Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 8
BændaUadkð Þriójudagur 29. apríl 2003 -ff n Ættir og uppruni Ármann Þorgrimsson, Akureyri, er umsjónarmaður ættfræðiþátta Bændablaðins. Magnús Helgi Sigurðsson Magnús Helgi erfæddur í Birtingaholti I í Hrunamannahreppi 23. 7. 1942. Hann er gagnfræðingur frá Héraðsskólanum á Laugarvatni og búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1962. Hann hóf búskap í Birtingaholti 1964 og er fimmti ættliðurinn sem þar býr. Magnús hefur setið í stjórn MBF frá 1974 og verið stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar í Reykjavík frá 1986. Formaður Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði frá 2001. Hann var fyrsti formaður Landssambands kartöflubænda 1981 til 1986. Magnús hefur einnig tekið þátt í ýmsum öðrum félagsmálum innan landbúnaðargeirans og einnig sinnt mórgum trúnaðarstörfum í sinni heimabyggð. Meðal annars var hann i hreppsnefnd Hrunamannahrepps 1974 til 1982. Fjölskylda Fyrri kona Magnúsar var María Katrín f. 31. 8. 1943 á Sauðárkróki, d. 25. 3. 1966, húsfreyja í Birtingaholti, dóttir Ragnars Hannessonar, járnsmiðs í Reykjavik og konu hans Rögnu Freyju Gamalielsdóttur. Magnús og María Katrín giftust 16. 5. 1964 og eignuðust tvo syni. Ragnar, f. 9. 12. 1964 í Reykjavík. Hann er bóndi og vélvirki í Birtingaholti, og Sigurð Helga, f. 24. 1. 1966 á Selfossi. Hann er búfræðingur og er starfsmaöur Búnaðarsambands Suðuriands. Seinni kona Magnúsar er Guðbjörg, f. 7. 2. 1945 á Arnarhvoli á Hvolsvelli, húsfreyja í Birtingaholti, dóttir Björgvins Kristins Guðjónssonar, 26.12.1910 á Brekkum í Hvolhreppi, bónda í Dufþekju í Hvolhreppi, seinna netamanns í Þorlákshöfn, dvelur nú á elliheimilinu Grund og konu hans Ragnheiðar Jóhönnu Ólafsdóttur, f. 28. 10. 1915 á Bíldudal, d. 26. 1. 1998. Magnús og Guðbjörg giftust 13. 12. 1969 og eiga þrjú börn sem eru; María, f. 10. 7. 1970 í Reykjavík, húsfreyja á Flúðum, Björgvin, f. 10.7. 1973 á Selfossi, verslunarstjóri á Selfossi og Ragnheiður Guðný, f. 16. 5. 1979 á Selfossi, hún er þjónustufulltrúi i Reykjavík. Barnabörnin eru orðin 11. Systkini Ásthildurf. 10. 6. 1928 í Birtingaholti, húsfreyja í Birtingaholti III. Arndís Sigríðurf. 21. 7. 1930 í Birtingaholti, húsfreyja í Miðfelli IV. Sigurfinnur f. 11. 12. 1931 í Birtingaholti, bóndi í Birtingaholti II og seinna skrifstofustjóri á Selfossi. Ágústf. 22. 8. 1936 í Birtingaholti, bóndi í Birtingaholti IV. Móeiður Áslaug f. 27. 11. 1943 í Birtingaholti, d. 2002, Ijósmóðir og húsfreyja í Reykjavík. Hálfbróðir samfeðra erÁsgeir, f. 19. 11. 1927 í Birtingaholti, rafvirki í Reykjavík, seinna í Ameríku og er búsettur þar. Föðursystkini Ragnheiðurf. 9. 3. 1889 í Gelti í Grímsneshreppi, húsfreyja á Löngumýri Skeiðahreppi. Helgi f. 6. 2.1891 í Gelti, bóndi í Syðra-Seli í Hrunamannahreppi, seinna verslunarmaður og hreppstjóri á Selfossi. Guörún f. 28. 3.1883 i Birtingaholti, húsfreyja í ölvisholti í Hraun- gerðishreppi. Skúli f. 22. 2. 1895 í Birtingaholti, bóndi í Auðsholti og Birtingaholti, seinna verslunarstjóri í Reykjavik. Guðmundurf. 2. 5. 1897 i Birtingaholti, d. 23. 7.1976 í Reykjavík, vélfræðingur í Reykjavík. Magnúsf. 11. 2. 1901 í Birtingaholti, d. 14. 3. 1987 í Reykjavík, héraðslæknir í Hveragerði. Sigríðurf. 21. 4. 1902 í Birtingaholti, d. 16. 11. 1961, húsfreyja í Keflavík. Áslaug f. 2. 10. 1903 í Birtingaholti, d. 8. 10. 1903. Ásdís f. 2. 10. 1903 í Birtingaholti, d. 13. 6. 1989, húsfreyja í Keflavík. Móðursystkini Gunnar Ágúst f. 8. 8.1895 í Keflavík, d. 12. 8. 