Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 6
6 Bændabladið Þríðjudagur 29. apríl 2003 Bændablaðið er málgagn íslenskra bænda Bændablaðiö kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaöi. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Argangurinn kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250. Bændablaöiö, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavik. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eirikur Helgason, blaöamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Bændablaðinu er dreift í tæpum 8000 eintökum. islandspóstur annast það verk að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Framleiðslurisar kúga alþjóðastofnun Nýjar leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um mataræði, þar sem varað er við ofneyslu sykurs, em merkileg tíðindi. Leiðbeiningamar byggjast á niðurstöðum 30 vísindamanna og em þær þegar notaðar í 23 löndum. Þótt ýmsir hafí á undanfömum ámm varað við ofheyslu sykurs em þessar leiðbeiningar eigi að síður mikilvægar í allri umræðu um fæðuval og hollustu matvæla. Fáum blandast hugur um að offita er eitt af alvarlegustu heilbrigðisvandamálum hins vestræna heims. Því er mikilvægt að stemma þar á að ósi og viður- kenna hinar raunverulegu orsakir vandamálanna, sem meðal annars em breytt mataræði og aukin neysla sykurs. í ljósi þess sem við blasir, hvort heldur gengið er um götur Reykjavíkur eða New York, er rétt að taka hinar nýju leiðbeiningar alvarlega og viðurkenna þörf á breyttu neyslumynstri vestrænna þjóða og þá ekki síst nauðsyn þess að draga úr neyslu sykurs. í staðinn kemur þá væntanlega aukin neysla próteina og jafnvel fitu sem er í eðlilegu samræmi við reynslu íslensku þjóðarinnar gegnum aldimar. Vitað er að Islendingar lifðu lengi vel einkum á próteinum og fitu og þá var offita ekki vanda- mál. Síðan hefiir auðvitað margt breyst, húsakynni allt önnur og beiting líkamsorku minni. Það er þó ekki fyrr en nú á síðustu áratugum sem neysla sykurs kemur inn sem vemlegur þáttur í mataræði þjóðarinnar og offita verður alvarlegt vandamál hérlendis. Við verðum því að horfast í augu við, eins og aðrar vestrænar þjóðir, glímu við heilsufarsvandamál sem em mjög alvarleg og em meðal annars afleiðing af ofneyslu sykurs í mismunandi formi og annars skyndifæðis sem þjóðin neytir í vaxandi mæli. "Hvað ungur nemur gamall temur", gildir enn og því er það fagnaðarefni að skólayfirvöld hafa í vaxandi mæli hafið herför gegn sykurdrykkjum og óhollu skyndifæði og innleitt hollar máltíðir í skólana. Nýjar leiðbeiningar WHO staðfesta að stjómendur skóla em þar á réttri leið. Viðbrögð margra öflugustu aðila heimsins á sviði framleiðslu matvæla og drykkjarvara við þessari niðurstöðu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hljóta að vera öllum hugsandi mönnum áhyggjuefni. Það að framleiðslurisamir í Bandaríkjunum skuli ætla sér að kúga einhverja virtustu alþjóðastofhun heimsins til þess að birta ekki vísindalegar niðurstöður um áhrif mataræðis sýnir á hvaða braut við emm komin í okkar kapítalíska hagkerfi. Ef það er í raun og vem svo að Mammon telur sig geta stjómað því hvaða þekking á heilbrigðissviði er birt og hver ekki þá gæti verið stutt í að velferð mannkyns verði fómað á altari þess guðs. Það verður því ffóðlegt að fýlgjast með því á næstunni hvemig tillögum WHO reiðir af. Hverjir munu þora að fylgja þeim eftir og hver verða áffamhaldandi viðbrögð