Skátinn


Skátinn - 01.04.1935, Síða 1

Skátinn - 01.04.1935, Síða 1
 \I. árg. — 1. tbl. — april 1935 Skáfinn ÚTGEFANDI: SKÁTAFÉLAGIÐ »ERNIR« Ábyrgðarmenn: Haraldur Sigurðsson og Axel Sveins — Herbertsprent prentaði Skátinn. Það, seni einna mesí hefur háð útbreiðslu skátahreyfingarinnar hér á landi, er það hvað félagsskapurinn hefur liaft lítinn hlaðakost. Það liggur í hlutarins eðli að gagnkvæmur skilningur og samstarf, sem er félagsskapnum nauðsvnlegur, fæst ekki án þess að stefnan, og það, sem hún hefur upp á að bjóða, verði ræki- lega kynnt fvrir almenningi. En vegna allra að- stæðna verður þessi kynnig að fara frain gegn- um blöð og bækur. Þegar skátafélagið „Ernir“, árið 1925 byrjaði á útgáfu Skátans var því fvllilega Ijósl við livaða örðugleika var að eiga. En þörfin var engu síður augljós. Að vísu böfðu áður verið gefin út blöð, sem ræddu um skátahreyfing- una, niá þar nefna Liljuna, sem gefin var út af skátafélaginu Væringjar. En það blað var þá hætt að koma út fyrir nokkru, svo að félagsskapurinn liafði í svipinn yfir engu blaði að ráða. Úr þessu liugðust Ern- irnir að bæta að svo miklu leyti, sem unnt væri. Blaðið var raunar æði fátæklegt i fyrstu, kom út fjölritað nokkur fvrstu árin, en félagið taldi sig vera á réttri braut, enda gekk þelta litla blað svo vel, að eftir nokkur ár var farið að gefa það út prentað á góðan pappir. Að vísu kom blaðið ekki alltaf reglulega út, en það var vist, að það var ekki vegna viljaleysis þeirra, sem að því stóðu, heldur hitt, að f járhagsástæð- ur félagsins hafa ekki á öllum tímum verið svo góðar, sem æskilegt liefði verið. Eins og kunnugt er, hefur Skátinn legið niðri nú um nokkurt skeið og það af þeirri á- stæðu, sem áður er um getið. En þegar heldur batnar í búi, verða menn áræðnari og líta bjart- ari augum á framtíðina. Það er í trúnni á fram- tíðina og mátt liins góða niálefnis, sem við sendum Skátann frá oklcur á ný. Þörfin fyrir málgagn handa skátahreyfingunni er enn hin sama, ef ekki meiri, og við munum reyna að vinna að útbreiðslu hins glæsilegasta og bezta félagsskapar, sem til er eins ötullega og í okk- ar valdi sþmdur. H. S. Gunnar. Drengjasaga eftir Aðalstein Sigmundsson, kennara. Það var sunnudagskvöld seint í október. Gunnar rölti niður Laugaveginn. Honum fannst hann vera einmana og yfirgefinn. Hinir dreng- irnir úr flokknum hans voru upp í Skála og ekki væntanlegir þaðan fyr en morguninn eftir. Hvað átti liann að gera í kvöld? Hann var auralaus, svo að hann gal ekki farið á bíó. Hann liafði lesið í bók allan daginn, svo að liann var orðinn leiður á því. En upp á ein- hverju varð liann að finna, til þess að gera sér mat úr kvöldinu. Allt í einu hrökk Gunnar upp úr hugleið- ingum sínum við hvella hlástra, sem heyrasl neðan af Hverfisgötunni. Hann þekkir ósköp vel hljóðið í slökkviliðsbílunum, og honum er ljóst á augabragði að einhverstaðar er kviknað í. Einhverstaðar í Austurbænum, eftir því að dæma, hvert slökkviliðið stefnir. Gunnar slæst þegar í för með tugum annarra forvitinna veg- l'arenda, sem stefna á brunastaðinn. Innan

x

Skátinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.