Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 24
24 Þridjudagur 29. apríl 2003 A Þau gleðitíðindi urðu á síðasta ^ áratug að okkur íslendingum fjölgaði um 10%. Sorgarfréttimar eru hins vegar að á sama tíma fækkaði Vestfirðingum um 18%, íbúum Norðurlands vestra um 10% og Austfirðingum um önnur 10%. Þetta stafar af því sem ég kalla aðför stjómvalda að landsbyggð- inni. Núverandi stjómarflokkar hafa gegnum tíðina staðið að margvíslegum ákvörðunum sem eiga þátt í röskun byggðar. Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn bera ábyrgð á mestu * byggðaröskun í íslandssögunni. Þingmenn stjómarflokkanna af landsbyggðinni hljóta að vera stoltir af arfleifð flokka sinna, eða hvað? Heggur sá er hlífa skyldi Orsakimar á bak við þessa þróun eru margar. Ríkisstjómin á ekki sök á öllum. En hún er samt ábyrg fyrir svo mörgu, að það mætti draga aðalástæðu þróunar- innar saman í tvö orð: Vond ríkis- stjóm! Það er hægt að telja upp sorglega margar ástæður fyrir þessari fúllyrðingu: Skattkerfís- breytingar sem veikja lands- .) byggðina í hlutfalli við þéttbýlið, kvótakerfi sem býður upp á að flytja burt lífsbjörgina með einni undirskrift, lágir jöfnunarstyrkir vegna námskostnaðar bama, sér- stakur flugmiðaskattur, og svo mætti lengi telja. Á landsbyggðinni svíður þó mörgum sárast, hvemig ríkis- stjómin hefur stuðlað að alltof háu vömverði með því að standa fyrir gríðarlegri hækkun á þungaskatti á síðasta kjörtímabili. Þessi hækkun hefúr komið sér langverst fyrir þær byggðir, sem lengst em frá Reykjavík (sem langoftast er upp- skipunarhöfnin). Um þessa ósvinnu stjómvalda má nota hið fomkveðna: Þar hjó sá, er hlífa skyldi. Það má taka stað einsog Djúpavog sem dæmi: Fyrir stóran vöruflutningabíl með tengivagn þarf að greiða u.þ.b. 50 þúsund krónur fyrir eina ferð með vaming um vegalengd sem samsvarar ffarn og tilbaka á Djúpavog. Þetta lít ég að sjálfsögðu á sem sérstakan skatt sem leggst öðm ffernur á íbúa landsbyggðarinnar. Hátt vöruverð á landsbyggðinni Eg tók mér fyrir hendur á síðasta ári að kanna sjálfúr vömverð á landsbyggðinni. Sömu- leiðis reyndi ég að grafast fyrir um orsakir verðmyndunarinnar. Ég heimsótti flestar verslanir og kannaði verðlag allt ffá Bolungar- vík, austur um Norðurland, suður Austfirði og staðnæmdist á Höfn í Homafirði. Niðurstaða könnunar- innar, þó ekki væri vísindalega að henni staðið, gaf sláandi vts- bendingar. Frá því er skemmst að segja að þegar ég tók tíu algengar neyslu- vörur í smáverslunum á lands- byggðinni komi í ljós að þær vom að meðaltali mun hærri þar en hjá stóm verslununum í þéttbýlinu. Mesti verðmunur á sömu vöru var yfir 100%. Rannsókn Háskólans á Akureyri, sem birt var fyrir nokkmm misserum, sýndi einmitt að hátt vömverð var eitt af því sem íbúar landsbyggðarinnar töldu meðal neikvæðustu þátta sem fylgdu því að búa þar. Hvað olli þessum mun? Það kom áþreifanlega í ljós að ffam- legð kaupmanna á landsbyggðinni "Komist minn flokkur, Samfylk- ingin, í þá aðstöðu að stjórna landinu mun ég leggja ofur- kapp á að breyfa þungaskattinum með það fyrir augum að draga úr sérstakri skattlagningu á landsbyggðina." var alls ekki mikil og ljarri því að þeir væm að taka sér óeðlilega mikinn hagnað. Nei, það kom í ljós að munurinn lá ekki síst í miklum og alltof háum flutningskostnaði. Ohófleg hcekkun þungaskatts Gögn, sem eigendur verslana á landsbyggðinni leyfðu mér að sjá, sýndu ótvírætt að flutnings- kostnaður fór vaxandi á síðasta kjörtímabili. Raunar er það svo að eitt helsta