Bændablaðið - 01.01.1990, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 01.01.1990, Blaðsíða 5
Gunnlaugur Júlíusson, hagfræöingur Stéttarsambands bænda skrifar Jyrirkomulagi niðurgreiðslna verði breytt. 1 stað þess að greiða þœr á heildsölustigi, eins og nú er gert, benda ákveðnar líkur til þess að þœr verði greiddar beint til bœnda, og þá í formi byggðastyrkja eða á annan hátt sem stjórnunaraðgerð, en ekkijlöt greiðsla á hverja afurðaeiningu. HUGLEIÐINGAR UM ÞRÓUN LANDBÚNAÐARMÁLA? Á síðastliðnum áratug hafa verið miklir umbrotatímar fyrir íslenskan landbúnað og þá sem við hann vinna. Fráhvarf frá óheftri framleiðslustefnu til stefnu framleiðslustjórnunar, samdráttar og margháttaðra breytinga af ýmsum toga hefur haft í för með sér miklar breytingar fyrir atvinnuveginn qg breytt viðhorfum bænda. Átök hafa verið veruleg um þá stefnumörkun sem Stéttar- samband bænda taldi væn- legasta til árangurs, þ.e.a.s. að semja við ríkið um verðtrygg- ingu á, ákveðnu framleiðslu- magni. I stórum dráttum hefur það sýnt sig að sú stefna var rétt 1 meginatriðum að semja við ríkisvaldið um ákveðin málefni enda þótt ekki hafi allt náðst fram 1 þeim samningum sem æskilegt hefði verið að ýmsra mati. Pessir samningar hafa haldið enda framkvæmdin bæði í höndum ríkisvaldsins og Stéttarsambandsins. Sá áróður hefur þó iðulega verið leiddur af mönnum sem haja takmarkaða þekkingu á málejhum landbúnaðarins, en bregða yjir sig blæju frœðimennskunnar og nota nafn Háskóla íslands til að geja orðum sínum aukinn þunga. Með því að slá fram órökstuddum fullyrðingum og neita síðan að mœta í rökrœður við fulltrúa bœnda hvort sem er ífjölmiðlum eða á opnum fundum telja þeir sig geta síðar fullyrt að Jyrrgreindar fullyrðingar haji ekki verið hraktar. Ýmsir úr bændastétt hafa haldið því fram að framkvæmd búvörusamnings væri ekki f verkahring hagsmunasamtaka bænda. Þeir eru þó fleiri sem eru sannfæröir um að framkvæmd þessa samnings sé eitt stærsta hagsmunamál bændastéttarinnar sem Stéttarsambandiö kemur nálægt og því eigi það að beita áhrifum sfnum eins og frekast er unnt við framkvæmd hans. Hægt er t.d. að bera saman hvernig ríkisvaldið hefur staðið við samninga um búvörusamninginn og hvernig staðið hefur verið viö ákvæði iaga um jarðræktar- og búfjárræktarlög. Þar vantar stórlega uppá aö ríkisvaldið standi við þaö sem þó er kveöið á um í lögum. Reynslan sýnir að lagaákvæði halda ekki en samningar halda, enda þótt menn veröi að sætta sig við aö ekki náist alit fram í samningum sem æskiiegt er taiiö. Áróðursmenn fyrir innflutningi Hér hefur verið fjallaö nokkuð um þessi mál vegna þess aö fariö er að styttast f að sá samningur sem nú giidir renni út og farið er að huga að nýjum samningi eöa mótun nýrrar landbúnaðarstefnu f samvinnu viö ríkisvaldið. Það liggur ljóst fyrir aö ekki er sjálfgefiö aö það sem við tekur veröi f öllum aðalatriöum samhljóöa þvf sem verið hefur. Mikilvægt er aö ná þeim samningum viö ríkisvaldiö sem sæmilegur pólitfskur friður getur verið um. Á þeim umbrotatímum sem ganga nú yfir er afar mikilvægt fyrir land- búnaðinn að fá örugga vitneskju um þær höfuðlínur sem koma til með að móta land- búnaðarstefnuna a.m.k. til aldamóta. Slík pólitísk samstaða er sérstaklega miklivæg þar sem ýmsum áróðri um að opna f auknum mæli fyrir innfiutning