-90 prófi, en til þess að hljóta réttindi sem landslagsarkitekt verða nemendur að Ijúka tveggja ára Msc námi (masters) við erlenda háskóla. LBH er með samninga við landbúnaðarháskólana á hinum Norðurlöndunum, auk Kanada um framhaldsnám. Ennfremur eru aðrir möguleika á framhaldsnámi svo sem í skipulagsfræðum, eða náttúru- vísindum. Námiðvið LBH hefur verið þróað í samvinnu við erlenda skóla og Félag íslenskra landslagsarkitekta auk fjölda innlendra stofnana og samstarfs- aðila sem koma að kennslu á margvíslegan hátt. Má þar t.d. nefna Umhverfisstofnun, Skipu- lagsstofnun, Landmælingar Islands, Isgraf / Loftmyndir svo einhverjir séu nefndir. Ennfremur er hafið samstarf við Listaháskólann og Háskóla Islands auk nokkurra sveitarfélaga og er nærtækast að nefna Borgar- fjarðarsveit, Borgarbyggð og Þessi unga stúlka, sem býr á Hvanneyri, var að dunda við að kroppa upp mosa sem hafði vaxið á milli steinhella þegar Ijós- myndari Bbl. átti leið um húsa- kynni Landbúnaðarháskólans um daginn. Stúlkan heitir Friða Isobel Friðriksdóttir og er dóttir þeirra Friðriks Steinssonar stöðvarstjóra Hólalax og Elisabeth Jansen, BSc nemanda við LBH. Líklega var mosahreinsunin hið mesta þjóð- þrifaverk - amk. var Fríða afar upp- tekin og alvörugefin þegar Bbl. truflaði hana við iðju sína. Gæöaátak í hestatengdrí feröaþjónustu Bls. 2 Búskapur og frárennsli Bls. 6 Er til Evrópuverö á matvælum? Bls. 10 Afkoma búsins byggir á jarörækt Bls. 15-18 Feröaþjónusta ein mikilvægasta atvinnugreinin Bls. 22 | Kosningar í nánd Bls. 24-25 Akranesbæ. Megintilgangur með þessari nýju námsbraut er að bjóða upp á góðan grunn í náttúrufræðum, fé- lagsffæði og hönnun, en á því byggist flest öll skipulagsvinna. Samkvæmt lögum er allt landið nú skipulagsskylt og því hlýtur landbúnaðurinn hverju nafni sem hann nefhist að vera virkur þátttakandi í þeim verkefhum sem snerta skipulag. Viðbrögð við þessu nýja náms- ffamboði hafa verið mjög góð og komið hefur í ljós mikill áhugi á að styðja við bakið á námsbrautinni bæði hvað varðar kennslu og rann- sóknaverkefni á ýmsum sviðum. Sjá viðtal við Auði Sveinsdótt- ur sviðsstjóra á náttúru- nýtingarsviði við Landbúnaðar- háskólann á Hvanneyri. Viðtalið er á blaðsíðu 27.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.