Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið Þriðjudagur 29. april 2003 fpingar Oi*yggis|iáttur f heyjfflun eða skortnrá skipulagi? Á mörgum bæjum má nú sjá töluverðar heyfyrningar. Að miklu leyti eru þær afleiðingar góðra grasára sem nú hafa komið nokkur í röð. I skeytastíl langar mig til þess að vekja athygli á fáeinum atriðum um heyfyrningarnar: 1. Um langan aldur voru fyrningar stöðutákn gildra bænda. Engin trygging er fyrir því að þungir gjafavetur séu liðin tíð. Hyggindi hvað heyfyrningar varðar eru því enn góð búmennska. 2. Stækkandi hluti búfjáreigcnda (þ.e. hrossa) aflar ckki lengur eigin heyja heldur treystir á markaðinn. Fyrncndur heyja geta orðið þessum hópi mikilvægir bjargvættir ef gjaffelldir vetur og jarðbönn koma. 3. Mestur hluti fyrninga er nú undir plasti (rúllur og ferbaggar). Til lengri tíma litið er það mjög áhættusöm fyrningarleið fyrir verðmætt hey. 4. Fyrningar í rúllum og ferböggum láta (mun) fyrr á sjá en fyrningar í þurrheyshlöðum og votheysstæðum. 5. Fyrningar kosta sitt; í þeim liggur bundið fé (vinna, vélakostnaður, áburður, plast...); áætlum það ríflega 2 þúsund krónur á rúllu. Gæta þarf að því að fyrningarnar geti að lokum borgað þann kostnað með vöxtum. 6. Væntanlegt umhverfisgjald / skilagjald á heyrúlluplast og annað plast mun auka kostnað við fyrningar sem til verða án markviss tilgangs. 7. Gæðastjórnun á heyöflun er mikilvæg nú um stundir: þ.e. að afla heys í samræmi við kröfur búsins um fóðurgildi, -magn og -verð. Uppfylla núverandi fyrningar þessar kröfur eða eru þær bara hcy sem gekk af? 8. Æskilegast er að fyrningar verði til með skipulegum aðgerðum: heyrusli, sem fellur til af útskæfum eða vegna spilduhreinsunar, er betra að aka strax til landgræðslu í stað þess að kosta til þess plasti og frekari vinnu. Holt, melar og jarðarsár þiggja þennan (fræríka) lífmassa með þökkum. 9. Fyrningar (í plastböggum) eru líka fagurfræðilegt atriði. Það er mikill munur á snyrtilega settri rúllustæðu fyrninga (ekki áveðra!) og rúlluhaug sem búið er að vinsa úr það sem nýtilegt var. 10. Með hliðsjón af 1. lið er því góð búmennska að gera áætlun um heyfyrningarnar sem hluta af fóðuröfluninni allri: áætlun um magn og gæði þeirra, og gera síðan viðeigandi ráðstafanir svo þær misfarist ekki í geymslu. /BG. Endurræktun túna Aukin gæfii og meira magn ræktun nema með því að slá mjög snemma. (Sjá forsendur myndar). Kostnaður við endurrœktun Það er ljóst að einhver kostnað- ur fylgir endurræktuninni og þennan kostnað verða aukin gæði og magn uppskerunnar að greiða. I handbók bænda frá 2001 er dráttarvélavinna við endurvinnslu áætluð 14 klst./ha. Miðað við verðlagsþróun gæti þessi kostnaður numið um 30.000 kr./ha og kostnaður við fræ 10-12.000 kr./ha. Beinn endurræktunarkostnaður nemur því rúmlega 40 þús. kr./ha. Annar kostnaður sem til fellur, s.s. ýtuvinna við jöfnun, eða kostnaður vegna viðhalds ffamræslu telst ekki endurræktunarkostnaður því þar er um að ræða viðhald ræktarlands. Skipulag endurrœktunar Mikilvægt er að