Bændablaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 25. nóvember 2003 iændqblqðið 19 Islenskar mjolkurvfirur vekja verdskuldaOa afliygli ú stærstu mjölkurvfirusýningu veraldar! Fyrir skömmu lauk stœrstu sýningu veraldar á mjólk og mjólkurafurðum - auk þeirrar tækni sem notuð er í mjólkuriðnaði. Vélbúnaðurinn var raunar í sérstökum sölum og var sú sýning nefnd Foodtec Skandinavia. Sýningin var haldin í Herning á Jótlandi og þetta var í sjötta skipti sem íslenskur mjólkuriðnaður tekur þátt í henni. Nú komu frá Islandi rösklega 79 ostasýni og 137 ferskvörusýni. Ohætt er að fullyrða að Islendingar megi vel við una en þeirfengu 60 verðlaun - 29 verðlaun vegna sýna í ferskvöru og 31 í ostum. I ostunum fengu Islendingar 7 gullverðlaun, 9 silfur og 15 brons og í ferskum mjólkurvörum 4 gull, 13 silfur og 12 brons. Þá er þess að geta að nú var tekin upp sú nýjung að veitt voru svokölluð norræn mjólkurverðlaun í ferskvörum. Þar komust 23 vörur í úrslit og Islendingar áttu þar tvœr vörur sem hlutu heiðursverðlaun. Þetta var Biomjólk með mangó og apríkósu og Bioþykkmjólk með 6 kornum og ferskjum, hvort tveggja frá Mjólkurbúi Flóamanna. Ein heiðursverðlaun féllu Islendingum í skaut í osti en þaö var fyrir 150 g Dalabrie frá Mjólkursamlaginu i Búðardal. Þess má geta að mjólkursamlagið í Borgundarhólmi varð Norðurlandameistari í ferskvörum ogfékk þann titil fyrir jógúrt með blönduðum ávöxtum. Jóakim prins, yngri sonur Margrétar Þórhildar Danadrottningar, heiöraði þátttakendur með nœrveru sinni. Um 11.000 gestir komu á sýninguna. Sjá opnu. Fjölhreyti- leikinn er ðtrúlega - segir Henning Cleusen sem stjórnaöi sýningunni Henning Clausen, kennari á Mjólkurtækniskólanum Dalum í Odense, stjórnaði framkvæmd sýningarinnar af mikilli röggsemi. Henning þekkir vel til íslensks mjólkuriðnaðar enda hafa velfflestir mjólkurfræðingar Iandsins setið í tímum hjá honum. Henning sagði að hann sæi þess greinileg merki að íslensku vörurnar væru búnar til af fólki sem hefði numið við Dalum en þær hefðu þó ýmis sércinkenni. "Þið hafið sent hingað glæsilegar vörur og fjölbreytileikinn er ótrúlega mikill þegar það er haft í huga að íslenska þjóðin telur tæp 300 þúsund. Faglega séð eru vörurnar góðar og þátttaka ykkar er litrík hvað umbúðirnar áhrærir." Henning bætti því við að það væri full ástæða til að hrósa íslenskum mjólkuriðnaði fyrir fjölbreytnina. Það væri staðreynd að innflutningur á mjólkurvörum væri afar lítill til íslands en íslenskur mjólkuriðnaður byði engu að síður fram vörur rétt eins og á Islandi væri háð gríðarlega hörð samkeppni. Henning Clausen.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.