Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið Þriðjudagur 29. apríl 2003 Lánasjóður landbúnaðarins Lánatafla 2003 (gildir frá 1. apríl 2003) Yfirlit yfir helstu lánaflokka og lánskjör Öll lán eru verðtryggð miðað við iánskjaravísitölu. Lántökukostnaður er samtals 2,5% (stimpilgjald 1,5% og lántökukostnaður 1,0%). Gjalddagar eru 4 á ári nema óskað sé eftir færri gjalddögum. Lánaflokkur Lánað Vextir Veð Láns- Láns- Afb. vegna tími hlutfall frestur Jarðakaupalán Jarðakaup 3,90% íjörð 40 ár 65% Já Jarðakaupalán Jarðakaup 6,95% í jörð 25 ár 65% Já BústofnskJán Bústofnskaup 4,90% jjörð 10 ár Sjá lánareglur Nei Vélakaupalán Skráðar vélar 6,95% I jörð 10 ár 65% Nei Vélakaupalán Óskráðar vélar 6,95% íjörö 10 ár 65% Nei Framkvæmdalán Fjós 3,90-6,95% IJörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Búnaður í fjós 3,90-6,95% Ijörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Fjárhús 3,90-6,95% íjörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Búnaður í fjárhús 3,90-6,95% í jörö 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Svínahús 3,90-6,95% íjörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í svínahús 3,90-6,95% íjörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Alifuglahús 3,90-6,95% Ijörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í alif.hús 3,90-6,95% Ijörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Hesthús 3,90-6,95% íjörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Reiðskemmur 6,95% fjörð 25 ár 65% Nei Framkvæmdalán Gróðurhús 3,90-6,95% Ijörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í gróðurhús 3,90-6,95% íjörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Garöáv.geymslur 3,90-6,95% I jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í garðáv.g. 3,90-6,95% íjörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Loðdýrahús 3,90-6,95% jörö 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. f loðd.hús 3,90-6,95% Ijörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Loðdýrabúr 3,90-6,95% íjörð 12 ár 50% Nei Framkvæmdalán Hlöður 3,90-6,95% í jörð 25-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Búnaður i hlöður 3,90-6,95% íjörð 12 ár 50% Nei Skuldbr.lán Endurfjármögnun 7,10% I jörð 15 ár Sjá lánareglur Nei Skuldbr.lán Sk.br. höfuðstóls 7,50% í jörð 15 ár Sjá lánareglur Nei Önnur lán Leitarm.hús og fjárréttir 6,95% Sv.sj. 15-20 ár 65% Nei Önnurlán Veiðihús 6,95% Fasteign 15-20 ár 65% Nei Önnur lán Veituframkvæmdir 6,95% íjörð 20 ár 50% Nei Önnur lán Rafstöðvar 6,95% íjörð 40 ár 50% Nei Afurðastöðvar Afurðastöðvar 6,95% Fasteign 20 ár 50% Nei Lánstími framkvæmdalána er almennt 30 ár vegna nýbygginga, 25 ár vegna við- bygginga og 20 ár vegna endurbóta. Nánari upplýsingar er að finna i lánareglunum á heimasíðu Lánasjóðsins www.llb.is. eða með því að hafa samband við skrifstofu sjóðsins, sími 480 6000, fax 480 6001, netfang llb@llb.is. HoHan reiknuð á Netinu Nú geta allir sem hafa aðgang að Netinu reiknað næringarefnin í matnum sem þeir borða og metið hollustu eigin fæðis. Starfsmenn Matra hafa undanfarin tvö ár tekið þátt í verkefhi sem hefúr gert þessa útreikninga á Netinu mögulega. Öll forritun fyrir verkefnið fór ffam hjá fyrirtækinu Hugbúnaði hf. en starfsmenn frá Manneldisráði, rannsóknastofú í næringarfræði og Námsgagnastofnun unnu einnig við verkefnið. íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) er notaður við útreikningana en Matra sér um rekstur hans í samvinnu við Manneldisráð. Vefúrinn gengur undir heitinu