Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. apríl 2003 7 Draumurinn er að koma upp galleríi Guðrún Steingrímsdóttir, húsfreyja á Stekkjarflötum í Eyjajjarðarsveit, er ein þeirra mörgu sveitakvenna sem vinnur að gerð nytjahluta og skartgripa. Hún byrjaði fyrir níu árum, fór þá á námskeið hjá dönskum handverksmanni til þess að læra vinnslu horna og beina.Síðan hefur Guðrún unnið úr þessu hráefni og smám saman bætt við þekkingu sína á ýmsum náttúrulegum efnum. A handverkssýningunni á Hrafnagili sl. sumar var Guðrún að sjálfsögðu með sölubás og vöktu munir hennar verulega athygli sýningargesta. „ Ég kynntist gömlum munum úr homum, beinum og útskomum munum úr tré, sem bam þegar ég var hjá afa og ömmu í sveit á Rifkels- stöðum. Ég fór að handfjatla þessa muni, sem sumir vom útskomir og í raun listaverk, og varð þá hrifin af þessum vamingi. Þegar mér bauðst að fara á námskeið og læra þetta greip ég það tækifæri. Námskeiðið var haldið í Miðhúsum á Héraði og var í tengslum við þessi atvinnu- átaksverkefhi til sveita sem þá vom að fara í gang. Þetta námskeið virkaði afar vel á mig. Mér varð ljóst að það var auðvelt að ná í hom og bein og ég fór að koma mér upp vinnuaðstöðu og tækjum. Aðstaðan er eitt homi af vélageymslunni á bænum sem var hólfúðuð af. Það er hins vegar dijúgt af smáverkfæmm sem fylgir svona ffamleiðslu, bor- vélar,slípirokkar, ffæsari og band- sög svo eitthvað sé nefnt. Undirbún- ingurinn tók í raun hátt í eitt ár áður en ffamleiðsla hófst að einhveiju marki og vomm við þá með kúabú í fúllum rekstri þannig að handverkið var allt unnið í stopulum ffístundum til að byija með." A þessum árum tók Guðrún þátt í handverkssýningum m.a. í Reykja- vík og hún hefúr verið á öllum sýningunum á Hrafúagili til þessa. Hún sagði að stundum hefði verið erfitt að komast ffá búskapnum og raunar hefði hún ekki tekið þátt í öllum sýningum sem stóðu til boða. En árið 2000 tóku Guðrún og maður hennar, Jón Jónsson, þá ákvörðun að hætta kúabúskap. Guðrún segir ástæðuna tvíþætta, annars vegar vom þau hjón ekki nægilega heilsu- hraust og hins vegar vom ekki líkur á að böm þeirra hefðu áhuga fyrir að taka við búskapnum. Niðurstaðan varð því að vera áffam í sveitinni en Jón sem er bifvélavirki að mennt fór að vinna á Akureyri en Guðrún sneri sér í auknum mæli að hand- verkinu eins og hugur hennar hneigðist til auk þess að sinna þeim skepnum sem eftir vom. „Ég reyni að stíla sem mest á vaming sem ekki er í þessum venjulegu gjafavörverslunum," segir Guðrún. „ Mesta söluvaran er í ostahnífúm, tertuspöðum og ostaskerum sem ég set sköft á. Þessi sköft em flest úr hreindýra- og kindahomum en svolítið úr kýrhomum og beinum og þykja falleg og náttúrlega vemlega fiú- bmgðin hefðbundnum sköftum. Einnig geri ég ýmsa skartgripi s.s. eymalokka, hálsmen, hringa, arm- bönd, nælur, bréfahnífa og margt fleira. Þijár verslanir em með mína vöm í sölu, Aladín á Akureyri og Rammagerðin í Reykjavík sem selur mest. Svo hefúr þetta verið í Jólagarðinum héma í sveitinni og svo selst alltaf svolítið héma heima. Það er alltaf eitthvað um að fólk vanti gjafavöm af einhveiju sérstöku tilefni, þáer rennt til mín og kannað hvað er til eða ég jafnvel beðin um að útbúa eitthvað. Síðusta ár hef ég farið út í að sauma úr skinni, mest af kindum. Skinnið fæ ég hjá Skinnaiðnaði á Akureyri og úr því geri ég húfúr, vettlinga, buddur o.fl. Þetta er allt handsaumað. Ég hef aðeins fengist við að súta skinn af smádýrum og vinna úr þeim. En ég hef raunar fiktað við ýmislegt er lýtur að handverki s.s útskurð og silfúrsmíði, flókagerð og vattar- saum.