fóðuröflun búsins sé skipulögð heildrænt. Endurræktun túnanna sé hluti af ræktunarferli sem innifelur kom- rækt og grænfóðurræktun til beitar og sláttar. Við skipulagningu ræktunarinnar verður að ganga út ffá þörfúm bústofnsins og mark- miðum búsins varðandi afúrðir gripa. Ljóst er að hluti fóðurþarfa er grunnfóður s.s. fyrir gripi á geld- stöðu og kvígur í uppeldi. Vel kemur til greina að ná þessu fóðri af eldri túnum og hafa þá hluta túnanna í stífú endurræktunarferli t.d. í sáðskiptum með grænfóðri og komi og ná af þeim gæðafóðri til mjólkurffamleiðslunnar. Best er að velja til þessa þau tún sem auðveldast er að rækta upp, tún sem liggja vel við t.d. til græn- fóðurbeitar og tún sem svara endur- ræktun vel. Þessi tún gætu verið í 8-10 ára endurræktunarferli þar sem grænfóður eða kom væri ræktað tvö fyrstu árin. /IB Við endurræktun túna aukast bæði gæði og magn upp- skerunnar. Uppskeruaukinn vcrður vegna aukinnar umsetn- ingar áburðarefna í jarðveginum og vegna bættra jarðvegs- aðstæðna s.s. aukinnar loftunar og vatnsdreypni. í tilraunum hefur komið í Ijós að þessi upp- skeruauki gengur til baka á fjórum til fimm árum. Aukin gæði verða vegna gróður- breytinga, en sáðgresið hefur alla jafna hærra fóðurgildi en túngróðurinn sem fyrir var. Það sama er að segja um gæðin og uppskeruna að sáðgresið hopar með tímanum og annar gróður, yfirleitt lakari, tekur við. Áhrif endurræktunar á verðmœti heys Átgeta gripa stjómast að nokkm leyti af orkusfyrk fóðurs, en gripir éta almennt meira af orkuríku fóðri en orkusnauðu. Fóðrunarvirðið, sem er orkusfyrkurinn margfaldaður með áti, vex því hratt með auknum gæðum fóðursins. Fóðmnarvirði heysins getur sagt til um ffamleiðslugildi þess fyrir mjólkurkýr en ffamleiðslugildi má skilgreina sem það magn sem gripurinn mjólkar af fóðrinu. Ætla má að 450 kg mjólkurkýr þurfi um 4,1 FEm til viðhalds og innbyrt fóður umffam það nýtist til mjólkurffamleiðslu. í dæminu sjáum við ffamleiðslugildi fóðurs sem hefúr annars vegar 0,9 FEm/kg þe og hins vegar 0,8 FEm/kg þe. Orkuríkara fóðrið hefúr 50% hærra ffamleiðslugildi en það lakara. (Sjá dæmi um framleiðslugildi) Framleiðslugildið vex hratt með vaxandi gæðum því viðhalds- fóðrið er fasti. Endurræktim og sláttutími hafa því mikil áhrif á ffamleiðslugildi fóðursins. 1. mynd sýnir áhrif endurræktunar og sláttu- tíma á ffamleiðslugildi heys. Það er ljóst að mjög erfitt er að ná háu ffamleiðslugildi er lfður ffá endur- Forsendur myndar Meltanleiki um 20. júní Meltanleikafall á viku Nýrækt 80% 1,8% Tún 6-10 ára 76,5% 1,5% Gamalttún 73% 1,1% Framleiðslugildi -dæmi Orkustyrkur Átgeta Fúfirunarvirði Framleiðslugildi Fóður 1 0,9 FEm/kg þe 12,1 kg þe 10,9 FEm 151 mjólk Fóður 2 0,8 FEm/kg þe 10,9 kgþe 8,7 FEm 101 mjólk Nýrækt1-5ára -s— Tún 6-10 ára -a— Gamalttún Z 15,0 - tj '5> 3 l l l---------1----1----1---1----1----1---1 15 20 25 30 35 40 45 50 55 60 Sláttutími -dagarfrá 1. júní 1. mynd. Áhrif endurræktunar og sláttutíma á framleiðslugildi heys.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.