Matarvefúrinn og er hægt að komast inn á hann með því að smella á krækjuna hér fýrir neðan. Matarvefúrinn opnar nýja möguleika jafnt fyrir fýrir almenning og skólafólk að fylgjast með hollustu eigin mataræðis og ffæðast um næringargildi fæðunnar. Vefúrinn kemur sér einnig vel fyrir sykursjúka, íþróttafólk og aðra sem þurfa af einhverjum ástæðum að fylgjast vel með mataræðinu. Eins getur starfsfólk í matvælaiðnaði nýtt sér vefinn. Verkefnið var stýrkt af Rannsóknarráði íslands. Sykuriðnaðurinn í Bandaríkjunum hótar að knésetja Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sam- einuðu þjóðanna (WHO) með því að krefjast þess að bandaríska þjóðþingið hætti fjárstuðningi við stofnunina nema hún dragi til baka leiðbeiningar um hollt mataræði sem eiga að koma út á miðvikudaginn. í innsta hring WHO er hótuninni lýst sem fjárkúgun af verra tagi en nokkur pressa sem tóbaksffamleiðendur hafa beitt. I bréfi til Gro Harlem Brundtland, framkvæmdastjóra WHO, segja samtök sykurframleiðenda að þau muni "beita öllum ráðum til að ljóstra upp um vafasama ger" skýrslu WHO um mataræði og næringu, meðal annars verði gerðar alvarlegar athugasemdir við 406 milljón dollara fjárstuðning til stofnunarinnar ffá Bandaríkjunum. Sykurffamleiðendur eru ævareiðir vegna leiðbeininganna, þar sem fram kemur að sykur ætti ekki að nema meira en 10% af heilsusamlegu mataræði. Þeir halda því fram að umsögn alþjóðlegra sérffæðinga sem ákvörðuðu 10% mörkin sé ekki byggð á vísindalegum rökum og segja aðrar upp- lýsingar gefa til kynna að sykur geti numið fjóröungi daglegrar neyslu í mat og drykk. "Ekki ætti að nota fé skattgreiðenda til að styðja óvandaðar skýrslur sem ekki byggja á vísindalegum rökum og stuðla því ekki að bættri heilsu og vellíðan Banda- ríkjamanna og enn síður annarra íbúa heimsbyggðarinnar," segir í bréfinu. Ef nauðsyn krefúr, munum við stuðla að og hvetja til nýrrar lagasetningar sem setur það skilyrði fyrir fjárstuðningi í framtíðinni að stofnunin fallist á að allar skýrslur hennar skuli byggja á haldgóðum vísindalegum for- sendum. Samtökin hafa, ásamt sex öðrum stórum samböndum innan matvælaiðnaðarins einnig skrifað Tommy Thompson, heil- brigðisráðherra og farið þess á leit að hann beiti áhrifúm sínum til að skýrsla WHO verði dregin til baka. í hópnum eru Alþjóða viðskiptaráð Bandaríkjanna, sem á að bakhjarli fleiri en 300 fyrirtæki, þar á meðal Coca-Cola og Pepsico. Þvingunaraðgerðir þrýstihóps sykur- framleiðenda eru ekki nýjar af nálinni, að sögn breska prófessorsins Philip James, en hann er formaður Alþjóðlegs starfshóps um aðgerðir gegn offitu sem samdi fyrri skýrslu WHO um mataræði og næringu árið 1990. Daginn eftir að sérffæðinganefnd hans hafði ákvarðað 10% mörkin fóru heimssamtök sykurframleiðenda "í yfirgír" sagði hann. "Fjörutíu sendiherrar skrifuðu WHO og kröfðust þess að skýrslan okkar yrði stöðvuð á þeirri forsendu að hún mynda valda ýmsum þróunarríkjum óbætanlegu tjóni". Prófessor James var kallaður fyrir í bandaríska sendiráðinu í Genf "til að útskýra fyrir þeim hvers vegna utanríkisráðuneytið væri allt í einu farið að beita gríðarlegum þrýstingi til að fá skýrsluna dregna til baka". Hann komst að því að sykuriðnaðurinn hafði ráðið í sína þjónustu eitt þekktasta fyrirtækið í Washington sem sérhæfði sig í pólitískum þrýstingi. Þrýstihópur sykurframleiðenda hafði ekki erindi sem erfiði í það skiptið, en núna, segir hann, "er verið að endurtaka leikinn af miklu meiri krafti, vegna þess að matvæla- iðnaðurinn virðist hafa