Ég var í Lýðháskóla í Svíþjóð í níu mánuði árið 2001-2 þar sem kennd vom margvísleg gömul vinnubrögð, svo sá maður allt mögulegt nýtt og gamalt á söfnum sem er alltaf gaman og ffóðlegt að sjá og nýta sér í sköpun. Þetta var mjög lærdómsrík og fræðandi dvöl" En sér Guðrún ffam á að handverkið verði fúllt starf og skili henni þokkalegum árstekjum? „Já, ég vonast til þess. Það er hægt að hafa fulla vinnu við þetta en ég hef ekki getað beitt mér að fúllu undanfama mánuði vegna aðgerðar á hendi sem ég fór í. Varan mín selst að mér finnst ágætlega. Að vísu er salan ekki jöfn yfir árið, sumarið er alltaf besti tíminn og svo þegar nálgast jólin. Ég hef lengi haft hug á að halda námskeið í handverki ein- hvem tímann yfir veturinn og sé nú ffam á að það geti orðið að vem- leika, þannig að það er hægt að hafa fúllt að gera í þessu. Svo er ffam- tíðardraumurinn að koma sér upp litlu galleríi héma heima. Vonandi tekst mér það áður en langt um líður," sagði Guðrún Steingríms- dóttir að lokum. /ÖÞ. Guðrún Steingrímsdóttir i sölubásnum á Handverkssýningunni að Hrafnagili í sumar. Viðeigandi er að gera nokkra grein fyrir búningi hennar sem er sænsk víkingaklæði. Kjóllinn er úr vaðmáli, saumaður af Guðrúnu meðan hún dvaldi á Lýðháskólanum. Um hálsinn hefur hún feld af sænskum skógarref en feldinn verkaði hún sjálf. Um sig hefur hún brugðið leðurbelti að hætti víkinga sem í hanga ýmsir nytjahlutir s.s. spónn, hnífur, bolli og hrútspungur. í vinstri hendi er hún með sjal sem er að hálfu ofiö úr ull en hinn hlutinn er torf. Þetta sjal er unniö af Guðrúnu Höddu Bjarnadóttur listakonu á Akureyri. Bændablaðið/ÖÞ Hvert stefnir nautgriparækfin? Ég undirrituð bý kúabúi á Móeiðarhvoli í Hvolhreppi (Rang- árþing eystra). Við höfúm stækk- að búið og aukið ffamleiðsluna undanfarin ár og búum nú til- tölulega stóru búi, emm með 250 þúsund lítra ffamleiðslurétt. Árið 1998 keyptum við jörðina Móeiðarhvol með bústofni. Það vom 17 kýr, 5 kefldar kvígur og 6 yngri kvígur. Hér var ekkert skýrsluhald en hins vegar notaðar sæðingar á allar kýr og hafði verið gert lengi. Við hófúm skýrsluhald, skráðum alla gripi eflir bestu vitund. Allar kýmar byija á sama punkti, í 100 í kynbótamati. Hins vegar fæst engin kynbótaeinkunn á þær fyrr en eftir þrjú mjaltaskeið á skýrslu og ekki á dætur þeirra nema móðirin hafi hafl kynbóta- einkunn eða þá að þær hafi mjólkað þijú mjaltaskeið. Segið mér, eftir hve mörg ár em allar kýmar mínar komnar með kyn- bótaeinkunn? Þau em mörg, alla- vega hefúr það ekki gerst enn þá, enda ekki nema tæp 5 ár síðan þessi barátta hófst. Þetta finnst mér ekki sanngjamt. Er ekki hægt að gefa öllum kúm kynbótaeinkunn og láta fylgja öryggisstuðul sem segir þá til um öryggi