framleiðslurisanna og umboðsmanna þeirra um allan heim, sem nú virðast með góðu eða illu ætla að verja tekjur sínar af því að viðhalda röngu matarræði. /AT Á síðustu árum hafa verið að koma upp sýkingar í búfé af völdum salmonella sýkilsins, þar sem ekki var hægt að útiloka að frárennsli frá íbúðarhúsum hafi getað mengað drykkjarvatn búfjárins og þannig valdið sýkingunum. í þessu sambandi má nefna þau vandamál sem voru á Suðurlandi árið 2000 og á Norðurlandi árið 2002. Ástandið nú Fáar athuganir hafa verið gerð- ar á ástandi ffárennslismála á landsbyggðinni með tilliti til bú- skapar en þó má nefna að á árinu 2000 skipaði landbúnaðarráðherra nefnd til að kanna orsakir þeirra sýkinga sem upp komu í búfé á Suðurlandi. Nefhdin lét meðal annars kanna ástand frárennslis- mála á tilteknu svæði og þá kom í ljós að þrátt fyrir að ástandið væri mjög gott í einstaka hreppi þá var ffágangi á rotþróm og ffárennsli þeirra við sveitabæi víða ábóta- vant. Einnig kom í ljós, sem reyndar var vitað, að ástand ffá- rennslismála ffá þéttbýliskjömum var ekki gott. Nefhdin ályktaði í skýrslu sinni sem var gefin út á árinu 2002 að vel mætti búast við að ástand þessara mála væri með svipuðum hætti annars staðar á landinu, sérstaklega við þéttbýlis- kjama inn til landsins, sem hefðu aðeins viðkvæma viðtaka fyrir ffá- rennsli sitt. Á vegum umhverfisráðuneytis- ins hefur á undanfömum árum starfað sérstök ffáveitunefnd. Á ráðstefnu ráðuneytisins, sem hald- in var nýlega, var gerð grein fyrir skýrslu nefndarinnar. Þar kom fram að það sé mat skýrslu- höfundar, að höfðu samráði við sveitarstjómir og heilbrigðiseftir- lit, að ástand á frárennslismálum í dreifbýli, bæði lögbýlum og sumarbústöðum, sé í raun mjög slæmt og að rotþrær og ffárennsli frá þeim sé aðeins " í lagi" í milli 5 - 10% tilfella. Ennffemur kom í ljós að losun rotþróa og eftirlit með því sé víðast hvar vemlega ábótavant og ekki í samræmi við reglugerðir þar að lútandi. Laga- og reglugerðarramminn Samkvæmt tilskipunum sem ísland hefur tekið yfir í samræmi við aðild okkar að Evrópska efna- hagssvæðinu(EES) þá á að vera búið að koma ffárennslismálum í viðunandi horf í árslok 2005. Fram kom á ráðstefnunni að ekki em taldar líkur á að það takmark náist og miðað við óbreyttar forsendur þá muni þessu verki ekki vera lokið fyrr en í fyrsta lagi 2016. Því væri þörf nýrrar stefhumörkunar á þessu sviði og að vemlega miklum fjármunum þyrfti að veita af ríkis- ins hálfu til málaflokksins. Ljóst væri að ffágangur ffárennslismála sé víða mjög dýr og mörgum sveit- arfélögum óviðráðanlegur, nema með tilkomu fjárveitinga ffá ríkinu, enda væm frárennslismálin ekki einkamál viðkomandi sveitar- félaga, vegna hugsanlegra nei- kvæðra áhrifa á matvælaffam- leiðsluna. Fram kom að ekki yrðu öll ríki í Evrópu búin að leysa sín mál fyrir árslok 2005, en þó yrðu lönd eins og Danmörk, Flolland og síðan Svíþjóð, Finnland, Austur- ríki og Þýskaland langt komin á þeim tíma. Yfírdýralæknir gerði grein fyrir skoðun sinni, að okkur bæri að stefna að því að leysa okkar mál sem allra fyrst og komast f hóp hinna bestu hvað þetta varðaði vegna ímyndar landsins um hreina náttúm og útflutningshagsmuna á bæði sjávar- og landbúnaðarafurð- um. Vemlega auknu fjármagni yrði að veita til málaflokksins og því yrði að forgangsraða til að leysa fyrst vandamál vegna íbúðar- húsa og sumarhúsa og þéttbýlis- kjama í dreifbýlinu sem heföu aðeins viðkvæma viðtaka inn til