mun sterkari áhrif á Bush stjómina". Eftir að hann skrifaði skýrslu sína árið 1990 hefúr Alþjóðlega lífffæðilega vísindastofhunin, sem sett var á laggimar af Coca-Cola, Pepsi-Cola, General Foods, Kraft og Procter and Gamble, einnig verið viðurkennd af WHO og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Á einu stigi málsins, segir pófessor James, "var ég beðinn að hætta að senda tölvupóst varðandi heilsu og mataræði sem á einhvem hátt tengdist sykri. Mér var sagt að innan 24 stunda ffá því pósturinn væri sendur, myndi matvælaiðnaðurinn hefja símtalaherferð og skipuleggja kvöldverðarfúndi." Aubrey Sheiham, prófessor í almennri tannheilsu við læknaskólann í University College, London, sagðist líka hafa rekið sig á styrk sykurffamleiðenda sem þrýstihóps þegar hann var einn sérffæðinga sem störfúðu að því að semja leiðbeiningar á vegum Evrópusambandsins sem gengu undir nafninu "Evrópskt mataræði". "Eg skrifaði þann hluta sem tengdist sykri," sagði hann. "Þegar við hittumst á Krít (í júní 2000) sögðu fulltrúar sykurframleiðenda að ef menn héldu sig við 10% mörkin, yrði öll skýrslan stöðvuð. Ég man að við ræddum málið í ýmsum litlum hópum, þar sem nokkrir diplómatar komu við sögu; við komum saman á hótelherbergjum og veltum fyrir okkur leiðum til að leysa þennan vanda." Að lokum sagði hann að sett hefði verið saman tillaga þess efnis að enginn ætti að neyta sykurs oftar en fjórum sinnum á dag sem ætti að vera í samræmi við 10% mörkin. En hann var þeirrar skoðunar að nefndin hefði verið beitt harðræði. Samtök sykurframleiðenda gagnrýna að nýja skýrslan skuli hafa verið gefm út á vefslóð WHO til athugunar og ráðgjafar, án þess sem samtökin kalla "endurskoðun utanaðkomandi sérffæðinga". Sykur- ffamleiðendur vilja nákvæma efhahagslega greiningu á áhrifum skýrslunnar á öll 192 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. í bréfinu til dr. Brundtland krefjast samtökin þess að fyrirhuguð birting skýrslunnar á miðvikudaginn í samstarfi við Matvæla- og landbúnaðarstofnunina verði aflurkölluð Skýrslan, sem fjallar um mataræði, næringu og vamir gegn langvinnum sjúkdómum, hefur þegar verið harðlega gagnrýnd af gosdrykkjaframleiðendum sem selja vöru sína nánast um allan heim, þar á meðal í þróunarlöndunum þar sem vannæring er byrjuð að gera vart við sig í tengslum við offitu sem er svo algeng í ríkari löndum. Iðnaðurinn fellst ekki á þá niðurstöðu WHO skýrslunnar að sætir gosdrykkir eigi þátt í offitufaraldrinum. Samtök gosdrykkja- ffamleiðenda í Bandaríkjunum, með aðalstöðvar í Washington, halda því fram að "ábendingar skýrslunnar varðandi íblöndun sykurs séu of takmarkandi". Samtökin styðja takmörkun við 25%. WHO hafnar alfarið gagnrýni þrýstihóps sykurffamleiðenda. Embættismaður sagði að hópur 30 óháðra sérffæðinga hefði kannað vísindaleg sönnunargögn og niður- staða þeirra kæmi heim og saman við það sem segði í skýrslum ffá 23 löndum sem hafa að meðaltali sett 10% viðmiðunarmörk við íblöndun sykurs. I bréfinu til Thompson tekur þiýsti- hópur sykurframleiðenda mikið mark á nýlegri skýrslu ffá Læknisffæðistofhuninni þar sem ffam kemur að 25% sykumeysla sé ásættanleg. En í síðustu viku skrifaði Harry Fineberg, forseti stofnunarinnar, Thomson og varaði við því að skýrslan væri mis- túlkuð. Hann segir að skýrslan mæli ekki með tiltekinni sykumeyslu. Höfúndur greinarinnar er Sarah Boseley, ritstjóri heilsusviðs breska blaðsins The Guardian. Greinin birtist hinn 21 .apríl.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.