land- búnaðarafúröa til landsins og láta þær inn- fluttu keppa viö þær innlendu hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum. Sá áróöur hefur þó iðulega verið leiddur af mönnum sem hafa takmarkaða þekkingu á málefnum landbúnaöarins, cn bregða yfir sig blæju fræðimennskunnar og nota nafn Háskóla íslands til að gefa oröum sfnum aukinn þunga. Með því aö slá ffam órök- studdum fullyrðingum og neita sföan að mæta í rökræöur viö fulltrúa bænda hvort sem er í fjölmiðlum eöa á opnum fúndum telja þeir sig geta sföar fullyrt aö fyrrgreindar fullyrðingar hafi ekki verið hraktar. Þótt öllu hugsandi fólki blöskri þessi málflutningur þá sfast hann inn þar til þessi möguleiki að opna fyrir óheftan innflutning landbúnaðar- afuröa veröur oröinn eðlileg krafa f hugum almennings. Verkalýöshreyfingin vill innflutning en mótmælir sameiningu afurðastööva "Dropinn holar steininn" heitir leiðari DV þann 18.1., þar sem fjallað er um þessi mál. Þaö er deginum ljósara aö þessi orö ber aö taka af mikilli alvöru. Dropinn mótar hiö harðasta berg ef stööugt fellur hér eins og annarstaðar, og það veit Jónas Kristjánsson mæta vel. Krafan um innflutning land- búnaðarafurða hefur sfast inn f raðir laun- þegasamtakanna, enda er þvf stöðugt haldið fram af ákveðnum aöilum aö þetta sé fljót- virkasta og skilvirkasta aðferðin til að bæta hag almennings. Krafa launþega um lægra verð á land- búnaðarafuröum hefur veriö borin fram af auknum þunga og er þaö skiljanlegt, þar sem kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur fallið mikiö á síöasta einu og hálfa ári. Meðal annars hefur verið samiö um það milli launþega og ríkisvalds að auka niöurgreiðslur. Þó er verkalýðshreyfingin ekki sjálfri sér samkvæm eða að hún er klofin f afstööu gagnvart innflutningi og/eða lækkuðu vöruverði. Verkalýðsfélög á höfuöborgarsvæðinu og einstakir forystu- menn þeirra hafa tekið undir innflutnings- kröfuna, og hún hefur veriö rædd opinber- lega sem raunhæfur möguleiki aö sumra mati í viðræðum aðila atvinnulffsins vegna komandi samninga. En á hinn bóginn hafa verkalýðsfélög á landsbyggöinni brugðist mjög hart við hugmyndum um leiðir til sparnaöar f vinnslu afurðanna svo sem sameiningu afuröastöðva. Þau vilja ekki tapa atvinnutækifærunum, veltu og skatt- tekjum aö fyrirtæki og fólki úr plássinu. Hvaö eiga bændur að gera? Eiga þeir að hlusta á þann hluta verkalýðshreyfingarinnar sem heimtar innfiutning og bregðast við þeirri kröfugerö meö hagræðingu, sam- einingu fyrirtækja og sparnaði f rekstri til að lækka verð afuröanna? Eða eiga þeir aö styöja viö bakið á þeim verkalýðsfélögum sem standa vörð um atvinnulífið á lands- byggðinni og hamla á móti þeirri búsetu- röskun sem þegar hefur gengið alltof langt f áttina til borgríkis. Hér verða bænda- samtökin að taka afstöðu og hér verður verkalýðshreyfingin að taka afstööu. Ef að verkalýðshreyfingin snýst af alvöru f lið með þeim sem tala hæst fyrir kröfunni um óheftan innflutning landbúnaðarafuröa hefur bændastéttin enga valkosti. Hún veröur að ná fram þeirri rekstrarhagkvæmni sem möguleg er, hvort sem þaö er í eigin rekstri eða f rekstri þeirra fyrirtækja sem hún hefur áhrif í og annast vinnslu land- búnaðarafuröa. Á tímum atvinnuleysis er innflutningskrafan tilræöi viö atvinnuöryggi þúsunda Því er grundvallaratriði f þessum