Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 12
12 Bændoblaðíð Þridjudagur 29. april 2003 Kúabændur sletta úr klaufunum! Bning og jákvætt vKHiort Árshátið kúabænda var haldin i Bændahöllinni fyrir skömmu. Bændur víðsvegar af landinu fjölmenntu til höfuðborgarinnar og áttu saman góða stund. Gömul kynni voru endurnýjuð og stofnað til nýrra - en látum myndirnar tala sínu máli! Sigrún Guðlaugsdóttir og Kristmundur Sigurðsson frá Haga í Gaulverjabæ skoða vínlista hjá þjóninum. María Hauksdóttir frá Geirakoti, Sigurlaug Leifsdóttir og Ólafur Björns- son frá Nýjabæ og Ólafur Kristjánsson frá Geirakoti Karitas Þórný Hreinsdóttir frá Helgavatni, íva Guönason og Grétar Einarsson frá Þórisholti Brosandi og kát á árshátíðinni en nöfn þessa glaðværa fólks fundum við ekki þrátt fyrir ótal fyrirspurnir. Sigrún Ásta Bjarnadóttir frá Stóru Mástungu brosti sínu blíðasta. Valdimar Guðjónsson og Kristin Ólafsdóttir frá Gaulverjabæ. Hér er Helgi Þór Helgason frá Bakka f Öxnadal ásamt eigin- konu sinni Katrínu Gestsdóttur t.h. og tengdamóður Guðrúnu Arndal. Hörður Már Geirsson og Fjóla B. Benediktsdóttir á Tindum í Barðastrandasýslu. „Góð cining og jákvætt viðhorf í hópnum er nú það sem mér finnst skipta mestu máli eftir þennan fund. Nautgriparæktin sem atvinnugrein er á réttri leið og fulltrúar meta það. Þá eru komnar meginlínur í þá stefnumörkun sem við höfum verið að vinna að og það er líka mjög jákvætt," sagði Þórólfur Sveinsson að loknum aðalfundi Landssambands kúabænda. 1 rœðu á aðalfundi nefndir þú þann möguleika að úrvinnslufyrirtœki yrðu sameinuð. Hvaða kosti og galla hefði það íför með sér? „Kostimir eru þeir að mjólkurvinnslan yrði hagkvæmari og einfalt að skipuleggja hana sem eina heild. Öll vandamál tengd verðtilfærslu yrðu úr sögunni. Hugsanlegir gallar tengjast samkeppnissjónarmiðum sem bæði geta snúið að nýjum fyrirtækjum innanlands og aukinni umræðu um samkeppni ffá innflutningi." - Aleitin er sú spurning hvað muni gerast eða geti gerst í kjölfar nýs mjólkursamnings. Hver verða ný áhersluatriði að þínu mati í nýjum samningi við ríkið? „Af hálfu bænda verður leitað eftir því að nýr samningur verði sem líkastur þeim samningi sem við höfiim nú og/eða byggður á grunni hans. Nú er að störfúm nefhd sem starfar á vegum landbúnaðarráðherra og er henni ætlað að meta stöðu samningsins og gera tillögur um ffamhaldið. Það má segja að hugmyndir hennar geti orðið fyrsta vísbendingin um áherslur í næsta samningi." -Landbúnaðarráðherra nefndi það í rœðu sinni að fresta bœri afnámi heildsöluverðlagningar á mjólk. Tóku fundarmenn afstöðu til þess? „Fundarmenn voru sama sinnis og ráðherra í þessu efni. Talið var eðlilegast að framkvæmd þessa ákvæðis verði ffestað þar til nýr samningur bænda og ríkisins um starfsskilyrði mjólkurffamleiðslunnar hefúr tekið gildi. Kúabændur eiga allt undir því að afúrðavinnslan og sölustarfsemin séu í góðu lagi." - Staða nautakjötsframleið- enda eftir þennan fund? Mótaði fundurinn einhverja afstöðu? „ Já, samþykkt var ályktun þar sem talið er brýnt að stutt verði við nautakjötsffamleiðsluna til að tryggja aðgengi neytenda að innlendu nautakjöti. Þetta mál er núna til umfjöllunar hjá landbúnaðarráðherra og ríkisstjóm. Afstaða stjómvalda ræður úrslitum um ffamhaldið." - A fundinum var rætt um áhrifWTO og annarra áþekkra samninga. Hvaða ógnir og tœkifæri sérðu varðandi WTO ? „Þótt WTO-samningurinn kunni að fela í sér tækifæri, þá liggur það nú ekki fyrir hver þau em eða verða. Ógnanimar em augljóslega þær að íslenskum stjómvöldum verði settar einhverjar þær skorður varðandi stuðning við nautgriparæktina að það valdi vandræðum." -Lífeyrismálin vöktu talsverða athygli. Voruð þið ekki með hugmynd um að selja Hótel Sögu og styrkja lífeyrissjóðinn þannig? „Lífeyrismálin vöktu meiri athygli fjölmiðla en ég hafði séð fyrir. Líklega er það vegna þess að þeir voru að átta sig á því að nú verður að skerða réttindi sjóðsfélaga hjá Lífeyrissjóði bænda vegna stöðu sjóðsins. Að Rœtt við Þórólf Sveinsson formann LK en aðalfundur LK var haldinn á dögunum. því er varðar hótelin, þá hefúr það legið fyrir í nokkum tíma að þau væm föl ef rétt verð fengist. Þá þarf að ráðstafa andvirðinu. Fundurinn samþykkti að reynt verði að ná samningum við ríkisvaldið um að arður af sölu þeirra hótela sem nú em í eigu Bændasamtaka íslands geti mnnið til bænda sem lífeyrisgreiðslur, án þess að skerða annan lífeyrisrétt. Þetta er að sjálfsögðu til komið vegna tekjutengingar Iífeyrisgreiðslna. Þetta mál þarf að skoða vandlega og það er engin vissa fyrir því að hótelin verði seld en til þess getur þó komið." -Greiddu bændur skatt vegna byggingar Hótel Sögu á sínum tíma? „Já. Það var innheimt sérstakt gjald af búvömverði til bænda í gegnum búnaðarmálasjóð á ámnum 1959-1971, þó ekki árið 1970. Það er til greinargerð sem Gunnar Guðbjartsson tók saman um „Framlög til Bænda- hallarinnar". Byggt á þeirri samantekt þá hafa bændur greitt til byggingar Bændahallarinnar 714 milljónir í gegnum sérstakt gjald á búvömr. Framlag þáver- andi eignaraðila, Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags íslands, er ffamreiknað 448 milljónir. Á núvirði (apríl 2003) er þetta því samtals tæplega 1,2 milljarðar."

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.