Skátinn


Skátinn - 01.04.1935, Blaðsíða 2

Skátinn - 01.04.1935, Blaðsíða 2
SKATINN skamms sást eldbjarmi og logatungur teygja sig upp á kvöldhimninum. Hér var bersýnilega meira að gerast en að sót væri að brenna inn- an úr strompi. Þegar nær koni, sá Gunnar, að stórt fjórlyft hús var að brenna. Eldurinn hafði gripið mjög um sig, svo að auðséð var, að vonlítið var að bjarga húsinu. Gunnar komst i fremstu röð áhorfendanna og horfði frá sér numinn á þetta stóra bál. Slökkviliðið gerði eins og það gat, til að vinna bug á gráðugum logunum. Ógurlegum vatns- flaumi var dælt inn í brennandi húsið. En eld- urinn var svo magnaður orðinn, að engum mannlegum mætti var fært að vinna bug á honum. Enda var ærið verk fyrir slökkviliðið að verja húsin í kring. Allt í einu heyrðist átakanlegt vein ofan af efstu hæð hússins, sem var að brenna. Það sló þögn á mannfjöldann, og allir horfðu með skelfingu upp i gluggann, sem hljóðið heyrðist úr. Menn standa eins og þeir séu negldir við jörðina. — Enginn hreyfir sig. Ekkert heyrisl, nema snarkið i eldinum. Þá ryðst kona fram úr mannþrönginni. Frávita af kvöl og skelfingu æpir hún: „Pétur! Elsku Pétur minn! Hjartans barnið mitt!" Konan þýtur að dyrum hússins, sem stendur i björtu báli. Tveir slökkviliðsmenn ná i hana, og þeir verða að neyta allrar. orku til að hindra örvæntingaróða móðurina að rjúka inn i eld- hafið. Mannfjöldinn stendur eins og allir séu stein- gerðir af skelfingu. Enginn megnar svo mikið sem að hreyfa sinn minnsta fingur til bjargar vesalings barninu. Gunnar stendur eins og aðrir og starir skelfd- ur á brennandi húsið. En allt i einu dettur hon- um í hug: „Það verður að bjarga barninu. Og ef enginn annar þorir að gera það þá reyni ég". Hann er eldfljótur að snara sér úr yfirhöfninni, og í sama vetfangi er hann kominn að stiga, sem slökkviliðsmennirnir hafa reist upp. Hann er ótrúlega snar að komast upp að glugga ein- um á húsinu, sem nú sýnist vera alelda. Mann- fjöldinn horfir steini lostinn á gluggann, sem þessi hugrakki drengur hvarf inn um. Loga- tungurnar taka að sleikja stigann, en slökkvi- Jiðið sprautar á hann, svo að hann brennur ekki. Ein mínúta líður — eða kannske tvær. Á- horfendunum finnst það vera heilar klukku- stundir. Þá kemur eitthvað í ljós í glugganum. Gunnar tekur á þvi, sem hann á til og kemst út í stigann. Hann hálfklifrar og hálfhrapar til jarðar og kemst þangað slysalaust. Hann heldur á dálitlum þriggja ára strákpatta undir vinstri hönd, en strákurinn orgar af hræðslu og sparkar út öllum öngum. Mamma snáðans rik- ur að Gunnari og rífur hann af honum. Gunnar reynir að brosa gegnum sótið, sem sezt hefir á andlit honum, en brosið likist helzt grettu. Hann ætlar að smjúga fram hjá mannfjöldanum, en liefir ekki þrótt til að hreyfa sig úr sporunum. Það er eins og fæturnir geti ekki borið hann. Sá Gunnar, sem var ekið heim í bíl á sunnu- dagskvöldið, var bæði óhreinn og rifinn. Sunnu- dagafötin hans voru ekki á marga fiska, og and- lit hans og hendur voru þakin brunasárum, svo að fólkið heima hjá honum þekkti hann varla. En þrátt fyrir þetta allt var Gunnar verulega glaður. Því að hann var þess vís með sjálfum sér, að hann hafði gert skyldu sína, sem skáti. Pax Hill. Ég veit, að þegar margir ykkar lesa þenna greinatitil, vaknar hjá ykkur spurningin: „Hvað er Pax Hill?" En nafnið Pax Hill ættu allir skátar að þekkja, því það er nafnið á bústað BadenPowell's, mannsins, sem stofnaði skáta- lireyfinguna, sem hefir orðið svo mörgum drengjum til gagns og gleði. En nú er Baden-Powell orðinn gamall og þreyttur maður. En enn þá hugsar hann um skátana sína, sem dreifðir eru um allan heim, og enn þá er hann virtur og dáður af mönnum um allan heim. Og þeir verða áreiðanlega marg- ir, skátarnir, sem fj'lgja honum til grafar, þeg- ar hann deyr, en þess mun varla verða langt að bíða, því miður, þvi að heilsan er tekin að bila, og nú er hann öðru hvoru í rúminu. Nú sem stendur hefi ég fyrir framan mig biéf frá dönskum skátaforingja, sem heim- sótti gamla foringjann okkar fyrir skömmu. Hann er afar hrifinn af honum, — en það er annars bezt að ég gefi honum orðið:

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.