efnum að bændasamtökin og launþegasamtökin hafi samstarf og samráð um stefnumótun varöandi þau atriði sem eru hagsmunamál beggja, og þau eru býsna mörg. Má f því tilefni minna á sameiginlega stefnumótun f afstööu til viröisaukaskattsins og blaöa- mannafund í framhaldi af þvf hjá ASÍ, BSRB, Neytendasamtökunum og Stéttar- sambandi bænda. Þar tóku fyrrgreind samtök höndum saman f þessu mikilvæga máli sem varðar bæði launþega og fram- leiöendur miklu. Þetta þarf aö eiga sér stað oftar þar sem sameiginlegir hagsmunir eru fyrir hendi. Á tfmum atvinnuleysis, eins og nú virðist raunin á, er krafan um innflutning land- búnaöarafurða beint tilræði viö atvinnu- öryggi þúsunda manna. Enda þótt inn- flutningspostularnir segi að viðkomandi aðilar eigi aö fá sér vinnu við arðbærari störf, þá vita allir sem vilja vita hvernig iandið liggur f þeim efnum. Hvaða arö- bærari störf hefur tekist að finna fyrir þaö fólk sem hefur misst vinnuna vegna aukins útflutnings á óunnum fiski og vegna þess aö fiskvinnslan hefur í síauknum mæli færst um borð í frystitogara. Það eru sáralitlir aörir atvinnumöguleikar fyrir hendi sem stendur. Þær tilraunir sem gerðar hafa verið til ný- sköpunar f atvinnulífi til sveita hafa gefist misjafnlega og þarf ekki að tfunda þaö frekar. Þaö er þó ljóst að á þeim sviðum sem árangur hefur náöst, hefur fagmennska og raunsæi ráöið feröinni en ekki óraun- hæfir draumórar. Miklir umbrotatímar til aldamóta - niðurgreiðslur greiddar beint til bænda sem byggðastyrkir Þegar rætt er við erlenda bændur um þeirra framtfðarsýn, þá eru þeir á einu máli um að afkoman fari versnandi og rekstrar- Iegar og faglegar kröfur til bænda muni aukast á komandi áratug. Þetta muni aftur leiöa af sér að þörf bænda fyrir skilvirka Ieiöbeininga og rannsóknastarfsemi muni aukast og þeir geri auknar kröfur til hennar. Engin ástæða er til aö ætla annað en að þróunin verði á líkum nótum hérlendis. Bændur verða aö búa sig undir breyttar aöstæður og auknar kröfur til þeirra sem rekstraraðila. Líklegt er að dragi úr út- gjöldum ríkisins á komandi árum til ýmissa hluta í landbúnaöinum. Ákveöin þróun f átt til þess að gera verðmyndun landbúnaðar- afuröa á heimsmarkaði raunhæfari mun leiöa af sér samdrátt á útflutningsbótum. Þær viðræöur sem eiga sér stað nú innan GATT varðandi verslun með landbúnaðar- afuröir munu jafnvel leiða til þess að fyrir- komulagi niðurgreiöslna verði breytt. í stað þess aö greiða þær á heildsölustigi, eins og nú er gert, benda ákveðnar líkur til þess aö þær veröi greiddar beint til bænda, og þá f formi byggðastyrkja eða á annan hátt sem stjórnunaraðgerð, en ekki flöt greiösla á hverja afuröaeiningu. Ekki verður farið lengra út í þessa sálma hér að sinni, en þaö skal að lokum áréttað að enda þótt bændum hafi þótt þróun landbúnaöarmála vera nægjanlega umbrotamikil á liönum áratug, þá er alveg ljóst aö fram til aldamóta eiga eftir að gerast miklar breytingar f málefnum landbúnaðarins. Mikilvægt er fyrir bændur aö vera vakandi og vera virkir í mótun þróunarinnar í staö þess að vera einvörðungu þolendur, þ.e.a.s. standa frammi fyrir ákvöröunum stjórnvalda án þess aö fá nokkuö að gert. Það er kannski auðveldara að vera f hinu óvirka hlutverki, en hitt er öruggtega farsælla og áhrifameira.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.