landsins fyrir ffárennslið og síðan þéttbýlis, sem hefði möguleika á frárennsli út í síður viðkvæman viðtaka við ströndina. Komið hefur í ljós að líklegt er að ríkisvaldið verði vegna alþjóða- samninga að falla ffá eða minnka vemlega ýmsar stuðningsaðgerðir við landbúnaðarffamleiðsluna. í þessu sambandi mætti skoða hvort ekki væri hugsanlegt að færa þennan stuðning yfir í það form að bændur væm studdir til að koma ffárennslismálum og öðrum álíka umhverfisbótum á bóndabæjum í gott lag. Hvað þarf að gera strax?. Með hliðsjón af ofangreindu þá leggur yfirdýralæknir til við bændur að þeir hugi nú þegar að ástandi ffárennslismála á sínum bæ. Þeir kanni ástand og ffágang á rotþróm ffá íbúðarhúsum og hvemig sé háttað með ffárennsli ffá rotþrónum. Flafa ber í huga að ffárennslinu verður að vera veitt í lokað síubeð eða með öðmm hætti tryggt að það geti ekki komist í að menga yfirborðsvatn sem búpen- ingur á möguleika að komast í. Hafa ber í huga að rotþrær em að- eins hugsaðar til að fella út föst efhi í skólpinu en að fjöldi örvera sem í þær fara stendur í besta falli í stað á ferð sinni í gegnum rot- þróna, en getur líka fjölgað mikið ef til dæmis rangt er staðið að ffá- rennlislögnum og ef heitu af- rennslisvatni er veitt í þróna. Hafa ber í huga að í húsunum geta verið íbúar eða gestir sem geta verið heilbrigðir smitberar salmonella sýkilsins og þá fer hann lifandi í gegnum allt frárennslið og getur valdið sýkingum í búfénu komist hann í drykkjarvatn þeirra. Bændur geta haft samband við viðkomandi sveitarfélag og heil- brigðiseftirlit til að fá ffekari upp- lýsingar um gerð og ffágang ffá- rennslismála við bóndabæi, enda em slík mannvirki háð samþykki og úttekt heilbrigðis- og bygginga- fúlltrúa. Ef úrbóta er þörf þá skal bent á að nú þegar hafa mörg sveitarfélög tekið myndarlega á þessum málum með sameiginlegu átaki á lögbýlum og sumarhúsum í öllu sveitarfélaginu. Við það er hægt að ná niður kostnaði vegna þessara ffamkvæmda. Komist bóndi að því í könnun sinni á bænum að ffárennslismálin séu ekki í lagi hjá honum eða hann telur líklegt að búfé hans geti komist í drykkjarvatn sem er mengað ffárennsli ifá manna- bústöðum, og að líklegt sé að það geti tekið nokkum tíma að koma þeim í viðunandi horf, ætti hann að gera strax í vor viðhlítandi ráð- stafanir á sínum bæ. Þessar ráðstafanir gætu meðal annars falist í að girða af skurði og önnur svæði þar sem búféð gæti komist í ffárennslismengað drykkjarvatn. Einnig þarf hann að huga að því að leiða hreint drykkjarvatn út í hagana þar sem hann beitir búfé sínu. Til framtíðar litið Þar sem ofangreindar ffam- kvæmdir þurfa skipulagningar og undirbúnings við þá em bændur hér með hvattir til að gera við- eigandi ráðstafanir hið fyrsta. Kæruleysi í þessum málum er þegar búið að kosta einstaklinga vemlegt tjón og áltishnekki og minnt er á að vandamál á einstaka bæ, t.d. af völdum salmonella, er aldrei einkamál viðkomandi bæja. Verði bóndi var við veikindi eða óeðlileg dauðsföll í búfé sínu á hann að hafa samband við sinn dýralækni eða viðkomandi héraðs- dýralækni. Hætta er á að afúrðir ffá viðkomandi bæjum séu mengaðar og geti valdið umfangs- miklum matarsýkingum ef illa tekst til. Það getur einnig kostað álitshnekki fyrir viðkomandi sveit- arfélag og hérað og þau matvæla- fyrirtæki sem þar starfa og veita fjölda manns atvinnu. Halldór Runólfsson, yfirdýralœknir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.