kynbóta- einkunnarinnar? Arið 2001 keyptum við allar kýmar í Miðkoti í V-Landeyjum. I Miðkoti hefúr verið skýrsluhald í nautgriparækt um árabil eða ffá árinu 1950. Allar kýmar vom með kynbótaeinkunn og nokkrar nauts- mæður. Við kaupin fluttum við þær yfir í okkar skýrsluhald og allt í einu em þetta allt aðrar kýr. Engin ætt á bak við þær sem þær fá kynbótaeinkunn ffá, engar af- urðir til að byggja á, ekkert, engar upplýsingar fylgja. Þær standa jafiifætis okkar skýrsluhaldslausu kúm. Þetta finnst mér ekki eðlilegt og reyndar mjög óréttlátt. Óréttlátt gagnvart okkur, gagnvart fyrri eig- endum kúnna sem hafa stritað í tugi ára við að skila mjólkurskýrsl- um og ekki síst gagnvart naut- griparæktinni sjálffi. Það er alltaf verið að hamra á því að kúastofninn sé svo lítill, mikil hætta á skyldleikaræktun, síðan er bara notað brot af stofninum til ræktunarinnar. Mikill hluti af kúnum er ónothæfúr sam- kvæmt skýrsluhaldinu. Því spyr ég: Hversu stórt hlutfall af ís- lenska kúastofninum er í notkun? Ég veit um dæmi þess að kýr hafi verið fluttar milli bæja og hafl haldið öllu sinu sem er sjálfsagt. Þetta kostaði heilmikla fyrirhöfú, bæði af hálfú eigenda og ráðu- nauta, en upplýsingamar vom handfærðar á milli, það er sem sagt hægt. Sitja ekki allir við sama borð í þessari nautgriparækt? Eða er bara um klíkuskap að ræða? Er ekki allra hagur að nýta allan kúa- stofninn sem til er í landinu? Ég sé fyrir mér að eftir u.þ.b. 10-20 ár, ef ekki verður stefnubreyting, verður ekki spurt hvort eigi að flytja inn erfðaefúi heldur verður það nauðsyn vegna skyldleika- ræktunar. Mér fínnst t.d. að ung- nautin á stöðinni þurfi að vera með breiðara erfðaefni. Stundum em menn hneykslaðir á að einhver tiltekin kýr sé á nauts- mæðraskrá, vegna þess að hún sé léleg eða eitthvað gölluð. Við eigum að hafa vit á því að bjóða ekki nautkálfa undan slíkri kú, heldur kippa henni út. Mér finnst hins vegar verra að það er til fúllt af góðum kúm sem em fúllgóðar sem nautsmæður, en hreinlega komast ekki á blað í skýrslu- haldinu. í okkar fjósi em um 60 kýr. Af þeim er ein kýr á nautsmæðraskrá samkvæmt skránni "haust 2002". Hún er fædd í Miðkoti, ótrúlegt en satt á nautsmæðraskrá, sem ég skil nú reyndar ekki, en greinilega hafa einhverjar upplýsingar fylgt henni. Þetta er allt stórskrítið, sumt fylgir, annað ekki og ég verð alltaf jafh æst þegar ég er að skoða þetta. En aftur að nautsmóðurinni. Þetta er úrvalsgripur í alla staði, mjög gott skap og mjaltir í besta lagi. Á fyrsta mjaltaskeiði mjólkaði hún um 5000 lítra. í byggingadómi er hún með 86 stig og ofan á allt saman 118 í kynbótaeinkunn. Síðastliðið haust eignaðist hún nautkálf undan Frísk og ég bauð hann á stöðina. Þetta var áður en við vissum að hún væri nautsmóð- ir. En móðir hennar hafði verið nautsmóðir og hún var það efnileg. Svarið kom: Nei, ástæðan hún er undan óreyndu nauti. Toppkýr, allt jákvætt en ég var skrefi á undan, bauð kálflnn fram áður en nýtt kynbótamat var reiknað, hún hækkaði úr 113 í 118. Það verður ffóðlegt að vita hvort erfðaefnið úr henni verði nógu gott næst þegar hún ber. Samkvæmt ársskýrslu desem- ber 2002 eru 46,4 árskýr hjá