Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 29. apríl 2003 Bæmkfclaðið 11 MMaverð og ESB Frjálslega farið með staðreyndir í Morgunblaðinu hinn 20. apríl sl. eru tvær greinar, önnur eftir Rannveigu Guðmundsdóttur, alþm., og hin eftir Eirík Bergmann Einarsson, stjómmálafræðing, þar sem m.a. er að finna staðhæfmgar um breytingar sem yrðu á matvælaverði ef ísland gengi í ESB. Nauðsynlegt er að gera athugasemdir við þær. I báðum greinunum er vitnað til rannsóknar í Noregi á breytingum sem yrðu þar á matvælaverði við það að landið gengi í ESB. Þær era síðan yfirfærðar á íslenskan matvælamarkað án rökstuðnings eða skýringa. Hér er augljóslega verið að vitna til fréttar sem birtist Aftenposten í lok janúar og Morgunblaðið greindi ffá undir undirfyrirsögninni "Norskir sérfræðingar sammála um að verð á matvöra myndi lækka veralega við inngöngu í Evrópusambandið". Nú er það svo að norskir sérfræðingar era alls ekki á einu máli um þetta. I ítarlegri umíjöllun í dagblaðinu Nationen hinn 28. janúar kemur fram að Leif Forsell, forstöðumaður Rannsóknunarstofnunar í landbúnaðarhagffæði í Noregi (NILF), er ekki sammála þessum niðurstöðum. Hann segir að reikna megi með lækkun matvælaverðs en hvort hún verði 5% eða 30% sé erfitt að meta fyrir ffam. Forsendur fyrir niðurstöðunum, sem fjallað var um í Aftenposten (og yfirfærðar era í 25.000 kr. mánaðarlegan spamað á fjölskyldu hér á landi), vora að matur væri 35% dýrari í Noregi en í Svíþjóð. Þar með era taldar allar matvörar, t.d. fiskur, sem var 47% dýrari í Noregi en í Svíþjóð árið 2001. Engin ástæða sé til að ætla að slík lækkun yrði á fiskverði við aðild Noregs að ESB. í Nationen kemur einnig fram að laun séu mun hærri í Noregi en í Svíþjóð. Einhver áhrif hefur það væntanlega á verðmyndun matvæla. í Morgunblaöinu hinn 20. apríl sl. eru tvœr greinar, önnur eftir Rannveigu Guðmundsdóttur, alþm., og hin eftir Eirík Bergmann Einarsson, stjórnmálafrœðing, þar sem m.a. er að finna staðhæfmgar um breytingar sem yrðu á matvœlaverði ef Island gengi í ESB. Nauðsynlegt er að gera athugasemdir við þær. Þá er viðtal í Nationen við Wenche Fossen, fyrram leiðtoga Evrópusambandssinna í Noregi. Hún segist ekki trúa því að matvörar lækki um 30% við ESB aðild Noregs. Eðlilega hafa neytendur mikinn áhuga á matvælaverði segir hún, en það sé engan veginn öruggt að það lækki við aðild. Wenche Fossen kveðst heldur ekki hafa nein áform um að nota lækkun matvælaverðs sem rök fyrir því að greiða atkvæði með ESB aðild. Mikilvægustu rökin séu pólitísks eðlis. I samanburði á íslenskum aðstæðum og norskum verður ennfremur að hafa í huga að Norðmenn flytja inn um 20% af þeim búvörum sem þeir neyta. Hér á landi er þetta hlutfall mun hærra eða allt að 50%. Sá innflutningur er auk þess að langstærstum hluta nú tollffjáls hér á landi en á marga vöraflokka, s.s. komvörar og sykur, legðust tollar ef til ESB aðildar okkar kæmi. /EB. Bændur á Suður- og Vesturlandi Vegna mikillar slátrunar undanfarið óskar Sláturfélag Suðurlands eftir kúm og hrossum tii slátrunar Öruggum og skilvísum greiðslum heitið. Athugið að SS greiðir hærra verð fyrir kýr en aðrir sláturleyfishafar á svæðinu samkvæmt upplýsingum á vef LK . Vinsamlegast staðfestið eldri pantanir. Upplýsingar í síma 480 4100 www.velar. is VlÐ ERUM TILBÚNIR Hafið SAMBÁND vid sölumenn okkar og FÁIÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR UM IZINSTÖK TILBOD Á NOKKRUM OFANGREINDUM J ARÐ VIN N S LUTÆ KJ U M. Þekktir fyrir þjónustu Járnhálsi 2 ■ iio Reykjavík ■ Sími: 5-800-200 ■ Fax: 5-800-220 Óseyri 1a ■ 603 Akureyri ■ Sími: 461-4040 ■ Fax: 461-4044 Iar.i www.ve Hj a VÉLAR& ÞJÉNUSTAhf færðu lAlltaf skrefi framar r;íir r 1 r tækin sem virka Rauch ÁBURÐARDREIFARAR • 700 - 1100 lítra • Tvegggja skífu • Ryðfrír botn og dreifibúnaður • Með og án vökvastýríngar • Val um upphækkanir, 200 - 600 lítra Nordsten SÁÐVÉLAR • Vinnslubr. 2.50m. • Til sáningar á flestum tegundum fræs • Þreplaus gírkassi í olíubaði • Stiglaus þyngdarstilling á sáðskera • Stífluvörn á skerum • Magnmælir í sáðkassa Breviglieri pinnatætarar • Vinnslubr. 2.50m. - 3.0m • Aflþörf 80 - 140 hö. • Jöfnunarvals • Jöfnunarblað að aftan • Grjóthlíf að framan • 15mm. tindar • Hliðarstyrking Breviglieri jarðtætarar • Vinnslubreidd frá 2.05m. - 2.50m. • Fjölhraða gírkassi • Aflþörf 60 - 100 hö. Doublet Record hnífaherfi • Vinnslubreidd 3.0m. • 6 öxla • 40 hnífar Doublet Record diskaherfi • Vinnslubr. 4 - 4.4m. • Aflþörf 75 - 150 hö. • X laga • Fasttengd og dragtengd Doublet Record fjaðraherfi • Vinnslubr. 4.0 - 6.4m. • Aflþörf 53 - lOOhö. WlLLIAM HACKET ÁVINNSLUHERFI • Margar breiddir • Hlekkir úr köntuðu stáli • rifoddar á hlekkjum ÖVERUM A 314F PLÓGAR • Þrískera akurplógur • Aflþörf 40-90 hö. • Brotboltaöryggi / J • Landhjól y • Forskerar S* LvVT ) • Diskskerar • Framlengingamoldverpi (

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.