umkvörtunarefni for- svarsmanna atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni em há flutnings- gjöld. Þeir hafa lagt á borðið upp- lýsingar sem staðfesta gríðarlega hækkun á flutningskostnaði til þeirra sem fjærst liggja Reykjavík. Hvað veldur þessum háu flutningsgjöldum? Ég tók mér fyrir hendur að ræða við þá, sem reka flutningafyrirtæki. Ég sannfærðist um að ósanngjamt væri að gera þá ábyrga fyrir þróuninni. Þeir sýndu mér ffam á að hækkun þungaskatts á síðasta kjörtímabili er ein helsta orsökin fyrir þessari miklu hækkun svo og margir aðrir skattar sem hið opinbera leggur á flutninga- starfsemi í landinu. Forsvarsmenn nokkurra flutn- ingafyrirtækja veittu mér innsýn í bókhald sitt. Þar komst ég að raun um svart á hvítu að nær helmingur af tekjum þeirra rennur til ríkisins í formi alls konar skatta og gjalda! Það er með öðmm orðum skatt- heimta hins opinbera sem á stóran þátt í ailtof háu vömverði á lands- byggðinni. Er þetta forsvaranlegt? Skattaleg mismunun Þegar skattlagning stjómvalda á flutning nauðsynjavamings til landsbyggðarinnar er skoðuð kem- ur best í ljós það ranglæti sem íbúar hennar búa við. Fjármálaráð- herra leggur að sjálfsögðu virðis- aukaskatt ofan á flutningskostnað- inn. Hann verður auðvitað hærri eftir því sem lengra er ekið með vömna og flutningsgjöldin hækka. Þannig leggst virðisaukaskatturinn ofan á þungaskattinn og magnar hann upp. Menn ráða hvort þeir kalla þetta skattaokur eða margsköttun á íbúa landsbyggðarinnar. En við hljótum öll að vera sammála um að í þessu felst skattaleg mismunun sem ég tel að ríkisvaldinu beri skylda til að spoma gegn. Eitt er víst: Komist minn flokkur, Sam- fylkingin, í þá aðstöðu að stjóma landinu mun ég leggja ofúrkapp á að breyta þungaskattinum með það fyrir augum að draga úr sérstakri skattlagningu á landsbyggðina. Um það markmið er einörð samstaða innan Samfylkingar- innar. Kristján L. Möller er alþingismaður og leiðir lista Samfylkingarinnar í norðausturkjördœmi. Kosningar 10. maí Kosningar 10. maí Kosningar 10. maí Kosningar 10. mai Kosningar 10. mai Kosningar 10. mai Kosningar 10. maí Kosninga 10. maí Nú hafa reiknimeistarar fúndið það út að sex sláturhús í landinu og jafúvel færri gætu annað allri sauðfjárslátrun í landinu. Þessir reiknimeistarar em sjálfsagt skólabræður þeirra sem hafa reiknað út að öll útgerð og fiskvinnsla í landinu væri best komin á fjórar hendur, bankar og verslun á tvær. Það sem reikni- meisturunum sést þó yfir er það v- hvemig atvinnugreinar úti á landi styðja hverja aðra. Búskapur, úr- vinnsla, sjávarútvegur, verslun og þjónusta mynda eitt samfellt net á landsbyggðinni. Ef ein grein er skorin frá þá rakna hinar upp og byggðin feilur. Af þessum sökum mun samþjöppun í ofangreindum greinum vega að búsetu á mörgum svæðum. Staðreyndin er sú að nauðsynlegt er að skoða atvinnu- lífið á landsbyggðinni í stærra samhengi áður en reiknað er. Að öðmm kosti verður hin marglofaða ^ hagræðing til þess að margir smærri staðir verða þurrkaðir út af kortinu. Og það að ósekju. Gæðin varin alla leið Gæðastýringu og göfúgum markmiðum í sauðfjárrækt verður að fylgja eftir í flutningum og m m vinnslu sláturafúrða. Haldi fram sem horfir verður ekkert sláturhús starfrækt í heilum landshlutum, s.s. á Vesturlandi. Það gerir það að verkum að flytja þarf gripi til slátmnar um langan veg með gríðarlegum tilkostnaði. Huga þarf að aukinni smithættu sem af því leiðir að flytja búfé milli landshluta og milli smitvamar- svæða. Hinn mikli