Alþýðublaðið - 09.02.1924, Blaðsíða 1
C3-eH0 út af ^LlþýOnfloklniYiTni
1924
Laugardaglnn 9. febrúar.
34. tolublað.
Verktan í Noregi.
Tilræði við 51 þús. manna.
í skeytl frá utanríkisráðuneyt-
inu norska í Kristjaníu, dags. 7.
fébr., til skrifstofu aðalræðls-
menrssins norska hér segir svo:
Atvinnurekendafélaglð hefirfrá
deginum í dag lýst yfir verk-
banni við byggingarvinnu, í skó-
verksiniðjum, klæðaverksmiðjum,
tóbaksverksmiðjum, námum, við
tlmburvöruvinnu, saumavinnu og
sprengiefnagerð; nær það til alls
27 þúsunda manna með venju-
legum uppsagnarfresti átta til
íjóttán daga. Atvinnurekendafé-
lagið boðar enn fremur verk-
bann á 24 þúsundir manna
innan átta daga.
Tiletni verkbannsins er það,
að samnlngatllraunir í hafnar-
verkfallinu haia drðið árangurs-
lausar, þar eð landssamband
verkamanna hefir ekki fallist á
kröfu atvinnurekenda úm trygg-
ingar fyrir þyí, að samningar
verði haldair. Sem stendur eru
níu þúsundir í verkfallinu, þar
af margar þúsundir ólögiega.
Landssambandið hefir lýst yfir
samúðarverkfalli tólf þúsunda
verkamanna í pappírsgerðariðn-
unum; sáttasemjari rikisins hefir
hafið sáttatilraunir.
Erlend sfmskeytL
Khöfn 8. tebr.
Sparnaðnr Frakka.
Frá París er simað, að neðri
máistofa franska þingsins hafi
samþykt frumvarp stjórnarionar
um sparnaðarráðstatanir í rikis-
búskapnum. Var frumvarpið sam-
þykt með 333 atkvæðum gegn
205.
Nýtt stjórniiiálahneyksll.
Stórblaðið >New York World*
hefir birt viðtal við Lloyd George
fyrrv. f orsætisi áðherra. Sam-
kvæmt þessu viðtali hafa þeir
Clemenceau pg Woodrow Wii-
son gert leynisamning sín á
milll árið 1919 um það, að Rín-
ariöndin skyldu hertekin. Lloyd
George vissi ekkert um þessa
samninga fyrr en eftir á, en var
tiineyddur að fallast á tillögu
Ciemenceaus.
Franska utanríkisráðuneytið
þverneitar því, að nokkur leyni
samningur sé tii milii Frakka og
Bandarikjamanoa, — heldur það
því fram, að Lloyd George hafi
jafnan vitað um allar viðræður,
sem fram fóru milli Clemenceaus
og Wiisons.
Lloyd George hefir lýst yfir
því, að hann beri enga ábyrgð
á viðtali amerfkanska blaðsins,
og viðurkennir hlns Vegar, að
yfirlýsing franska ntanríkisráðn-
neytisins sé rétt í ölium aðalat-
riðum, Mál þetta hefir vakið
mikla athygii í Englandi, Frakk-
landi og Ameríku.
Bankahrunin dönsku
árin 1921 — 1923.
Með frumvarpi til nýrra banka-
laga, er lagt var fyrir lands-
þingið danska, var yfirlit yfir
bankahrunin dönskuárin 1921 til
1923. Samkvæmt því hafa hrunið
32 bankar með samtals 300
millj. kr. í hlutafé og varasjóð-
um. í sömum bönkunum tapað-
ist ekki nema varasjóður og
lítið eitt af hlutaíénu, cn í oðr-
um alt að 75 % af inneignum
einstakra manna auk hlutafjár og
varasjóða. Orsakirnar eru taldar
óhæfilegar lánvc itingar til ýmsra
elnstakra manna til verziunar eg
Hallar Halls-son
tannlœknír
hefir opnaö tannlækningastofu í
Kirkjustræti 10 niori. Sími 1503.
Ytðtalstími kl. 10^4.
Sími heima, Thorvaldsensstræti 4,
nr. 866.
Rafgeimar Malnir
og alls konar rafáhald-viðgerðir
unnar á vinnustofu okkar.
Ht. Ralmf. Hitl & Ljós.
Inngangur frá Klapp rstíg.
I. O. G. T.
Unnnr og Díana. Engir fundir
á morgun.
Framtíðin nr. 173. Frestað
af mælisskemtun vegna veikinda.
Setur inn embættismenn næsta
mánudagskvöld. — Verði færri
karlmenn á tundi en konur,
gefa þeir ollum viðstoddum
kalfi. Verði konur færri á
fundinum, þá gefa þær ollum
viðstöddum kaífi.
Freðfiskur vestan trá Jðkll og
saltkjöt fæst 1 verzlun Guðjóns
Guðmundssonar, Njálsgötu 22.
Sími 283.
brasks og mlsheppnaðar gróða-
tilraunir forstjóra bankanna við
ýmiss kon&r brall.
Togararnir eru nú farnir að
búa sig undir flskveiöar i sajt.