Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 18
18 Bændabtaðið Þriðjudagur 29. april 2003 Þarl að bæta frammluna? Hvaða sýnileg einkenni gefa til kynna að túnið sé orðið of blautt vegna ónógrar framrœslu? •Það þornar seint á vorin og eftir rigningar •Vatn stendur lengi uppi í dældum og lautum •Blaut tún grænka seinna á vorin en þurr -Þau þola illa umferð og þung tæki spora •Snjó festir seinna Hverjar eru afleiðingar þess ef virkni framrceslunnar minnkar? -Jarðvegurinn þéttist, missir fjaðurmagn og loftrými hans minnkar •Loftháðum jarðvegslífverum fækkar eða þær hverfa •Rótarkerfi flestra nytjajurta verður veikara og næringarupptaka minnkar ■Sáðgresið (vallarfoxgras, vallarsveifgras, túnvinguli) hörfar og hálfgrös (varpasveifgras, knjáliðagras, mýrarstör, fífa og hófsóley) taka við •Jarðvegurinn er lengur að hitna á vorin •Aburðurinn nýtist verr Hvaða einföldu aðgerðum er unnt að beita til að framrœslukerfið virki betur? Tryggja hindrunarlitla framrás vatns í botni framræsluskurðanna, fjarlægja allar hindranir, - gróður- og jarðvegshnausa, plastdruslur og annað aðskotadrasl •Moka í burtu áfoksefnum þegar unnt er að gera það með einföldum tækjum Hvenœr þarf að huga að verulegum endurbótum á framrœslunni? -Þegar framræslan hefur ekki dugað til að þurrka allt túnið, - vatn situr í lautum getur þurft að bæta úr með ræsum. •Kílræsi er ódýr aðferð en þau endast fremur stutt •Plógræsi eru áhrifameiri en dýrari og þau endast að jafnaði lengur •Þar sem vatnsuppgangur er í túninu getur hentað að nota pípuræsi. Þau eru dýr en endast lengi og geta hæglega komið í stað opinna skurða. Til frekari fróðleiks er bent á eftirtaldar greinar Árni Snæbjörnsson. Handbók bænda 2000. Bls. 36-42. Árni Snæbjörnsson. Handbók bænda1999. Bls. 90-95. Óttar Geirsson. Handbók bænda. Bls. 38-39. Tötlur um áburðarskammta má sjá í Handbók bænda 2003 HANDBÓK ær , BÆNDA 53- árganguf Ert þú áskrifandi að Handbók Bænda? Áskriftarsíminn er 563 0300. Netfang: tb@bondi.is Hér er allt í sómanum. Myndin var tekin í Borgarfirði fyrir skömmu. Um túnáburo og fleira Kaup á tilbúnum áburði er stór liður í búrekstri, því er mikilvægt að nota hann rétt. Jafnframt eru mikil verðmæti falin í búfjáráburðinum sem sjálfsagt er að gjörnýta. Bú með 40 ha tún notar árlega um 20 - 25 tonn af tilbúnum áburði ef búfjáráburðurinn er ekki nýttur. Þessi áburður mun kosta um 400 - 500 þús. kr. Með gjörnýtingu búfjáráburðar má trúlega lækka framangreindan kostnaðarlið í 250 - 300 þús. kr. Aburðargjöf Jurtir taka næringarefni upp með jarðvatninu. Því þarf áburður, sem borinn er á, að ná því að leysast upp í jarðrakanum. Á þurrlendisjarðvegi og þar sem úrkoma er lítil á vorin er sérstaklega mikilvægt að bera á meðan raki frá vetrinum er fyrir hendi, annars liggur áburðurinn ónýttur í yfirborðinu. í 60 hkg/ha af heyi eru um 110 kg af N, 12 kg af P og 90 kg af K. Algengur áburðarskammtur til fjölda ára er hins vegar 120 kg/ha N, 25 kg/ha af P og 50 kg/ha af K. Yfirleitt er talið að bera þurfi á allt það köfnunarefni sem jurtimar nota. Áborinn fosfór hefúr lengi verið meiri heldur en upptaka jurtanna vegna fosfórbindingar í jarðvegi. Eftir langvarandi fosfórgjöf umfram upptöku, þá sýna efhagreiningar jarðvegs að margir geta nú dregið úr fosfórgjöf, sérstaklega þar sem búfjáráburðar hefur verið nýttur um árabil. Yfirleitt fellur eitthvað til afkalíi í jarðvegi, ýmist frá rotnandi plöntu- og dýraleifúm eða úr bergögnum jarðvegsins. Hér á landi er að fmna jarðveg þar sem ekki þarf að bera á kalí og allt yfir í það að bera þurfí á allt það magn sem jurtimar þurfa. Þetta þarf að meta á hverjum stað, en þar sem búfjáráburður er gjömýttur má í vaxandi mæli sjá háar kalítölur við jarðvegsefnagreiningu, sem gefa þá tilefni til þess að draga úr kalígjöf. Bændur hafa í vaxandi mæli notað áburð með magnesíum (Mg) í. Þetta hefúr víða reynst nauðsynlegt mótvægi við mikið kalí, en mikilvægt er að huga rækilega að jafnvægi á milli þessara efna. Eins er með brennistein (S), hann er notaður í vaxandi mæli í tilbúnum áburði, enda er brennisteinsskortur í