okkur, þar af ein nautsmóðir og 16 kýr með kynbótaeinkunn. A lista yfir ásetningskvígur árið 2001 eru 6 kvígur skráðar með kynbótamat en fæddar kvígur og lifandi eru 27. Samantekt á spurningum: Eftir hve mörg ár verða allar okkar kýr komnar með kynbóta- einkunn? Hve mörg prósent af kúastofninum eru í notkun í ræktuninni? Sitja ekki allir við sama borð í nautgriparæktuninni? Hvers vegna eigum við að taka þátt í skýrsluhaldinu? Er ekki hægt að gefa öllum kúm kynbótaein- kunn og öryggisstuðul? Hvað græðum við á að taka þátt í skýrsluhaldinu? Virðingarfyllst, BóelAnna Þórisdóttir, MóeióarhvolL Mælt af munni fram Sagöi ekki orð af viti Guðbrandur Guðbrandsson sagði á Leirnum eftirfarandi sögu af Jóni Eirikssyni Drangeyjarjarli á Fagra- nesi sem er hagyrðingur góður. Eitt sinn var hann ritari á fundi, sem sveitarstjórnarmenn i nágrannasveitarfélögum héldu (þáv. Skarðshreppi, sem Jón var í, og Sauðárkrókskaupstað sem þá var) Þetta var um sama leyti árs og núna og Jón byrjaður á grá- sleppunni og því lúinn og sjálfsagt svefnvana líka, enda sinnti hann bústörfum samhliða útgerðinni. Fór því svo meðan á ræðu eins lang- orðs fundarmanns stóð að Jóni rann í brjóst. Sá hann sér til skelf- ingar þegar þessari löngu ræðu lau, að hann hafði ekkert skráð um ræðu mannsins og þótti leitt, því Jón er samviskusamur maður eins og flestir í bændastétt. Laust þá niður í höfuð hans vísu, sem hann langaði mikið til að setja í fundar- geröarbókina, en stóðst freist- inguna. En vísuna heyrði ég hann sjálfan fara með eitt sinn og er hún svona og á víða við: Ákaft sinnti hann orðastriti allt hans mas úr hófi keyrði. En ekki sagði hann orð af viti eftir því sem best ég heyrði. Davíð endurkosinn Hjálmar Freysteinsson orti að loknum landsfundi Sjálfstæðis- flokksins: íhaldið Davið endurkaus ósköp varð ég glaður, síðan er ég lúsalaus á Leirnum öfundaður. Ort í spreng Magnús Ólafsson, bóndi á Sveinsstöðum í V-Húnavatnssýslu, orti á Leirnum þegar hann heyrði vísu Hjálmars: Lipurt gengur Ijóðadís leirsins feng ég mikils virði. Ort í spreng um látnar lýs sem lifðu á dreng í Eyjafirði. Höfundurinn Margir hafa haft samband við mig og sagt að þessi vísa sem ég spurði um höfund að ... Illt er að halla á ólánsmann það ætti valla aö gera. Við höfum allir eins og hann einhvern galla að bera. ...sé eftir Glsla Jón Gíslason frá Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð í Skagafirði. Ein kona sem hafði samband sagði visuna eftir móöur sína, Pálmeyju Helgu Haralds- dóttur frá Sauðárkróki. Á þetta legg ég engan dóm en þeir voru mjög margir sem voru sammála um að vísan væri eftir Gísla J. Helmingi hraðar Eitt sinn þegar Halldór E. Sigurðsson var alþingismaður var hann á leið á framboðsfund og ók greitt enda orðinn seinn fyrir. Lögreglan stöövaði hann fyrir of hraðan akstur og þótti Halldóri þetta taka langan tíma hjá lögreglumanninum enda lá honum á. Hann var samt kurteis en sagði við lögreglumanninn þegar hann loks kvaddi. ,,Þú hefði nú frekar átt að stöðva mig á bakaleiðinni því þá verð ég að keyra helmingi hraðar." Umsjón Sigurdór Sigurdórsson. Netfang: ss@bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.