1966 I Reykjavík, húsgagnabólstrari í Keflavík. Sigurbjörg f. 24. 6. 1897 í Keflavík, d. 11. 7. 1976, saumakona í Keflavík. Ásgoir Þórðurf. 24. 10. 1901, d. 14. 1. 1923, sjómaður í Keflavik. Ætt 1 Magnús Helgi Sigurðsson, f. 23. júli 1942 í Birtingaholti. Bóndi í Birtingaholti 2 Sigurður Ágústsson, f. 13. mars 1907 í Birtingaholti, d. 12. maí 1991. Bóndi og tónskáld í Birtingaholti I - Sigríður Sigurfinnsdóttir (sjá 2. grein) 3 Magnús Ágúst Helgason, f. 17. okt. 1862 i Birtingaholti, d. 4. nóv. 1948. Bóndi, hreppstjóri og alþingismaður í Birtingaholti. Dannebrogsmaður. - Móeiður Skúladóttir Thorarensen (sjá 3. grein) 4 Helgi Magnússon, f. 25. júlí 1823 á Berghyl í Hruna- mannahreppi, d. 6. júní 1891. Bóndi í Birtingaholti - Guðrún Guðmundsdóttir, f. 28. sept. 1831 á Kaldárhöfða í Grímsnesi, d. 13. maí 1920. Húsfr. í Birtingaholti 2. grein 2 Sigríður Sigurfinnsdóttir, f. 11. Júll 1906 í Keflavík, d. 16. maí 1983 í Reykjavik. Húsfr. i Birtingaholti I 3 Sigurfinnur Sigurðsson, f. 11. des. 1872 á Minni- Borg í Eyjafjallahreppi, d. 30. des. 1951. íshúsvórður í Keflavík - Jónína Þórðardóttir (sjá 4. grein) 4 Sigurður Natanaelsson, f. um 1850, d. 7. apríl 1877. Vinnumaöur á Raufarfelli í Austur-Eyjafjallahreppi - Ásta Jónsdóttir, f. um 1835 í Oddasókn. I Björnskoti í Austur- Eyjafjallahreppi 1901 3. grein 3 Móeiöur Skúladóttir Thorarensen, f. 9. sept. 1869 á Móeiöarhvoli í Hvolshreppi, d. 5. febr. 1949. Húsfr. í Gelti í Grímsnesi og í Birtingaholti 4 Skúli Vigfússon Thorarensen, f. 28. mars 1805 á Hlíðarenda, d. 1. april 1872 að Móeiðarhvoli. Læknir og alþingismaður á Móeiðarhvoli í Hvolhreppi - Ragnheiður Þorsteinsdóttir, f. 18. mars 1834 í Reykholti í Reykholtsdal, d. 2. april 1913. Húsfr. á Móeiðarhvoli 4. grein 3 Jónina Þórðardóttir, f. 8. sept. 1873 í Keflavik, d. 15. mars 1955. Húsfr. í Keflavík 4 Þórður Gísli Jónsson, f. 11. sept. 1841 í Keflavík. Búsettur í Keflavik - Guðrún Bjarnadóttir, f. um 1845 i Fróðárhreppi Nokkrir langfeðgar Magnús Helgi er í beinan karllegg kominn frá Narfa, f. um 1550, lögréttumanni og sýslumanni á Kjalamesþingi, Ormsyni, sem var í beinan karllegg frá Árna, f. um 1455, ábóta í Viðey, Snæbjarnarsyni, sem var í beinan karlegg frá Ólafi, f. um 1300, hirðstjóra á Keldum, Björnssyni, sem var í beinan karllegg frá Jóni, f. um 1124, höfðingja í Odda, Loftssyni, sem kominn var í beinan karllegg frá Sæmundi, f. um 1056, fróða i Odda, Sigfússyni. Sigurður Nathanaelsson 2-4, var í beinan karllegg frá Ólafi, f. um 1660, bónda í Reynisholti f Dyrhólahreppi, Jónssyni. Skúli Vigfússon Thorarensen 3-4, var af tómum sýslumönnum kominn frá Jóni, f. um 1682, sýslumanni í Grenivík, Jónssyni, sem var í beinan karllegg frá Jóni "prinna", f. um 1525, presti á Siglunesi, Jónssyni, sem var í beinan karllegg kominn frá Þorvarði, f.um 1380, bónda á Reykjum i Miðfirði, Ólafssyni. Þórður Gísli Jónsson 4-4 var sonur Jóns, f. um 1801 í Voömúlastaðasókn, jámsmiðs í Keflavík, Þórðarsonar. Móðir Þórðar var Guðrún, f. 1804 húsfreyja í Keflavík, Gisladóttir og var i beinan karllegg frá Erlendi, f. um 1620, bónda á Gafli í Flóa, Gíslasyni. Birtingaholt Jörðin er neðst í Hrunamannahreppi og liggur að Stóru-Laxá, sem skilur Skeið og Hreppa. Útsýn er mjög fögur til Birtingaholts og frá. 1703 býr í þar Gísli þórdarson f. um 1648 ásamt með 6 börnum sínum. Kona hans mun hafa verið Guórún Eyvindsdóttir en hún er þá dáin. Ekki er þeim sem þetta ritar kunnugt um framættir þeirra en niðjar frá þeim eru fjólmargir, mest frá Guðrúnu dóttir þeirra sem var húsfreyja á Kópsvatni og í Hrunakrók. Hennar maöur