sjúkdómafar- aldur sem geisaði í Evrópu nýverið ætti að verða okkur víti til vamað- ar og af honum verðum við að læra að okkur ber að fara með gát í þessum efnum. Við emm því miður enn ekki laus við sauð- fjárriðu og smitleiðir em ekki að fúllu þekktar. Setja þarf smásöluversluninni reglur Fyrsta skrefið í slátur- og af- urðasölumálum bænda er að setja fjármálastofnunum skorður þannig að þær kollvarpi ekki byggð og búsetu og atvinnulífi landsmanna í krafti fjármagns og með hæpnu viðskiptasiðferði eins og nú við- gengst. Setja þarf smásölu- versluninni reglur sem hindra að hægt sé að beita viðskiptaaðila óeðlilegum þvingunum í krafti ein- Fyrsta skrefiö í slátur- og afurfiasölu- málum bænda er aö setja fjármálastofn- unum skoröur þannig aö þær kollvarpi ekki byggö og búsetu og atvinnulífi lands- manna í krafti fjármagns og meö hæpnu viöskiptasiöferði eins og nú viögengst. okunar eða fákeppni á markaðn- um. En mikilvægast er að heima- menn hafi forræði yfir sínum at- vinnumálum sjálfir og að ffurn- kvæði þeirra sjálfra hafi skjól til þess að blómgast. Að toga irétta átt Stundum virðist reyndar sem hið opinbera vinni í öfúga átt á, á móti byggðunum. I stað þess að loka Mjólkursamlagi Borgfirðinga 1 Borgamesi á sínum tíma með hagræðingarsfyrk frá ríkinu og flutning á verkefnum þess til Reykjavíkur heföi átt að gera hið gagnstæða að flytja Mjólkursam- söluna frá Reykjavík til Borgar- ness. Með sama hætti er mikilvægt að skoða hvemig hægt er að styðja við bakið á úrvinnsluiðnaði á hinum smærri stöðum. Mjólkur- búin, sláturhúsin og kjötvinnslum- ar, svo dæmi séu tekin, skipta miklu máli fyrir atvinnulíf og þjónustu á þeim svæðum þar sem þau em starfrækt. Hér er hvert starf dýrmætt. Nokkur lítil slátur- hús, kjötvinnslur og mjólkurbú sem enn em rekin á forsendum heimamanna sýna að þetta getur vel verið hagkvæmt. En sjálfsagt er að vera opinn fyrir hagræðingu og nýrri markaðssókn innan slíkra fyrirtækja og samstarfi þeirra á milli, án þess að hafa það að mark- miði að leggja þau niður. 777framtiðar Margfeldisáhrif þessara að- gerða fyrir búsetuna eru mikil og geta verið afdrifarík. Það er ekki aðeins fyrir einstakar byggðir heldur þjóðarbúið allt sem það skiptir máli að sem flestir þættir séu teknir með í reikninginn þegar arðsemi og hagkvæmni í heilum atvinnugreinum er reiknuð út. Þjónustustig og atvinnumöguleikar í litlu þéttbýlunum er gríðarlega mikilvægt fyrir íbúa sveitanna. Fjölbreytni og sveigjanleiki í at- vinnulífi dreifbýlisins er lykillinn að styrkingu búsetunnar. Ef slátmn eða mjólkurvinnslu er sópað af stómm svæðum blasir ofl ekkert annað við en að smærri þéttbýlis- og þjónustukjamar leggist af. Og þegar þeir leggjast af mun mörgum bændum þykja hart í búi, að hvorki er hægt að sækja vinnu, skóla né aðdrætti nema um mjög langa vegu. Hér fara náið saman hagsmunir sveitanna og litlu þéttbýlis- staðanna. Þar sfyður hver annan. Landbúnaður á Islandi hefur verið stundaður í meiri sátt við náttúm landsins en reynst hefúr mögulegt í mörgum nágranna- löndum okkar. Þetta á ekki síst við í nautgripa- og sauðfjárrækt. Það er mat þeirra sem gerst þekkja að lítið skorti á að stór hluti naut- griparæktar og sauðfjárræktar á Islandi geti flokkast sem lífræn framleiðsla. I hollustu þessara vara liggja gríðarlegir framtíðarmögu- leikar á innlendum og erlendum mörkuðum ef rétt er á haldið. Gleðilegt sumar. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri Grœnna

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.