túngrösum þekkt fyrirbæri hér á landi. Þótt yfirleitt hafi verið talið að einungis þyrfti að nota brennistein á þurrviðrasömum svæðum og á þurrlendisjarðveg, en ekki á mýrlendi eða með búfjáráburði, þá virðast þeir ótrúlega margir sem telja sig sjá brennisteinsskort í túnum sínum. Minna má á að efúi eins og bór (B) og molybden (Mo) eru ekki borin á tún en rétt er að nota þessi efni á jurtir af krossblómaætt. Kölkun Jarðvegur hér á landi er víða súr, sérstaklega mýrarjarðvegur. Kalkið er, auk þess að vera jurtanærandi efni, mikilvægt jarðvegsbótarefni. Kalk eyðir sýru og eitruðum efnum, það losar jurtanærandi efni, það bætir jarðvegsbygginguna og eykur stórlega hollustu fóðurs og heilbrigði búpenings. Mikilvægt er að fylgjast með sýrustigi jarðvegsins. Til viðmiðunar skal hér nefnt að ef sýrustig (pH) er lægra en 4,8 er alltaf rétt að kalka fyrir flesta ræktun nema kartöflur. Æskilegt sýrustig fyrir sáðgresi, eins og vallarfoxgras og vallarsveifgras, er pH 5,8 eða hærra og sýrustig fyrir komrækt og línrækt ætti alls ekki að vera undir pH 6,0, helst nokkru hærra. Búfjáráburður Nýting búfjáráburðar hefúr á síðari ámm verið góð. Bændur hafa lagt vaxandi áherslu á að koma honum í ræktunarlönd sín. Þar sem fremur lítið er um nýbrot lands fer hann fyrst og ffemst á tún og er það vel. Hins vegar vill það koma fyrir að búfjáráburðurinn lendir alltaf á þeim túnum sem næst eru og þá stundum í meira magni á hvem hektara heldur en þörf er á. Eftir að hafa skoðað jarðvegssýni hjá bændum víða um land þá má auðveldlega greina þau tún úr sem hafa fengið búfjáráburð í langan tíma. Þessi tún em með það háar P - og K - tölur að vemlega má draga úr áburðargjöf, en of mikið kalí hefúr sem kunnugt er óheppileg áhrif á K/Mg hlutfallið. Reyndar hafa margir bændur áttað sig á þessu atriði, en aðrir em að byrja að gefa þessu gaum. Það sem gerir bændum einnig erfítt fyrir við að meta notagildi búfjáráburðarins er að margir bera hann á að hausti og því verður óvissan um nýtingu hans enn meiri. Eftir viðtöl við marga bændur um allt land má sjá mikinn mun á viðhorfi þeirra til nýtanlegs efnamagns í búfjáráburðinum. Hins vegar telja flestir að átak þyrfti að gera í rannsóknum á efnainnihaldi hans og nýtingu og vilja setja þetta mjög ofarlega í forgangsröðun við val á rannsóknaverkefnum. Rannsókna er þörf Á markaði er nú bæði sk. einkoma áburður og fjölkoma áburður. Því er haldið fram að með því að setja öll næringarefni viðkomandi áburðar saman í réttum hlutföllum í eitt kom (einkoma), þá verði dreifmg næringarefnanna eins jöfn og kostur er. Aðrir telja að nægjanlega góð dreifmg náist þótt notaður sé fjölkoma áburður og að aukakostnaður við einkoma áburð borgi sig tæpast. Þá em mismunandi skoðanir uppi um það hvort fosfórinn í tilbúnum áburði eigi að vera vatnsleysanlegur eða hvort það sé valkostur að hluti hans sé leysanlegur í sítrónsým. Hér verður það látið liggja á milli hluta en minnt á að það er eindregin ósk þeirra bænda sem rætt hefur verið við að ofangreind atriði verði könnuð í tilraunum þannig að vísindaleg niðurstaða liggi fyrir sem allra fyrst. /ÁS Ehiagreining jarðvegs Bændur eiga þess kost að láta efnagreina jarðveg. Mikilvægt er að nýta þessa þjónustu. Með jarðvegsefnagreiningum er verið að meta næringarefnaástand jarðvegsins, leggja mat á þörf fyrir áburð og fylgjast með frjósemi hans, þ.e. fylgjast með magni einstakra efna. Greiningin er mikilvæg, bæði til þess að gefa til kynna ef efnamagn er lágt, en ekki síður til þess að benda á ef sk. P - og K - tölur eru mjög háar þannig að draga megi úr áburðargjöf eða aðgæta að hiutfall efna sé rétt. Þá er sýrustig jarðvegsins mælt ásamt sk. kalktölu þannig að fram kemur hvort ástæða muni vera til þess að kalka jarðveginn. Jarðvegsefnagreining er undirstöðuatriði við gerð áburðaráætlana. Þá eru heyefnagreiningar mikilvægt hjálpargagn við ákvörðun á áburðargjöf. Bændur eru hvattir til þess að nýta sér aðstoð ráðunautaþjónustu búnaðarsambandanna við töku jarðvegs- og heysýna og túlkun á þeim. /ÁS

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.