og bóndi á sömu bæjum var Ingimundur Bjarnason. Hann var í beinan karllegg frá "skinna" Birni Skeggjasyni, landnámsmanni í Miðfiröi og Línakradal. Ætt Magnúsar hefur búið í Birtingaholti frá fyrri hluta 19. aldar. Ágúst Helgason gerði jörðina að höfuðbóli og hefur hún verið það síðan. Hann stofnaði sérstakan sjóð sem var "Jarðræktarsjóð Birtingaholts" sem var ætlað það hlutverk að fegra og prýða staðinn. Það var mjög sérstakt framtak. Ennfremur stofnaði Magnús bróðir hans sjóð sem heitir "Sumargjafarsjóöur Birtingaholts" og er honum ætlað að styrkja það skáld sem fegurst Ijóð hefði samið lifandi skálda og síðan áfram þá sem hæst bæri í íslenskri Ijóölist. Sá sjóður var stofnsettur til minningar um Guðrúnu móðir þeirra. I i Smífla kamínup úr sjóreknum bobbingum Bændurnir Jónas Erlendsson i Fagradal og Andrés Pálmason í Kerlingadal smíðuðu þennan kostagrip á dögunum. Að sögn Jónasar er efnið í kamínuna fengið héðan og þaðan, bobbingarnir komu úr fjörunni og hólkarnir úr borholufóðringum. Takið eftir tekatlinum á toppnum - ekki amalegt að setjast niður eftir langan vinnudag, orna sér við eldinn og drekka snarpheitt te eða kaffi._____________________________________ GiiIii síónr fandbúnaðarins á nietinu Nú er stofnanaskrá Handbókar bænda komin á vef Bændasamtakanna, www.bondi.is á gagnagrunnsformi. Skráin er afar aðgengileg en hægt er að gera fyrirspurnir meö leilaroröum líkt og á simaskra.is og fletta upp í stafrófsröð ásamt flokkum. I stofnanaskrá er m.a. hægt aö sjá hverjir sitja í nefndum og ráðum tengdum landbúnaðinum, finna símanúmer, net- og veffðng, sjá starfsmenn stofnana og flelta upp tyrirtækjum. Skráin nýtist öllum sem þurfa að leita sér upplýsinga um m.a. félagskerfi landbúnaðarins, dýralækna, búnaðarsambönd og fyrirtæki sem selja aðföng til landbúnaðar. Þá má ætla að fjölmiðlar og almenningur hafi gagn af skránni þar sem auðvelt er að finna tengiliði innan geirans. Markmið stofnanaskrár er m a. að auka skilvirkni og auðvelda aðgengi að þessum upplýsingum. Sú breyting verður á Handbók bænda að þessu sinni að stofnanaskráin verður felld út. Ef áhugi er á verður skráin þó gefin út sem fjölrit. Hér með er leitað eftir áhuga lesenda Bændablaðsins á að fá stofnanaskrána í prentuðu formi. Verð hennar er kr. 600- með vsk. og sendingarkostnaði. Þeir sem óska ettir prentaðri útgáfu á ritinu eru beðnir að hafa samband við Tjörva Bjarnason, síma 563-0332, netfang tb@bondi.is eða Matthías Eggertsson, sfmi 563-0335, netfang me@bondi.is. Allar ábendingar varðandi innihald stofnanaskrár eru vel þegnar á sömu netföng. $ Leitun verOur vinur kær aö vopnfimari manni t Föstudaginn 14. febrúar sl. var haldin síðasta þingveisla þessa kjörtímabils. Sú hefð er í þing- veislum að þar má einungis taka til máls í bundnu máli. Eru þetta tækifærisvísur sem oft spinnast hver af annarri og ganga skeytin á víxl. Steingrímur J. Sigftísson for- maður Vinstri grænna, lætur ekki sitt eftir liggja við þessi tækifæri frekar en önnur. Þetta var síðasta þingveisla Páls Péturssonar, bænda- höfðingjans á Höllustöðum, sem hefur setið á þingi í 29 ár. Stein- grímur hefur setið þau 20. Páll og Steingrímur hafa því starfað saman drjúgan tíma og oft býsna náið s.s. í Norðurlandaráði. i A Steingrímur sendi Páli hlýjar kveðjur í þingveislunni: Hefur þú á hendur tvær höggvið oft með sanni. Leitun verður vinur kær að vopnfímari manni. Að l'áli sjónarsviptir er seint á degi gekk úr valnum. Nú aftansólin ylji þér um ævikvöld í Blöndudalnum. I 4 k

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.